Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 6
BÚAST má við verulegum töfum á umferð vegna framkvæmda við nýja Hringbraut í vor og sumar en reiknað er með því að búið verði að opna fyrir báðar akstursstefnur á nýju Hring- brautinni hinn 19. júlí. Helstu lokanir á götum verða á Njarðargötu, Hring- braut og Snorrabraut, segir Haraldur Tryggvason, deildarstjóri á fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Njarðargata verður lokuð milli nýju og gömlu Hringbrautarinnar frá 29. mars til 19. apríl en þá verður skipt um jarðveg, lagðar leiðslur og lagning göngubrúar yfir götuna und- irbúin. Reiknað er með að þessi lokun verði auglýst á næstunni. Mestar tafir munu þó verða á tveggja vikna tímabili, frá 1. maí til 15. maí, en þá verður syðri akbraut gömlu Hringbrautarinnar lokað og tvístefna á nyrðri akbrautinni. Því verður bara ein akrein opin í hvora átt og segir Höskuldur að búast megi við talsverðum töfum vegna þessa, sérstaklega á annatímum. Þá sé möguleiki að fara frekar Sæbrautina til að létta á umferð um Hringbraut- ina en engu að síður megi búast við miklum töfum þessar tvær vikur. Á sama tíma verður einnig tengingu af Vatnsmýrarvegi á Bústaðaveg lokað. Í verkáætlun er gert ráð fyrir því að nýja Hringbrautin verði opnuð til austurs hinn 16. maí og þá verða tvær til þrjár akreinar í gangi í hvora átt eftir nýju Hringbrautinni og þeirri gömlu. Hinn 19. júní verður svo um- ferð hleypt á hinn hluta nýju Hring- brautarinnar. Snorrabraut verður lokuð frá 19. júní til 8. september, á milli Hring- brautar og Eiríksgötu, en þá þarf að grafa og sprengja fyrir undirgöngum undir götuna og leggja lagnir. Hösk- uldur segir að þar þurfi menn að velja sér aðrar leiðir sem vissulega geti valdið töfum. „Eiríksgatan verður op- in svo menn geta komist framhjá með því að fara Rauðarárstíginn og Flóka- götuna. Eins verður opnuð tenging inn á Landspítalalóðina svo þeir sem eru að fara þangað geta komist þar. Eins geta menn farið Barónsstíginn og þá leið,“ segir Höskuldur. Dagana 9. til 30. september verður svo unnið við hringtorg á mótum Njarðargötu og Sóleyjargötu og göngubrú yfir Njarðargötuna, og á því tímabili verður Sóleyjargötu lok- að eitthvað, fyrst til austurs og síðar á tímabilinu til vesturs, og Njarðargata verður alveg lokuð á milli nýju og gömlu Hringbrautarinnar. Talsverðar lokanir verða vegna flutnings Hringbrautar                                          ! "#           "     $    % &  #"       '   % &  #"   ' ( "                         )* +  ) ,   Miklar tafir á Hring- braut í byrjun maí Morgunblaðið/Eyþór Vinna við tvær göngubrýr yfir Hringbrautina er hafin. 6 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Páskaeggjaleit Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi efnir til árlegrar páskaeggjaleitar í dag á Ægisíðunni kl. 14:00. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, ræsir leitina. Leitað verður að fagurlega skreyttum eggjum og börnin fá súkkulaðiegg frá Nóa-Síríus. Leiktæki og hoppukastali verða á staðnum. Keppt verður í húllakeppni og boðið verður upp á andlitsmálun. Munið að taka með körfur eða poka undir eggin. Á Ægisíðunni við Grásleppuskúrana í dag, laugardag kl. 14! Krakkar, mömmur, ömmur, pabbar og afar! Hittumst hress Allir velkomnir Stjórnin FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, heiðurs- gestur og aðalræðumaður á árleg- um hátíðarkvöldverði í kvöld hjá The Explorers Club, stofnun land- könnuða, í New York. Er forsetinn fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem er heiðursgestur á þessum vett- vangi en áður hafa tveir forsetar Bandaríkjanna gegnt því hlut- verki. Í frétt frá skrifstofu forseta Ís- lands kemur fram að aðrir ræðu- menn séu Steve Fosset sem nýlega flaug fyrstur manna umhverfis jörðina án millilendingar og James D. Watson nóbelsverðlaunahafi, annar þeirra vísindamanna sem uppgötvuðu byggingu DNA-erfða- efnisins. Íslenskt lambakjöt verður aðalréttur hátíðarkvöldverðarins. „Explorers Club er þekkt stofn- un en í honum er fjölmargt afreks- fólk frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum heims á sviði könnunar í lofti, á láði og í legi sem og geim- ferðum. Vestur-Íslendingurinn og land- könnuðurinn Vilhjálmur Stefáns- son var meðal fyrstu forseta stofn- unarinnar sem nú er rúmlega 100 ára gömul,“ segir m.a. í frétt for- setaskrifstofunnar. Íslandsdeild stofnuð Íslandsdeild Explorers Club var stofnuð á Bessastöðum 14. mars og eru stofnfélagar 20 Íslendingar sem tengjast fjölbreyttri vísinda- starfsemi. Í stjórn hennar eru Haraldur Örn Ólafsson, Ari Trausti Guð- mundsson, Rannveig Rist, dr. Sturla Friðriksson og Unnur Þóra Jökulsdóttir. Forsetinn heiðursgest- ur hjá Explorers Club HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 23 ára karlmann í 14 mán- aða fangelsi fyrir