Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FISCHER ÍSLENDINGUR
Allsherjarnefnd Alþingis sam-
þykkti samhljóða í gær að leggja til
við Alþingi að Bobby Fischer fái ís-
lenskan ríkisborgararétt. John
Bosnitch, formaður stuðnings-
mannahóps Fischers í Japan, og
Miyoko Watai, unnusta Fischers,
segjast fagna tíðindunum. Vildi
Watai koma þökkum til allra á Ís-
landi sem lögðu baráttunni lið.
Tækin aftengd
Dómari í Flórída úrskurðaði í
gær að aftengja bæri tæki sem
haldið hafa lífi í 41 árs gamalli konu,
Terri Schiavo, í mörg ár en hún er
með heilaskaða. Eiginmaður hennar
vildi að tækin yrðu aftengd en for-
eldrar konunnar voru því andvígir
og nutu meðal annars stuðnings
margra repúblikanaþingmanna.
Talið er að konan deyi eftir eina eða
tvær vikur.
Tjón af völdum óveðurs
Mikið tjón varð á raflínum á
Austurlandi í óveðrinu í fyrrinótt.
Brotnaði talsvert af staurum í
kringum Egilsstaði, þar á meðal
svonefndar stæður í flutningslínum
sem eru mjög sterkbyggðar. Trufl-
anir urðu á rafmagni allt frá Beru-
firði til Vopnafjarðar vegna þessa.
Seldi Saddam eiturefni
Hollenskur kaupsýslumaður,
Frans van Anraat, var í gær ákærð-
ur fyrir að selja stjórn Saddams
Husseins í Írak eiturefni sem notuð
voru gegn Kúrdum.
Tvö lítil álver til skoðunar
Fimm álfyrirtæki hafa sýnt því
áhuga að reisa álver á Norðurlandi.
Til þessa hefur verið reiknað með
einu stóru álveri en skv. heimildum
Morgunblaðsins er einnig verið að
skoða möguleika á því að reisa tvö
lítil álver.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 37/42
Fréttaskýring 8 Forystugreinar 38
Úr verinu 15 Kirkjustarf 43/47
Viðskipti 18/19 Minningar 48/57
Erlent 22/23 Skák 58
Akureyri 26 Dagbók 62
Suðurnes 26 Víkverji 62
Árborg 28 Staður og stund 64
Landið 29 Velvakandi 63
Menning 30/31 Menning 65/73
Daglegt líf 32/33 Ljósvakamiðlar 74
Ferðalög 34/35 Veður 75
Úr vesturheimi 36 Staksteinar 75
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Hákon Eydal í 16 ára
fangelsi fyrir manndráp með því að
hafa orðið Sri Rhamawati, barns-
móður sinni, að bana á heimili sínu í
Reykjavík 4. júlí 2004. Þá var Há-
kon dæmdur til að greiða þremur
börnum hinnar látnu tæpar 22
milljónir króna í bætur, þar af því
yngsta fæddu árið 2002, 10,1 millj-
ón kr.
Ákærði mun áfrýja málinu til
Hæstaréttar.
Ákærði var sakfelldur af ákæru
fyrir að hafa veist að Sri, slegið
hana fjögur högg með kúbeini í höf-
uð svo að af hlutust lífshættulegir
höfuðáverkar, og vafið taubelti þrí-
vegis um háls hennar og þrengt að
með þeim afleiðingum að hún lést af
völdum kyrkingar.
Við réttarhöld játaði ákærði brot-
ið en verjandi hans krafðist sýknu
við aðalmeðferð málsins á þeirri
forsendu að ákærði hefði verið í
miklu andlegu ójafnvægi vegna
sambands síns við Sri. Var því hald-
ið fram að ákærði hefði sætt slíkum
misgerðum og ranglæti af hálfu Sri
að geðsmunir hans hefðu verið með
þeim hætti er hann framdi brotið að
hann hefði ekki verið í sakhæfu
ástandi.
