Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 9 FRÉTTIR TEIGUR, dagdeild vímuefnadeild- ar Landspítalans, var opnaður formlega eftir flutning í nýuppgert húsnæði í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut sl. þriðjudag að við- stöddum heilbrigðisráðherra og fleiri gestum. Við sama tækifæri var tekið í notkun aukið uppgert rými fyrir almennu dag- og göngu- deildina á geðsviði í húsnæði sem áður hýsti taugadeild. Að sögn Bjarna Össurarsonar, yfirlæknis vímuefnadeildar Land- spítala, mun flutningur Teigs ger- breyta allri aðstöðu og opna um leið möguleika á bættri þjónustu. Sam- fara þessu hefur verið gerð tals- verð breyting á meðferðarnálgun, en meðferðin hefur verið færð í átt að sálfræðilegum grunni. Auk þess er ætlunin að gera meðferðina ein- staklingsmiðaðri, enda eigi fólk við mismunandi vandamál að stríða sem krefjast mismunandi úrlausna. Bjarni segir að á hverjum tíma verði um 30 manns í fullri dagmeð- ferð en vonast sé til þess að fleiri geti komið inn í hluta dagmeðferð- arinnar. Bjarni segir alla aðstöðu vera til fyrirmyndar og bætir því við að með meðferðarmiðstöðinni opnist meiri möguleikar í sam- rekstri og samnýtingu á úrræðum á öllum deildunum. Katrín Guðjónsdóttir er deild- arstjóri á vímuefnadeildinni. Hall- dóra Ólafsdóttir er yfirlæknir á al- mennu dag- og göngudeildinni og deildarstjóri er Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á nýju meðferðarmiðstöðinni, ásamt Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra sem var viðstaddur opnunina. Bætt þjónusta í nýrri meðferðarmiðstöð TAFLA sem birt var með frétt um niðurfellingu leikskólagjalda í Reykjavík í gær var ekki rétt, og er rétt tafla því birt hér. Taflan sýnir fjögur skref í átt til þess að öll börn fái sjö klukkustunda vist á leikskólum borgarinnar án endur- gjalds. Fyrsta skrefið hefur þegar verið tekið, en frá haustinu 2004 hafa öll fimm ára börn fengið þrjár klukku- stundir án endurgjalds. Næstu tvö skref verða tekin haustið 2006 og 2008, en síðasta skrefið hefur enn ekki verið tímasett.                          ! "    # $     ! # % LEIÐRÉTT Röng tafla með frétt um leikskólagjöld Fáðu úrslitin send í símann þinn Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar vörur Tvískiptir kjólar, blússur og blússusett Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Nýir bolir Str. 36-56 RALPH LAUREN Glæsilegt úrval af gallabuxum á dömur og herra frá Polo jeans SMÁRALIND - SÍMI 561 1690 iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 af gallabuxum frá Ný sending DRAGTIR, ullarblanda. Jakki+Buxur kr. 24.900 (áður kr. 34.800) Jakki+Buxur+Pils kr. 29.900 (áður kr. 46.700-) VORTILBOÐ Yfirhafnir á hálfvirði þessa viku Mörkinni 6, sími 588 5518. Vattúlpur, ullarkápur, dúnúlpur, húfur og hattar Páskatilboð Gallabuxur háar í mitti Stærðir 34-48 Áður kr. 5.990 nú kr. 3.990 Hörjakkar Áður kr. 4.990 nú kr. 2.990 Litir: rautt-hvítt-drapp Bolir frá kr. 1.000 Laugavegi 54, sími 552 5201.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.