margítrekaða bíl- þjófnaði í fyrra og félaga hans í 4 mánaða fangelsi fyrir aðild að þjófnaði á verkfærum í Hafnarfirði. Sá fyrrnefndi var sakfelldur fyrir að hafa tekið á þriðja tug bíla, ekið þeim í heimildarleysi og stolið mun- um úr sumum þeirra. Bílana tók ákærði á höfuðborgarsvæðinu. Voru bílarnar skemmdir þegar að var komið. Ákærði á að baki nokk- urn sakaferil og rauf skilorð fyrri dóms. Var því ekki hægt að setja hann á skilorð að þessu sinni. Með- ákærði sem er tvítugur á einnig að baki sakaferil og rauf skilorð. Ásgeir Magnússon héraðsdómari dæmdi málið. Herdís Hallmars- dóttir hdl. varði eldri manninn en hinn var ekki með verjanda. Sækj- andi var Kolbrún Ólafsdóttir frá lögreglustjóranum í Reykjavík 14 mánaða fangelsi fyrir fjölda bílþjófnaða ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAG Íslands skrifaði undir kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga þann 25. febrúar og við Reykjavíkurborg þann 4. mars sl. Báðir samingarnir hafa verið samþykktir. Um 98% samþykktu kjarasamn- inginn við Launanefnd sveitarfé- laga, en 82 voru á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði og sögðu 53 já en einn sagði nei. Um 83% sam- þykktu kjarasamninginn við Reykjavíkurborg. Alls voru 76 á kjörskrá en 46 greiddu atkvæði. 38 sögðu já og sjö sögðu nei. Einn seð- ill var auður og/eða ógildur. Þroskaþjálfar samþykkja kjarasamninga FRAMKVÆMDIRNAR við Hring- braut eru á áætlun þegar á heildina er litið, um 60% af heildarverkinu er lokið og verklok áætluð um miðj- an október, segir Haraldur Tryggvason, deildarstjóri á fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Nýlega hófst vinna við að steypa tvær af þremur göngubrúm sem liggja munu yfir Hringbraut og tu, og er reiknað með að þær verði tilbún í byrju sumars. Þriðja brúin verður svo fullkláruð í haust. Jarðvegsskipti undir Hring- braut n i sjálfri e u langt komin, og búið að anga frá stoðveggjum undir Bústaðavegsbrúnni. Verkið á áætlun KENNARAVERKFALLIÐ olli talsverðri röskun á störfum foreldra grunnskólabarna skv. könnun sem IMG Gallup gerði fyrir jafnréttisráð, en alls segja rúm 30% foreldra rösk- unina hafa verið mjög eða frekar mikla. Fram kemur að talsvert hærra hlutfall kvenna en karla varð fyrir röskun í starfi vegna verkfalls- ins, eða 37% á móti 27%. Starfsdagar, vetrarfrí og aðrir dagar þar sem börnin sækja ekki skóla valda hinsvegar almennt mun minni röskun á högum foreldra eins og ætla mætti. Enda um að ræða mun færri daga og að auki er fyr- irvarinn oftast nokkuð langur. Alls sögðu 11% svarenda slíka daga valda mjög eða frekar mikilli röskun Spurningarnar voru hluti af spurningavagni Gallup. Úrtakið var 1.350 manns, heildarsvörun 801 eða 60,9%. Ofangreindum spurningum svöruðu þó aðeins 247 og 203, þar sem þeim var eingöngu beint til þeirra sem við átti. Verkfallið olli röskun á starfi hjá 30% foreldra ♦♦♦ AÐALFUNDIR Mjólkursamsölunn- ar (MS) og Mjólkurbús Flóamanna (MBF) samþykktu tillögur stjórna fé- laganna um sameiningu þessara sam- vinnufélaga mjólkurframleiðenda. Er stefnt að sameiningu fyrir- tækjanna undir nýrri stjórn og nýju nafni í vor, að því er segir í frétta- tilkynningu. Vörumerkin MS og MBF verða áfram í notkun. Stjórnir MS og MBF hafa óskað eftir því við Guðbrand Sigurðsson að hann gefi kost á sér sem forstjóri hins nýja fé- lags og leggja til við nýja stjórn að hann verði ráðinn forstjóri þess. Guðbrandur hefur kynnt drög að breyttu skipulagi MS/MBF. Þar er gert ráð fyrir því að undir forstjóra heyri sex stoðsvið og fjögur afkomu- svið. Framkvæmdastjórar og for- stöðumenn verða Guðlaugur Björg- vinsson, Birgir Guðmundsson, Leifur Örn Leifsson, Einar Matthíasson, Auðunn Hermannsson og Aðalbjörg Lúthersdóttir. Afkomusviðin verða Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamlagið í Búð- ardal, Mjólkursamsalan og á hinu fjórða verða dótturfélögin Emmess ís, Samsöluvörur, Bitruháls og Remfló. Mjólkurbússtjórar verða Guðmundur Geir Gunnarsson, Sig- urður Rúnar Friðjónsson og Pétur Sigurðsson. Sameining MS og MBF samþykkt RÚMLEGA 66% þjóðarinnar eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga, ef marka má við- horfskannanir, sem IMG Gallup, hefur gert fyrir félagsmálaráðu- neytið. Ríflega 22% eru á hinn bóg- inn mjög eða frekar andvíg slíkri sameiningu. Rúm 11% eru hlutlaus. Greint er frá niðurstöðunum á vefnum felagsmalaraduneyti.is. Fram kemur á vef ráðuneytisins að meirihluti svarenda í könnuninni sé hlynntur sameiningu. „Í öllum aldurshópum mælist mikill meiri- hluti með sameiningu,“ segir enn- fremur á vefnum. Alls voru 1.745 spurðir í könn- uninni á þriggja mánaða tímabili. Svarhlutfall var 66,1%, svarendur á aldrinum 16 til 75 ára og var notast við slembiúrtak úr þjóðskrá. Rúmlega 66% hlynnt sameiningu sveitarfélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.