Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 53 MINNINGAR farinn að taka til í honum og und- irbúa komu sumarsins. Hann var snyrtimenni og alltaf var allt í röð og reglu og vel hirt. Það var gott að eiga Hjalta að ef mann vantaði verkfæri eða garðáhöld að láni því ýmislegt leyndist í bílskúrnum. Ósjaldan var sagt „Helgi minn, þú ferð bara í skúrinn ef þig vantar eitthvað“. Dóttir okkar hún Jóhanna Bríet, hændist strax að Hjalta. Það voru uppáhaldsstundir hennar að heim- sækja Hjalta og Imbu, fá köku og kók og setjast við orgelið með Hjalta og heyra hann spila og syngja. Þegar við eignuðumst son sum- arið 2003 ákváðum við að skíra hann í höfuðið á Hjalta og segir það kannski meira en mörg orð um það hve mikils við mátum hann. Hjalti varð sem afi, fylgdist vel með nafna sínum og horfði á hann leika sér í garðinum. Það verður tómlegt í vor að hitta ekki Hjalta, með vindil í munninum og þiggja örlítið í nefið, við að taka til í garðinum og undirbúa hann fyr- ir sumarkomu. Við færum Imbu innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur og biðjum góðan Guð að styrkja hana í sorg sinni. Við kveðjum þig með söknuði, Helgi S. Haraldsson og Sigríður Anna Guðjónsdóttir. Elskulegur maður er genginn, Hjalti, Hjalti Þórðarson, Hjalti hennar Imbu. Ómögulegt er að ímynda sér að tala um annað án þess að minnast á hitt, svo sam- tvinnuð voru þau, allavega í mínum huga. Hjalti var snar þáttur í lífi mínu, jafnt sem barns, unglings og full- orðinnar manneskju, hann var ein- hvern veginn alltaf til staðar. Ekki get ég ímyndað mér æsku mína án hans, hann spilandi á píanó, hald- andi á mér í kjöltu sinni eða þá að ræða við mann eins og fullorðna manneskju. Hve heppna ég tel mig hafa verið og reyndar okkur öll systkinabörnin að hafa fengið notið Hjalta og Imbu sem hluta af okkar uppvexti. Jólaboðin á Tryggvagöt- unni voru veislur á heimsmæli- kvarða, þar sem húsbóndinn spilaði á píanó og söng, við hin gengum í kringum jólatréð og húsmóðirin bauð að drekkhlöðnu veisluborði af einstökum myndarskap. Allt lék í höndunum á Hjalta, píanóleikur, járnsmíðar, garðyrkja og einfaldlega meðhöndlunin á lífinu sjálfu. Ég tel mig einstaklega lán- sama að hafa verið samferða og geta reitt mig á mann gæddan slík- um mannkostum sem Hjalti bjó yf- ir. Elskulegur hafðu þökk fyrir rab- arbarann, birkihríslurnar, góðu ráðin, girðingarvinnuna og bara allt. Elsku Imba, góða og fallega frænka mín, megi guð vera með þér og styrkja þig í þessari sorg. Kristjana Ólafsdóttir. Hjalti Þórðarson, kær vinur, verður til moldar borinn í dag. Hann var giftur föðursystur minni Ingibjörgu Jónsdóttur og voru þau hjónin mér og minni fjölskyldu ákaflega góð alla tíð. Frá því að ég man fyrst eftir mér hafa Hjalti og Imba verið stór hluti af okkar fjöl- skyldu og er stórt skarð í hana höggvið. Hjalti var búinn að vera veikur frá því í september og veit ég að hann var hvíldinni feginn. Kærar þakkir fyrir allt og hvíl í friði kæri vinur. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælusumrin löng. Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég, þar aðeins við mig kann ég, þar batt mig tryggðarband, því þar er allt sem ann ég. – Það er mitt draumaland. (Jón Trausti.) Elsku Imba, megi guð gefa þér styrk. Elín Ebba Björgvinsdóttir og fjölskylda. