Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
Stuðningur | Fulltrúar tólf hags-
munasamtaka hafa sent frá sér
ályktun þar sem þeir lýsa yfir fullum
stuðningi við ályktun sem samþykkt
var í bæjarstjórn Akureyrar. Jafn-
framt er tekið undir áskorun bæj-
arstjórnar og skorað á fjár-
málaráðherra, dómsmálaráðherra
og iðnaðarráðherra að beita sér fyrir
því að ákvörðun Ríkiskaupa um að
taka hinu pólska tilboði verði endur-
skoðuð og tryggja að viðgerðir á
varðskipunum Ægi og Tý fari fram í
íslenskum skipasmíðastöðvum.
Að þessari ályktun standa; Ein-
ing-Iðja, Björn Snæbjörnsson, Fé-
lag byggingamanna, Eyjafirði, Guð-
mundur Ómar Guðmundsson, Félag
málmiðnaðarmanna, Akureyri, Há-
kon Hákonarson, Félag rafverktaka,
Norðurlandi, Jóhann Einarsson,
Kjölur, stéttarfélag í almannaþjón-
ustu, Arna Jakobína Björnsdóttir,
Rafvirkjafélag Norðurlands, Helgi
Jónsson, Farmanna- og fiskimanna-
samband Íslands, Árni Bjarnason,
Félag hárgreiðslu og hárskera-
meistara, Norðurlandi, Ívar Sig-
urharðarson, Félag verslunar- og
skrifstofufólks, Akureyri, Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir, Kaupmannafélag
Akureyrar, Ragnar Sverrisson,
Meistarafélag byggingamanna,
Norðurlandi, Stefán Jónsson, Vél-
stjórafélag Íslands, Helgi Laxdal.
Íraksstríð | Mótmæli gegn stríðinu
og hernáminu í Írak verða í dag,
laugardaginn 19. mars, á alþjóð-
legum baráttudegi. Safnast verður
saman við veitingastaðinn Karólínu í
Kaupvangsstræti á Akureyri kl. 14.
Ávörp flytja Kristinn H. Gunn-
arsson alþingismaður og Steinunn
Rögnvaldsdóttir nemi í MA.
Skák | Hraðskákmót Akureyrar fer
fram í KEA-salnum í Sunnuhlíð á
morgun, sunnudaginn 20. mars, og
verður sest að tafli kl. 14.
Eyjafjarðarsveit | Konur í Kven-
félaginu Hjálpinni í Eyjafjarð-
arsveit heimsóttu Birgi Guð-
mundsson, umdæmisstjóra
Vegagerðarinnar á Norðurlandi, í
gær og afhentu honum ályktun
um vegamál í firðinum, sem sam-
þykkt var samhljóða á aðalfundi
félagsins nýlega. Áður höfðu kon-
urnar afhent sveitarstjórn Eyja-
fjarðar ályktunina. Sigríður
Bjarnadóttir í Hólsgerði og for-
maður kvenfélagsins sagði að að-
eins væri bundið slitlag fram að
Sólgarði en þar framan við væri
vegurinn slæmur beggja vegna
árinnar og hefði verið í allan vet-
ur. „Það er í lagi að láta vita af
ástandinu og við ekki gerum það,
hver þá?“
Í ályktuninni er skorað á sveit-
arstjórn Eyjafjarðarsveitar og
Vegagerð ríkisins að leggja hið
fyrsta ríka áherslu á vegabætur
frammi í Eyjafirði. „Vegurinn
fremra er oft á tíðum erfiður
sakir aurs, bleytu og mikilla
holumyndana. Umferð er drjúg,
bæði vegna þess að fólk er að
sækja vinnu utar í fjörðinn, auk
umferðar sem tengist búrekstri.
Betri vegur eykur ánægju þess
sem um fer, fer betur með öll
farartæki og eykur umferð ferða-
manna um svæðið,“ segir enn
fremur í ályktuninni.
Kvenfélagskonur benda jafn-
framt á að til að staðfesta um-
ferðina sé nauðsynlegt að koma
upp teljara yfir lengri tíma, t.d.
