Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 63 DAGBÓK FRÍMERKJAKAUP Notuð íslensk frímerki á pappír óskast. Klippið frímerkin af umslögunum og sendið þau til okkar. Við borgum ca 2 krónur á stk., upp að ca 10 þúsund kg. Scandinavian Philatelic Company P.O. Box 61, DK-3940 Paamiut, Grænland. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali TVÆR ÍBÚÐIR Skólavörðurstígur 28 - tvær hæðir og ris Efri hæð og ris 5 herb 123 fm hæð ásamt risi í fallegu húsi, teiknuðu af Guðjóni Samúelssyni. Hæðin skiptist í stofu, 4 herbergi, þar af eitt forstofuherbergi, eldhús, búr og snyrtingu. Verð 29,9 millj. Neðri hæð og bílskúr 5 herbergja neðri hæð ásamt litlum 16,5 fm bílskúr (geymslu). Hæðin skiptist í stofu, 4 herbergi, þar af eitt forstofuherbergi, eldhús, búr og snyrtingu. Í íbúðunum er mikil lofthæð og eru gifslistar í loftum. Hæðirnar hafa verið nýttar sem skrifstofuhæðir og bjóða upp á mikla möguleika. Verð 25,5 millj. 4849 OPIÐ HÚS VERÐUR SUNNUDAGINN 20. MARS KL. 13.00-15.00. Dansleikur í kvöld í Ásgarði, Glæsibæ Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur gömlu og nýju dansana frá kl. 22 til 02 Mætum öll með góða skapið Glæsibær, Álfheimum 74, sími 568 0600 Vantar Smart og Sisu Á SELFOSSI er hannyrðaversl- unin Skrínan og veit ég að mjög margir eru óánægðir með að þar skuli ekki fást garntegundirnar Smart og Sisu. Þessar tvær teg- undir eru mikið notaðar eins og allir vita og þar sem þetta er hann- yrðaverslun finnst mér að þetta ætti að vera til þar. Að vísu fæst þetta í prjónahorninu í Nóatúni en þar er ekki mikið úrval af litum. Ég skora á innflytjendur og Verslunina Skrínuna að bæta úr þessu og hafa þessar vörur til sölu. 230642-3549. Sviðin á Hvammstanga Í FRÉTT segir að sviðin á Hvammstanga seljist ekki. Unga fólkið vill ekki svið. Á elliheimilum í landinu eru hrundruð gamalmenna sem fegin vildu fá svið í matinn. Lofið okkur gamla fólkinu að fá svið og rófur í matinn. Virðingarfyllst, Sigurveig Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Framsókn og ESB LJÓST er að skiptar skoðanir eru orðnar á afstöðu framsóknarmanna til Evrópusambandsins (ESB), ef marka má niðurstöðu flokksþings Framsóknarflokksins nýverið. Vek- ur þetta furðu, ekki síst þegar horft er til þess úr hvaða jarðvegi flokk- urinn er sprottinn, og hvert hann hefur löngum sótt fylgi sitt. Hinir fjölmörgu andstæðingar að- ildar að ESB og sem stutt hafa Framsóknarflokkinn í þeirri góðu trú að þar væri á ferð ábyrgur og þjóðlegur stjórnmálaflokkur, hljóta því nú að íhuga alvarlega stuðning sinn við flokkinn, ef fram heldur sem horfir. Menn hljóta að skipa sér í stjórnmálaflokka m.a. eftir því hver stefna þeirra er í Evrópu- málum. Spurningin um aðild Ís- lands að ESB á eftir að verða eitt stærsta pólitíska hitamálið á Íslandi á komandi árum. Verður Ísland áfram frjálst og fullvalda ríki, með óskert yfirráð yfir sínum dýrmætu auðlindum? Eða verður það lítil áhrifalaus hjáleiga í komandi Sam- bandsríki Evrópu? Um þetta verður hart tekist á í íslenskum stjórn- málum næstu ár. Guðm. Jónas Kristjánsson, Funafold 36, Rvík. Kettlingar fást gefins TVÆR yndislegar kisustelpur, 8 vikna, óska eftir góðu framtíð- arheimili. Upplýsingar í síma 553 7054 og 861 2646. