Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 62

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 62
62|Morgunblaðið „Þetta eru allt öðruvísi og suðrænir smá- réttir, en við Íslendingar viljum alltaf hafa aðalrétt og þannig hugsa ég kjúk- lingaréttinn,“ segir Rúnar hjá Kokk- unum, sem gefur hér spennandi upp- skriftir fyrir fermingarveisluna. „Súpuna má þess vegna nota sem for- rétt og kökuna í eftirrétt. Hitt allt er smá- smakk með.“ Rúnar segir uppskriftirnar eiga að vera frekar auðveldar í framkvæmd, og mikið sé hægt að undirbúa fyrirfram. „Bou- illabaisse-súpan gæti reynst flókin í fyrsta sinn en strax í annað skipti er hún leikur einn,“ segir hann. „Fáar kökur er síðan jafnauðvelt að gera og perutert- una.“ Rúnar bendir á að til að ná verðinu nið- ur sé sjálfsagt að skipta úr skelfisknum í súpunni í ódýrara fiskmeti, og sleppa geitaostinum og áleggsbakkanum, sem sé eiginlega lúxusvara. Kokkarnir hafa mikið boðið upp á suð- rænt hlaðborð í fermingarveislum og krakkarnir kunna vel að meta það, ekki síst kjúklinginn. „Og þá bjóðum við upp á ekta smápítsur með (sjá bls. 70) sem fell- ur vel í kramið,“ segir Rúnar. Steiktar kartöflur með reyktum laxi 300 g smáar kartöflur 200 g reyktur lax 50 g sýrður rjómi graslaukur extra virgin ólífuolía salt og svartur pipar úr kvörn Takið kartöflurnar og skerið í tvennt, veltið upp úr extra virgin ólífuolíu og salt- ið og piprið. Bakið í 25–30 mínútur á um 200 °C. Takið kartöflurnar og leggið á bakka, snúið sárinu niður. Leggið reykta laxinn snyrtilega ofan á. Hrærið sýrða rjómann í skál, skerið graslaukinn smátt og bætið út í. Setjið litla doppu ofan á reykta laxinn. Bouillabaisse / Frönsk fiskisúpa fyrir 6 500 g humar í skelinni 250 g súrímí-krabbi 500 g risahörpuskel 500 g bláskel 250 g úthafsrækja 500 g steinbítur 1⁄4 tsk saffran 4 tómatar 250 g maukaðir tómatar 3 skallottulaukar 4 hvítlauksgeirar 1⁄4 búnt steinselja 1⁄4 ferskur grænn chilistilkur 400 ml hvítvín 800 ml vatn salt og pipar eftir smekk ólífuolía til steikingar Snyrtið fiskinn og gerið hann kláran fyrir matreiðsluna. Saxið skallottulauk og hvítlauk og svitið í stórum potti. Bætið maukuðu tómötunum saman við saxaða laukinn og hvítlaukinn. Stráið saffrani út í tómat- og laukmaukið. Bætið helmingi af hvítvíninu og vatninu saman við. Setjið Aïoli og hummus - nammi namm… Þetta guacamole er ekkert krukkusull. Sætar kartöflur, ljúffengar og hollar. Öðruvísi og suðrænt Laxakartöflurnar eru frumlegur og flottur „pinni“. Geggjaður geitarostur. Þekkirðu ekki lostætið hummus, serrano, aïoli, bou- illabaisse, chorizo og tatin? Þá er kominn tíminn til. Morgunblaðið/Þorkell Peru-tatin er einfaldur og góður eftirréttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.