Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Steini hennar Hönnu er farinn. Dansinn dunar ei lengur við harmoniku- leikinn hans. Í minni fjölskyldu var hann oft kallaður Steini hennar Hönnu til aðgreiningar frá öðrum Steinum. Hann var maður Hönnu, næstelstu systur minnar. Fyrir þeirra tilstilli varð ég móður- systir í fyrsta sinn. Litli frændi dró at- hyglina óþarflega mikið frá mér, því sýndi ég honum fálæti er mér sagt, enda bara þriggja ára gömul. Ég man þegar Steini kom heim til að segja Hrafni og okkur hinum að hann hefði eignast litla systur. En Hrafn var þá hjá okkur á meðan mamma hans fór til Reykjavíkur að ná í þessa systur sem síðar fékk nafnið Helga Hrönn. Stóri bróðir lét sér fátt um finnast og sagði pabba sínum að hann hefði nú frekar viljað fá hjól. Þegar Helga fæddist var móður- systirin orðin níu ára og margreynd í hlutverkinu. Tveim árum síðar kom Ómar Ingi með dökk augu og mikinn burstalegan hárlubba út í loftið eins og pabbi. Hárið var það fyrsta sem ég tók eft- ir við Steina. Það var eins og bursti, svart þegar hann kom, hvítt þegar hann fór. Lífið skiptir litum, fólk kem- ur og fer. Minningar mínar um Steina eru litríkar og góðar. Aldrei vék hann að mér öðru en góðu og sýndi mér traust. T.d. þegar hann lánaði mér rússajeppann sinn, unglingi nýkomn- um með bílpróf, til að komast á ball, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Aðfinnslur né styggðaryrði heyrði ég aldrei frá honum, en oft skilning og útrétta hönd. Nú síðast í sumar þegar ég var stödd í Krossgerði um tíma hafði ég orð á því við Steina þegar hann leit þar við að gaman væri að hafa hjól og hjóla um Ströndina í góða veðrinu. Daginn eftir var komið hjól frá Steina til mín. Þannig var Steini. Hann vakti gleði og eyddi sút. Við ýmis tækifæri dró hann fram nikkuna og dansinn dunaði. Örugglega hafa margir dansað sín fyrstu spor við ástina sína við hans undirleik. Steini, takk fyri rallt. Hanna, Hrafn, Helga Hrönn, Ómar Ingi og allt ykkar fólk. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Kveðja, Anna Hrefnu. SIGURSTEINN G. MELSTEÐ ✝ Sigursteinn G.Melsteð fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 18. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hey- dalakirkju 5. mars. Það mun taka tíma að átta sig á að Steini mág- ur verði ekki með leng- ur, enda eiginlega alltaf tilheyrt. Fyrsta minn- ing mín um hann, á tröppunum í Kross- gerði einn sumarmorg- un seint á sjötta ára- tugnum, er mjög skýr; langur, grannur, burstaklipptur náungi. Glaðlegur. Við Kolbrún eftirvæntingarfullar í glugganum, nývaknað- ar. Mamma hafði sagt; „er nú heldur ung til að trúlofa sig“ þegar hún fékk bréfið með trúlofunarfréttunum. Okkur „litlu krökkunum“ þótti ekki ónýtt að fá mág inní tilveruna sem ók um allar trissur á gömlum bradford – og rússanum – spilaði á harmoniku, dansaði betur en nokkur annar og gat lagað allt. Verðandi tengdaföður var ekki skemmt yfir torfæruakstrinum. Næst komu þau austur sem hjón með lítinn glókoll með sér, sem hafði grátið í útvarpið nýfæddur. Frænka tók strax ástfóstri við barnið, enda yngsta systkinið orðið of þungt til að baksast með það um allt. Svo fluttu þau austur og tilheyrðu eftir það. Bílaáhuginn kom sér ekki illa fyrir bændur, útgerðarmenn eða síld- arspekúlanta, enda uppgangstímar í uppsiglingu á svæðinu. Heimilin munu vera fá þar sem Steini hefur ekki verið aufúsugestur. Þegar sú sem þetta skrifar var sett í fiskvinnu