Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 29 MINNSTAÐUR Þórshöfn | Það voru blómlegar kon- ur sem hittust á veitingastaðnum Eyrinni og báru saman bumbur sín- ar yfir kaffi og franskri súkku- laðiköku. Þrjár þeirra eiga von á fyrsta barni sínu en hinar eiga barn eða börn fyrir. Þær hafa áður komið saman og spjallað um lífið og tilveruna en ófrískar konur eiga margt sameig- inlegt og tilhlökkunin yfir ófædda barninu gefur þeim öllum þann ljóma sem svo oft einkennir konur á meðgöngutímanum. Það eru því um 7% kvenna á Þórshöfn sem eignast barn á þessu ári ef miðað er við aldurinn 15 til 45 ára og „bumbulínurnar“ telja ekki ólíklegt að sú tala eigi eftir að hækka. Gott þykir að ala upp börn í frjálsræði og öryggi í litlu sjáv- arplássi, samgangur milli þeirra er oftast mikill og börnin jafnan vel- komin jafnt á sínum heimilum sem annarra, „því aldrei er böl að barni“. Morgunblaðið/Líney Daufur er barnlaus bær LANDIÐ Vestmannaeyjar | Leikfélag Vest- mannaeyja frumsýndi sl. laugardag leikritið Makalaus sambúð, í leik- stjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar, sem einnig þýðir verkið. Leikritið er eftir hinn vinsæla bandaríska leikritahöfund, Neil Sim- on. Eftir leikritinu var gerð gaman- myndin The Odd Couple með þeim Walter Matthau og Jack Lemmon 1968. Hlaut hún óskarsverðlaun fyr- ir handrit. Upp úr 1980 bjó höfund- urinn kvennaútgáfu af þessu vinsæla leikriti og gekk það í endurnýjun líf- daga í kjölfarið. Það er útgáfan sem LV býður upp á. Hún hefur ekki ver- ið sýnd hér á landi áður enda var það leikstjórinn, Ásgeir Sigurvaldason, sem þýddi verkið og fengu leikendur handritið í hendur jafnóðum og þýð- ingin lá fyrir. Makalaus sambúð fjallar, eins og nafnið bendir til, um skringilega sambúð sem í þessu tilfelli eru tvær makalausar konur sem deila sömu íbúð. Þær eru báðar hinar indælustu manneskjur en á meðan önnur kipp- ir sér ekki upp við smámuni er hin að drekkja sér og sambýliskonunni í smáatriðum. Inn í þetta koma vin- konurnar fjórar og tveir sætir Spán- verjar sem búa í sama húsi. Morgunblaðið/Sigurgeir Blómarósir Aðalleikkonur sýningarinnar hjá Leikfélagi Vestmannaeyja, Ásta Steinunn Ástþórsdóttir og Erla Ásmundsdóttir, að lokinni sýningu. Makalaus sambúð í Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.