Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 11.269 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir um 3.714 milljónir en næst mest með ríkisbréf fyrir 3.357 milljónir. Mest hlutabréfaviðskipti urðu með bréf Össurar hf. eða fyrir um 2.506 millj- ónir króna. Mesta hækkun dagsins varð á bréfum Kögunar hf. en þau hækkuðu um 1,5%. Bréf Og fjar- skipta hf. lækkuðu aftur á móti mest eða um 1,7%. Hlutabréf í helstu kauphöllum Evrópu hækkuðu al- mennt í gær. Mikið verslað með Össur „SÚ gamalkunna aðferð við að halda niðri verðbólgu með gífurlegum vaxtahækkunum er sannkölluð hrossalækning. Einu merkjanlegu áhrifin af vaxtahækkunum Seðla- bankans að undanförnu eru þau að gengi íslensku krónunnar hækkar enn,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, á Iðn- þingi sem haldið var í gær. „Þótt margt hafi breyst til batn- aðar í starfsumhverfi íslenskra fyr- irtækja þurfum við enn að burðast með íslensku krónuna, hina örsmáu og óstöðugu mynt sem er sannkall- aður gallagripur,“ sagði Vilmundur og tiltók að undanfarinn áratug hefði atvinnulíf okkar breyst svo um mun- aði. „Þótt viðskiptasveiflan á Íslandi sé orðin meira samstiga þeirri al- þjóðlegu hafa sveiflur í þjóðarbú- skap Íslendinga verið meiri en víða erlendis, m.a. vegna ofþenslu og mis- vægis í kjölfar stóriðjufjárfestinga.“ Hann sagði stóran hóp hagfræð- inga og stjórnmálamanna vera far- inn að átta sig á því að íslensk fyr- irtæki gætu ekki unað við stórkostlegar sveiflur í gjaldmiðlun- um. Viðurkennt væri að sameiginleg mynt gerði allt í senn, að draga úr gengissveiflum, auka og auðvelda viðskipti og minnka kostnað. Vil- mundur sagði lausn vandans þekkta: „Tökum upp evruna, sameiginlega mynt Evrópuríkja.“ Vilmundur sagði Samtök iðnaðar- ins hafa bent á mikilvægi hátækni- framleiðslu enda ættu fyrirtæki sem samnýta menntun og tækni meiri möguleika en önnur í samkeppni á alþjóðamarkaði. „Haldbesta leiðin til að skapa fleiri hátekjustörf í framtíð- inni er að efla hátæknigreinar og auka efnahagslegan stöðugleika með fjölbreyttari undirstöðum efnahags- lífsins.“ Markaðstorg sprotafyrirtækja Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðaði í ræðu sinni frumvarp um svokallað mark- aðstorg sem ætlað væri að koma til móts við þarfir sprotafyrirtækja. „Með slíkum markaði yrði komið skipulagi á viðskipti sem nú fara fram utan markaða og fyrirtækjum gert auðveldara og ódýrara að fá skráningu en á hinum skipulega verðbréfamarkaði. Jafnframt er með þessu stuðlað að aukinni upplýsinga- gjöf smærri fyrirtækja og bættum viðskiptaháttum með hlutabréf þeirra. Er vonast til að þessi nýi markaður geti orðið nokkurs konar brú á milli áhættufjárfesta og sprotafyrirtækja,“ sagði Valgerður. Valgerður gerði einnig stóriðju- framkvæmdir að umtalsefni og sagði nú talað um Ísland sem best geymda leyndarmálið í Evrópu meðal ál- framleiðenda. Nú þegar hefðu 6 heimsþekkt álfyrirtæki sýnt áhuga á að fjárfesta í nýjum álverum á Ís- landi á næstu árum. Sagði hún um- fangsmikla markaðsvinnu á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa orkufrekan iðnað hafa skilað sér á undraverðan hátt. Þurfum enn að burðast með íslensku krónuna Morgunblaðið/Þorkell Best geymda leyndarmálið Valgerður Sverrisdóttir upplýsti á Iðnþingi að sex heimsþekkt álfyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að fjárfesta í nýjum álverum á Íslandi á næstu árum. & % ' ( ) (  (% ' * + )*,                        !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  -$' $ !"