Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í flrjú ár. Mér finnst Angelica gefa mér orku, sem ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og lang- hlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi og ég fæ ég sjaldan kvef.“ Fjölbreytt virkni í einum skammti. Bryndís Magnúsdóttir Reykjavík Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum.www.sagamedica.is Írúmgóðu verslunarhúsnæði í Skútuvogi4 í Reykjavík er rekin matvöru- og sér-vörumarkaður undir heitinu Gripið oggreitt. Verslun þessi á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1989 þegar fjöldi heildsala tók sig saman um stofnun verslunar- innar. Hugsunin í upphafi var einkum til hægðarauka fyrir birgja og viðskiptamenn þeirra því með slíkri vörumiðstöð mætti beina viðskiptavinunum á einn stað í vörukaupin í stað þess að þurfa að eyða dýrmætum tíma í margar húsvitjanir hjá mörgum heildsölum á degi hverjum. Verslunin var því fyrstu ellefu rekstrarárin lokuð öðrum en þeim sem höfðu virðisauka- skattsnúmer. Fyrir fjórum árum var hins veg- ar tekin ákvörðun um að hálfopna verslunina og gátu einstaklingar, sem skráðu sig í mat- arklúbb verslunarinnar, fengið kennitölu og verslað út á hana. Fyrir hálfu öðru ári tók stjórn fyrirtækisins svo þá ákvörðun að gal- opna verslunina fyrir almenningi og getur hver sem er nú komið inn af götunni og verslað í versluninni. Nú er svo komið að einstaklingar eru orðnir stærsti viðskiptamannahópur versl- unarinnar og fer hægt og bítandi fjölgandi eft- ir því sem fleiri kynna sér verslunina en að auki eru fastir viðskiptamenn starfsmanna- félög, fyrirtæki, bátar, skólar, smærri versl- anir og söluturnar. Veittur er afsláttur frá merktu verði eftir umfangi viðskipta auk þess sem verslunin rekur umfangsmikla heimsend- ingarþjónustu. Innkaupalistinn í tölvupósti Viðskiptavinir geta sent innkaupalistana með tölvupósti, á faxi eða einfaldlega hringt. Við tökum við pöntunum, tökum vörurnar til og komum þeim á áfangastaði úti um land allt, segir Guðrún Ásta Lárusdóttir, framkvæmda- stjóri Gripið og greitt. Hún tók við fram- kvæmdastjórninni í ársbyrjun 2003, en hafði ráðið sig til fyrirtækisins sem skrifstofustjóri ári áður. Áður starfaði hún hjá Hagkaupum og þar áður hjá Nóa- Síríusi. Þegar Guðrún Ásta er spurð á hvaða stalli verslunin vilji halda sig, svarar hún því til að Gripið og greitt skil- greini sig sem lágvöru- verðsverslun. „Við leggjum áherslu á lágt verð á daglegri neyslu- vöru svo sem á mjólkur- vörum, brauðmeti, ávöxtum og grænmeti. Til dæmis borga ég tvær krónur með hverj- um mjólkurlítra. Við leggjum þó mikið upp úr jafnaðarverði yfir línuna, en höfum ekki vanið okkur á að hækka verð á einni vöru til þess að geta dúndrað verðinu niður á annarri vöru. Ef ég ætti að líkja okkur við einhvern matvörumarkað, sem fyrir er á markaðnum, myndi ég helst hallast að Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Markmið okkar er að þjónusta kúnnann með allar vörur svo hann þurfi ekki að leita annað. Hér ríkir sannkölluð kaup- félagsstemning enda er úrvalið geysilega gott og fjölbreytt. Hér eru yfir tuttugu þúsund vörumerki, allt frá smæstu pakkningum og upp í risastórar pakkningar. Og eftir því sem menn kaupa í stærri pakkningum því ódýrari eru vörurnar. Þetta nýta auðvitað veitinga- mennirnir sér og líka hef ég tekið eftir því að einstaklingar frá Austurlöndum, sem hér eru búsettir, koma gjarnan saman og kaupa í stórum pakkningum og skipta svo á milli fjöl- skyldnanna. Af þessu gætu Íslendingar lært enda finnst mér þetta bera vott um bæði greind og mikla hagsýni.