þyngist umferðin um veginn þeg-
ar bílar fara að koma af hálend-
inu við opnun fjallvega yfir sum-
artímann. Kvenfélagið Hjálpin er
90 ára félag, stofnað 25. október
1914. Starfssvæði þess er hinn
gamli Saurbæjarhreppur, fremst
í Eyjafirði. Allir eru þó velkomn-
ir að starfa í félaginu, óháð bú-
setu. Félagar eru 24 og eru þeir
búsettir víða í Eyjafjarðarsveit og
á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Kvenfélagskonur Sigríður Bjarnadóttir, formaður Kvenfélagsins Hjálp-
arinnar, afhenti Birgi Guðmundssyni, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar,
áskorunina. Birgir tók vel á móti hópnum og bauð upp á kaffi og súkkulaði.
Kvenfélagskonur óska
úrbóta í vegamálum
RÍKISKAUP segja, að það sé ekki
hlutverk stofnunarinnar að taka
afstöðu til eða hafa skoðun á póli-
tískum álitaefnum, eins og hvort
verk skuli unnin innanlands eða
utan. Ríkiskaupum beri einfald-
lega að fara að lögum eins og þau
hafa gert í einu og öllu í útboði á
endurbótum á varðskipunum Ægi
og Tý.
Farið að lögum
Ríkiskaup benda á að Landhelg-
isgæslan hafi mikla reynslu af að
sigla skipum sínum til Póllands og
halda þar uppi eftirliti við fram-
kvæmdir og hafi verið stuðst við
útreikninga þeirra.
Þegar kostnaði upp á tæpar 6
milljónir króna fyrir flutning skip-
anna til Póllands hafi verið bætt
við lægsta tilboð muni enn 8 millj-
ónum króna á því tilboð og tilboði
Slippstöðvarinnar. Það sé líka
kostnaður fyrir Gæsluna að halda
uppi mannskap við eftirlit á Ak-
ureyri og að sá kostnaður sé ekki
lægri hér en í Póllandi.
Samkvæmt lögum um opinber
útboð er það eitt af hlutverkum
Ríkiskaupa að láta í té aðstoð og
leiðbeiningar við framkvæmd út-
boða hjá stofnunum og fyrirtækj-
um ríkisins. Við framkvæmd út-
boða láta Ríkiskaup í té
sérþekkingu á viðskipta- og laga-
hlið útboðanna en ákvörðun um út-
boð, framsetning tæknilegra
krafna til bjóðenda og setning
annarra skilyrða er hins vegar á
forræði og ábyrgð þeirrar stofn-
unar, í þessu tilfelli Landhelgis-
gæslunnar, sem kaupir viðkomandi
vöru, verk eða þjónustu. Þessi
skilyrði eru ráðandi um niðurstöðu
útboðsins, segir í fréttatilkynningu
Ríkiskaupa.
Engar athugasemdir
Við gerð útboðsgagna var talið
eðlilegt að gefa tilboðum bjóðenda
með ISO vottun sérstakt vægi til
þess m.a. að tryggja gæði hjá þeim
aðilum sem hugsanlega bjóða í
verkið en ISO vottun er óumdeil-
anlegur alþjóðlegur gæðastaðall
sem m.a.
Samtök iðnaðarins hafa barist
fyrir að íslensk iðnfyrirtæki taki
upp hjá sér.
Þá benda Ríkiskaup á að í út-
boðsferlinu öllu hafi aldrei komið
fram athugasemdir frá bjóðendum
varðandi þær forsendur sem styðj-
ast átti við við úrvinnslu tilboða og
komu fram í útboðsgögnum.
Ríkiskaup um útboð vegna varðskipa
Munar enn átta
milljónum króna
á tilboðunum
Landhelgisgæslan hefur mikla
reynslu af framkvæmdum í Póllandi
Vakin er athygli á nýlegri samþykkt umhverfisráðs, sem
kveður á um að frá og með 1. apríl nk. verði byggingar-
frestir skv. 5. gr. í almennum byggingarskilmálum ekki
framlengdir.
Sjá nánar:
http://www.akureyri.is/stjornkerfid/reglur sam-
thykktir/byggingamal/byggingarskilmálar
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Orðsending frá
skipulags- og
byggingarfulltrúa
Reykjanes | Orkuverið Jörð er heiti
orkusýningar sem lögð hafa verið
drög að í stöðvarhúsi Reykjanes-
virkjunar sem verið er að reisa.
Hönnuðir sýningarinnar kynntu
hugmyndir sínar á aðalfundi Hita-
veitu Suðurnesja í Svartsengi í
fyrradag en ákvarðanir hafa ekki
verið teknar um að ráðast í verk-
efnið.