#  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2       ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  4(&   ,56& /7 &&  89$/  0%!  0" :"# 0"&'  0"1   ;    <;## &#1   &  = && "  &  >17 11 ?06($#  !   "#  (  ! $"' @;//  ,&' 51 % "&'  <6 6  " $%  &' AB@C 05    $            ?  ?  ?   ? ? ? ? ? ? ?  ? ? $; &#  ;   $   ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? D  EF D ?EF ? D EF D ? EF ? ? D EF D  EF ? ? D ? EF ? D EF ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? 3$ "'    '# & < "( 5 " '# G ) 0"                     ?   ?  ?   ? ? ? ? ? ? ? ? ?                                                   =    5 *+   <3 H #&"  !/"'           ?  ?  ?  ? ? ? ? ? ? ?  ? ? <3? I  1 1"'&' " "/  KAUPÞING Búnaðarbanki hf. stækkaði um helming á síðasta ári í kjölfar yfirtökunnar á danska bank- anum FIH Erhvervsbank. Auk þess varð umtalsverður innri vöxtur á starfsemi bankans á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi Kaup- þings Búnaðarbanka hf. gær, sem reyndar heitir nú Kaupþing banki hf. en tillaga þess efnis var sam- þykkt á fundinum. Sigurður Ein- arsson, stjórnarformaður bankans, sagði bankann hafa styrkt verulega stöðu sína á lykilmörkuðum á síðasta ári og um helmingur af tekjum bankans hafi í fyrsta sinn komið frá starfsemi utan Íslands. Sigurður rakti á fundinum þau at- riði sem höfðu hvað mest áhrif á rekstur bankans á síðasta ári. Sagði hann að í fyrsta lagi hefði yfirtakan á FIH Erhvervsbank aukið stærð og styrk bankans, enda væri Kaupþing banki nú í fararbroddi á dönskum fyrirtækjabankamarkaði. Sigurður nefndi einnig góðan innri vöxt í bankanum á síðasta ári, sem væri til- kominn vegna samhents og hæfs starfsfólks, góðra stjórnenda og styrkra hluthafa sem bæru hag bankans fyrir brjósti. Sigurður sagði að í þriðja lagi hefði stofnun eign- astýringarfyrirtækisins New Bond Street Asset Management aukið verðmæti viðskipta Kaupþings banka og vænta mætti mikils af þessari starfsemi í framtíðinni. Sigurður sagði starfsemi Kaup- þings banka á Íslandi hafa gengið vel á síðasta ári og enn væri litið á Ísland sem einn af lykilmörkuðum bankans og yrði það áfram. Fjárfestingarbankastarfsemi átti að sögn Sigurðar hvað stærstan þátt í velgengni Kaupþings banka á síð- asta ári. Sagði hann að á næstu árum yrði lögð enn meiri áhersla á al- þjóðlega fjárfestingarbanka- starfsemi, í ljósi alþjóðlegrar starf- semi bankans og fjárhagslegs styrks. Þetta ætti að geta skapað bankanum sérstöðu á lykilmörk- uðum hans. Sigurður sagði gott útlit í rekstri bankans jákvæðar horfur á lyk- ilmörkum. Sagðist hann sannfærður um að bankinn væri á réttri leið og að stjórnendur hans væru stað- ráðnir í að láta hendur standa fram úr ermum á komandi árum. 220 þúsund króna kaupauki Stjórn Kaupþings banka hefur ákveðið að greiða öllum starfs- mönnum bankans, sem ekki fá ár- angurstengd laun, 220 þúsund króna kaupauka fyrir vel unnin störf á síð- asta ári. Fundurinn samþykkti í gær að greiða hluthöfum 3,3 milljarða króna í arð eða um 5 krónur á hvern hlut. Það eru um 21% af hagnaði síðasta árs. Stjórn Kaupþings banka var end- urkjörin á fundinum í gær að öðru leyti en því að Niels de Coninck- Smith, forstjóri Ferrosan A/S í Dan- mörku, tók sæti Peters Gatti í stjórninni. Aðrir í stjórninni eru Sigurður Einarsson, Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ehf., Tommy Persson, forstjóri Länsförsäkringar AB í Svíþjóð, Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Brynja Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Norvik