Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Nú hillir undir að sádraumur íslenskra tón-listarunnenda rætist aðnýtt Tónlistarhús verði byggt og tekið í notkun í Reykjavík. Eins og kunnugt er hafa ríki og Reykjavíkurborg sameinast um að reisa Tónlistarhús og ráðstefnu- miðstöð (TRH) við austurhluta Reykjavíkurhafnar á mjög ákjósan- legum og fallegum stað í borginni sem mun veita mikla möguleika í hönnun og nýtingu til hagsbóta fyrir menningarlífið og ferðaþjónustuna. Stofnað hefur verið einkafyrirtækið Austurhöfn-TR ehf. til að sjá um undirbúning verksins fyrir hönd op- inberra aðila og er gert ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist árið 2006 og húsið verði tekið í notkun vorið 2009. Það hefur skyggt nokkuð á þessa annars óskiptu eftirvæntingu að í umræðum um húsnæðismál Ís- lensku óperunnar (ÍÓ) hefur því verið haldið fram að ekki sé gert ráð fyrir aðstöðu til óperuflutnings í TRH. Ef svo væri færi mikilvægt tækifæri forgörðum til að auðga tónlistarlíf á Íslandi og nýta húsið í þágu tónlistarinnar í víðasta skiln- ingi. Farsæl niðurstaða í þessu máli hlýtur að vera öllum tónlistarunn- endum mikið hjartans mál. Til að komast að hinu sanna höfum við skoðað vandlega áætlanir um hönn- un á meginsal TRH og komist að þeirri niðurstöðu að mjög lítið vanti í þær áætlanir til þess að aðstaða til óperuflutnings verði vel viðunandi. Hér eftir fylgir frekari rökstuðn- ingur á þessari niðurstöðu og skoð- un á rekstrarforsendum Óperunnar með hliðsjón af tilkomu TRH. Í áætlun um TRH er gert ráð fyr- ir tveim tónleikasölum, öðrum fyrir stærri tónlistarviðburði sem mun rúma um 1.600–1.800 manns í sæti og hinum fyrir smærri tónleika með um 450 sætum. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir því að aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) flytjist í TRH og mun hljómsveitin þá loks fá aðstöðu við hæfi. SÍ mun þó aðeins þurfa um 40% af nýting- artíma stærri salarins og menn hafa séð fyrir sér fjölþættari notkun svo sem fyrir óperuflutning, popp- tónleika og ýmsa aðrar tónlistar- og menningarviðburði. Því var í ráð- herratíð Björns Bjarnasonar lagður grunnur að ákvörðun um fjölþættari notkun með því að gera ráð fyrir hringsviði, stækkanlegu sviði, full- komnum ljósabúnaði og hljómsveit- argryfju í stóra salnum. Með þessari ákvörðun gerbreyttust forsendur sérstaklega m.t.t. óperuflutnings. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er sviðið stórt og rúmgott og hringsviðshönnunin gefur aukna möguleika hvað snertir hönnun sviðsmyndar. Það er ekki gert ráð fyrir turni yfir sviðinu og til þess að vega það upp þarf baksviðsaðstaða að vera rýmri til að unnt sé að flytja sviðsbúnað auðveldlega. Gert er ráð fyrir 804 sætum á gólfi áheyr- endasalar, 212 á neðstu svölum, 220 á miðsvölum og 290 á efstu svölum. Þar við bætast eftir þörfum sæti á svæði hljómsveitargryfju og sæti kórs aftast á sviði sem unnt verður að fjarlægja þegar með þarf. Aftan við sviðið og utan við sjálfan salinn (lengst til vinstri á myndinni) má sjá Tónlistarhúsið og Ís Eftir Árna Tómas Ragn- arsson og Stein Jónsson svæðið baksviðs. Til að auk unarmöguleika hússins til m muna þyrfti að sjá til