í þorpinu bjó hún í sama húsi og nýju hjónin og var þar í fæði og passaði stundum barnið. Eftir á fannst unglingsgreyinu að veturinn hefði aldrei liðið hefði hún ekki átt at- hvarf hjá þeim eftir endalausa daga við fiskborðin, köld upp að hnjám og síkvefuð. Út um gluggana sást Steini stika milli heimilis og verkstæðis, eða á tali við menn í dyrunum, enda var verkstæðið miðstöð kallanna í byggð- inni og hjarta þorpsins, andspænis kaupfélaginu. Einn af öldungum stað- arins „Baldvin hennar Álfheiðar“ ömmusystur bjó við hliðina á eldhús- inu þeirra Hönnu og Steina. Hann drakk oft kaffi hjá þeim, í gamla eld- húsinu sínu, þar sem undirrituð hafði sem barn þegið góðgerðir á ferð með föður sínum og blómaefni í kjól, úr hendi Álfheiðar, sem sá í litlu stúlk- unni endurfædda systur, sem dó ung frá þremur ungum börnum, þeirra á meðal föður mínum. Vissi að tveir synir þeirra voru „hjá Guði“og skildi hann ekki. Fannst þessi smáa, hæg- láta kona vera eins konar álfkona. Svo kom síldin og setti öll hefð- bundin gildi úr skorðum og „bítlatón- list“ ýtti Elvis, The Shadows og öðr- um til hliðar, og krakkar úr Reykjavík flykktust austur til að græða og „bjarga verðmætum“ og hlusta á Radio Luxemburg og Car- oline, enda Kaninn afturúr í poppinu. Stundum tókst að dobla Steina og Hönnu í unglingaflutninga á böll á aðra firði, þegar helstu popphljóm- sveitir mættu á síldarsvæðið. Heim- ferð frá einu slíku er mjög minnis- stæð; Steini steinsofandi í aftursætinu, ásamt fleirum, Hanna dottandi frammí og unglingurinn við stýrið að þræða hlykkina niður Breið- dalsheiðina í þoku og myrkri, þakklát fyrir traustið, meðvituð um ábyrgð- ina. Sjálf dönsuðu þau best af öllum og kunnu alla dansa, gömlu dansana og suðuramerísku dansana, rokk og tjútt. Það var heillandi sjón að sjá þau í sveiflu, nýtrúlofuð í stofunni í Kross- gerði – filtpilsið eins og skífa útfrá messingsgjörðinni um mittið á Hönnu. Heimilið í hálfkláraða húsinu við Ásveg á síldarárunum líktist oft um- ferðarmiðstöð. Ofninn með sunnu- dagssteikinni var iðulega settur á sjálfstillingu meðan heimilisfólk og kostgangarar voru á kafi í síldartunn- um og vélarhúsum. Mun þá hafa kom- ið sér vel að geta sofnað hvar sem var, hvenær sem var. Aldrei var hreytt ónotum í börn eða unglinga. Stundum ljómuðu ljúfir tónar úr harmoniku um húsið. Yngri bróðir Sigursteins var við- loðandi staðinn þessi sumur, frá 11– 12 ára aldri og vann hjá honum á verkstæðinu. Myndir af þeim uppi á biluðu færibandinu á síldarplaninu í allavega veðri, undir hrópum stelpna og kvenna eftir meiri síld, salti og tunnum, eru margar í minninu. Þegar síldin hvarf og hafís birtist tóku við nýir tímar með eðlilegri vinnutíma heimafólksins. Hálfbyggð hús voru kláruð og fyllt af nýjum tækjum, sem flutt voru með síldar- bátum frá Skandinavíu. Hríslur og blóm spruttu upp kringum húsin sem ný börn léku sér kringum. Steini og Hanna voru virk í barna- og garðrækt og hrifu aðra með. Færanleg skíða- lyfta varð til í byggðinni, sem laðaði fólk síðar í Kerlingafjöll. Meira að segja brottflutt undirrituð lenti þang- að með fjölskyldu sinni heila rigning- arviku – og ætlaði aldrei þangað framar, en var samt komin þangað árið eftir með sama fólki, í tvær ógleymanlegar sólskinsvikur. Steini var auðvitað „lyftugræjarinn“ og fylgdi embættinu svítan La Plata með kamínu og hákojum fyrir börnin. Í beinu framhaldi af því var farið á Snæfellsnes, Norðurland og Fjalla- baksleið og