Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 34
34|Morgunblaðið Fylgihlutir og hárskraut Mikið úrval af hárskrauti og skartgripum fyrir fermingar Ný sending af beltum, nælum, töskum og klútum Vorlínan frá Pilgrim komin - tilvalin gjöf Sendum í póstkröfu Skarthúsið Laugavegi 12 - Sími 562 2466 Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 Til fermingargjafa: FERÐATÖSKUR ÍÞRÓTTATÖSKUR BEAUTYBOX BAKPOKAR SEÐLAVESKI Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Íris Egg- ertsdóttir eru ungir hönnuðir sem selja fötin sín í versluninni Oni, Laugavegi 17. Kolbrún undir nafninu K-design en Íris sem Krúsilíus. Þær segja fermingartískuna marka upphaf sumartískunnar, sérstaklega upp á litina þar sem fólk vilji helst ganga í svörtu á veturna. Allir litir og stílar Kolbrún: Ég er mjög litaglöð og finnst mun skemmtilegra að vinna með liti og ætla að setja inn fleiri ljósa liti í sumar, jafnvel pastelliti. Íris: Það er mikil litadýrð í tísku. Það eru blóm, gull og silfur, prjónuðu og hekluðu blandað saman og það er rosa- lega margt leyfilegt. Kolbrún: Fólki er leyft að vera eins og það vill og alls konar stíla er kannski að finna í sömu búðinni. Íris: Það er um að gera að hafa nógu margt leyfilegt og blanda öllu saman. Ein tískustefna getur ekki farið öllum. Kolbrún: Það er ekki lengur smart að bolirnir séu stuttir og heldur ekki bux- urnar. Óþægilegu fötin eru búin að vera. Við viljum bara gera þægileg föt svo að manni líði vel. – Finnst ykkur fermingartískan vera eitthvert sérstakt fyrirbæri eða það sem krakkarnir vilja ganga í? Kolbrún: Mér finnst fermingarföt yfir- leitt vera eitthvað sem krakkar vilja ekki endilega ganga í. Það er mikilvægt að leyfa börnunum að velja sitt dress og sætta sig einfaldlega við það, því þau hafa skoðun og vilja nota dressið oftar en einu sinni. Fermingarfötin eiga að lýsa smekk barnanna, þau eiga að fá fatnað sem þeim líður vel í, í stað þess að nota hann við þetta eina tilefni. Íris: Nei, mér finnst engin sérstök fermingartíska í dag, krakkarnir klæðast meira eftir eigin karakter. – Finnst ykkur eitthvað vera staðlað í fermingartískunni sem mætti breyta? Íris: Hanskar og blóm í hárið eru alltaf í fermingartísku fyrir stelpurnar og banka- Hildur er í bleikum viscose-kjól með gylltu hekli yfir bringuna. Hannað af Krúsilíusi. Bergþóra er í kjól frá K-design en skór eru í eign Frú Fiðrildis. Hér er Telma Guðbjörg í Krúsilíus- hönnun, mosagrænum jersey-kjól með glimmeri og hekluðu blómi og með grænt armband með svartri blúndu. K-design hannaði bolinn og pilsið sem Telma Guðbjörg er í. Armbandið er hannað af Krúsilíusi en skór eru í eigu Frú Fiðrildis. Svala Lind er í bleikum bol og pilsi frá K-design, Allir geta verið sætir og fínir Fatahönnuðirnir Kolbrún og Íris segja enga sérstaka fermingartísku vera í ár, börnin megi klæðast því sem þau vilja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.