Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 41
UMRÆÐAN
Okkar bestu bo›!
Vaskar og handlaugar
Ver› 29.900
19.900
Ver› 29.900
19.900
Handklæ›aofnar
60 x 60 sm 60 x 120 sm
Ver› 39.900
29.900
Ver› 29.900
19.900
Salerni
Ver› 58.000
39.900
Ver› 24.900
19.900
Hur›irMjög gott úrval af innihur›um
Spónlagt Mahony: ver› 25.900
Eik, Hlynur, Mahony, Hnota. 70, 80 og 90 sm.
19.900
Sturtuhausar
Ver› frá 7.990
2.990
Margar stær›ir og ger›ir
Victory sturtuklefar
Ver› 92.900
49.900
Ver› 92.900
49.900
Gólfflísar Frábært úrval
Ver› frá
1.790
30 x 60 sm 30 x 30 sm 45 x 45 sm
Ver› 29.000
14.900
Ver› 28.900
14.900
Ver› 12.900
9.999
Ver› 15.900
9.999
Ver› 7.990
4.900
-flegar flú kaupir gólfefni
Parketúrvali› er í Har›vi›arvali
BEYKI 60cm
1.990
BEYKI Country 60cm BEYKI 60cm
1.990
BEYKI Natur 60cm BEYKI 60cm
1.990
ik 60cm
BEYKI 60cm
3.990
Eik Tundra s ellt BEYKI 60cm
2.490
ik Natur BEYKI 60cm
2.690
Eik Rusti al
Me› hljó›einangrandi
undirlagi og gólflistum
Vi›arfliljur
Ver› 1.690
1.290
Ver› 1.600
1.290
Ver› 11.900
7.900
Ver› 19.990
9.900
Blöndunartæki
Ver› frá
1.790
Veggflísar
á ba›herbergi og eldhús
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
8
7
.0
4
1
13 x 260 sm
20 x 25 sm
Ver› 29.000
14.900
ÚR ÞVÍ sem komið er virðist
undirrituðum fyrrverandi frétta-
manni á fréttastofu Útvarpsins að-
eins ein lausn á fréttastjóraklúðr-
inu hjá RÚV. Hún er sú, að
nýráðinn fréttastjóri, Auðun Georg
Ólafsson, segi sig frá starfinu og
verði maður að meiri.
Allir sem þekkja málið gera sér
grein fyrir því, að ráðningin er
fullkomin della og brot á lýðræð-
islegum leikreglum, jafnvel á
mælikvarða fyrri vinnubragða hins
alræmda útvarpsráðs.
Ég vil með þessum greinarstúf
vekja sérstaka athygli á lýðræð-
ishefð í flestum siðuðum löndum,
sem hefur aldrei átt upp á pall-
borðið hjá Íslendingum. Þessi lýð-
ræðishefð gengur út á það, að ekki
eigi né megi halda lokaða meiri-
hlutafundi í opinberum nefndum
og ráðum og taka bindandi ákvarð-
anir þar án þess að minnihluti hafi
hugmynd um fundinn.
Upphaf fréttastjóraklúðursins
var einmitt fólgið í því, að Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson, for-
maður útvarpsráðs, tilkynnti í upp-
hafi fyrirtöku dagskrárliðarins
„Staða fréttastjóra útvarps“ á
fundi ráðsins, að meirihluti sjálf-
stæðismanna og framsóknarmanna
hefði þegar ákveðið að mæla með
Auðuni Georg Ólafssyni í starf
fréttastjóra!
Meirihluti útvarpsráðs hafði
þannig greinilega haldið leynifund
á bak við luktar dyr og komið sér
saman um að mæla með Auðuni
nema að málið hafi verið afgreitt í
síma, sem er engu betra!
Þessi leynifundur meirihlutans
er beinlínis brot á lýðræðislegum
leikreglum og aðferð til að koma
sér hjá opinni umræðu í útvarps-
ráði, þar sem fundir eru færðir til
bókar.
Víðast í Bandaríkjunum t.d.
færu slíkir leynifundir meirihluta
opinberra nefnda eða ráða gegn
lögum um opna fundi og lýðræð-
isleg vinnubrögð og eru bannaðir.