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Tónlistarleikhúsið Hugstolinn, eða Spell-bound – The Raven Rhapsody, hefur lagtupp í fyrsta áfanga sýningarferðalags tilNorðurlanda. Fyrsti viðkomustaður er Færeyjar en þar verður sýningin færð upp í Norð- urlandahúsinu á morgun. Í september mun hóp- urinn síðan halda í síðari hluta ferðarinnar, til Grænlands og Álandseyja. Að sögn Kristínar Mjallar Jakobsdóttur verk- efnisstjóra hlaut Operarctic-leikhópurinn, sem stendur að sýningunni, styrk frá Norræna menn- ingarsjóðnum til ferðalagsins og mun sýna Hug- stolinn í samvinnu við Norrænu stofnanirnar í Þórshöfn, Nuuk og Mariehamn. Hvað er Hugstolinn? „Hugstolinn er tónlistarleikhússýning – musical drama – eftir franska leikstjórann Janick Moisan við tónlist íslenskra og norrænna tónskálda. Sýn- ingin er hugverk hennar, byggð á upplifun hennar á náttúru Íslands, sögnum og dulhyggju norð- urslóða. Hún er unnin í samvinnu við Sigurð Hall- dórsson, tónlistarstjóra verksins, tónskáld og flytj- endur en þar er tvinnað saman þjóðlegum stefjum og tónverkum samtímatónskálda. Úr spinnst töfrandi þráður um dulrænan þroskaferil ungrar stúlku sem nýtur aðstoðar tveggja furðufugla, Hugins og Munins. Flytjendur eru altsöngkonan Marta Hrafns- dóttir, Sigurður Halldórsson á selló, og Daníel Þor- steinsson á píanó. Leikmynd, leikmunir og bún- ingar eru hönnuð af Rannveigu Gissurardóttur og lýsingu annast Benedikt Axelsson. Janick Moisan er leikstjóri og Sophie Khan er dramatúrg.“ Hvar hefur verkið verið sýnt áður? „Tónlistarleikhússýningin Hugstolinn var frum- sýnd á síðustu Listahátíð í Reykjavík, á Nýja sviði Borgarleihússins í samstarfi við Leikfélag Reykja- víkur. Hún var endursýnd í nóvember í tenglsum við Fjórða ráðherrafund Norðurskautsráðsins. Síðast var hún sýnd í Belgíu, á tónlistarhátíðinni Etoiles Polaires (Pólstjörnur) í desember á veg- umVooruit Kunstencentrum í Gent, og fyrir tilstilli Listahátíðar í Reykjavík og Evrópuverkefnisins Menning 2000. Þess má einnig geta að í tengslum við sýningar- ferðalagið verður unnið að gerð heimildarmyndar. Stephané Labat, doktor í mannfræði og sérfræð- ingur í shamanisma, mun ásamt aðstoðarmönnum festa sýninguna á filmu og líf þátttakenda á ferða- laginu.“ Tónlist | Tónlistarleikhússýningin Hugstolinn á leið í ferðalag um Norðurlönd Dulræn þroskasaga  Kristín Mjöll Jakobs- dóttir er fædd í Reykja- vík árið 1965. Hún út- skrifaðist sem fagott- leikari frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1987 og lauk mast- ersgráðu frá Yale-há- skóla í Bandaríkjunum árið 1989. Kristín Mjöll starfar við fagottleik og -kennslu, situr í stjórn FÍT og hefur verið verið verkefnisstjóri fyrir ýmis tónlistarverkefni. Hún á eina dóttur, Halldóru. Íslandsmótið. Norður ♠-- ♥ÁG984 ♦ÁKD84 ♣K42 Vestur Austur ♠863 ♠107542 ♥D1065 ♥2 ♦G1095 ♦762 ♣G6 ♣10985 Suður ♠ÁKDG9 ♥K73 ♦3 ♣ÁD73 Spil dagsins er frá 7. umferð Ís- landsmótsins. Alslemma í grandi lítur vel út í NS, en hún var þó aðeins meld- uð á 15 borðum af 40. Skýringin liggur í fjarveru hjartadrottningarinnar – hjartað er eini hugsanlegi tromplit- urinn og þeir svartsýnu fundu það út að vörnin var með drottninguna og létu því sex hjörtu duga án þess að íhuga möguleikann á þrettán slögum í grandi. En hvernig á að spila sjö grönd með tígulgosa út? Sagnhafi