Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Barnastarfið í Selfosskirkju BARNAGUÐSÞJÓNUSTA er hald- in í Selfosskirkju á hverjum sunnu- degi kl. 11.15. Guðspjall dagsins er útlistað í máli og myndum, bænir kenndar, sálmar og barnasöngvar sungnir og sögur sagðar. Aðsókn að þessum sam- verustundum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu. Börnin fá verðlaun, þegar ákveðnu sókn- armarki er náð. Sérstök ástæða er til þess að benda á, að barnastarfið í Selfoss- kirkju heldur áfram til vors, og það jafnt fyrir því, þótt ferming- armessur verði sungnar í kirkj- unni frá 20. mars og allt fram í maímánuð. Barnaguðsþjónust- urnar falla því ekki niður þessar 8 til 10 vikur. Athafnirnar fara fram í lofti Safnaðarheimilis Selfosskirkju og best er að ganga þangað upp úr anddyri á suðurhlið kirkjunnar. Ég vil leyfa mér að benda for- eldrum, og sömuleiðis öfum og ömmum, á þessar ánægjulegu sam- verustundir. Ég hvet alla aðstand- endur ungra barna til þess að taka þátt í hinu uppbyggilega starfi. Það eru þær Eygló J. Gunn- arsdóttir, djákni, og cand. theol. Guðbjörg Arnardóttir, sem hafa veg og vanda af guðsþjónustum barnanna í Selfossprestakalli, auk þess sem Sigfús Ólafsson, tónlist- arkennari, leikur undir sönginn með mikilli hind. Hittumst heil! Gunnar Björnsson, sóknarprestur. Davíð Oddsson les 50. og síðasta Passíusálm í Grafarvogskirkju „Á LEIÐINNI heim“ er helgistund í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar kl. 18:00. Lestrarnir hóf- ust 9. febrúar og verða út föstuna 21. mars les Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. 22. mars les Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður. 23. mars les Davíð Oddsson utanrík- isráðherra. Passíusálmarnir verða svo lesnir í Grafarvogskirkju á föstudaginn langa þann 25. mars kl. 13:30– 19:00. Læknar lesa. Milli lestra er tónlistarflutningur. Hörður Braga- son á píanó, Hjörleifur Valsson á fiðlu og Birgir Bragason á bassa. Grafarvogskirkja. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN kl. 20 er Æðruleysismessa í Dómkirkjunni. Þar verður leikið á trúarstrengi hlýleikans að vanda. Um tónlistina sjá Gunnar Gunnarsson píanóleik- ari og organisti og með honum í liðssveit verða Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Þorvaldur Þor- valdsson syngur einsöng og leiðir hann einnig almennan söng Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir bæn. Samkom- unni stýrir sr. Hjálmar Jónsson. Þessi kvöldmessa dregur nafn sitt af svonefndri Æðruleysisbæn: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þeir sem geta tekið undir þessi bænarorð geta líka gert sér ferð í Dómkirkjuna á sunnudagskvöldið kl. 20. Verið velkomin. Þorvaldur í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 20. mars verður guðsþjónusta kl. 20 í Selja- kirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar að orði og borði. Tónlistin er í umsjá Þorvaldar Halldórs- sonar. Verið velkomin. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu næsta sunnudag 20. mars, Pálmasunnu- dag, kl. 14:00. Jóna Hrönn Bolla- dóttir miðborgarprestur flytur hugleiðingu og þjónar ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttur presti og verk- efnastjóra á Biskupsstofu. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina og Laufey Geirlaugsdóttir mun syngja einsöng. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni áður en stundin hefst. Í lok guðsþjónustunnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffihúsinu Kaffiport í Kolaportinu, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&K og Þjóðkirkjunnar. Páskaeggjabingó í Grafarvogskirkju HIÐ ÁRLEGA páskaeggjabingó á vegum Safnaðarfélags Grafarvogs- kirkju verður haldið í safnaðarsal kirkjunnar mánudaginn 21. mars kl. 20:00. Vinningar eru sem fyrr páska- egg af mörgum stærðum. Verð á bingóspjöldum er kr. 200. Mætum öll í páskaskapi og tökum alla fjöl- skylduna með. Stjórnin. