Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 15
ÚR VERINU
800 7000 - siminn.is
Stundum er betra að senda SMS!
úr heimasíma
Ekki þarf að greiða fyrir SMS
sendingar úr heimasíma
til 1. apríl 2005
SÍÐASTA ár var ár mikilla umbreyt-
inga í starfsemi SÍF hf. Gagnger
endurskipulagning hafði í för með
sér breyttar og skýrari áherslur í
starfseminni en félaginu var skipt í
fullvinnslu matvæla annars vegar og
sölu og markaðssetningu lítt unninna
sjávarafurða hins vegar. Þetta sagði
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður
SÍF, á aðalfundi félagsins í gær.
„Eftir þessar breytingar er SÍF
öflugt matvælafyrirtæki með arð-
saman rekstur, traustan efnahag og
skýr markmið um að verða leiðandi í
framleiðslu og sölu á fullunnum mat-
vælum í Evrópu,“ sagði Ólafur.
Ný fimm manna stjórn var kjörin á
aðalfundinum. Tillaga um fækkun
stjórnarmanna úr sjö í fimm auk
varamanns var samþykkt. Fimm
manns voru í framboði til stjórnar og
þar sem ekki barst mótframboð var
ný stjórn sjálfkjörin. Nýja stjórn SÍF
skipa: Ólafur Ólafsson, Aðalsteinn
Ingólfsson, Guðmundur Hjaltason,
Hartmut M. Krämer, stjórnarmaður
Kingfisher plc, Toupargel SA og
Herlitz AG, og Nadine Deswasiere,
framkvæmdastjóri hjá Nestlé í
Frakklandi. Varamaður er Guð-
mundur Ásgeirsson.
Samþykkt var að breyta reikn-
ingsári félagsins frá 1. júlí til 30. júní
árið á eftir. Núverandi reikningsár,
sem hófst 1. janúar 2005, endar 30.
júní næstkomandi.
Um framtíðina sagði Ólafur: „Rík
áhersla er á að styrkja innviði félags-
ins. Í því felst meðal annars að fjár-
fest verður frekar í rekstrareining-
um sem falla að kjarnastarfsemi
félagsins og uppfylla skilyrði um arð-
semi, auk þess að ýta undir sókn á
þeim mörkuðum sem félagið starfar
á. Stefnumörkunin kveður einnig á
um að félagið selji frá sér eignir og
rekstur sem ekki tilheyrir kjarna-
starfsemi þess. Forsendur til sóknar
á lykilmörkuðum hafa ekki verið
betri í sögu félagsins. SÍF er að feta
sig inn á nýjar brautir og gert er ráð
fyrir að nýtt félag sýni arðsemi sem
standi undir kröfum hluthafa.
Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF,
gerði grein fyrir reikningum SÍF, af-
komu félaga innan samstæðunnar og
framtíðarsýn. Jakob lýsti breyttu fé-
lagi með 79 milljarða króna veltu,
starfsemi í 11 löndum og um 3.900
starfsmenn en SÍF-samstæðan selur
sjávarafurðir og sælkerarétti til um
60 landa. Jakob sagði að vörumerki
félagsins væru afar sterk og félagið
væri í forystu á öllum lykilmörkuðum
þess. Jakob sagði rekstur á þessu ári
ganga samkvæmt áætlun og horfur á
árinu væru góðar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Aðalfundur Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, er bjartsýnn á framtíðina eft-
ir miklar breytingar í rekstrinum á síðasta ári. Hann er hér í ræðustól á að-
alfundi félagsins, en við háborðið sitja Ólafur Ólafsson, formaður stjórnar
SÍF, Hallfríður Helgadóttir fundarritari og Ragnar Hall fundarstjóri.
Ný 5 manna stjórn
SÍF kjörin á aðalfundi
Markmið að verða leiðandi í sölu á fullunnum matvælum
FRYSTISKIP HB Granda hafa
hvert af öðru verið að koma inn til
löndunar að undanförnu og hafa afla-
brögð þeirra verið með ágætum en
hækkandi gengi íslensku krónunnar
hefur veruleg áhrif á aflaverðmæti
þeirra. Þetta kemur fram á heima-
síðu HB Granda.
Í gær var verið að landa úr frysti-
togaranum Höfrungi III AK 250 en
skipið kom til hafnar á Akranesi fyrr
í vikunni með góðan afla eftir 30 daga
á veiðum. Aflinn er 660 tonn upp úr
sjó og er uppistaðan í aflanum karfi
og grálúða. „Aflaverðmætið er 88
milljónir króna en þess má geta að ef
gengi íslensku krónunnar væri svip-
að gagnvart helstu viðskiptamyntum
okkar og fyrir tæpum tveimur árum
hefði aflaverðmætið úr þessari veiði-
ferð verið tæpar 110 milljónir króna,“
segir á heimasíðunni.
Þerney RE 101 kom til hafnar í
Reykjavík á þriðjudaginn, einnig
með góðan afla eða 752 tonn upp úr
sjó og uppistaðan í aflanum er karfi,
aflaverðmætið er 74 milljónir króna
Þann 9. mars kom Helga María AK
16 til hafnar með 665 tonn upp úr sjó
af blönduðum afla. Aflaverðmætið
var 78 milljónir króna. Örfirisey RE
4 kom til hafnar þann 8. mars og var
aflinn 906 tonn upp úr sjó og var afla-
verðmætið úr veiðiferðinni 80 millj-
ónir króna. Uppistaða aflans var
karfi.
Venus HF 519 kom til hafnar í
byrjun vikunnar eftir stuttan túr
vegna smávægilegrar bilunar. Afli
skipsins er 513 tonn upp úr sjó og
aflaverðmætið 48 milljónir Skipið
hélt til veiða á ný á fimmtudagskvöld.
Frysti-
skipin
fiska vel
SAMHERJI hefur selt nótaveiði-
skipið Högaberg aftur til fyrri eig-
anda, E.M. Shipping í Færeyjum.
Samherji hf. nýtti sér þar með
ákvæði í kaupsamningi um endur-
sölurétt innan 3ja mánaða frá undir-
ritun.
Frá þessu er greint á fréttavef
Samherja og þar segir ennfremur:
„Högaberg veiddi um 10 þúsund
tonn af loðnukvóta Samherja á nýlið-
inni loðnuvertíð að verðmæti nálægt
50 milljónum króna. Aflinn var fram-
an af vertíðinni lagður upp í fiski-
mjölsverksmiðju Samherja í Grinda-
vík en eftir brunann var lagt upp hjá
verksmiðjum Síldarvinnslunnar hf.
Skipið kom tvisvar að landi með yfir
2 þúsund tonn, sem telst vera full-
fermi.
Högaberg veiddi ennfremur um
2.500 tonn af kvóta Ísfélagsins í
Vestmannaeyjum og lagði þann afla
upp hjá bræðslum þess.
Morgunblaðið/Kristján
Fiskveiðar Högaberg kemur með
fullfermi af loðnu til löndunar í
Krossanesi, alls um 2.100 tonn.
Högaberg
aftur til
Færeyja