Klúður númer tvö var að minni-
hlutinn skyldi ekki mæla með ein-
hverjum þeirra fimm fréttamanna,
sem Bogi Ágústsson, for-
stöðumaður fréttasviðs RÚV, taldi
hæfasta eða í það minnsta vísað í
bókun sinni í að fara bæri eftir því
faglega mati um umsækjendur,
sem lægi fyrir fundinum. Þannig
hefði útvarpsstjóri haft valkost,
sem hefði gert honum auðveldara
að komast að rökréttri niðurstöðu í
stað þess að skýla sér á bak við
falsrök og gefa skít í eðlilegan
framgangsmáta starfsmanna hjá
RÚV, þ.e. eðlilegt mat á starfs-
reynslu og virða eðlilegar frama-
vonir starfsmanna.
Þessi klaufaskapur minnihlutans
afsakar þó í engu ákvörðun Mark-
úsar Arnar Antonssonar, sem var í
lófa lagið að velja einn hinna fimm
hæfustu skv. mati Boga Ágústs-
sonar, sem reyndar hefði mátt
vera skorinorðari í umsögn sinni
um þá hæfustu.
Pólitíkin í þessu máli er augljós,
sama hvað framsóknarmenn og
sjálfstæðismenn segja um það mál.
Það skiptir engu hvort viðkomandi
maður er í Framsóknarflokknum
eða Sjálfstæðisflokknum. Það sem
er hér á ferð er að tiltekinn um-
sækjandi, sem er langt frá því að
vera hæfastur, fær stuðning tiltek-
inna pólitískra afla og á að sitja í
skjóli þeirra.
Þeir sem hafa reynt að verja
ákvörðun Markúsar Arnar Antons-
sonar útvarpsstjóra hafa gjarnan
sagt að farið hafi verið að
lögum. Það má svo sem
vel vera, þótt hæglega
hefði mátt komast hjá
þessari dómadags-
vitleysu. Nú eiga fleyg
orð við sem aldrei fyrr:
Ákvörðunin var lögleg en
siðlaus og þeim sem að
henni stóðu til ævarandi
skammar.
Hér skal tekið lítið
dæmi um viðbrögð Andr-
ésar Björnssonar, fv. út-
varpsstjóra, rólyndis-
manns, sem blöskraði hvernig
meirihluti útvarpsráðs tók sig sam-
an einu sinni sem oftar og hafnaði
reyndasta umsækjandanum um
starf fréttamanns. Þetta var fyrir
fjölmörgum árum.
Þessi umsækjandi var reyndar
lausráðinn frétta-
maður og nokkrum
mánuðum síðar
sótti hann um aft-
ur, þegar önnur
staða staða losnaði.
Til að koma í veg
fyrir, að þessi um-
sækjandi yrði út-
skúfaður aftur,
greip Andrés til
þess fáheyrða ráðs
að standa upp í
byrjun útvarps-
ráðsfundar, þar
sem hann tilkynnti ráðinu, að hann
hygðist ætla að ráða „útskúfaða“
fréttamanninn, hvernig svo sem at-
kvæði féllu!
Útvarpsráðsmenn misstu málið,
móðguðust og við atkvæðagreiðsl-
una sátu þeir hjá og viðkomandi
fréttamaður, sem Andrés ætlaði að
ráða, fékk eitt atkvæði í ráðinu!
Þetta dæmi sýnir, að útvarps-
stjóri hefur ýmis ráð í ráðning-
armálum og þarf aldeilis ekki að
liggja kylliflatur fyrir meirihluta
útvarpsráðs.
(Til öryggis skal tekið fram, að
hér er ekki verið að varpa rýrð á
Auðun Georg, sem er sjálfsagt
hinn vænsti piltur. Samkvæmt því
lofi sem á hann hefur verið hlaðið
ætti hann að vera búinn að átta sig
á því, að hann á ekki skilið starf
fréttastjóra og ætti að hafa vit á
að bjarga eigin sálarheill, afþakka
starfið og komast hjá þeirri kvöl
og pínu, sem annars bíður hans á
fréttastofunni).
Ólýðræðislegt
pólitískt klúður
Halldór Halldórsson fjallar um
fréttastjóramálið á RÚV ’Ákvörðunin var löglegen siðlaus og þeim sem
að henni stóðu til ævar-
andi skammar.‘ Halldór Halldórsson
Höfundur er blaðamaður og fv. frétta-
maður á útvarpinu.