Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 39
Morgunblaðið |39 Magnús Amadeus Guðmundsson er 13 ára Akureyringur sem gengur í Lund- arskóla. Hann fermist í kaþólsku kirkj- unni, eða Péturskirkju á Akureyri, hinn 4. júní, með fimm öðrum krökkum. Altarisdrengur í nokkur ár „Ég hef alla tíð verið kaþólskur, en mamma mín er kaþólsk. Ég hef starfað með kirkjunni í 3–4 ár, og þá sem alt- arisdrengur. Þá er ég að aðstoða við messu, ná í hluti fyrir prestinn, hringja bjöllunni og ýmsilegt annað. Ég hef gert þetta flesta sunnudaga, það er fínt,“ segir Magnús. „Eftir fermingu held ég að ég muni hætta því að Svenni frændi minn og annar strákur eru að fara að taka við af mér. Ég mun samt sem áður fara reglulega í kirkju, enda fer mamma á hverjum sunnudegi nema hún sé veik eða sofi yfir sig. Og pabbi kemur með stundum.“ Þegar kaþólskir krakkar eru 7–9 ára fer fram eins konar ferming til að halda upp á að þau ganga til altaris í fyrsta skipti. „Þá er oftast veisla en ekki mik- ið um gjafir. Flestum kirkjuræknum ættingjum var boðið. Mér fannst það ágætt, ég var níu ára,“ segir Magnús. – Er kaþólsk ferming mjög ólík lút- erskri fermingu? „Í kaþólskri fermingu veitir bisk- upinn sakramenti en í lúterskri gerir presturinn það bara,“ útskýrir Magnús. – En fermingarfræðslan? „Ætli hún sé ekki svipuð. Við lærum sögur um Jesú, vinnum verkefni um kristindóminn, lesum svolítið og biðjum að lokum. Mér finnst það bara nokkuð gaman. Við lærum einnig um kærleik- ann og svo er svolítið talað um það að nú séum við að verða fullorðin og þurf- um að axla ábyrgð.“ Skrifta fimm sinnum ári eða oftar – Finnst þér þú hafa lært margt nýtt? „Ég hef lært meira um Jesú, og svo hef ég lært öðruvísi rósakransbænir, en það eru bænir sem maður þylur upp með talnabandinu, ein bæn fyrir hverja perlu. Þetta er oftast gert á laug- ardögum í krikjunni en ég fer alltaf á sunnudögum svo ég geri það ekki oft.“ – En skriftarðu oft? „Já, alla vega fimm sinnum á ári eða oftar, og segi allt sem ég hef gert rangt. Það er kannski stundum óþægi- legt að maður þekkir prestinn, en manni líður bara mjög vel á eftir.“ – Á ekki að halda upp á manndóms- vígsluna? „Jú, auðvitað verður stór veisla og ég hlakka mjög mikið til,“ segir Magnús að lokum, viss um að fá góðar gjafir á þessum stóru tímamótum. Morgunblaðið/Kristján Magnús Amadeus í Péturskirkjunni á Akureyri. Magnús Amadeus og systir Selestín trúfræðslukennari. Biskupinn veitir sakramentið Kaþólsk fermingarbörn læra nýjar rósakransbænir og ræða ábyrgðina við að verða fullorðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.