Dómurinn féllst ekki á þetta
sjónarmið enda talið að gögn máls-
ins styddu í engu þær ásakanir. Þá
yrði ekki séð af skýrslum ákærða
sjálfs frekar en öðrum sakargögn-
um að konan hefði misboðið honum
þennan afdrifaríka morgun. Loks
þætti útlistun ákærða á hugar-
ástandi sínu þegar hann framdi
brotið vera mótsagnakennd og því
ósannfærandi
Að mati dómsins var atlaga
ákærða að Sri Rahmawati heiftar-
leg og bersýnilegt að ákærði ætlaði
sér að svipta hana lífi. Ekki þætti
þó sannað að hann hefði ásett sér
það fyrr en skömmu fyrir voðaverk-
ið og yrði að byggja á þeim fram-
burði hans að hann hefði ráðist á
konuna eftir að þeim varð sundur-
orða.
Reyndi að afmá öll
merki um afbrot sitt
Þá segir í dóminum að ákærði
hafi reynt að afmá öll merki um
brot sitt og meðferð hans á líkinu
hafi verið smánarleg. Einnig hafi
komið fram hjá honum að hann hafi
einsett sér að vera lögreglunni erf-
iður þótt hann vissi að upp um hann
hlyti að komast. Hann hafi neitað
sök framan af lögreglurannsókninni
og reynt um skeið, eftir að hann ját-
aði verknaðinn, að villa um fyrir
lögreglu í leitinni að líkinu. Þá gæfi
framganga hans við rannsókn máls-
ins, þ.á m. undir geðrannsókninni,
og skýrsla hans fyrir dómi til kynna
að hann væri ekki mjög sakbitinn
eftir verkið. Ákærði kvaðst viss um
að hann hefði slegið Sri nokkrum
sinnum með kúbeini þótt hann
myndi ekki eftir því.
Einnig viðurkenndi hann að hafa
brugðið belti um háls hennar og
hert að. Hann viðurkenndi einnig
að hafa sett líkið í poka og komið
því fyrir í hraungjótu í nágrenni
Hafnarfjarðar.
Við þingfestingu málsins mót-
mælti ákærði ekki rúmlega 20 millj-
óna króna bótakröfum barna hinnar
látnu. Frá dóminum dregst 254
daga gæsluvarðhald sem ákærði
hefur sætt frá handtöku.
Málið dæmdu héraðsdómararnir
Pétur Guðgeirsson sem dómsfor-
maður, Helgi I. Jónsson og Sigrún
Guðmundsdóttir. Verjandi ákærða
var Brynjar Níelsson hrl. og sækj-
andi Ragnheiður Harðardóttir frá
ríkissaksóknara. Helga Leifsdóttir
var réttargæslumaður barnanna
þriggja.
Hákon Eydal dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Sri Rhamawati
Atlaga ákærða að hinni látnu
heiftarleg að mati dómsins
AÐ sögn Helgu Leifsdóttur, réttargæslumanns barna Sri Rhamawati,
munu börnin ekki fá nema um sex milljónir króna í bætur af 22 milljóna
króna bótakröfu. Hún segir afar litlar líkur á því að börnin fái bæturnar
greiddar að fullu enda ljóst að Hákon Eydal sé ekki borgunarmaður fyrir
bótakröfunum.
Kröfunar eru tvíþættar, þ.e. krafa um miskabætur og svo krafa um bæt-
ur vegna missis framfæranda.
Gerðar voru miskabótakröfur upp á fimm milljónir króna vegna tveggja
eldri barnanna og sjö milljónir fyrir það yngsta. Helga segir ríkissjóð ekki
ábyrgjast miskabætur nema fyrir um 600 þúsund krónur fyrir hvert barn.
„Síðan ábyrgist ríkissjóður tvær og hálfa milljón að hámarki fyrir missi
framfæranda,“ segir Helga og bætir því við að þar sé miðað við meðlags-
greiðslur á mánuði til 18 ára aldurs. Hún segir eldri börnin fá það að fullu
bætt en hærri krafa hafi verið gerð handa yngsta barninu og óvíst hvort
það verði að fullu bætt.