byrjar með 12 örugga slagi og möguleika á viðbót í öllum litum. Hins vegar er alls ekki einfalt að finna leið sem tryggir 13 slagi í öllum legum. Spilið rekur sig þó að mestu leyti sjálft: Sagnhafi drepur á tígulás, spilar laufi heim og tekur fjóra efstu í spaða. Úr borði fara tvö hjörtu, einn tígull og eitt lauf, en vestur hendir einu hjarta. Næst er laufi spilað á kóng blinds og KD í tígli tekin. Heima hendir sagnhafi fyrst einu hjarta, síðan spaðaníu, sem hefur þá lokið hlutverki sínu sem hót- urnarspil. Hjarta er svo spilað á kóng og laufið prófað. Ekki fellur það, en vestur hefur neyðst til að henda hjarta, svo hjartadrottningin skilar sér sjálf- krafa. Reyndar sannast svíningin, því austur er upptalinn með skiptinguna 5- 1-3-4. En með þessari tímasetningu myndi slemman líka vinnast þótt blind- ur væri með hund í hjarta í staðinn fyr- ir gosann. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 19. mars, ersjötugur Stefán Karlsson, vörubílstjóri, Borgarholtsbraut 39, Kópavogi. Eiginkona hans er Karen Karlsson. Þau verða heima síðdegis. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld Caprí-tríó leikur fyrir dansi frá kl. 20. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur, létt ganga um nágrennið, allir velkomnir, lagt af stað frá Kirkju- hvoli kl. 10.30. Gerðuberg | Félagsstarf. Opið er mán., þri. og mið. í næstu viku kl. 9–16.30 m.a. vinnustofur og spilasalur, kóræfingar falla niður mán. og mið. að afloknu páskaleyfi kl. 14.30 mið. 30. mars. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Gönguhópur Háaleitishverfis fer frá Hæðargarði 31 alla laugardags- morgna hvernig sem viðrar. Boðið upp á teygjuæfingar og vatn að göngu lok- inni. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. Upplýsingar í síma 568– 3132. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund alla laugardag kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna kl. 7–8. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos FYRSTA sýning ársins í menningarmið- stöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði verður opnuð í dag kl. 17. Sýningin er samstarfsverkefni Skaft- fells, Dieter Roth-akademíunnar og Listaháskóla Íslands. Er þetta í fimmta sinn sem nemendum Listaháskólans gefst kostur á að nýta sér þá aðstöðu sem bærinn hefur upp á að bjóða. Vél- smiðjan Stálstjörnur, Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf., trésmiðir og aðrir at- hafnamenn á Seyðisfirði hafa verið nem- endunum innan handar sem faglegir leið- beinendur. Heiti sýningarinnar, „Austrumu kon- takts,“ vísar í upplifun listafólksins á um- hverfi Seyðisfjarðar og eru verkin unnin í ólíka miðla, allt frá akademískum teikn- ingum til myndbands og gjörningalistar. Þeir listamenn sem sýna á „Austrumu Kontakts,“ eru Heiða Harðardóttir, Hye Joung Park, Karl Ómarsson, María Kjart- ansdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir og Sunna Guðmundsdóttir frá Íslandi, Ilze Zaceste og Zile Davidsone frá Lettlandi. Listamennirnir kunna að sögn vel við sig á Seyðisfirði og fyrir utan daglega listsköpun stytta þeir sér stundir á kvöldin með gamansögum og leikjum undir dyggri handleiðslu Björns Roth. „Austrumu Kontakts“ á Seyðisfirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.