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Við sendum öllum innilegar þakkir, sem sýndu okkur hlýju og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KRISTBJARGAR MATTHÍASDÓTTUR, Víðilundi 24, Akureyri. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Haraldur M. Sigurðsson, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGRÍÐAR SÓLVEIGAR RUNÓLFSDÓTTUR, Sunnubraut 48, Kópavogi. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Kópa- vogs. Margrét S. Ingólfsdóttir, Einar H. Hallfreðsson, Grímur J. Ingólfsson, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Runólfur S. Ingólfsson, Guðbjörg Friðriksdóttir, María G. Ingólfsdóttir, Ester A. Ingólfsdóttir, Guðmundur Óli Sigurgeirsson, Katrín V. Ingólfsdóttir, Kjartan Einarsson, Hannes G. Ingólfsson, Gréta B. Erlendsdóttir, Elísabet I. Ingólfsdóttir, Valur Ingólfsson, Kári Ingólfsson, Guðný Pálsdóttir, Guðjón Ingólfsson, Björk S. Ingólfsdóttir, Hafþór Már Hannibalsson, Lára Ingólfsdóttir, Agnar Þór Árnason, Sólveig Ingólfsdóttir, Gunnar Þór Gíslason, Svandís Ingólfsdóttir, Einar Örn Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Nú er hún Sigga frænka mín og bezta vinkona búin að fá hvíldina, 91 árs að aldri. Í frumbernsku dvaldi hún löngum á spítala og þá hefur víst enginn hugað henni langra lífdaga. Móðir Siggu og faðir minn voru systkini og bjuggu saman í tvíbýli með fjölskyldum sínum, í Litla-Dal í Djúpadal í Eyjafirði, á fyrri hluta 20. aldar. Í óljósri minningu minni var sem einhver skuggi væri á sveimi, af því eitt barnið var alltaf á spítala og sá ég hana fyrir mér við óhugnanlegar aðstæður, liggj- andi á ljótri spýtu og spurði eitt sinn í barnaskap mínum: „Liggur aumingja Sigga enn á spýtunni?“ Ég á gamla mynd af okkur frænd- systkinum, sem tekin var heima í Litla-Dal, þegar ég var 6 ára, þar erum við 12 saman en Sigga ekki með, en þá orðin 12 ára og þekkti ég hana ekki nema af umtali. Á þessum árum lá ljótur skuggabaldur yfir byggðinni, raun- ar landinu öllu, sem nefndur var Hvíti dauði og hjó hann stór skörð í margar fjölskyldur, en er nú að mestu úr sögunni hér á landi. Sigga mín háði sitt stríð við þennan vágest og bar sigur úr být- um að vissu marki, en bar þess þó aldrei bætur, náði aldrei fullum líkamlegum þroska. Hún mun hafa komið heim fyrir eða um ferming- araldurinn, þá útskrifuð af sjúkra- húsinu. Hvað beið nú ungrar stúlku sem var raunar öryrki eftir illvígan sjúkdóm? Allir urðu að vinna fyrir sér. Hún dvaldi heima í Litla-Dal um sinn, en þó líkamskraftarnir væru skertir þá var sjálfsbjarg- arviðleitnin það sannarlega ekki. Að því kom að hún réð sig í vinnu til Árnínu Jónsdóttur frá Möðru- felli og manns hennar Guðbrands Ísberg, sem þá bjuggu í Litla- Hvammi, skammt innan við Ak- ureyri. Það varð Siggu mikið gæfuspor, því þá kynntist hún Brynjólfi Jónssyni, er varð síðan eiginmaður hennar. Hann var ein- stakur öðlingsmaður og ljúfmenni og andaðist hann háaldraður fyrir fáum árum og var það Siggu sár missir. Sín fyrstu búskaparár dvöldu þau á Siglufirði en fluttu síðan til Akureyrar og bjuggu þar til ævi- loka. Á Siglufirði eignuðust þau fóst- ursoninn Franz Árnason, ungan frænda Siggu. Hann hefur reynzt þeim