Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Örn J. Jóhanns-son fæddist í
Reykjavík 18. sept-
ember 1943. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 12. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Sesselja Sigurðar-
dóttir, húsmóðir, f.
30. júní 1916, d. 19.
sept. 1989, og Jóhann
H. Valdimarsson, vél-
virki, f. 18. feb. 1923.
Núverandi sambýlis-
kona Jóhanns er Her-
dís Sigurjónsdóttir, húsmóðir, f.
12. ágúst 1922. Bræður Arnar eru
Sigurður H., flugvirki, f. 19. apríl
1952, maki Bryndís Arnfinnsdótt-
ir, f. 25. okt. 1951, og Valdimar,
vélstjóri, f. 1. júní 1961, maki Ingi-
björg Unnur Ragnarsdóttir, f. 29.
ágúst 1961.
Hinn 25. desember 1964 kvænt-
ist Örn Björgu Kristjánsdóttur,
verslunarmanni, f. 10. feb. 1945.
Foreldrar hennar voru Ketilríður
Jakobsdóttir, húsmóðir, f. 22. des.
1921, d. 24. nóv. 1982, og Kristján
Karl Júlíusson, kennari, f. 17. júní
1913, d. 7. júní 1973. Örn og Björg
eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1)
Kristján, fiskverkandi, f. 13. nóv.
1964, maki Anna Guðrún Ed-
vardsdóttir, deildarstjóri, f. 17.
nóv. 1960. Börn: A) Þorbjörn, f.
12. apríl 1987. B) Óskar, f. 29. okt.
1993. 2) Jóhann,
íþróttakennari, f. 14.
nóv. 1965, maki Auð-
ur Smith, læknir, f.
25. feb. 1966. Börn:
A) Oktavía, f. 21. feb.
1993. B) Karólína, f.
30. jan. 1995. 3) Gest-
ur Þór, verkstjóri, f.
19. apríl 1971, maki
Inga Berglind Sig-
urðardóttir, ritari, f.
13. nóv. 1972. Barn,
Hlynur Örn, f. 21.
feb. 1996. 4) Rúnar,
leiðbeinandi, f. 16.
ágúst 1973, maki,
Auður Finnbogadóttir, forstöðu-
maður, f. 23. nóv. 1979. Börn: A)
Finnbogi Örn, f. 12. nóv. 2001. B)
Bríet Björg, f. 28. júlí 2004.
Örn lærði vélvirkjun í Lands-
smiðjunni í Reykjavík. Hann flutt-
ist til Bolungarvíkur 1963 og vann
í Vélsmiðju Bolungarvíkur frá
árinu 1963–2000, þar af verkstjóri
í þrjá áratugi og hjá Fiskimjöls-
verksmiðjunni Gná frá 2000 til
dauðadags. Örn gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Bolungar-
víkurkaupstað og félagasamtök;
sat í bæjarstjórn frá 1978 til 2002,
í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur
frá árinu 1994 til dauðadags og í
stjórn Lífeyrissjóðs Bolungarvík-
ur frá 1976 til dauðadags.
Útför Arnar fer fram frá Hóls-
kirkju í Bolungarvík í dag og
hefst athöfnin klukkan 16.
Að kvöldi laugardagsins 12. mars
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa-
firði faðir minn, tengdafaðir og afi,
Örn J. Jóhannsson, eftir stutta sjúk-
dómslegu. Um þrír mánuðir eru síð-
an hann kenndi sér fyrst meins af
þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt
hann að velli, rúmlega sextugan.
Fjölskyldan, eiginkona hans, synir,
tengdadætur og barnabörn, hafa
staðið hjá, fylgst með þeirri baráttu
og reynt að leggja sitt af mörkum til
að honum liði sem best og gæti verið
sem lengst heima.
Fyrir viku síðan var hann fluttur á
sjúkrahúsið á Ísafirði og gerðum við
okkur þá ljóst að leikurinn var tap-
aður og stutt væri eftir, hversu erfitt
sem okkur öllum þótti að sætta okkur
við þann blákalda raunveruleika.
En eftir stendur minning um góð-
an og hlýjan mann, traustan og
tryggan sem bar hag fjölskyldu sinn-
ar fyrir brjósti og fylgdist náið með
fjölskyldum sona sinna, mikinn afa-
kall sem átti það til að koma í heim-
sókn eða hringja, bara til að spjalla
við afabörnin.
