Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 23 ERLENT Stekkjarbakka 4-6 - 109 Reykjavík - Sími 540 3300 - Fax 540 3301 - gardheimar@gardheimar.is - www.gardheimar.is Opnunart ími yf ir páskana Skírdagur: 10 - 21 Föstudagurinn langi: lokað Laugardagur: 10 - 21 Páskadagur: lokað Annar í páskum: 10 - 21 FALLEGT FYRIR PÁSKANA Sendum blóm heimshorna milli! sem mörkuð var með gerð þess. Hefur Gerry Adams sjálfur sagt að IRA muni farga öllum vopnum sínum áður en yfir lýkur, í samræmi við ákvæði samkomulagsins, og að samtökin munu á einhverjum tímapunkti hætta starf- semi fyrir fullt og allt. Þykir mörgum sem bankaránið fyrir jól og morðið á McCartney bendi hins vegar til að IRA sé alls ekki að undirbúa brotthvarf sitt af sviðinu, að ekkert sé þar af leiðandi að marka yfirlýsingar Adams. Honum sé í reynd ekki treystandi er hann tali um frið. Er þetta skýringin á því að Bush Banda- ríkjaforseti er sagður telja að Adams hafi brugðist trausti hans. „Forsetinn telur Adams ekki lengur traustan bandamann í baráttunni fyrir friði. Hann vill ekki eiga neitt saman að sælda við hann,“ hafði The Sunday Telegraph eftir embættismanni í Hvíta húsinu. Vakti athygli að í stað þess að bjóða Adams í Gerry Adams hefur verið settur ískammarkrókinn vestur í Banda-ríkjunum. Árleg heimsókn hans tilBandaríkjanna um þetta leyti árs reyndist hálfendaslepp og hann kom víðast hvar að luktum dyrum, eftir að hafa um árabil átt greiðan aðgang að Hvíta húsinu og ýmsum áhrifamönnum í bandarísku þjóðlífi. Var Adams jafnvel meinað að safna fé fyrir samtök lýðveldissinna á Norður-Írlandi að þessu sinni en hann hefur í gegnum tíðina getað sótt digra sjóði í djúpa vasa Bandaríkjamanna sem eiga ættir að rekja til Írlands. Hefur þeirri staðhæfingu verið kastað fram að embættismenn í Hvíta húsinu líti Adams nú sömu augum og þeir litu Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, undir það síðasta en sem kunnugt er hafnaði George W. Bush Bandaríkjaforseti því að eiga frekari samskipti við Arafat um mitt ár 2002 og hvatti Palest- ínumenn þá raunar til að skipta um leiðtoga. Var Bush þá kominn á þá skoðun að Arafat væri þröskuldur á veginum til friðar, hluti vandans. Arafat væri ekki treystandi og að allt tal hans um frið væri ótrúverðugt. McCartney-systur í Hvíta húsið Ástæða þess að Adams er nú orðinn persona non grata í Hvíta húsinu, eins konar úrhrak í augum embættismanna þar, tengist risastóru bankaráni í Belfast fyrir sl. jól en þó ekki síður morðinu á kaþólikkanum Robert McCartney 30. janúar sl. Írska lýðveldishernum (IRA) hefur verið kennt um hvort tveggja, bankaránið og morð- ið, en Sinn Féin er sem kunnugt er stjórn- málaarmur IRA. Svo á að heita að IRA sé í vopnahléi og frið- arsamkomulag var gert á Norður-Írlandi 1998. Ekki hefur gengið snurðulaust að hrinda sam- komulaginu í framkvæmd en flestir eru sam- mála um að ekki megi hverfa af þeirri braut, Hvíta húsið í tilefni dags heilags Patreks 17. mars tók Bush á móti fimm systrum Roberts McCartneys og unnustu hans; en þær hafa undanfarnar vikur barist fyrir því að morð- ingjar McCartneys – þ.e. tilteknir liðsmenn IRA – verði handteknir og sæti réttarhöldum. Systur McCartneys hafa beint spjótum sín- um að IRA, segja samtökin hafa haft í hót- unum við vitni í málinu, en þær hafa einnig gagnrýnt forystu Sinn Féin. Er ljóst að mála- rekstur þeirra veldur Adams og flokki hans miklum vandræðum. Ekki tímabær samanburður Lengi hefur verið pískrað um það að Adams ætti sæti í herráði IRA – en hafa ber í huga að samtökin voru í eina tíð umtalaðasti hryðju- verkahópur í gjörvallri Evrópu og þó að víðar væri leitað. Það hefur hins vegar að mörgu leyti verið heppilegt í friðarferlinu á Norður- Írlandi að nokkuð væri óljóst hvernig sam- bandi Sinn Féin og IRA er í raun háttað. Adams hefur þannig verið álitinn „tengilið- urinn“ við IRA og sem slíkur haft mikilvægt hlutverk að rækja, enda útilokað að stilla til friðar á Norður-Írlandi nema með því að þagga niður í sprengjum IRA. Segja má að þolinmæði manna gagnvart þessari tvöföldu, tvíræðu stöðu Adams sé