góður sonur og kona hans Katrín og börnin þeirra tvö, voru þeim miklir gleðigjafar. Sigga og Binni, eins og þau voru alltaf kölluð meðal vina, voru mjög barngóð og kunnu vel að tala við börn og veit ég að býsna margir eiga góðar æskuminningar um heimsóknir sínar til þeirra. Þau voru ákaflega samhent um að skapa hlýlegt og gott heimili. Mér leið alltaf vel eftir heimsóknir mínar til þeirra, er minnisstæð sú hlýja og elska sem fylgdi þeim báðum, enda áttu þau marga góða vini. Sigga var fyrirmyndarhús- móðir og heimili þeirra var ákaf- lega fallegt, hún hafði hagleiks- hendur, og gerði allt fallegt í kringum sig. Börnin mín þekktu snemma gluggana hennar Siggu á fallegu hekluðu myndunum sem hún prýddi þá með. Einnig ræktaði hún skrautjurtir, allt dafnaði sem hún hlúði að. Eitt sumar eignaðist SIGRÍÐUR JÓNS- DÓTTIR TRAMPE ✝ Sigríður Jóns-dóttir Trampe fæddist í Litladal í Saurbæjarhreppi 6. febrúar 1914. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð laugardag- inn 12. febrúar síð- astliðinn og var jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju 24. febr- úar. hún óvenjulegt fóstur- barn, lítinn þrastar- unga, sem bjargað var úr kattarklóm. Hann trítlaði á eftir henni um íbúðina og út í garði, er hún hengdi út þvott, vegfarendum til ánægju og undrun- ar. Þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu forðum daga, mun henni hafa verið ráð- lagt að stunda útivist. Ég á yndislegar minningar um göngu- ferðir með henni, í okkar fagra Djúpadal. Ég dáðist alltaf að þess- ari frænku minni, ekki síst fyrir hennar léttu lund og glaðværð, sem áreiðanlega fleyttu henni yfir þá erfiðleika sem hún átti við að stríða. Hún kunni ekki að kvarta og alltaf var stutt í kátínuna og gamansemina hjá henni. Ég sagði stundum við hana: „Sigga mín, þú ert algjört krafta- verk og ódrepandi.“ Þá hló hún alltaf og sagði: „Já, það lifir lengst sem lýðum er leiðast.“ Hún ávaxtaði sitt pund með sóma og nú hefur hún sameinast ástvinum er á undan voru farnir yfir móðuna miklu, Binna sínum, foreldrum og 4 systkinum. Ég kveð hana með söknuði og bið guð að blessa Franz og fjöl- skyldu hans. Blessuð veri minning Sigríðar Jónsdóttur Trampe frá Litla-Dal. Hrefna Magnúsdóttir frá Litla-Dal. Sigga frænka er dáin. Hún yf- irgaf þessa veröld hinn 12. febrúar 2005. En hún lifir áfram í öllum ánægjulegu minningunum sem ég á um hana. Hún á stórt pláss í hjarta mínu. Þú varst systir hennar ömmu minnar, sem ég aldrei kynntist en hún dó ung úr berklum. Pabbi var bara 13 ára þegar hún dó. Þú veiktist líka, og margir aðrir í kringum þig, úr þessum óvæga og bráðdrepandi sjúkdómi sem þá var. En þú lifðir hann af, sem betur fer, annars hefði ég ekki fengið að kynnast þér. Þú bjóst búi þínu með mann- inum þínum, Brynjólfi (Binna) og fóstursyni ykkar, Franz, í Strand- götu 45 á Akureyri, alveg niður við sjóinn. Það var alltaf ævintýri að koma til ykkar. Allt var svo fínt og fágað, ekki sást rykkorn eða auka- dót neinsstaðar. Blómin þín, hort- ensía, pokablóm og aðrar sortir blómstruðu ánægjulega í glugga- kistunni. Það var mikið hjartapláss í þess- ari litlu íbúð þar sem þú, Binni og Franz réðu ríkjum. Við vorum allt- af velkomin, þó ekki væri nú gert boð á undan sér. Stundum komum við rétt um