þess a veldlega verði hægt að flytj búnað inn og út af sviðinu í rými. Með því móti yrði til g staða í húsinu til flutnings ó annarra sviðslistgreina. Þe t.d. gera með því að stækka ardyr beggja megin af sviði því að lyfta sviðsbúnaði úr k svæðið aftast á sviðinu. Kos við þessar breytingar mynd nema litlu broti af heildarko vegna byggingar hússins. H sveitargryfjan verður stór o rúma sinfóníuhljómsveit í fu stærð. Við hönnun salarins verið stuðst við ráðgjöf frá þekkta ráðgjafarfyrirtæki A og er hann hannaður til þes veita hljómburð í hæsta gæ Þannig er ljóst að öll helstu verða til staðar til óperuupp að því undanskildu að taka HÁSKÓLI ÍSLANDS Á TÍMAMÓTUM Háskóli Íslands stendur að ýmsuleyti á tímamótum um þessarmundir og nýkjörins háskóla- rektors, Kristínar Ingólfsdóttur, bíða krefjandi verkefni. Eitt brýnasta úrlausnarefni rektors á komandi árum er að tryggja fjár- hagsstöðu Háskólans, eins og allir frambjóðendurnir fjórir til rektors- embættisins lögðu áherslu á. Fjár- framlög hafa ekki fylgt þróun Háskól- ans á síðustu árum og samhljómur er um að fjölga þurfi kennurum og hækka laun þeirra, bæta úr húsnæðisskorti skólans og stórauka fé til rannsókna til að standast aukna samkeppni. Kristín Ingólfsdóttir hefur lagt áherslu á að Háskólinn verði að skapa sameiginlega sýn með stjórnvöldum og almenningi í landinu um að fjárfesting í Háskóla Íslands sé arðbær og muni skila sér margfalt til samfélagsins. Hún kveðst ekki vilja líta til skóla- gjalda sem lausnar á fjárhagsvanda skólans, frekar en hinir frambjóðend- urnir í rektorskjörinu. En á kjörtíma- bilinu gæti nýr rektor engu að síður þurft að horfast í augu við þann veru- leika að nauðsynlegt verði að taka upp skólagjöld í einhverri mynd til að koma í veg fyrir að Háskóli Íslands fari halloka í samkeppni við aðra ís- lenska og erlenda háskóla. Eins og Morgunblaðið hefur fært rök fyrir er vandséð að hófleg skólagjöld, sem næmu til dæmis 100–250 þúsund krón- um á önn, myndu ógna jafnrétti til náms á Íslandi. Að minnsta kosti er ekki að sjá að skólagjöld á því bili letji nemendur til náms í öðrum innlendum háskólum, enda býður Lánasjóður ís- lenskra námsmanna skólagjaldalán á hagstæðum kjörum, auk framfærslu- lána. Stóraukin samkeppni við aðra inn- lenda háskóla markar ákveðin tíma- mót í sögu Háskóla Íslands og ljóst er að nýr rektor þarf að leggja kapp á að bregðast við henni. Samkeppnin snýst ekki einvörðungu um nemendur, held- ur einnig um starfsfólk og styrki. Eins og Kristín sagði í viðtali við Morg- unblaðið verður Háskólinn að styrkja samkeppnisstöðu sína með því að gera ríkar kröfur til nemenda og kennara og leggja áherslu á styrkleika sinn og sérstöðu sem rannsóknarháskóli. Til þess að standa undir nafni sem rann- sóknarháskóli þarf að efla nám á fram- haldsstigi með breiðu námsframboði og góðri aðstöðu til rannsókna. Meðal annarra mála sem hafa verið ofarlega á baugi í umræðunni fyrir rektorskjörið eru jafnréttismál innan Háskólans. Konur hafa síðustu ár ver- ið í meirihluta meðal nemenda skólans en hlutur þeirra hefur verið lakur meðal kennara og stjórnenda. Á síð- asta ári voru konur aðeins 29% kenn- ara og í hópi prófessora var hlutfallið