“ Þegar inn í verslunina er komið blasa við á vegg auglýsingar um ýmis tilboð á vörum, sem skipt er út vikulega á fimmtudögum. Fyrir ut- an úrval af matvöru er sérdeild með sérvöru þar sem m.a. má fá borðbúnað, potta, áhöld, gjafavöru, dót, veislubakka, dúkarúllur í öllum litum, servíettur, hárskraut, sokka, sokkabux- ur, húfur, vettlinga og allt í afmælið svo dæmi séu tekin. Ekkert verðstríð Guðrún Ásta segist ekki hafa tekið þátt í ný- liðnu verðstríði lágvöruverðsverslana og það komi ekki til þó að fleiri stríð verði háð. Sú ákvörðun hafi þó ekki komið að sök. Þvert á móti hafi orðið vart lítils háttar söluaukningar miðað við fyrra ár. „Satt best að segja skil ég ekki alveg þetta stríð og ég tel að slíkar uppá- komur séu til þess eins fallnar að koma í bakið á neytendum síðar. Ég held að forsvarsmenn Krónunnar hafi ekki hugsað sitt útspil til enda áður en lagt var af stað í stríð við Bónus,“ segir Guðrún Ásta. Engin eigendahásæti Hjá Gripið og greitt starfa að jafnaði um tutt- ugu starfsmenn. Nokkur gerjun hefur átt sér stað í eigendahópnum frá stofnun og standa nú níu eigendur eftir. Það eru heildsölufyrirtæk- in: Dreifing, Karl K. Karlsson, Xco, Guðjón Hauksson, Ólafur Guðnason, Daníel Ólafsson, John Lindsay, Trönur ehf. og Nathan & Olsen. „Hjá okkur er ekki farið í neitt manngrein- arálit enda sitja allir heildsalar við sama borð, hvort sem þeir eru eigendur eða ekki. Sjálf stendur verslunin ekki í innflutningi, en við er- um með innkaupastjóra í starfi sem sér um samskipti við allar heildsölurnar í landinu. Við leggjum því kapp okkar á breiða vörulínu. Inn- an búðarinnar eru engin sérstök hásæti eða sérhillupláss fyrir eigendur fyrirtækisins. Þeir koma heldur hvergi að daglegum rekstri þó að fimm þeirra myndi stjórnina,“ segir Guðrún Ásta.  NEYTENDUR | Ekki lengur bara fyrir þá sem eru með virðisaukaskattsnúmer Sannkölluð kaupfélags- stemning Fjölbreytt úrval matvöru sem og sérvöru er að finna í Gripið og greitt sem nú hefur opnað dyr sínar upp á gátt fyrir almenningi. Jóhanna Ingv- arsdóttir fór í verslunartúr og ræddi við fram- kvæmdastjórann Guðrúnu Ástu Lárusdóttur. Vörur fást í litlum einingum og stórum. Alls konar sérvara fæst í versluninni. Kryddhillan er með alls konar kryddum í stórum baukum og litlum. Í Gripið og greitt er opið er virka daga frá kl. 8.30 til 18.30 og á laugardögum frá kl. 10.00 til 16.00. join@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún Ásta Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Gripið og greitt. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um fegurðarímyndir sem auglýsingar halda fram. Sjálfstraust unglings- stúlkna getur beðið hnekki þegar allt sem þær sjá í auglýsingum eru þvengmjóar og að því er virðist fullkomnar fyrirsætur. Konur kannast ekki við óaðfinnanlega og slétta húð eins og sápuauglýsing- arnar sýna. Á vef Aftonbladet er greint frá því að sum fyrirtæki hafi nú gripið í taumana og þ. á m. snyrtivörufyrir- tækið Lever Fabergé. Á vegum þess er að hefjast auglýsingaher- ferð sem á að setja af stað umræðu um hvað fegurð er. Markmiðið er sem sagt ekki bara að selja sápu. Fyrirsæturnar eru venjulegar manneskjur og áhorfandinn er lát- inn taka afstöðu t.d. til þess hvort freknurnar eða hrukkurnar séu ljótar eða fínar. Myndirnar sýna konur á mismunandi aldri og mis- munandi í útliti. Hönnuðurinn Camilla Thulin hef- ur ekki trú á að þessi auglýsinga- herferð skili miklum árangri til lengri tíma litið. Markmiðið sé að vekja athygli á Lever Fabergé með þessum hætti. Að hennar mati eiga auglýsingar ekki að snúast um raunveruleikann heldur vilji áhorf- endur tálsýnina. Freknóttar og hrukkóttar fyrirsætur  AUGLÝSINGAR Reuters Það væri tilbreyting að sjá Brigitte Bardot auglýsa andlitskrem. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.