Fá aðeins sex milljónir af
22 milljóna króna kröfu
HLUTI þaks á útihúsi á bænum Sæ-
bóli í Önundarfirði fauk í gríð-
armiklu suðvestan hvassviðri seint í
fyrrakvöld og voru björg-
unarsveitir fengnar á staðinn til að
fergja þakplötur og hluta útihúss-
ins fram eftir nóttu. Elísabet Pét-
ursdóttir, ábúandi á Sæbóli, átti sér
einskis ills von þegar járnplata af
útihúsinu kom fljúgandi og lenti á
íbúðarhúsinu með hvelli eftir 200
metra flug. „Það var búið að vera
gott veður og sunnan- og suðaust-
anátt en síðan sneri vindur sér
snögglega í vestrið,“ sagði hún.
Plöturnar eru af þaki hlöðu sem
byggð var á fjórða áratugnum og
er elsti hluti fjárhússins á Sæbóli.
Björgunarsveitir víðar á landinu
höfðu í nógu að snúast vegna veð-
urs og færðar. Björgunarsveitir á
Seyðisfirði og Egilsstöðum voru
kallaðar út til að aðstoða ökumann
bíls sem lenti í vandræðum í ófærð
á Fjarðarheiði. Á Kjalarnesi þurfti
einnig aðstoð björgunarsveita við
að fergja spýtnabrak við leikskóla
og þurftu björgunarsveitarmenn að
festa lausan þakkant á húsi við Búa-
grund. Þá var björgunarsveitin
Dagrenning á Hvolsvelli kölluð út
vegna skemmda á gróðurhúsi.
Járnplötur
skullu á íbúðar-
húsi í ofsaroki
EFNT var til afmælisfagnaðar hjá Landhelgisgæslunni
í gær í tilefni af því að varðskipið Týr er 30 ára um
þessar mundir. Týr var formlega afhentur Landhelg-
isgæslunni 14. mars 1975 í Danmörku og kom til
Reykjavíkur 24. mars. Sigurður Steinar Ketilsson skip-
herra segir Tý vera happaskip og það hafi alltaf fylgt
því valinn maður í hverju rúmi enda margir í áhöfn
starfað hjá Landhelgisgæslunni í áraraðir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fögnuðu 30 ára afmæli Týs
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra sagði í ræðu sinni á árs-
fundi ÍSOR, Íslenskra orkurann-
sókna, sem fram fór í Svartsengi í
gær, að áhugi fyrirtækja á olíuleit á
Jan Mayen-svæðinu væri vaxandi.
Af þremur svæðum á íslenska land-
grunninu þætti þetta svæði álitleg-
asti kosturinn.
Valgerður sagði vaxandi áhuga
olíufyrirtækja að nokkru leyti
tengjast háu olíuverði um þessar
mundir og framgangi olíuleitar við
Færeyjar og Hjaltland.
„Rétt virðist að gera ráð fyrir því
að aðstæður geti skapast innan
fárra ára til að bjóða fram leyfi til
rannsóknar og vinnslu olíuefnasam-
banda á Jan Mayen-svæðinu. Iðn-
aðarráðuneytið hefur látið taka
saman yfirlit um þann undirbúning
sem fram þarf að fara til þess að
unnt sé að veita slík leyfi og er
stefnt að því að hann fari fram á
næstu tveimur árum. Að honum
loknum verður hægt að taka
ákvörðun um hvort bjóða skuli fram
leyfi á svæðinu með tiltölulega
skömmum fyrirvara,“ sagði Val-
gerður á ársfundinum.
Hún fjallaði einnig um rannsókn-
ir á landgrunni Norðurlands. Þær
hefðu sýnt fram á að kolagas gæti
verið að finna í setlögum á svæðinu
og verið væri að ljúka við áfanga-
skýrslu um rannsóknirnar.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra á ársfundi ÍSOR
Vaxandi áhugi olíufyrirtækja BOBBY McFerrin heldur tónleika
hér á landi í Háskólabíói hinn 9.
ágúst. McFerrin flytur tónlist með
röddinni einni og þykja hæfileikar
hans á því sviði ótrúlegir. Hann er
jafnvígur á djass, klassík og popp
en er þó þekktastur fyrir lagið
„Don’t Worry, Be Happy“ sem naut
mikilla vinsælda víða um heim árið
1988.
McFerrin mun njóta fulltingis
Kammerkórs Langholtskirkju,
undir stjórn Jóns Stefánssonar, á
tónleikunum./70
Bobby McFerrin
til Íslands