enn lægra, eða 14%. Með kjöri fyrstu konunnar í rektorsembætti í 93 ára sögu Háskólans er vitaskuld stórum áfanga náð. NAUÐGUN ER GLÆPUR GEGN MANNRÉTTINDUM Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna hefur látið í ljós áhyggjur af ástandi mála hér á landi hvað réttindi kvenna varðar, ekki sízt stöðuna í nauðgunarmálum. Í frétta- skýringu í Morgunblaðinu í gær kem- ur fram að áhyggjur nefndarinnar lúta ekki sízt að því í hversu fáum nauðg- unarmálum er ákært. Mannréttinda- nefndin brýnir fyrir íslenzkum yfir- völdum að skoða þessi mál betur með það fyrir augum að hvetja alla hlut- aðeigandi til að vera betur á varðbergi en áður. Nefndin leggur til frekari þjálfun lögreglumanna og dómara og að sál- fræðingar verði fengnir til að leggja sitt af mörkum til að ná fram sannleik- anum í nauðgunarmálum. Það vandamál, sem nefndin bendir á, er auðvitað ekki séríslenzkt. Nauðg- unarmál eru afar erfið viðfangs vegna þess að oft stendur orð gegn orði, oft hefur áfengi eða önnur vímuefni verið í spilinu, oft er kunningsskapur eða vin- átta milli málsaðila og stundum er ekki vitað hver gerandinn er. Sönnunar- byrðin er því erfið og þolendur vilja oft ekki kæra nauðganir. Mannréttindanefnd SÞ bendir á að Ísland hafi náð talsverðum árangri í baráttu gegn þessum afbrotum. Það er hins vegar ljóst að gera má mun betur. Starfshópur ríkissaksóknara benti fyr- ir tæpum þremur árum á að víða, sér- staklega hjá smærri lögregluembætt- um, væri pottur brotinn í rannsókn nauðgunarmála. Vettvangsrannsókn væri ábótavant eða hún jafnvel engin, rannsókn drægist úr hömlu, rannsókn væri hætt vegna þess að kæra væri dregin til baka, þrátt fyrir að lögregla hefði vísbendingar um að glæpur hefði verið framinn og lögregla fylgdi mál- um stundum ekki eftir, jafnvel þótt hún hefði ekið fórnarlambi nauðgunar á neyðarmóttöku. Þá gerði nefndin at- hugasemdir við yfirheyrslutækni í nauðgunarmálum. Á undanförnum áratugum hefur við- horf til nauðgana breytzt. Enn eimir þó eftir af því gamla og úrelta viðhorfi að fórnarlömbin geti að einhverju leyti sjálfum sér um kennt; að þau hafi t.d. með látbragði sínu, klæðaburði eða með því að verða ofurölvi einhvern veginn stuðlað að því að brotið var framið. Sérstök þjálfun fyrir lögreglu- menn og dómara getur stuðlað að því að þessum gömlu fordómum verði eytt fyrir fullt og allt. Það er mikilsvert hversu alvarlega Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tekur greinilega áhyggjur mannrétt- indanefndarinnar. Hann segir í Morg- unblaðinu í gær að farið verði rækilega yfir athugasemdir nefndarinnar. Hann bendir þó á að hann verði eins og aðrir að virða sjálfstæði dómstóla varðandi kröfur þeirra um sönnunarfærslu fyrir dómi. Það að mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna skuli gera athugasemdir við meðferð nauðgunarmála á Íslandi minnir okkur á að hér er um afar al- varleg afbrot að ræða. Nauðgun er glæpur, sem brýtur gegn grundvall- aratriði í samfélagi okkar; frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Okkur ber rík skylda til að berjast gegn slíkum glæp og koma lögum yfir þá, sem hann fremja. JOHN Bosnitch, formaður stuðn- ingsmannahóps Bobbys Fischers