Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 44
44|Morgunblaðið
GALDRAKVER
Ráð til varnar gegn illum
öflum þessa og annars heims
Ögmundur Helgason
bjó til prentunar.
Íslensk galdrahandrit á skinni má næstum telja á fingrum annarrar handar.
Í því handriti - frá 17. öld - sem hér um ræðir er að finna margs konar varnarráð. Eru
það ýmsir galdrastafir í anda þjóðtrúarinnar, sem og blóðstemmuvers,
að viðbættum himnabréfum og fleiri hjálparráðum.
Þar er m.a. blandað saman latínu og grísku og jafnvel hebresku
úr kabbala-dulfræðum miðalda.
Kverið sjálft er ljósprentað og fylgir því stafrétt útgáfa og texti
á nútíma stafsetningu, auk þýðinga á dönsku, ensku og þýsku.
Hluti upplagsins er tölusettur.
Erummeðmikið úrval
fermingargjafa.
Vandaðar vörur í
hæsta gæðaflokki
DÓRA JÓNSDÓTTIR - GULLSMIÐUR
FRAKKASTÍG 10 SÍMI 511 3160
OPIÐ VIRKAR DAGA FRÁ KL. 14 - 18
OG LAU. 11.00 - 14.00Gjafakort
Se
nd
um
í
pó
st
kr
öf
u
Elín er kraftmikil stelpa og þó nokkur
töffari. Hún er stútfull af orku og því
er sjaldan lognmolla þar sem hún fer.
Hún er nýflutt úr höfuðborginni í sveit-
ina á Kjalarnesi þar sem fjölskyldan
býr með hestana sína. Helst myndi El-
ín vilja vera á hestbaki frá morgni til
kvölds, því hestar eru hennar líf og
yndi. Reyndar þykir henni vænt um öll
dýr enda er hún einstaklega hjartahlý
stelpa. Heimilistíkin Skessa er mikill
vinur Elínar en Guð er líka góður vinur
hennar. Hún kynntist Guði þegar hún
var sex ára. „Þá buðu tvær færeyskar
vinkonur mínar mér að koma með sér í
barnastarf hjá Akrinum sem er kristi-
legt samfélag. Mér fannst mjög gaman
þar, við vorum alltaf að gera eitthvað
skemmtilegt, föndra og syngja og svo
fengum við að fræðast um Guð. Ég fór
í fyrsta skipti í sumarbúðirnar þeirra á
Ástjörn í fyrra, en það er norður í
landi og var mjög skemmtilegt.“
Ekkert mál að missa
af veislu og gjöfum
Elín segir að venjan sé sú að krakk-
arnir í Akrinum fermist ekki. „Af því
að við förum eftir því sem stendur í
biblíunni og þar stendur ekkert um það
að við eigum að fermast, það er eitt-
hvað sem við mennirnir höfum tekið
upp á.
En engum er bannað að fermast ef
hann vill það og þar sem ég er skráð í
þjóðkirkjuna ætlaði ég að fermast eins
og flestir krakkar sem ég þekki. Ég
byrjaði að ganga til prestsins í ferm-
ingarfræðslu en komst fljótt að því að
ég vildi ekki fara þessa leið. Guð talaði
til mín og ég ákvað að sleppa þessu.
Sumir krakkar halda að ég ætli ekki að
fermast af því að ég trúi ekki á Guð, en
það er ekki málið.
Ég kann bara betur við mig í trúar-
starfinu hjá Akrinum.“ En finnst henni
ekkert leiðinlegt að missa af stórri
veislu, flottum fötum og öllum gjöf-
unum sem fylgja flestum fermingum?
„Nei, alls ekki. Ég veit um marga
krakka sem láta ferma sig aðallega út
af öllu tilstandinu en ekki út af trúnni
og mér finnst það ekki gott.“
Alveg sama hvað
öðrum finnst
Elín finnur mikinn styrk í trúnni og
segist nýlega hafa fundið vel fyrir því
hvað það er gott að eiga Guð að vini.
„Þegar við vorum nýflutt hingað í
sveitina var keyrt á Stúf, hundinn sem
við áttum og hann dó.
Mér þótti rosalega vænt um Stúf og
ég tók þetta mjög nærri mér. Ég talaði
mikið við Guð í sorginni og það hjálp-
aði mér mjög mikið og ég veit að hann
tók vel á móti Stúfi.“
Aðspurð segist Elín ekkert láta það á
sig fá þótt krökkum í kringum hana
þyki eitthvað hallærislegt að hún trúi á
Guð. „Ég reyni að fá sem flesta krakka
með mér í Akurinn. Guð tekur á móti
öllum og hann elskar alla.
En ef þau reyna að gera lítið úr mér
fyrir það að trúa á Guð þá labba ég
bara í burtu og hlusta ekki á þau,“ seg-
ir galvaska hestakonan Elín Ösp, sem
ætlar að halda áfram að vera með í
starfinu hjá Akrinum þótt hún komist
sjaldnar til þeirra eftir að hún flutti í
sveitina.
Guð er vinur minn þótt
ég ætli ekki að láta ferma mig
Morgunblaðið/Jim Smart
Þeim finnst gaman að leika saman, Elínu og tíkinni Skessu.
Elín Ösp Grétarsdóttir
er trú Guði í hjarta sínu.
Og hún veit vel hvað
hún vill. Hún ætlar
ekki að fermast í vor.