síðan austur. Það var lifað lengi á þeim ferðum í nýja landinu. Þangað komu þau hjónin svo í afmæl- isferð skömmu síðar, og þá var auð- vitað lagst í ferðalög og plönuð skíða- ferð til Austurríkis. Áður en af henni varð missti Sigursteinn bróður sinn, Gulla, á sviplegan hátt, og skömmu síðar annan bróður. Hlýtur að hafa verið mikil viðbót við föðurmissi áður. En lífið hélt áfram endurnýjun sinni, tengdabörn og barnabörn bætt- ust við – miklir gleðigjafar, á góðum tímum og erfiðum. Þegar óvissa og of- urefli tóku völdin sýndi Sigursteinn mikinn styrk. Í veikri ásjónu hans sást enn, undir lokin, gleðin yfir lífinu. Þar sem hann sat uppi og horfði á enn eitt árið kvatt með ljósadýrð á dökkbláum himni, með sína nánustu kringum sig. Það var falleg sjón að sjá hvernig kærleikurinn skilar sér til þeirra sem iðka hann. Takk Steini mágur, fyrir góða nær- veru þegar það skipti öllu máli fyrir barn og ungling. Takk fyrir að fá að vera stolt af mági og mágkonu á skólahátíð. Takk fyrir að birtast óvænt í afmæli með nikkuna, á erf- iðum tíma. Takk fyrir hlýja hönd á öxl við útför. Takk fyrir að sýna að til væru trausts verðir menn þegar sú virtist ekki raunin. Takk Hanna, Hrafn, Helga og Óm- ar fyrir allar góðu minningarnar. Ein- læg samúð mín og minna er með ykk- ur, börnum ykkar og mökum, eins og systkinum Sigursteins, sem nú syrgja þriðja bróður sinn. Hann verður alltaf með okkur sem vorum honum sam- ferða. Hansína Ingólfsdóttir. Vinur er kvaddur, veröldin stendur hljóð. Eitt augnablik er sem eilífðar- hjartað tapi slagi, en svo heldur lífið áfram og á ný er boðið upp í dans. Þar hefði minn gamli félagi Sigursteinn Melsteð leikið á nikkuna sína, sjálfum sér og öðrum til ánægju og yndisauka, væri hann enn á meðal vor. Á þeim vettvangi kynntist ég Steina best, því þar áttum við svipuð áhuga- mál. Hann var jafnan fljótur að bregð- ast við ef til hans var leitað og mörg voru hans áhugamál, en danstónlistin var honum samt efst í huga. Þó að næðist ekki í hann fyrr en klukkutíma fyrir ball, eða brottför í flug frá Egils- stöðum í einhvern spilatúrinn, var hann mættur fyrstur manna kátur og glaður og til í slaginn. Hann var traustur og úrræðagóður á hverju sem gekk og afskaplega gott að hafa hann nærri sér. Ég gleymi seint hvað hann brást skjótt við eitt sinn þegar ég og nokkrir félagar vorum að spila og samtengd snúran úr gítarnum mínum í hljóð- kerfið var það léleg að suð og brak varð mjög til ama. Allt í einu kom Steini haupandi utan úr sal, tróð snúrutengingunni ofan um hálsmálið hjá mér og niður á bak og sagði svo brosandi á sinn hógláta hátt: „Ætli hún verði ekki til friðs núna greyið, þegar hún fær jarðsamband. Auðvitað átti hann kollgátuna og við lukum okk- ar prógrammi, án teljandi aukahljóða. Þannig var Steini og mér er nær að halda að orðið vandamál hafi ekki ver- ið til í hans orðasafni. Fyrir okkar tónfundi og allar aðrar góðar samverustundir vil ég þakka Steina, nú er leiðir skilja. Ég finn að ég hef misst mikið og eins mun vera farið öllum hans vinum. Þar um hef ég ekki fleiri orð, enda hefði það ekki ver- ið honum sjálfum að skapi. Ég sendi Hönnu, Hrafni, Helgu, Ómari og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið guð að vera með þeim. Dragspilið þagnað, dimmir í vina ranni dómurinn fallinn í máli vors trausta hals. Tár blika á kinnum, tregi hjá hverjum manni, tómleikinn fyllir mynni hins breiða dals. Líf hans var gleðin, lokið því er með