Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 29

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 29 MINNSTAÐUR Þórshöfn | Það voru blómlegar kon- ur sem hittust á veitingastaðnum Eyrinni og báru saman bumbur sín- ar yfir kaffi og franskri súkku- laðiköku. Þrjár þeirra eiga von á fyrsta barni sínu en hinar eiga barn eða börn fyrir. Þær hafa áður komið saman og spjallað um lífið og tilveruna en ófrískar konur eiga margt sameig- inlegt og tilhlökkunin yfir ófædda barninu gefur þeim öllum þann ljóma sem svo oft einkennir konur á meðgöngutímanum. Það eru því um 7% kvenna á Þórshöfn sem eignast barn á þessu ári ef miðað er við aldurinn 15 til 45 ára og „bumbulínurnar“ telja ekki ólíklegt að sú tala eigi eftir að hækka. Gott þykir að ala upp börn í frjálsræði og öryggi í litlu sjáv- arplássi, samgangur milli þeirra er oftast mikill og börnin jafnan vel- komin jafnt á sínum heimilum sem annarra, „því aldrei er böl að barni“. Morgunblaðið/Líney Daufur er barnlaus bær LANDIÐ Vestmannaeyjar | Leikfélag Vest- mannaeyja frumsýndi sl. laugardag leikritið Makalaus sambúð, í leik- stjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar, sem einnig þýðir verkið. Leikritið er eftir hinn vinsæla bandaríska leikritahöfund, Neil Sim- on. Eftir leikritinu var gerð gaman- myndin The Odd Couple með þeim Walter Matthau og Jack Lemmon 1968. Hlaut hún óskarsverðlaun fyr- ir handrit. Upp úr 1980 bjó höfund- urinn kvennaútgáfu af þessu vinsæla leikriti og gekk það í endurnýjun líf- daga í kjölfarið. Það er útgáfan sem LV býður upp á. Hún hefur ekki ver- ið sýnd hér á landi áður enda var það leikstjórinn, Ásgeir Sigurvaldason, sem þýddi verkið og fengu leikendur handritið í hendur jafnóðum og þýð- ingin lá fyrir. Makalaus sambúð fjallar, eins og nafnið bendir til, um skringilega sambúð sem í þessu tilfelli eru tvær makalausar konur sem deila sömu íbúð. Þær eru báðar hinar indælustu manneskjur en á meðan önnur kipp- ir sér ekki upp við smámuni er hin að drekkja sér og sambýliskonunni í smáatriðum. Inn í þetta koma vin- konurnar fjórar og tveir sætir Spán- verjar sem búa í sama húsi. Morgunblaðið/Sigurgeir Blómarósir Aðalleikkonur sýningarinnar hjá Leikfélagi Vestmannaeyja, Ásta Steinunn Ástþórsdóttir og Erla Ásmundsdóttir, að lokinni sýningu. Makalaus sambúð í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.