hf., Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, Ásgeir Thoroddsen hrl, og Bjarnfreður Ólafsson hdl. Jákvæðar horfur á lykilmörkuðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Vöxtur Sigurður Einarsson ávarpar aðalfund Kaupþings banka hf. í gær. ● KAUPHÖLL Íslands hefur áminnt Fiskmarkað Íslands hf. opinberlega fyrir brot á reglum Kauphallarinnar. „Málavextir eru þeir að ársuppgjör félagsins var ekki birt fyrr en 2. mars þrátt fyrir að stjórn hafi samþykkt það 26. febrúar sl,“ segir í tilkynn- ingu frá Kauphöllinni. Ennfremur segir í tilkynningunni að félagið sé út- gefandi hlutabréfa í Kauphöllinni og beri því sem útgefanda að fylgja reglum um upplýsingagjöf. Kauphöllin áminnir Fiskmarkað Íslands ● DANSKA fjárfestingarfélagið Will- iam Demant Invest A/S hefur fest kaup á 4,08% hlut í Össuri hf. samkvæmt flöggun í Kauphöll Ís- lands í gær. Þar með er hlutur William Dem- ant orðinn 20,22% en hann var áður 16,14%. William Demant er nú orðinn næststærsti einstaki hluthafi í Öss- uri hf. en stærsti einstaki hluthafi er sænska félagið Industrivärden með 20,45% hlut. Það var Mallard Holding, fyrirtæki Össurar Kristinssonar, stofnanda fyrirtækisins, sem seldi hlutina en auk William Demant keypti Eyrir fjárfestingarfélag 0,63% hlut. William Demant eykur hlutafé sitt í Össuri INGVAR Kristinsson, formaður Samtaka upplýsingafyrirtækja af- henti á Iðnþingi í gær Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra tilboð samtakanna til stjórnvalda um að upplýsingatækni yrði meg- instoð í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum Íslands árið 2010. Áætla samtökin að hreint fjárflæði til ríkisins muni sam- kvæmt tilboðinu nema um 3 millj- örðum króna, þ.e. fjárfesting sé áætluð um 2 milljarðar og hrein- ar skatttekjur um 5 milljarðar króna. Tilboðið hljóðar upp á að gjaldeyristekjur af upplýs- ingatækni verði tífaldaðar á næstu sex árum, fari úr 4 millj- örðum í 40 milljarða króna. Sam- hliða er áætlað að störfum í greininni muni fjölga um 3.000, þar af verði allt að 2.000 ný störf. Markmiðið er sagt að auka sölu staðlaðra hugbúnaðarlausna sem íslensk fyrirtæki hafa þróað og munu þróa í framtíðinni. Vilja tífalda gjaldeyris- tekjur af upplýsingatækni ● HÆTT hefur verið við áform um sameiningu Smyril Line og norska skipafélagsins Fjord Line sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Smyril Line. Þess í stað munu Framtaks- grunnur Føroya, Tryggingarfelagið Føroyar og íslenska félagið Aust- far fjárfesta fyrir 60 milljónir danskra króna, sem samsvarar tæplega 630 milljónum króna, í rekstrinum. Þótt hætt hafi verið við samein- ingu félaganna tveggja eru uppi áform um framtíðarsamstarf þeirra í milli. Auk þess mun Smyril Line í samstarfi við danska flutnings- félagið Blue Water stofna nýtt fragtskipafélag. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Austfars, segir að ekki hafi náðst samningar að þessu sinni en dyr séu enn opnar. Óli Hammer, sem hefur verið framkvæmdastjóri Smyril Line frá stofnun árið 1982 hefur sagt starfi sínu lausu. Hann var einn af stofnendum félagins og var meðal annars skipstjóri á ferjunni Smyrli. „Það er kominn tími til þess að leyfa yngri mönnum að taka við stjórn félagsins. Ég hef verið fram- kvæmdastjóri Smyril Line í meira en 22 spennandi ár,“ segir Óli Hammer í fréttatilkynningu. Hætt við sameiningu 8 'J 0KL  --(  -./ -. E E !<0@ M N / / -.- 1-. E E B B .-N /-- 2$/ 1-. -.0 E E )!N 8 $ 0( ((- -. 1-. E E AB@N MO 4&$ 0-2 -$0- 1-. -.- E E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.