Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 51 MINNINGAR Ég á alveg helling af dásamlegum minningum um ömmu og afa, sem ég mun aldrei gleyma. Ég á aldrei eftir að gleyma árlegu ferðunum okkar saman upp í kart- öflugarðinn, þar sem gamli sum- arbústaðurinn stóð einu sinni. Við byrjuðum alltaf á því að fara í búð og kaupa eitthvað gott nesti, svo lögðum við í hann á gömlu Lödunni. Þegar við vorum komin í kartöflu- garðinn, byrjuðu amma og Bogga frænka að vinna við að taka upp kartöflurnar, á meðan ég, afi og Þórir snerum bílnum við og fórum svo í berjamó, skoðuðum gamla moldarkofann eða fórum að sulla í læknum. Afi sagði okkur alltaf sög- ur á meðan, frá því í gamla daga. Þegar afi lést fyrir um 6 árum, man ég eftir því hvað amma saknaði hans afa mikið, sérstaklega á jól- unum í kapellunni í Hnífsdal, fyrstu jólin án afa. Amma og afi kenndu mér og Þóri tvíburabróður mínum margt, að sauma, lesa og skrifa rétt áður en ég fór í skólann, svo lærðum við að elda hafragraut hjá ömmu og afa þegar við vorum 5 ára. Við lærðum að nota mikið af sykri út á hafragrautinn, alveg eins og afi gerði, gera hræring úr hafragraut og skyri, nota sykurmola út í kaffi og mjólk. Þegar ég varð eldri, kom ég oft í heimsókn, það var alltaf svo gott að koma til ömmu og Boggu, alltaf svo hlýtt og rólegt og stundum ef ég var þreytt lagði ég mig í sófann, þegar ég vaknaði var amma búin að breiða ofan á mig teppi svo mér yrði ekki kalt. Amma sagði mér margar sögur frá því hún var lítil, ég spáði alltaf í það hvað hún amma mín hefði geng- ið í gegnum um ævina og hvað fólkið var fátækt í gamla daga. Núna hefur guð eignast öflugan engil, sem vakir yfir okkur. Mig langar til að kveðja elsku ömmu mína með ljóði sem Guðríður vinkona hennar sendi henni þegar afi var jarðsunginn. Ljúf er hvíld að loknum degi langur vegur genginn er, inn í landið ljóss og friðar lífsins englar fylgja þér. (G.H.) Þín sonardóttir, Þórey Guðmundsdóttir. Þegar mamma hringdi í mig til Spánar, þar sem ég bý núna, og sagði mér að þú værir dáin vissi ég að þjáningum þínum væri lokið og þú værir komin til afa Didda sem tekur vel á móti þér. En það er erf- itt að vera svona langt í burtu á svona stundu. Það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í huga manns. Elsku langamma, þegar ég las þetta ljóð þá fannst mér það lýsa öllu sem mér liggur á hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, Guð geymi þig og varðveiti. Birgitta Ýr Guðmundsdóttir. Elsku langamma. Mér þótti alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín því við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt saman. Ég man eftir því þegar við fórum og stálum blóm- inu í Hrannargötu 8, sem mömmu fannst svo fallegt. Við fórum á litla bílnum þínum um kvöldið. Þá varst þú ein af okkur krökkunum að hjálpa okkur við að gera prakkara- strik. Við hlógum mikið af þessu öllu saman. Blómið sem við náðum okkur í er mjög fallegt í garðinum hjá okkur, og ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég horfi á blómið. Við krakkarnir fórum alltaf út á svalir til að gá hvaða kökur væru til því þú notaðir svalirnar sem ísskáp. Alltaf þegar við komum í heim- sókn fengum við kjötsúpu hjá þér. Mér þykir alltaf vænt um þig og mun aldrei gleyma þér, elsku besta langamma mín. Herdís Lína Halldórsdóttir. Í dag er kvödd frá