í Japan, og Miyoko Watai, unn- usta skákmeistarans, sögðust í samtali við Morgunblaðið fagna tíðindunum frá Íslandi um ákvörðun allsherjarnefndar Al- þingis. Bæði lofuðu þau íslenska þjóð og hérlend stjórnvöld og sagðist Bosnitch öfunda Íslend- inga af því að eiga stjórnvöld sem hlustuðu vel á þegna sína. Vildi Watai koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra á Íslandi sem hefðu lagt barátt- unni lið við að leysa Bobby Fisc- her úr haldi. Vildi hún sér í lagi þakka Sæmundi Pálssyni og öðr- um í íslensku sendinefndinni sem kom til Japans á dögunum. Bosnitch sagði að japönsk stjórnvöld, þar á meðal dóms- málaráðherrann, væru með um- mælum sínum búin að skuld- binda sig til að leysa Fischer úr haldi, fengi hann íslenskan rík- isborgararétt. Sagðist hann von- ast til að Fischer yrði leystur úr haldi þegar í næstu viku og kæmi til Íslands. Það ætti ekki að taka meira en einn eða tvo daga að fá hann lausan í Japan, þegar Al- þingi Íslendinga væri búið að samþykkja ríkisborgararéttinn. Bobby beið í ofvæni eftir tíðindum Bosnitch sendi Fischer skilaboð í gær um fyrirhugaðan fund alls- herjarnefndar. Beið skákmeist- arinn í ofvæni eftir niðurstöðu nefndarinnar en Bosnitch sagðist ekki geta fært honum tíðindin fyrr en í dag, þar sem ekkert símasamband væri við hann í út- lendingabúðunum eftir klukkan tíu á kvöldin að staðartíma. John Bosnitch vonaðist til þ að Bobby yrði fagnað vel á Ís- landi og að því loknu fengi ha að hvílast og njóta alls þess se landið hefði upp á að bjóða en fangelsisvistin í Japan hefði h slæm áhrif á hann. „Hann mu Stuðningsmaður og unnusta Fischers lofa íslenska þjóð Miyoko Watai og John Bosnit blaðamannafundinum í Japan dögunum. Þau eru bæði þakk Íslendingum fyrir stuðningin við Bobby Fischer. ALLSHERJARNEFND Alþingis samþykkti samhljóða á aukafundi sínum í gær að leggja til við Alþingi að skákmeistarinn Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt. Frumvarp þessa efnis verður lagt fram á mánudag og segist Bjarni Benediktsson, formaður nefndar- innar, gera ráð fyrir að frumvarpið fái flýtimeðferð og afgreiðslu áður en þingmenn fara í páskaleyfi. Bjarni segir að allsherjarnefnd hafi tekist að afla þeirra gagna sem hún hafi talið nauðsynleg til að taka ákvörðun í málinu. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, gekk í gærmorgun á fund yfirmanns japönsku útlendinga- stofnunarinnar, og fékk þar sömu svör og japanskir þingmenn höfðu áður fengið, um að ef Fischer hefði íslenskan ríkisborgararétt væri hægt að leysa hann úr haldi í Japan og leyfa honum að fara til Íslands. Meðal gagna, sem lögð vor allsherjarnefnd, var útskr samtali formanns japanska J armannaflokksins, Mizuho F hima, og Masaharu Miura manns japönsku útlending unarinnar, en þar kom fra Miura að Fischer fengi að f Japan hefði hann íslenskan borgararétt. Sérstök tengsl við Ísla Bjarni segir að fyrst þega herjarnefnd tók mál Fischer hafi ekki verið búið að láta r hvort útgáfa dvalarleyfis og skilríkja myndi leysa þá stöð hann var í. Allsherjarnefnd samþykkti að veita Bobby Fisch Ummæli japanskra ismanna fengust st Bobby Fischer Bjarni Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.