sanni. leikinn til enda nikkarans hinsti vals. (S.Snædal.) Stefán Bragason, Egilsstöðum. Margs er að minnast, ég man … neta vitjað á litlum báti inn við Mel- eyri, silungsveiði í lognkyrru inn við Langavatn, kennslustundir í badmin- ton á pollóttri götu, skautaferðir inn á Leirur og Kleifarvatn, berjamó og bíl- ferðir í rauðum rússajeppa, harmón- ikuleik á jólatrésskemmtun, innlit í Mánaberg á aðfangadagskvöld, skíða- kennslu inn á Breiðdalsheiði, ógleym- anlega fjallaferð í Snæfell, hjálp við að lappa upp á Löduna hennar Svölu, uppsetningu skíðatogbrautar á Brú- arási, hljómsveitarbrölt og Dísir vors- ins, gönguferð upp með Jökulsá í Fljótsdal, áramótadansleiki, vísnavini og jazz, heimsóknir og hlýjar mót- tökur, hvatningu, hjálpsemi og fórn- fýsi, góðsemi, sanngirni og glettinn hlátur, trú á lífið og hið góða í hverjum manni. Með þessum orðum vil ég koma á framfæri hve lánsöm ég hef verið, allt frá því að ég var lítil telpa og til þessa dags, að þekkja og hafa átt hann Steina að vini. Nú hefur hann kvatt þennan heim, eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi en í mínum huga verður hann alltaf einstakur maður. Elsku Hanna, Hrafn, Helga Hrönn, Ómar Ingi og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Anna Björk Guðjónsdóttir. Það hefur alltaf verið sagt að maður velji sér ekki fjölskyldu heldur vini. Ég held það sé ekki satt. Í mínum huga hafa Hanna og Steini alltaf verið mér nákomnari og meiri fjölskylda en margt skyldfólk. Eiginlega sem auka- sett af foreldrum. Ég var svo heppin að erfa margra áratuga vináttu for- eldra minna og þeirra og þakka fyrir. Nú að leiðarlokum Steina hellist sorg og söknuður yfir eins og alltaf þegar eitthvað gott er frá manni tekið. Hjól- hýsið er tómt og minnir mann á dag- lega. Við fáum ekki að ráða. Eftir lifa minningar sem munu ylja um ókomna framtíð. Óteljandi ferðir af öllu tæi, stuttar og langar. Maður lærði að ef eitthvað óvænt gerðist varð það oft það sem gerði ferðina ógleymanlega og fór að njóta hins óvænta sem gjaf- ar. Samtöl um heima og geima, ótelj- andi söngvar og dansar, tónleikar og bændahátíðir (út á hálfu hænuna), kex og mjólk áður en farið var að sofa undir morgun. Viðgerðir og redding- ar, skemmtanir og fleira og fleira. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Steina og hans fóki öllu og bið því blessunar á komandi tímum. Anna Heiða Óskarsdóttir. Breiðdalur er bjartur, fagur blessuð sól á tinda skín. Nú er vorsins dýrðardagur dásamlega fjallasýn. (Ingunn Gunnlaugsdóttir.) Passar kannski ekki að fara með slíkt erindi á góu? Eins og veðrið hef- ur verið, eftir að góa gekk í garð, er líkt því og komið sé vor. Mér finnst ekki passa þetta stef sem móðir mín kenndi mér: „Góan á sér grimmd og blíðu / gengur í éljapilsi síðu“. Ég hugsa til Sigursteins Melsteð á Breiðdalsvík. Hann var mikill nátt- úrumaður. Elskaði mikið fjöllin, elsk- aði allt sem landið gefur okkur. Ég kom í Breiðdal er Sigursteinn var að taka við gamla verkstæðinu af Arnóri heitnum Karlssyni, blessuð sé minn- ing hans. Og nú eru þeir báðir farnir yfir móðuna miklu löngu fyrir aldur fram. Síðar byggði Steini nýtt verk- stæði og sinnti sínu starfi mjög vel. Sá um viðgerðir á bílum og bátum og dráttarvélum fyrir bændurna í Breið- dal og víðar. Ég vona að Ingólfur tengdasonur hans taki við af honum. Ef hann gerir það bið ég drottin að blessa hans starf. Þau hjónin, Hanna og Steini, áttu það sameiginlegt að elska