Þar sem við búum í sama bæjar-
félaginu var mikill samgangur á milli
okkar og eru ófá skiptin sem við
komum á Höfðastíginn í kaffi og
spjall. Þá spunnust oft líflegar um-
ræður um allt milli himins og jarðar,
en aðallega snerust umræðurnar um
Bolungarvík og með hvaða hætti
mætti auka hag bæjarfélagsins. Á því
hafði hann ákveðnar skoðanir og átti
það verkefni hug hans allan en hann
var bæjarfulltrúi kaupstaðarins um
árabil.
Örn átti fáa en góða vini og var vin-
ur vina sinna. Með þeim og fjölskyldu
sinni stóð hann eins og klettur ef eitt-
hvað bjátaði á og ef hann sá að hann
gat aðstoðað á einhvern hátt þá gerði
hann það.
Við söknum hans sárt en erum
jafnframt þakklát fyrir þær góðu
minningar sem eftir lifa en þær munu
ylja okkur um ókomin ár og vera okk-
ur styrkur í framtíðinni.
Við viljum að lokum þakka starfs-
fólki Heilbrigðisstofnunar Bolungar-
víkur og Fjórðungssjúkrahússins á
Ísafirði fyrir frábæra umönnum og
stuðning í veikindum hans.
Hvíl í friði.
Kristján, Anna,
Þorbjörn og Óskar.
Það voru slæm tíðindi sem okkur
bárust í byrjun nýs árs, Örn mágur
hafði greinst með alvarlegan sjúk-
dóm. Þessi tíðindi virtust hafa miklu
verri áhrif á alla sem þau heyrðu en
hann sjálfan. Hann tók þeim með
miklu æðruleysi og jafnaðargeði og
hefur í þeim anda barist við veikindin
sem nú hafa lagt þennan góða dreng
að velli. Örn var góður vinur vina
sinna, traustur og úrræðagóður,
hann hlustaði ef maður þurfti að tala
um hluti sem maður sagði ekki hverj-
um sem var. Alltaf var gott að koma á
heimili þeirra hjóna, þar hittumst við
systkinin gjarnan yfir kaffibolla þar
sem málin voru rædd og oftar en ekki
voru umræðurnar kappsfullar og
sjónarmiðin mörg. Örn gat verið fast-
ur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á
flestum málefnum. Hann gerði mikl-
ar kröfur, bæði til sjálfs sín og ann-
arra, um vönduð vinnubrögð og þá
var sama hvort verkin voru stór eða
smá. Hann var maður sem margir
treystu enda gegndi hann mörgum
trúnaðarstörfum í bæjarfélaginu og
sat í bæjarstjórn Bolungavíkur, var í
stjórn Sparisjóðsins og í stjórn Líf-
eyrissjóðs Bolungavíkur og rækti öll
störf sín af trúmennsku, hver sem
þau voru.
Við hjónin eigum margar góðar
minningar sem við yljum okkur við.
Þegar við vorum í tilhugalífinu kom-
um við oft í heimsókn á heimili þeirra
hjóna í Völusteinsstrætinu og sóttum
okkur þann góða anda sem þar var.
Seinna hjálpuðumst við að við að
byggja húsin okkar, fyrst þeirra á
Höfðastígnum og síðar okkar bæði
við Þjóðólfsveg og Hjallastræti. Á
þeim tíma sem við bjuggum í Dan-
mörku fórum við til Hollands og
dvöldum með þeim í sumarhúsi í
vikutíma og áttum saman góðar
stundir. Þau komu einnig í heimsókn
til okkar og þá fórum við í helgarferð
til Hamborgar á gamla Volvónum
okkar. Í þeirri ferð biluðu bremsurn-
ar á bílnum og var þá skipt um
bremsuborða undir styrkri stjórn
vélvirkjans á bílastæði í miðri Ham-
borg.
Það er erfitt að sætta sig við svo
skyndilegt fráfall góðs vinar, en við
vitum að það er einn sem ræður lífi og
dauða, við hin lifum áfram og eigum
minningar um góðan dreng. Elsku
Björg systir og fjölskylda, Jóhann og
fjölskylda, megi góður Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Aðalsteinn og Guðmunda Ólöf.
Elsku afi minn, nú ertu farinn frá
mér til guðs þar sem þér líður vel.