þrot- in. Menn vilja að hann ákveði hvort hann sé raunverulega boðberi friðar eður ei. Samanburðurinn við Arafat er í þessum skilningi ekki fjarstæðukenndur. Hann er þó sennilega ótímabær, Adams hefur ekki end- anlega verið tekinn út af sakramentinu, til sönnunar um það má benda á að Adams hitti Mitchell Reiss, sendifulltrúa Bandaríkjanna á Norður-Írlandi, að máli í heimsókn sinni nú. Adams hefur aftur á móti verið gert ljóst að hann og Sinn Féin séu á skilorði. Í þessu ljósi ber vísast að skilja ummælin sem Richard Haass, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjaforseta á Norður-Írlandi, lét falla á fundi með Adams í New York. „Hættan er sú að þeir [leiðtogar Sinn Féin] mæti með tíð og tíma sömu örlögum og menn eins og Yasser Arafat, þ.e. að þeim verði útskúfað,“ sagði Haass. „Gerry Adams ætti að varast að verða eins og Yasser Arafat. Hann vill ekki vera maður sem reynist ófær um að velja á milli ol- íuviðargreinarinnar [þ.e. leið friðar] og byss- unnar, líkt og Arafat.“ Kennedy orðinn langþreyttur Verstu tíðindin fyrir Adams voru kannski ekki þau að Bush bauð honum ekki heim. Hitt var að mörgu leyti alvarlegra að Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, vildi ekki hitta hann að máli. Edward Kennedy er eins konar leiðtogi Bandaríkjamanna er rekja ættir sínar til Ír- lands og sé Adams nú litinn hornauga í þeim kreðsum telst það meiriháttar vandamál fyrir hann og flokk hans. Mun staðreyndin vera sú að jafnvel þeir Bandaríkjamenn sem með einum eða öðrum hætti studdu baráttu IRA, eða höfðu a.m.k. samúð með málstaðnum, eiga erfitt með að skilja hvers vegna IRA er enn á kreiki. Bent er á að meira en áratugur sé nú liðinn síðan frið- arferlið fór af stað, friðarsamkomulag var gert 1998 og umkvörtunarefnum kaþólikka að mörgu leyti verið mætt. Hafa ber líka í huga að andrúmsloft er mjög breytt í Bandaríkjunum, hryðjuverkastríðið svonefnda hefur þau áhrif að Bandaríkjamenn hafa alls ekki sama umburðarlyndi gagnvart IRA og þeir hugsanlega höfðu á árum áður. IRA yrðu fljótt flokkað með al-Qaeda og öðr- um alþjóðlegum hryðjuverkahópum ef sam- tökin tækju upp fyrri hætti, byrjuðu sprengju- herferð að nýju í nafni sameiningar Írlands. Fréttaskýring | Getur verið að bandarískir ráðamenn líti Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, nú sömu augum og þeir litu Yasser Arafat síðustu æviár hans, þ.e. telji hann nú þröskuld í vegi friðar? Davíð Logi Sigurðsson kannaði málið. Adams settur í sama flokk og Arafat? Reuters Gerry Adams talar á fundi í New York sl. mánudag. Hann segir sjálfur að samlíkingin við Yasser Arafat eigi ekki við. david@mbl.is BANDARÍSKA sjónvarpsstjarnan Robert Blake var á miðvikudag sýknaður af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína fyrir utan veit- ingastað í Hollywood í maí 2001. Ákæru um að Blake hefði ráðið leigumorðingja var vísað frá þar sem kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu. Þar með er fjögurra ára rétt- arhöldum yfir Blake lokið. Hann þakkaði lögfræðingum sínum eftir rétt- arhöldin og lét fyrrum vini sína og kunningja sem höfðu talað illa um hann í fjöl- miðlum hafa það óþvegið. „Þetta eru allt lygarar og margir hverjir algjör úrhrök,“ sagði Blake. Blake hafði kvænst Bonny Lee Bakley 6 mánuðum fyrir morðið eftir að DNA-próf leiddi í ljós að hann væri faðir dóttur hennar. „Fórnarlambið í málinu var myrt vegna þess að ákærði vildi forræði yfir barninu,“ sagði Shellie Samu- els, saksóknari í málinu. Verjendur í málinu vöktu athygli á vafasömum bakgrunni Bakley. Þeir sögðu hana hafa sóst eftir kynnum við fræga menn og hafa gifst allt að hundrað sinnum til fjár. Því gætu margir átt harma að hefna. Rúmlega hundrað vitni voru köll- uð fyrir við réttarhöldin, þar á með- al tveir fyrrum áhættuleikarar, smábófi og leikari sem sagðist hafa snúið baki við glæpum eftir að hafa frelsast. Ef Blake hefði verið dæmdur sekur hefði hann hlotið lífstíðardóm. „Þetta eru allt lygarar og úrhrök“ Los Angeles. AFP. Robert Blake bregst við niður- stöðu dómsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.