Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 50
50|Morgunblaðið Það verður varla fallegra en þegar Ragnhildur og María í Blómahönnun, Listhúsinu í Laugardal, skreyta borð. Hér gefa þær hugmyndir að tveimur fermingarborðum, einu stelpulegu og bleiku með vörum úr versluninni Sipa, Laugavegi 67. Hitt er lime-grænt fyrir strákana – eða jafn- vel stelpurnar líka. Vörurnar eru úr versluninni Í húsinu, Kringlunni. „Við ákváðum að keyra á einföldum skreytingum, það er mikil eftirspurn eftir þeim núna, en við útbúum skreytingar allt eftir óskum hvers og eins varðandi liti, form og allt annað,“ segir Ragnhildur. „Okkur finnst mjög gaman að fá fermingarbörnin inn til okkar og vinna borðið út frá þeirra hugmyndum og gera skemmtilega skreytingu sem höfðar til þeirra – þetta er nú þeirra dagur.“ Á bleika borðið notuðum við hvít vaxbox sem við bæði seljum og leigjum út, þau eru vatnsþétt og fallegt er að setja blóm í þau eins og er á myndinni og hafa á miðju borðsins, einnig er mjög fallegt að setja fermingarkertið of- an í svona vaxbox og setja blómakrans í kring. Við notuðum einnig ýmsa kristalsteina sem við seljum til að punta miðjuna á borðinu, bæði glæra og í litum, pallíett- ur á vír og bleikar fjaðrir til að ná fram fínleikanum, sem er vafið utan um servíetturnar með hnífapörunum. Hár vasi með Flamingó, stráum og gullfiskum, setur skemmtilegan blæ á hátíðarborðið. Á græna borðið notuðum við hvít vaxbox með lime- grænum nellikum og fermingarkerti í miðjunni, hægt er að hafa boxið eitt eða fleiri saman. Glitsteinar og lengjur með grænum doppum mynda líka fallega tengingu við borðið. Plexiglerið setur flottan, frísklegan blæ á borðið. Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal leigir út alla vasa, vaxbox, plexigler og reyndar gullfiskana líka – við bendum fermingarbörnum og foreldrum á að líta til okkar niður í Listhúsið í Laugardal eða skoða heimasíðuna okkar, www.blomahonnun.is – sjón er sögu ríkari. Flamingó og fiskar Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.