Það er gott því að þá finnur þú ekki
lengur til í höfðinu þínu. Ég sakna þín
mjög mikið en því miður þurftir þú að
fara frá okkur. Í staðinn ertu orðinn
engillinn minn og ég veit að þú verð-
ur alltaf hjá mér. Ég skal passa
ömmu fyrir þig og vera alltaf góður
drengur.
Þinn
Hlynur Örn.
Orðin hugrekki, æðruleysi og
traust koma mér í hug þegar ég
skrifa um Örn bróður.
Af hverju þessi orð? Hugrekkið
stendur fyrir að mæta því sem maður
ekki veit. Æðruleysi er að láta sýna
fram á að ekkert sé að óttast og
traustið stendur fyrir að vera alltaf til
staðar. Í þessum þremur setningum
lýsi ég bróður best.
Öddi bróðir og Björg mágkona
voru órjúfanleg alveg frá því ég man
fyrst eftir þeim. Ég langyngstur
bræðranna og í miklu uppáhaldi hjá
þeim hjónum frá fyrstu tíð. Ungur
kom ég til þeirra vestur í Bolungavík
og fengu þau þá frumraun sína í upp-
eldi ungs snáða. Þau þurftu að venja
mig af pela og taka á móti ýmsum
kvörtunum af róló. Alltaf var ég vel-
kominn til þeirra og seinna starfaði
ég eitt sumar með Erni í Vélsmiðju
Bolungavíkur. Líklega hefur þessi
dvöl mín m.a. mótað framtíðarstarf
mitt.
Eftir að ég eignaðist sjálfur börn
fengu þau að koma og dvelja hjá þeim
í Bolungavík. Eiga þau góðar minn-
ingar um dvölina hjá Erni og Björgu
sem þau líta reyndar á sem ömmu og
afa. Það sem Öddi hafði fram yfir
aðra var hversu rólyndur, yfirvegað-
ur og stundvís hann var. Örn var
virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og
trúr sínum skoðunum. Hann hafði
gengið í gegnum skóla bæjarstjórna-
mála, og gegndi ýmsum öðrum trún-
aðarstörfum. Örn unni hag sínum
best í Bolungavík. Hann kom ungur
þangað, kynntist konuefni sínu þar
og hefur búið þar síðan. Þrátt fyrir að
við byggjum sinn í hvorum landshlut-
anum fylgdist hann vel með lífi og
starfi fjölskyldu minnar. Örn hringdi
reglulega og kom alltaf í heimsókn
þegar hann var í bænum. Honum var
annt um ættingjana unga sem gamla.
Þegar hugsanir leita til Ödda bróður
er Björg aldrei langt undan. Talandi í
síma við þau hjón voru samræður við
þau bæði í einu. Gestrisni þeirra voru
engin takmörk sett. Eitt sinn hafði ég
ráðgert að heimsækja þau að sumri
til og slógust tengdaforeldrar mínir
óvænt í hópinn. Það var ekki annað
tekið í mál enað þau gistu líka hjá
þeim. Seinna kom ég með stóran hóp
göngumanna og ekkert var sjálfsagð-
ara en að greiða götu þeirra.
Enginn var traustari en bróðir,
hann var kletturinn í hafinu sem allt-
af var hægt að leita til. Ég átti símtal
við Örn í febrúar þar sem ég var
staddur erlendis. Þar kom hugrekki,
æðruleysi og traust hans vel í ljós eft-
ir að hafa fengið fréttir um endalok
sín. Það símtal líður mér ekki úr
minni. Ráðleggingar hans munu nýt-
ast mér um ókomin ár. Örn bróðir er
nú kallaður á enn einn fundinn. Fund
á meðal forfeðra sinna þar sem hann
vissi að gott fólk beið eftir honum.
Hann var dáður og elskaður af öllum
sínum, en endurfundirnir verða nú
brýnni hinum megin.
Hafðu þökk fyrir allt.
Ég votta Björgu mágkonu, sonum,
tengdadætrum og barnabörnum
samúð mína.
Valdimar Jóhannsson.
Örn mágur minn og vinur átti
stranga en stutta baráttu við illvígan
sjúkdóm. Vissulega er það reiðarslag
að hraustum manni á besta aldri er
kippt út úr þessari jarðnesku tilvist.
Það var fljótt ljóst hvert stefndi eftir
að greining lá fyrir í janúar. Örn tók
þeim fregnum með miklu æðruleysi.