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Selfosskirkja Elsku Hafdís vin- kona mín, þú hefðir orðið 28 ára í dag, 19. mars. Ég hugsa til þín með söknuði og sorg. Mér finnst svo sárt að hafa ekki getað haldið í hönd þína síðustu stundina. Mér finnst svo sárt að hafa ekki getað kvatt þig og fylgt þér síðasta spölinn á þessari jörð. En það er nú bara þannig að að- stæður ráða oft meira en maður HAFDÍS LÁRA KJARTANSDÓTTIR ✝ Hafdís LáraKjartansdóttir fæddist í Keflavík 19. mars 1977. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 25. febrúar. óskaði sjálfur. En sár- ast finnst mér þó að hafa ekki getað eytt fleiri stundum með þér og börnunum þínum yndislegu, Kolfinnu Björk og Sindra Frey, og kynnst þínu nýja lífi með Begga. Því eft- ir að ég flutti til Nor- egs fyrir 7 árum síðan hittumst við alltof sjaldan. En er ég þó þakklát fyrir að við héldum reglulega sam- bandi. Og er ég ævin- lega þakklát honum Begga fyrir að hafa verið svona góður við þig því þú áttir alla þá lukku og hamingju skilið. Guð blessi þig, Beggi. Minningarnar streyma fram frá því í gamla daga. Við höfðum alltaf svo gaman og þú varst án efa fjör- ugasta og skemmtilegasta mann- eskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Það var aldrei lognmolla í kringum þig og við vorum alltaf að bralla eithvað sniðugt. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar þú komst einu sinni heim til mín í æs- isham hoppandi og hrópandi að þú hefðir hitt hljómsveitarmeðlimina úr Guns’n Roses. Við, sérstaklega ég, héldum svo uppá þá. En ég trúði þér ekki því þú varst alltaf svo mik- ill spaugari og djókari, ekki fyrr en mamma þín elskuleg, blessuð sé minning hennar, staðfesti það. Ég varð alveg græn úr öfund en um leið þá unni ég þér að sjálfsögðu þessa gleðistund. Síðan þá hugsa ég alltaf til þín þegar ég heyri í þeim og mun alltaf gera. Minningarnar eru svo margar, Hafdís mín, og mun ég varðveita þær í hjarta mínu um alla eilífð. Þú varst svo falleg og tignarleg og hafðir ótrúlega útgeislun, góðhjört- uð varstu og traust vinkona. Elsku Hafdís mín, nú kveð ég þig með tárvot augu og sorg í hjarta, vertu blessuð í bili. Svava Sandra. ✝ Freddý FriðrikÞórhallsson fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1979. Hann lést í Grindavík fimmtu- daginn 10. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Fanný Laustsen, f. 26.7. 1948 og Þórhallur Stefáns- son, f. 16.2. 1945. For- eldrar Fannýjar eru Sigurlín Andrésdótt- ir, f. 26.9. 1924 og Freddý Laustsen, f. 17.8. 1916. Foreldrar Þórhalls voru Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 18.2. 1911, d. 27.6. 1997 og Stefán Guðnason frá Karlskála við Reyðarfjörð, f. 13.8. 1903, d. 8.3. 1976. Systkini Freddý eru: a) Arnfríður Eva Jóns- dóttir, f. 2.9. 1965, maki Atli Örn Jónsson, f. 8.10. 1960. Synir þeirra eru Daníel Örn og Andri Þór. b) Þór Fannar Þórhalls- son, f. 26.2. 1970, sambýliskona Suz- anne Bieshaar, f. 4.4. 1974. Sonur þeirra er Willum Stefán. c) Melkorka Dögg Þór- hallsdóttir, f. 22.6. 1978. d) Heiðar Þór- hallsson, f. 21.6. 1970, sambýliskona Ragnheiður Ásgeirs- dóttir, f. 6.3. 1978. Sonur Heiðars er Al- exander. Freddý fæddist í Reykjavík en bjó síð- an í Grindavík, að undanskildum tveimur árum sem fjölskyldan bjó á Akureyri. Hann starfaði hjá ýms- um fyrirtækjum í Grindavík og á Keflavíkurflugvelli. Útför Freddý verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú ert fallegur, blíður og bestur. Ekki hefði verið hægt að eignast meiri ljúfling en þig. Þú verður allt- af í hjartastað okkar þaðan sem enginn getur tekið þig í burtu, elsku englabossi. Drottinn almátt- ugur leiði þig í ljós kærleiks og frið- ar. Þú hvarfst mér eins og lítið fagurt ljós, sem lítið sólarbros, er kom og fór, sem bliknað lauf, er blöðin fellir rós, sem blóm,er hylur kaldur vetrarsnjór. Þú komst og fórst sem óorkt æskuljóð, en eftir varð hin sára, ljúfa þrá. Eg geymi þig í mínum minjasjóð, en mun þig aldrei – aldrei framar sjá. (Margrét Jónsdóttir.) Við elskum þig að eilífu. Mamma og pabbi. Já. Þannig er lífið; æ hverfult og undarlegt. Í dögun það ljúflega leikur við þig – svo leggst yfir myrkur … Og víst er erfitt að eiga ekki ljósið lengur sitt, og engan samastað. Á ögurstundu virðast sundin lokuð. En lífið, það heldur þó áfram, viti menn. Og sólin mun baða geislum að morgni. Og nýr eldur mun loga glatt og senn. Fram streymir. – En allir eiga sér drauma. Já. Þannig