Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 64

Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 64
64|Morgunblaðið chili saman við maukið. Bætið fiskinum út í pottinn þannig að sú tegund sem þarf lengstu eldunina komi fyrst. Bætið síðan afganginum af hvítvíninu og vatninu við og lofið suðunni að koma hægt og rólega upp. Saxið steinseljuna og setjið út í rétt áður en fiskisúpan er borin fram. Marineraður geitaostur 1 tsk fennelfræ 1 tsk rósapipar 250 g ferskur geitaostur, t.d. Soignon 2 hvítlauksgeirar, afhýddir en heilir 2 litlir grænir chili, marðir 2 rósmaríngreinar, marðar 2 lárviðarlauf extra virgin ólífuolía þar til rennur yfir ostinn Hitið fennelfræ og rósapipar varlega á pönnu þar til lyktarefnin fara að losna, án þess að brenna það. Kælið algjörlega. Búið til litlar kúlur úr ostinum og setjið í skál eða krukku. Setjið fennelfræin og rósapiparinn út í og svo afganginn af hrá- efninu. Hellið olíunni yfir þar til allur ost- urinn er á kafi. Miðjarðarhafskjúklingaréttur 4 kjúklingabringur 8 kjúklingaleggir ½ kúrbítur ½ rauð paprika ½ gul paprika ½ græn paprika 1 rauðlaukur 3 greinar timían 12 sveppir 3 msk hveiti 2 tsk tómatpuré 300 ml hvítvín 600 ml vatn 50 g smjör salt og svartur pipar Grófskerið allt grænmetið. Setjið olíu í stóran pott og hitið vel. Setjið leggina fyrst út í og steikið vel. Svo eru svepp- irnir settir út í og steiktir vel. Setjið af- ganginn af grænmetinu út í ásamt timí- aninu. Saltið og piprið. Næst er tómatpuréið sett út í og látið krauma vel, því næst hveitið og látið brúnast með í u.þ.b. ½ mínútu áður en hvítvínið er sett út í. Látið það aðeins sjóða niður áður en vatnið er sett út í. Forsteikið bringurnar á sérpönnu. Þegar sósan er búin að bland- ast vel og sjóða í u.þ.b. 10 mínútur setjið þá bringurnar út í pottinn og sjóðið áfram í 10–15 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Setjið smjörið út í í lokin þegar u.þ.b. 5 mínútur eru eftir af suðutím- anum. Gott er að hafa grjón með þessum rétti. Peruterta Tatin 100 g sykur 100 g smjör 10 perur 1 pakki smjördeig Skrælið og kjarnið perurnar og skerið í fjóra bita. Setjið sykur og smjör í pönnu (best að hafa teflonhúðaða Alpan-pönnu) og brúnið. Raðið perunum þétt á pönn- una. Rúllið út smjördeigið. Takið pönn- una af hitanum og leggið smjördeigið á hana og ýtið deiginu vel niður til hliðanna (að innanverðu) svo kantur myndist þeg- ar pönnunni verður snúið við. Setjið inn í ofn við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til deigið er orðið gullinbrúnt. Takið pönnuna út úr ofninum og látið kólna að- eins. Setjið síðan fat sem nær yfir pönn- una og hvolfið, þá ætti allt að losna og perurnar snúa upp. Borið fram heitt eða volgt með rjóma eða vanilluís. Alls kyns skemmtilegt meðlæti er gott að hafa með og helst setja á gott brauð (sjá uppskr. bls. 58) og bæta við af áleggs- bakkanum sem á er: spænsk chorizo- pylsa, serrano-hráskinka, ítalskt salami, salami með grænum piparkornum og ís- lensk lambahráskinka. Aïoli 2 stórar eggjarauður 5 dl extra virgin ólífuolía 1 tsk dijon-sinnep 1 hvítlauksrif vatn salt Afhýðið og saxið hvítlauksrifið. Setjið eggjarauðurnar í skál ásamt hvítlauknum og dijon-sinnepinu. Bætið olíunni út í í mjórri bunu en gætið þess að hræra vel allan tímann á meðan olía lekur í skálina, annars skilur sósan sig. Ef sósan verður of þykk má þynna hana með vatni eða sítrónusafa. Kryddið til með salti. Guacamole 3 meðalstórar lárperur ½ rauðlaukur 2 meðalstórir tómatar 3 hvítlauksrif ½ sítróna 1 dl extra virgin ólífuolía salt og svartur pipar Afhýðið lárperuna og takið steininn úr. Skerið í teninga um 1x1 cm. Skerið lauk- inn og tómatana í litla bita. Merjið hvít- laukinn smátt. Blandið öllu saman í eina skál, kreistið safann úr sítrónunni yfir. Setjið olíuna út í og bragðbætið með salti og pipar. Hummus 300 g kjúklingabaunir soðnar 1 msk tahini (sesamsjör) ½ dl ólífuolía 2 hvítlauksgeirar ½ tsk chiliduft salt Kjúklingabaunirnar eru settar í mat- vinnsluvél ásamt tahini, hvítlauk, chili- dufti og ólífuolíu og maukað fínt. Ef blandan er of þykk og vélin ræður ekki við hana er gott að setja smávegis af kjúklingabaunavökvanum út í og almennt gott að nota vökvann til að hafa rétta þykkt. Kryddið til með salti. Sætar kartöflur 500 g sætar kartöflur 4 msk ólífuolía 2 hvítlauksgeirar salt og pipar Skrúbbið sætu kartöflurnar mjög vel, skrælið ekki. Skerið þær í u.þ.b. ½ cm þykkar sneiðar og setjið í skál. Skerið hvítlaukinn smátt og blandið olíunni sam- an við. Hellið blöndunni yfir kartöflurnar. Raðið því næst kartöflunum á grind og saltið og piprið. Bakið við 220°C í um 15 mínútur. Kóríander- og sítrónusalsa 4 msk kóríander 1 rauður chili (lítill) 1 hvítlauksgeiri 2 dl extra virgin ólífuolía ½ tsk kúmín, malað 1 sítróna Saxið kóríanderið. Takið fræin úr chili- inu og skerið smátt. Saxið hvítlaukinn smátt. Blandið öllu saman. Setjið kartöfl- urnar á fat eða disk þegar þær eru til- búnar og setjið salsað yfir. Borðist heitt. Tómatmauk 2 heilir tómatar 1 hvítlauksrif ½ dl extra virgin ólífuolía Maukið allt saman. Guðjón Birgir Rúnarsson yfirkokkur og Rúnar Gíslason. Það er mjög smart að bjóða upp á áleggsbakka með framandi sósum og góðu brauði. Kóríander- og sítrónusalsa – beint yfir sætu kartöflurnar! Miðjarðarhafskjúklingur hittir alltaf í mark. Gull - úrið Axel Eiríksson ◆ Álfabakka 16 Mjóddinni ◆ sími 587 4100 Flott ferm ingarúr Verð frá 1 2 .9 0 0 1902 FESTINA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.