Ísafjarðar- kirkju elsta systir okkar, Guðmunda Sigríður Jóhannsdóttir, sem hefði átt áttatíu og þriggja ára afmæli á morgun. Hún var fyrsta barn Línu Dalrós- ar Gísladóttur og Jóhanns Sigurðs- sonar í Bolungarvík, sem eignuðust sjö börn, en misstu eitt í bernsku. Með seinni manni sínum, Jóni Ás- geiri Jónssyni, eignaðist Lína fjögur börn í viðbót. Nú eru afkomendur hennar ná- kvæmlega 300, eða rúmlega einn af hverjum þúsund Íslendingum. Guðmunda er þriðja af tíu systk- inum sem upp komust, en eru nú látin. Frá unglingsárum starfaði hún og bjó á Ísafirði, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, miklum ágætismanni, Kristjáni Pálssyni. Á fyrsta búskaparári þeirra lenti hann í sjóslysi og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Lengst af bjuggu þau, með sinn sex barna hóp, í litla vinalega húsinu við Hrannargötuna. Kristján andaðist árið 1998. Ekki vissi ég um neinn meiri Ís- firðing en Mundu, því þar var allt best, fólkið, veðrið, aðalbláberin og allt þar á milli, og aldrei var ástæða til að efast um að það væri satt, enda var alltaf indælt að heimsækja hana og hennar stóru fjölskyldu fyr- ir vestan. Alla tíð var hún miðpunkt- urinn í að rækta hið mikla og góða samband sem ríkt hefur í okkar stóru fjölskyldu, og ánægjulegt var, að þrátt fyrir undangengin veikindi, hafði hún heilsu til að taka þátt í einstöku ættarmóti sem haldið var vegna 100 ára afmælis móður okkar í fyrrasumar. Jafnvel miðaldra fólk getur ekki gert sér í hugarlund hvað allt var erfitt í fátæku sjávarþorpi á kreppu- árunum. Enn síður getur það gert sér grein fyrir, hverju þetta fólk tók við, og hverju það skilaði til næstu kynslóða. Allt frá barnæsku var Guðmundu falið það hlutverk að gæta okkar yngri systkinanna, og fyrstu æsku- minningar mínar geyma mynd af stóru systur með hópinn í kringum sig, þegar við fórum daglega í lifr- arbræðsluna til pabba og fengum lýsi. Það hefur verið þegar ég var þriggja ára, því það haust veiktist hann, lá rúmfastur heima, í þessu eina herbergi átta manna fjölskyld- unnar, og dó ári seinna. Mamma varð ekkja 27 ára gömul með 6 börn, og Guðmunda var tíu ára. Ég var það lánsamur að vera einn af systkinahópnum, sem naut umönnunar og fræðslu stóru systur, og hún vissi margt, kunni ráð við öllu, en hafði stjórn á hópnum og passaði vel upp á að við féllum ekki í mestu freistinguna, að ná okkur í sykurmola. Munda var ekki há í loftinu þegar mamma var að vinna í fiski og kom heim í mat, og hún var búin að sjóða hafragrautinn og ýsuna eða steinbít- inn, sem var hinn sígildi matseðill. Hún fór að mestu á mis við að leika við jafnöldrur sínar, því „hún var alltaf að druslast með krakkastroll- una í kringum sig, og ekkert hægt að leika við hana,“ sögðu þær. Oft hafði mamma orð á, hvað Munda var henni ómetanleg á erfiðum tím- um, og gott að hafa hana og fjöl- skyldu hennar svo nálægt. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra systkinanna, þegar ég þakka forsjóninni fyrir að hafa gefið okkur Guðmundu Jóhannsdóttur, og leyft okkur að njóta manngæsku hennar og vináttu öll þessi ár. Við Elsa sendum fjölskyldu Guð- mundu samúðarkveðjur, og vitum að hún mun áfram vaka yfir velferð hennar, frá æðri sjónarhóli. Óskar Jóhannsson. ✝ Hartmann Ant-onsson fæddist 8. september 1927. Hann lést á Ljós- heimum á Selfossi 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjóna Bjarna- dóttir, f. 8. júní 1891 og Anton Gunn- laugsson, f. 1. sept- ember 1890. Systk- ini Hartmanns eru: Sigurlaug, látin, Ív- ar, látinn, Halldór, Jónína, látin, Svava, Lára, Helgi, látinn og þær Birna og Ásta, sem létust á barnsaldri. Hartmann ólst upp í Kolkuósi í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Fósturforeldrar hans voru Kristín Símonardóttir og Hartmann Ásgrímsson. Fóstur- bræður hans voru Ásgrímur og Sigurmon, sem báðir eru látnir. Hartmann kvæntist Ragnheiði Bogadóttur Thorarensen, f. 26. apríl 1933, d. 23. september 1989. Börn þeirra eru: 1) Skúli, f. er Garðar Örn, f. 5. júlí 2003, b) Berglind Ósk, f. 12. ágúst 1983, og c) Jónas, f. 19. mars 1987. Sambýliskona Ásbjörns er Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, f. 28. mars 1965. 3) Pétur Hartmann, f. 17. apríl 1957, kvæntur Jórunni Ingimundardóttur, f. 1. janúar 1958, börn þeirra eru: a) Ingi- mundur, f. 6. ágúst 1976, b) Hartmann, f. 4. september 1981, sonur hans er Anton Óli, f. 13. september 2000 og c) Steinunn Jóna, f. 4. janúar 1984. 4) Anton Sigurjón, f. 9. apríl 1960, kvænt- ur Ragnhildi Jónsdóttur, f. 8. mars 1961, börn þeirra eru Ragnheiður Thorarensen, f. 15. júlí 1979, Einar Ottó, f. 28. ágúst 1984 og Hartmann, f. 28. apríl 1990. Hartmann flutti 1951 suður að Kirkjubæ á Rangárvöllum þar sem hann hafði ráðið sig sem vinnumann. 1954 flutti Hart- mann á Selfoss þar sem hann bjó alla tíð. Hann hóf störf hjá Kaup- félag Árnesinga 1954 og vann þar til 1974. Eftir það vann hann hjá Sorpstöð Suðurlands þar til hann hætti störfum vegna ald- urs. Útför Hartmanns fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 21. apríl 1953, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur, f. 17. maí 1961. Börn hennar eru Krist- finnur og Ásta Gunn- laugsbörn. Börn Skúla eru: a) Guð- mundur Jón, f. 12. febrúar 1973, og b) Steinunn Sif, f. 19. mars 1980, móðir þeirra er Guðrún Sesselía Guðmund- sóttir, f. 30. október 1955, c) Haraldur Anton, f. 24. septem- ber 1983, og d) Arnar Páll, f. 4. maí 1989, móðir þeirra er Auður Haraldsdóttir, f. 14. nóvember 1955, sonur hennar og fósturson- ur Skúla er Robert Davíð Garcia, f. 3. febrúar 1978. 2) Ásbjörn, f. 23. maí 1954, var kvæntur Jónu Báru Jónasdóttur, f. 28. septem- ber 1958, þau skildu, börn þeirra eru: a) Ester Hafdís, f. 3. desem- ber 1980, í sambúð með Sigur- finni Garðarssyni, sonur þeirra Eins og lítið barn trúi ég því að nú sért þú hjá Guði í himnaríki, þar er grasið grænt, himinninn blár og þar skín sólin alltaf. Þar er líka Ragga konan þín sem þú elskaðir svo heitt og sem þú hefur svo lengi þráð að hitta. Ég sé hana taka á móti þér með opinn faðminn og leiða þig á móti því sem framundan er. Ég sé líka fallega gæð- inga sem hafa lengi beðið eftir að þú kæmir til að spretta úr spori með þeim. Og ykkur tvö ríða um grænar grundir með bros á vör, sátt við ykkar stað og loksins saman aftur. Elsku tengdapabbi, þakka þér fyrir einstaka hlýju og ljúfmennsku alla tíð og Guð gæti þín. Þín tengdadóttir Jórunn. Hartmann tengdafaðir minn er lát- inn eftir erfið veikindi sem hann átti við að etja síðustu ár. Vorið 1951 var örlagavaldur í lífi Hartmanns þegar hann flytur á Suðurlandið og gerist vinnumaður á Kirkjubæ á Rangár- völlum. Þá um sumarið kynnist hann sunnlenskri