allt sem lifði. Þau byggðu sér fallegt hús og Hanna mín er svo sannarlega með græna fingur. Garðurinn hennar og Jönnu báru af öllum görðum, enda náskyldar. Ég kynntist þeim hjónum, ekki síð- ur Hönnu, þegar þau bjuggu í „gamla kaupfélaginu“. Hönnu er margt til lista lagt. Af henni lærði ég t.d. að klippa börnin mín, m.a.s. mig sjálfa í mörg ár, en á þessum árum var eng- inn hárgreiðslumeistari í Breiðdal. Í þessum fátæklegu orðum langar mig að beina orðum mínum til Hönnu. Hún lifir áfram og ber sinn söknuð eftir lát ástkærs eiginmanns. Hún á um sárt að binda og mig langar að styrkja hana í sorginni. Elsku Hanna. Manstu þegar við unnum til skipt- anna í frystihúsinu. Þú passaðir börn- in fyrir mig og ég fyrir þig – og allt gekk vel. Við vildum hjálpa mönnun- um okkar fyrstu búskaparárin. Man að þú sagðir: „Gott og vel. Við vinnum fyrir matnum. Nóg hafa þeir að borga samt.“ Við saumuðum jólafötin á börnin okkar og eitt sinn saumaði ég á mig kjól fyrir jólin, kom til þín og spurði: „Hvernig líst þér á þennan kjól?“ Hanna sagði að hann færi mér vel, „vilt vera öðruvísi en við hinar“, bætti hún við. Og Steini heitinn hlýddi á þetta hjal, hló og spurði: „Hvað eruð þið eiginlega að bralla?“ Það veit guð að hann Steini var allt- af glaður og góður og mikill músík- unnandi, spilaði sjálfur á harmoníku. Honum var svo margt gefið, ekki síst greiðasemi. Þá var dugnaður hans mikill og hvarvetna kom hann sér vel. Það sýndi sig best við minningarat- höfnina hinn 3. mars sl. Þar mættu margir. Þar voru barnabörnin svo yndisleg, Hanna mín. Þau hafa fengið þessa hæfileika frá ykkur báðum. Þið Steini eigið yndisleg börn og barna- börn, sem kunna að meta og elska afa sinn látinn. Elsku Hanna mín. Ég veit að þetta er búið að vera erfitt, en lífið heldur áfram og þú hefur börnin og barna- börnin. Mundu „að sársaukinn varir aðeins um hríð en eilíflega sú dýrð sem af honum hlýst“ eins og segir í Matteusarguðspjalli: Um leið og ég kveð kæran vin vil ég minnast Rúnu minnar í Brekku. Drottinn blessi minningu ykkar. Elsku Hanna, börn og barnabörn. Ég votta ykkur innilega samúð við brotthvarf góðs eiginmanns, föður og afa. Hvíl þú, Steini, í friði. Drottinn hann þig blessi. Undir hans heilaga blóði, ykkar Gerður Ben. Við fráfall vinar okk- ar, Gests, hefur mynd- ast stórt skarð, sem erf- itt verður að fylla. Bæjarfélög missa mikið þegar menn sem hafa sett mark sitt á samfélagið með slíkum hætti eins og hann sannarlega gerði, falla frá í blóma lífsins. Við viljum minnast félaga okkar sem var hugmyndafræðingur af stofn- GESTUR ÞÓRARINSSON ✝ Gestur Þórarins-son fæddist í Árbæ á Blönduósi 11. júlí 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss v/ Hringbraut laugar- daginn 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 5. mars. un Félags opinberra starfsmanna í Húna- vatnssýslum. Þar var hann okkar foringi og vann sitt verk af æðru- leysi, samviskusemi, trú- rækni og vann óeigin- gjarnt starf í þágu okkar félagsmanna eins og í öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Við viljum fyrir hönd allra sem störfuðum með hon- um í FOSHún, þakka fyrir tímann sem hann gaf okkur í þágu réttlæt- is og til betri kjara. Kæra Ragnhildur og fjölskylda, við sendum ykkur bestu kveðjur og vott- um ykkur dýpstu samúð um leið og við þökkum fyrir þolinmæði og yndislegar móttökur. Hulda Birna Frímannsdóttir, Kristín E. Sigfúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.