Hann átti þá ósk að hann þyrfti ekki
að berjast lengi, en heim vildi hann
fara. Björg systir mín hefur haft ein-
hvern yfirnáttúrulegan kraft meðan
á þessari baráttu stóð, sem og syn-
irnir og fjölskyldur þeirra. Á meðan
þau dvöldu fyrir sunnan hittumst við
oft. Það varð ekki hjá því komist að
sjá hve hratt dró af honum sem var
mjög erfitt fyrir alla sem í kring um
hann voru, ekki síst fjölskylduna.
Örn fékk að vera heima eins lengi og
hægt var þar til fyrir viku að hann
var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði.
Ég heimsótti Ödda vestur fyrir
stuttu. Það var ljóst að það var
kveðjustund.
Örn fluttist til Bolungavíkur upp
úr 1960 vegna vinnu sinnar. Hann
undi hag sínum vel þar og vildi hvergi
annars staðar vera. Með okkur tókst
mikil vinátta fyrir utan fjölskyldu-
böndin. Það var sama hvað maður
bað hann um, hann var alltaf boðinn
og búinn. Örn gegndi mörgum
trúnaðarstörfum í samfélaginu, sat í
bæjarstjórn, stjórnum Lífeyrissjóðs-
ins og Sparisjóðsins. Öll trúnaðar-
störf sem honum voru falin leysti
hann af mikilli trúmennsku. Vinnu-
veitendum sínum var hann ætíð til
mikils sóma. Við störfuðum saman í
bæjarmálum og öðrum félögum eins
og JC hreyfingunni. Einkar minnis-
stætt var ferðalag sem við fórum á
Landsþing JC, fyrir þær sakir hvern-
ig við fórum og baslið við að komast
þangað.
Ég átti því láni að fagna að eiga
heimili hjá foreldrum Ödda á meðan
ég var í námi. Það styrkti fjölskyldu-
böndin við fjölskyldu hans enn frek-
ar.
Ég kveð Örn með miklu þakklæti
fyrir vináttu og það mikla traust sem
hann hefur sýnt mér og minni fjöl-
skyldu alla tíð. Missir Bjargar, strák-
anna og fjölskyldna þeirra er mikill,
svo og Jóhanns föður hans og
bræðra. Ég votta þeim öllum mína
dýpstu samúð. Góður Guð veiti fjöl-
skyldunni styrk.
Benedikt Kristjánsson.
Nú er maðurinn sem heillaði
Björgu systur mína allur, en minn-
ingin lifir.
Örn Jóhannsson kom til Bolung-
arvíkur ungur fullnuma vélvirki til að
taka þátt í að byggja Síldarverk-
smiðju Einars Guðfinnssonar. Það
var góð sending.
Víst er að það var honum ekki auð-
velt að koma inn í fjölskylduna á Vita-
stíg, þar sem meðal annarra mættu
honum fimm bræður brúðarinnar til-
vonandi, herskáir og fundu sér ógnað
í meira lagi. En sem betur fer lét
hann það ekki aftra sér þó bræðurnir
auðvelduðu honum ekki „brúðarrán-
ið“ neitt sérstaklega.
Með sannfæringarkrafti sínum og
vitneskju sem aðeins gat fengist í
höfuðborginni, benti hann eldri
bræðrunum á að brilljantín væri mál-
ið og hið snarasta yrði að skipta út
Old Spice rakspíranum, sem gamlar
frænkur höfuð gefið í fermingargjöf í
því magni að dugað hefði í áratug,
fælingarmáttur þessa vinsæla rak-
spíra væri þvílíkur að vonlaust væri
með öllu að nokkur stúlka léti
heillast.
Með slíkum ábendingum ávann
hann sér traust okkar bræðranna.
Það kom ekki á óvart að hann vann
sér traust samborgara sinna til að
gegna ýmsum trúnaðarstörfum er
árin liðu, það gerði hann á sinn hljóð-
láta hátt og af þeirri trúmennsku sem
honum var eðlislæg.
Örn varð strax mikill Bolvíkingur
og hafði meiri áhuga á velferð bæj-
arins en margir sem þar eru fæddir
og uppaldir. Það var okkar lán.
Að leiðarlokum ber að þakka kær-
leiksríka vináttu og samferð á lífsins
vegi. Blessuð sé minning hans.
