Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 72
72|Morgunblaðið
Fyrir unga húð vil ég nota sem minnst af
öllu,“ segir Margrét R. Jónasar, förð-
unarmeistari hjá MAC Cosmetics. „Mér
líkar best farði í þunnu fljótandi formi. Oft
er talið að púðurfarði sé góð lausn ef kalla
á fram náttúrulegt útlit og oft er púður
keypt af konum sem farða sig lítið sem
ekki neitt. Misskilningurinn er sá að púð-
ur sést meira á húðinni, þekur meira og er
þurrkandi. Fljótandi farði gefur oftast
raka, verndar og gefur eðlilega áferð.
Púður hentar ekki öllum húðtegundum.
Púðurfarði finnst mér ágætur fyrir bland-
aða feita húð. Tískan í dag snýst um að
leyfa húðinni að njóta sín og hafa eðlilegan
glans og ljóma; láta húðina sjást en ekki
hylja. Það allra ljótasta sem ég sé í förðun
er þegar konur eru búnar að hylja húðina
með farða og það eina sem sést er farð-
inn,“ segir hún.
Fyrir unga húð segir Margrét mjög
smart að nota blauta skugga, annaðhvort
túpuaugnskugga eða kremskugga í öskju.
„Stúlkur á fermingaraldri eru afar gjarn-
ar á að kaupa sér svartan augnblýant,
sennilega því þær hafa ekki nægilega
kunnáttu til þess að farða sig á nátt-
úrulegan hátt. Oft er erfiðara að farða lít-
ið, þannig að ekkert sjáist, en að farða
mikið. Kinnalitir eru mikið í tísku núna,
hvort sem þeir eru venjulegir eða í blautu
formi. Þeir eru líka í björtum litum, eink-
um ferskjulitum og bleikum. Gloss eða
Létt förðun
fyrir unga
fermingar-
barnahúð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Litað dagkrem er borið yfir allt andlitið.
Dimmbleikur kremlitur er borinn á allt augnlokið.
Gylltur kremskuggi er borinn inn á milli augnhára
og náttúrulegur maskari í svörtum lit er settur létt
á.
Blautur kinnalitur í ljósbleikum tón er bankaður létt
á með fingurgómunum.
Ferskjulitað gloss er borið á varirnar en enginn
varablýantur.
Fyrir unga og fallega húð á að velja létta förðun, seg-
ir Margrét.
Margrét R. Jónasar förðunarmeistari sýnir létta
förðun fyrir ungar stúlkur.
Nancy
FÆST Í ÖLLUM HELSTU
BÓKAVERSLUNUM LANDSINS
Gestabók • Myndir • Skeyti
VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • SÍMI 5628500 • WWW.MULALUNDUR.IS
Gengið inn hægra megin
www.svipmyndir.is
FERMINGAR-
MYNDIR
SVIP
MYNDIR
PORTRAIT
STUDIO
Hverfisgötu 50
sími 552 2690