Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 24
24|Morgunblaðið
Stelpurnar á Hár-Expó á Laugaveginum
hafa alltaf nóg að gera, og nú eru ferming-
argreiðslurnar farnar að hellast yfir þær.
„Yfir höfuð finnst mér fermingarbörn í
dag vera með sídd í hári, bæði strákar og
stelpur,“ segir Gunnella Jónasdóttir hár-
greiðslumeistari. „Stelpurnar eru farnar
að vilja fá liði aftur í hárið, eftir mikla
notkun á sléttujárnum undanfarið. Stórir
liðir eru að koma mikið aftur í tísku og
beyglur, sem eru ekki mjög formaðar
krullur. Mér finnst aðalatriðið vera að
hafa fermingargreiðslurnar frekar lát-
lausar og reyna að halda stelpulega útlit-
inu, sakleysinu og hreinleikanum.“
Gunnella segir greiðslurnar mun ein-
faldari en oft áður, ekki miklar uppsetn-
ingar heldur er hárinu leyft að njóta sín.
Fléttur séu enn í tísku og blóm séu sígild,
en meira um að hafa þau minna áberandi
og frjálslegar í hárinu. „Svo er að koma
mikið aftur inn að hafa glitrandi skraut í
hárinu, alls konar litaða steina, perlur,
spennur með hangandi perlum og fleira,“
bætir Gunnella við.
– Eru ekki allar fermingarstelpur með
sítt hár?
„Í ár eru það langflestar því sítt hár er
svo mikið í tísku. Og mér finnst þær ekki
mikið tala um að láta klippa sig eftir á.“
– En strákarnir?
„Þeir eru með meiri sídd en oft áður og
mikla sídd í toppnum. En það verður að
passa upp á að hárið beri þá ekki ofurliði,
það bera ekki allir svona mikla sídd,“
leggur Gunnella áherslu á. „Það er minna
blásið og mótað núna, þeir vilja bara vax
eða gel og forma það létt og frjálslega.“
– Hvað með strípur og liti?
„Oft fá þau sínar fyrstu strípur eða
fyrsta skol rétt um ferminguna. Þá er að-
alatriðið að hafa það nógu eðlilegt. Í allri
þessari sídd verður að líka passa að hafa
hárið snyrtilegt og sem náttúrulegast á
þessum stóra degi og á þessum aldri þeg-
ar þau eru svo fersk og sæt,“ segir Gunn-
ella að lokum.
Förðunin
Ína Lilja hjá Lancôme farðaði þrjár
stelpnanna fyrir myndatökuna. Hún segir
að förðun fyrir fermingarstúlkur eigi að
vera náttúruleg og sem eðlilegust. „Fal-
legast er að nota litað dagkrem, sólar-
púður, augnblýant, maskara og gloss,“
segir hún. Hún notaði eftirfarandi snyrti-
vörur:
Perla: Vinéfit naturel litað dagkrem,
Mat finish-púður nr. 04, Star bronzer-
sólarpúður nr. 01, Khol-augnblýantur gris
bleu, Color focus-augnskuggi nr. 301,
Hypnôse svartur maskari, Juicy tubes-
varagloss nr. 22.
Dagbjört: Color ID nr. 010, Mat finish-
púður nr. 04, Star bronzer-sólarpúður nr.
01, Khol-augnblýantur gris métal, Color
focus-augnskuggi nr.103, Hypnôse svart-
ur maskari, Juicy tubes-varagloss nr. 45
Sólveig: Color ID nr. 010, Poudre Maj-
eur-púður 04, Star bronzer-sólarpúður nr.
01, Khol-augnblýantur gris bleu, Color
focus-augnskuggi nr. 301, Hypnôse-
maskari svartur, Juicy tubes-varagloss
nr. 19.
Morgunblaðið/Þorkell
Á Bryndísi Láru tók Gunnella hárið frá andlitinu. Hún fléttaði fjórar fléttur sem hún faldi undir hárinu að aftan. Bylgjaði síðan hárið til að ná
hreyfingu í síddina. Skreytti svo fallega rautt hárið með hárauðum blómum.
Fersk og sæt með sídd
Gunnar Ingi vildi halda allri sídd, svo
Inga Hrönn mýkti línuna, þynnti hárið
og bætti styttum í það.
Ragnar Dagur hélt síddinni og Ella
leyfði því styttunum að njóta sín um leið
og hárið er haft sem frjálslegast.
Heiður liðaði hárið á Sólveigu með krullujárni, setti fasta fléttu öðrum megin og
greiddi toppinn þungt fram til hliðar.
Gunnella krullaði Dagbjörtu inn á milli náttúrulegu krullnanna með stóru krullu-
járni. Hárið fékk að njóta sín sem náttúrulegast með smá blómaskrauti.
Inga Hrönn setti bylgjuliði í hárið á
Perlu og lét það njóta sín. Setti síðan
fasta fléttu frá hlið og niður að eyra.