Reykjanesvirkjun tekur til starfa
á næsta ári og hefur raforkusölu til
Norðuráls á Grundartanga 1. maí. Í
stöðvarhúsi hennar er gert ráð fyrir
aðstöðu til að taka á móti ferðafólki,
fræðsluferðaaðstaða, eins og Albert
Albertsson, aðstoðarforstjóri Hita-
veitu Suðurnesja, orðaði það þegar
hann kynnti fyrst hugmyndir um
notkun rýmisins á ferðamálaráð-
stefnu fyrir nokkru.
Fyrirtækið Gagn og gaman hefur
nú í hálft ár unnið að þróun sýn-
ingar um orkuna í samvinnu við
stjórnendur Hitaveitunnar. Að því
standa List og saga og enska fyr-
irtækið Janvs International Ltd.
Björn G. Björnsson hönnunarstjóri
hjá List og sögu hefur lengi hannað
sýningar. Hann kynntist stjórn-
endum enska fyrirtækisins fyrir fá-
einum árum en þeir hafa unnið að
fjölda sýninga, meðal annars hinu
þekkta víkingasetri í York á Eng-
landi. „Við vorum að velta því fyrir
okkur hvað við gætum gert í sam-
einingu hér á landi og langaði að
gera eitthvað stórfenglegt. Ég var
með hugann við söguna en þeir
höfðu mestan áhuga á að vinna með
náttúruna. Við vorum að henda á
milli okkar hugmyndum að stórum
verkefnum,“ segir Björn. Í nóv-
ember kynntu þeir hugmyndir um
orkusýningu og stofnuðu samstarfs-
fyrirtækið. Hugsanleg orkusýning í
Reykjanesvirkjun er afrakstur þess
starfs.
Björn segir að hugmyndin hafi í
upphafi verið mun þrengri og mið-
ast við að sýna jarðfræðina og starf-
semi virkjunarinnar en þróast út í
það að sýna orkuna í sem víðtæk-
ustu samhengi, Orkuverið Jörð.
Sýningin mun hefjast fyrir utan
orkuverið, til að kynna sýninguna
sjálfa og leiða gesti að henni. Við
bílastæðin er ætlunin að setja upp
líkan af sólinni en það verður þrír
metrar í þvermál, upphitað. Út frá
sólinni verður sólkerfið sett upp í
réttum hlutföllum og gangstígar
gerðir til innri pláneta kerfisins.
Þannig verður jörðin álíka stór og
borðtenniskúla og fjarlægasta
stjarnan, Plútó, verður að líkindum
nærri Bláa lóninu svo dæmi séu tek-
in. Upplýsingar verða við sólarlík-
anið og pláneturnar.
Gagnvirkur búnaður
Í móttökusal orkuversins verður
reynt að útskýra á gagnvirkan hátt
fyrstu sekúnduna í sköpun alheims-
ins, Miklahvell, og þar með uppruna
orkunnar.
Í aðal sýningarrýminu, á annarri
hæð gestahússins, verður sagt frá
orkunni frá mörgum sjónarhornum.
Björn G. Björnsson segir að sýn-
ingin verði að mestu byggð upp á
gagnvirkum búnaði þar sem gestir
geti sjálfir prófað sig áfram til að
komast að margvíslegum fróðleik.
Segir hann að erlendu samstarfs-
aðilarnir hafi mikla kunnáttu og
reynslu á því sviði sem muni nýtast
vel í þessu verkefni.
Segja má að sýningin, sem hófst
með Miklahvelli, ljúki með því að
fólki gefst kostur á að líta yfir véla-
sal virkjunarinnar og sjá hvað þar
fer fram og verði jafnframt vakið til
umhugsunar um framtíðina í orku-
málum.
Björn G. Björnsson, Simon I. Hill
og Jonothan Potter kynntu vinnu
sína á fundinum í fyrradag. Fram
kom að hönnun og uppsetning sýn-
ingarinnar muni kosta 125 milljónir
kr. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hef-
ur ekki ákveðið hvort í verkefnið
verður ráðist.
Sýning um Mikla-
hvell og orkuna
Sólkerfið Líkan af sólinni hefur verið sett inn á teikningu af útliti stöðv-
arhússins. Gestamóttakan verður í hliðarhúsi orkuversins.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Miklihvellur Björn G. Björnsson og Simon I. Hill kynna hugmyndir sínar
að orkusýningu í Reykjanesvirkjun.