er lífið; lygnt haf eða ólgusjór. Það ber ekki allt upp á sama dag. Hve sárt er að sakna … (Stefán Hilmarsson.) Ég kveð þig, elsku Freddý, með þessum línum sem mér finnst segja svo margt. Þær veita mér huggun og trú á að nú sértu kominn á þann stað þar sem ljósið er eilíft. Þar munu draumar þínir rætast. Arnfríður (Addý systir). Fimmtudagurinn 10. mars sl. rann upp bjartur og fagur. Ekkert benti til þess að hann yrði eitthvað sérstakur eða frábrugðinn hefð- bundnum sunnudegi. Það breyttist í einni svipan. Fregnin um að Freddý frændi minn hefði dáið um nóttina breytti því. Birtan breyttist, sorg- armistur lagðist yfir. Við stóðum hnípin og ráðalaus. Freddý var ljúfur og elskulegur, átti sinn vinahóp, kannski ekki svo stóran en því tryggari og traustari. Hann var fríður sýnum og brosið hans var svo einlægt. Við spyrjum okkur samt enn, var þar kannski líka einhver depurð og þreyta? Eitt er víst að sjúkleiki sá er varð hon- um að aldurtila er einn sá versti og erfiðasti viðureignar sem maðurinn á við að glíma. Við munum Freddý sem lítinn dreng – ungling – ungan mann. Návistin við hann framkall- aði kærleika og hjartahlýju, honum fylgdi góð ára. Þungur harmur er að foreldrum hans kveðinn, systk- inum. Frændfólki og vinum. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur öll og styrkja í þungri sorg. Sólin rís á ný með birtu og yl og sorgin sem nú er svo sár breytist með tímanum í ljúfar minningar sem enginn fær frá okkur tekið. Með hughreystandi kveðju. Guðni frændi og Guðbjörg. Það liggur við að maður hafi heyrt í ljá hins slungna sláttumanns sem engu blómi hlífir. Það einhvern veginn slökknaði á deginum. Elsku Freddý, ég man svo vel þegar við vorum uppi á lofti hjá ömmu Terrý og allir voru búnir að glíma við naglaþrautina sem engum tókst að leysa, en þú þurftir bara aðeins að horfa á hana og á augabragði varstu búinn að leysa hana, eins þýddi lítið að gera við þig spilagaldur, þú sást við honum um leið. Þess vegna botnar maður ekkert í því að þrautakóngurinn sjálfur hafi tapað fyrir lífsins þraut. En við vorum heppin og allir þeir sem fengu að upplifa þann frábæra mann sem að Freddý hafði að geyma. Elsku Melkorka og fjölskylda. Þótt ég finni til frá dýpstu hjarta- rótum, þá er lífsins ómögulegt að setja sig í ykkar spor. Megi góður guð vera með ykkur í þessari miklu sorg sem ristir svo djúpt. Teresa Bangsa. Elsku Freddý. Ég man þegar við hittumst fyrst. Þú fékkst að horfa á okkur spila, þú sast út í horni og fylgdist með af áhuga, allt í einu út af engu fékkstu óstöðvandi blóðnasir, þú fékkst smá bréf sem þú settir fyrir nefið og hélst áfram að horfa. Stuttu eftir það byrjaðir þú að spila með okkur og varst einn af mínum bestu vin- um. Þú varst fyndinn, náðir alltaf að láta mig hlæja og svo varstu fullur af fróðleik sem enginn af okkur hafði hugmynd um og frábær spila- félagi. Þú varst æðislegur vinur og ég mun ávallt sakna þín. Brynjar Davíð Þorsteinsson. Elskulegan Freddý sá ég fyrst á Fæðingarheimilinu í Reykjavík í ágúst 1979 þar sem við Fanný lág- um á sama tíma með strákana okk- ar. Við fundum fljótlega út að við værum tengdar þar sem við Þórhallur erum bæði ættuð frá Karlskála við Reyðarfjörð. Ég bjó lengi erlendis en eftir nokkur ár hér heima, ákvað ég að flytja til Grinda- víkur. Þar rekst ég aftur á Fanný og fannst okkur ánægjulegt að leið- ir okkar skyldu liggja saman á ný. Hún sagði að þau hjónin hafi ætlað að dvelja þar í eitt til tvö ár, en nú væru þau orðin 20! Kynni okkar Freddý voru stutt á fæðingardeild- inni en þarna fékk ég tækifæri til að kynnast honum betur. Ég fann aldrei annað en mikinn hlýleik frá honum og ógleymanlegt bros. Það var mér ómetanlegt að hafa fjöl- skylduna mér við hlið á stað þar sem ég þekkti engan fyrir. Und- anfarin ár hefur Freddý þjáðst af sykursýki sem tók sinn toll af heilsu hans og þoli. Ég sá hann síðast þeg- ar hann kom til mín að sækja bíl- lyklana en hann hafði boðist til að draga snjófastan bílinn minn ásamt föður sínum og kvaddi mig með sínu blíða brosi. Guð blessi minningu þessa ljúfa drengs. Helga Guðmundsdóttir. FREDDÝ FRIÐRIK ÞÓRHALLSSON KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.