yngismey. Þessi kynni urðu til þess að hann ílengdist hér fyr- ir sunnan. Skagafjörðurinn var hon- um þó alltaf kær. Unga konan sem Hartmann hafið hrifist af var Ragnheiður Thoraren- sen sem síðar varð eiginkona hans. Hartmann og Ragnheiður voru mjög náin þó ólík væru, Hartmann hægur og með rólegt yfirbragð, en ræðinn og fljótur að kynnast fólki. Ragnheiður var fyrir ferðarmeiri og mikill skör- ungur, en í raun hlédræg. Bæði voru þau traust og hlý í viðmóti. Þau hlúðu vel að öllu því fólki sem til þeirra leit- aði, börn, tengdabörn og barnabörn voru þeim mikils virði og ræktuðu þau þau að alúð og umhyggju. Ég kynnist Hartmanni fyrst þegar ég var átta ára, þar sem hann vann hjá Kaupfélagi Árnesinga í pakkhúsinu. Hann gaf sér ávallt tíma til að spjalla við stelpuskott eins og mig, sem komu þangað á hverju vori í þeim erinda- gjörðum að fá hjá honum sippuband. Þar myndaðist gott samband okkar á milli sem hélst alla tíð. Það sem stend- ur upp úr í huga mínum varðandi Hartmann er hvað hann var alltaf sáttur við líf sitt eins og það var. Hann bar sig aldrei saman við aðra, öfund var ekki til í hans hug og það sem hann átti var hann ætíð sáttur við. Sannast það að lífsgæði mannsins eru ekki endilega það sem hann safnar í kringum sig af veraldlegum hlutum og titlum, heldur það sem innra með honum býr, það að vera sáttur við sitt. Þegar Ragnheiður fellur frá langt um aldur fram dó hluti af Hartmanni og var hann aldrei samur á eftir. Það var sárt að horfa upp á þennan hrausta mann bogna undan örlögum sín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín, Hartmann minn. Þín tengdadóttir Ragnhildur. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum vinar okkar og tengdaföður dóttur okkar Ragnhild- ar, Hartmanns Antonssonar. Hart- mann var hinn dæmigerði venjulegi maður sem taldi sig heppinn í lífinu og hefði ekki viljað breyta því á nokkurn hátt, nema ef vera skyldi að hann hefði orðið bóndi norður í Skagafirði og hefði átt marga hesta og góða, en skilyrðið hefði auðvitað verið að kon- an hans Ragnheiður Bogadóttir hefði tekið þátt í þeim búskap. Oft var skot- ist í réttir norður í Skagafjörð, helst í hestaréttir og berjamó á haustin. Þannig var lífsins notið á kyrrlátan hátt í tengslum við náttúruna. Það var ekki einungis Hartmann sem skynj- aði gæfu sína. Allir sem kynntust þeim hjónum skynjuðu hamingju þeirra. Við höfum ekki fundið þetta hjá öðrum með jafn greinilegum hætti. Það var gestkvæmt hjá þeim hjónum og gott var að koma til þeirra. Þar var öllum tekið vel, en þó misvel. Þeir sem minnst máttu sín fengu ennþá betri meðhöndlun en hinir ef hægt var. Hartmann hafði gaman af því að segja frá enda var hann góður sögumaður. Hestarnir voru gjarnan einhversstaðar í umræðunni. Þegar rætt var um menn og málefni voru ekki notuð stóryrði, og ekki munum við eftir niðrandi tali í nokkurs garð. Við viljum að lokum þakka fyrir hin góðu kynni og vináttu og vottum að- standendum hans innilega samúð. Þórunn Einarsdóttir, Jón Guðbrandsson. Eftir löng og erfið veikindi er afi minn fallinn frá. Hefur hann loks fengið frið og er nú kominn í faðm ömmu sem hann þráði svo mjög. Þín verður sárt saknað. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guð verði með þér, afi minn. Þín Ragnheiður. HARTMANN ANTONSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.