Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 12

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 12
12|Morgunblaðið FERMING 2005 Sjá nánar á www.bergis.is Lifum - Njótum - Brosum Presturinn í Súgandafirði um áratug skeið, séra Jóhannes Pálmason, tók myndir af fermingarbörnum allt frá árinu 1942–1970, og ekki nóg með það, heldur af öllu mannlífi í þorpinu. Nú hefur sonur hans, Pálmi Jóhannes- son, sett þetta stórmerkilega myndasafn föður síns heitins inn á netslóðina www.hi.is/~palmi/myndir/sugandi.html. Myndinar eru stórskemmtilegar heim- ildir um þorpið á þessum árum, en mynd- irnar tengjast að miklu leyti starfsvett- vangi séra Jóhannesar, þ.e. kirkju og skóla. Við fengum að birta nokkrar ferm- ingarmyndir sem ættu að sýna hvernig tíska og tíðarandi breytast í gegnum ára- tugina og þökkum fyrir það. Fermingardagurinn 1968. Þótt líði ár og öld Ferming á hvítasunnudag 2. júní 1963: Á myndinni eru Svenni, Jóhanna, Kata, Pétur, Inga Lára, Bára, Trausti, Hedda, Sigrún Halldórs, Ingvar, Hrönn og einn óþekktur. Hvítasunnudagur 9. júní 1957: Fremri röð: Gísli Hallbjörnsson, Sævar Pálsson, Halldór Guðnason og Bragi Ólafsson. Aftari röð: Kristín Friðbertsdóttir, Sigríður Gissurardóttir, Arnbjörg Bjarnadóttir og Sesselja Gissurardóttir. Fermingarbörn 16. maí 1948. Ferming 24. maí 1942.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.