hádegisbil. Þá komu þeir feðgar Binni og Franz í há- degismat úr vinnunni á Atla. Þeir töluðu alltaf eitthvað gáfulegt við pabba um vinnuna og önnur ver- aldleg málefni. Eftir skamma stund skaust svo Binni út í kjör- búð. Hann kom svo til baka með pylsur og annað góðgæti, sem þú barst á borð, og svo skal ég ekki gleyma góðu kökunum þínum sem þú áttir alltaf í kalda búrinu, og svo hunangskökunum úr Krist- jánsbakaríi. Mamma þurfti auðvitað að fara í Amaro og versla efni og annað til heimilisins. Okkur þótti ekki mikið skemmtilegt að fara í svona búðir. Fengum við þá að vera hjá þér, það var miklu ánægjulegra. Fara niður í fjöru og tína skeljar og annað spennandi, eða leika með dótið hans Franz, sem var í fínum trékassa og mjög áhugavert. Þú elskaðir handavinnu og hekl- aðir alveg ótrúlega fína dúka og gardínur úr örfínu garni. Ég var full aðdáunar yfir þessu. Þú sagðir „Þetta er nú ekki svo merkilegt“! Jú það fannst mér nú aldeilis. Jæja, Jóna mín. Þú kallaðir mig alltaf „Jóna mín,“ þó flestir aðrir segðu Gígja. „Þú getur alveg hekl- að.“ Svo kenndir þú mér að hekla nokkra „fína dúka,“ en ég gat nátt- úrlega aldrei komist í þín fótspor þar. Síðasta árið mitt í gagnfræða- skóla var ég á Akureyri, og bjó þá hjá annarri ömmusystur minni, Ólöfu (Löllu frænku) og manni hennar, Karli (Kalla). Það var ánægjulegur vetur. Oft lá þá leið mín eftir skólann niður til þín á Strandgötuna. Við spjölluðum saman um heima og geima og hekluðum. Franz, sonur ykkar, var stoltið ykkar Binna, og reyndist ykkur góður sonur. Betri son getur mað- ur ekki átt, sagðir þú við mig. Franz giftist góðri konu, Katrínu, og þau eiga börnin Sigríði Rut og Davíð. Sigga var mikið stolt og ánægð með barnabörnin sín, og skyldi engan undra, því þau hafa staðið sig svo vel. Síðast þegar ég heimsótti Siggu var hún á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Ég var á ferð með Unnu Lísu systur og Jóni Pétri syni mín- um. Hún var hress og glöð, en ekki alveg viss um hvort hún vissi að þetta væri „Jóna mín“ eða einhver annar góður gestur. En við áttum ánægjulega stund saman. Jón Pét- ur og Sigga náðu vel saman, enda hafði Sigga alltaf einstakt lag á að tala við börn. Hafði hún þá gjarn- an sérstakan talsmáta sem illa kemst til skila á prenti, sagði sög- ur og kvað vísur. Söguna um Pétur bróður og blómapottana var Sigga búin að segja syni mínum þegar við vorum í heimsókn þegar Jón Pétur var um 6 ára. Sigga passaði Pétur þegar mamma og pabbi fóru utan í frí. Þá tók Pétur upp á því að setja smá kusk í blómapottana. Sigga spurði „Af hverju gerirðu þetta Pétur minn?“ Blessað barnið svaraði „Veit ekki.“ Þetta þótti syni mínum skemmtileg saga. Eft- ir þetta, þegar kemur fyrir að son- urinn gerir eitthvað óúthugsað eins og gengur, og ég, mamman, segi „Af hverju gerir þú þetta Jón Pétur minn?“ Þá yppir sonurinn öxlum og segir „Veit ekki.“ Þá för- um við bæði að hlæja og hugsum til Siggu, Péturs og blómapott- anna. Kæri Franz frændi, Katrín, Sig- ríður Rut og Davíð. Við samhryggjumst ykkur inni- lega. Lífið heldur áfram og minn- ingarnar frá Siggu frænku á Ak- ureyri eru ógleymanlegar í hjarta mínu. „Jóna mín“ Gígja Jóns- dóttir, Jón Pétur Bosson, Limhamn, Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.