Hallgrímur Kristjánsson.
Nú er komið á leiðarenda hjá Ödda
afa. Þótt ég hafi aðeins þekkt hann í
tæplega 12 ár voru þetta góð ár sem
ég gleymi aldrei.
Nú er afi laus við veikindin sem
hann hefur þurft að upplifa á nokkr-
um mánuðum.
Vona og veit að þér líður vel.
Oktavía.
Elsku Öddi afi. Vonandi líður þér
vel núna. Það var alltaf skemmtilegt
að koma í heimsókn til Bolungarvík-
ur en ekki jafngaman án þín.
Við áttum margar góðar stundir
saman og þeim gleymum við aldrei.
Ég vona að þú getir gert margt núna
sem þú gast ekki áður. Öllum hér
þykir mjög vænt um þig og allir
sakna þín.
Þín að eilífu,
Karólína.
Elsku Öddi frændi. Ekki grunaði
mig að þú myndir fara svona fljótt.
Þetta er allt eins og ein stór lygasaga.
Ég held ég sé ekki alveg búinn að
átta mig á því að ég á aldrei aftur eft-
ir að taka upp símann og ræða við þig
um daginn og veginn, hvernig mér
gangi í skólanum, hvernig gangi á
skíðunum og að sjálfsögðu að stað-
festa enn einu sinni að þú værir uppá-
halds frændinn. Þú passaðir alltaf
upp á alla og hafðir yfirsýn yfir hvað
allir voru að bralla. Þær stundir sem
ég átti með þér og Björgu voru
kannski ekki margar en þær eru dýr-
mætar. Ég hafði alltaf gaman af því
að koma til ykkar og eitt eftirminni-
legasta sumar sem ég hef átt var ég
hjá ykkur á Bolungavík. Það var allt-
af dálítið ævintýri að koma í heim-
sókn, skoða tómatatrén og fá að horfa
á Heilsubælið af gömlu Beta-spólun-
um. Ég treysti á það, að hvar sem þú
ert þá haldir þú áfram að fylgjast
með okkur öllum og passir upp á okk-
ur.
Hvíl þú í friði.
Þinn frændi
Jóhann Valdimarsson.
Örn Jóhannsson hóf störf hjá Vél-
smiðju Bolungavíkur h.f. árið 1963,
en upphaflega kom hann til Bolung-
arvíkur á vegum Landssmiðjunnar
til að vinna við að reisa nýja síldar-
verksmiðju. Þá var hann tvítugur að
aldri og í vélvirkjanámi. Í Bolungar-
vík kynntist hann ungri stúlku,
Björgu Kristjánsdóttur, og eftir það
varð ekki aftur snúið. Þau giftu sig og
stofnuðu heimili í Bolungavík og eftir
það vildi hann hvergi annars staðar
vera. Hann var orðinn Bolvíkingur.
Örn vann hjá Vélsmiðju Bolungar-
víkur til ársins 2000, þannig að hann
var þar mestan sinn starfsaldur eða í
37 ár. Hann var stundvís með af-
brigðum, duglegur, ósérhlífinn, gerði
ekki síður kröfur til sjálfs sín en ann-
arra, hafði óbilandi kjark og mikla
fagþekkingu, hvort sem var við vél-
virkjun eða smíðaverkefni. Hann tók
fljótlega við verkstjórn, fleytti fram
verkþekkingu og tækni í fyrirtækinu.
Það er ekki spurning, að þegar hann
settist að í Bolungavík, þá var hann
réttur maður á réttum tíma á réttum
stað. Honum leið illa, ef ekki var nóg
að gera. Hann hafði sterka réttlæt-
iskennd, var útsjónarsamur, stóð fast
á sínu og hvikaði hvergi.
Það þykir ekki sjálfsagt í dag að
vinna svona lengi á sama vinnustað,
en þarna vildi Örn vera. Hann batt
tryggð við sinn vinnustað og okkar
fjölskyldu á Sólbergi, sem haldist
hefur fram á þennan dag. Hann bar
óskaplega hlýjan hug til foreldra
okkar, þó sérstaklega pabba okkar,
Guðmundar B. Jónssonar, sem veitti
vélsmiðjunni forstöðu lengst af,
þannig að hann var yfirmaður Arnar í
vinnunni og hafði mjög mótandi áhrif
á þennan unga mann. Hefur Örn oft
talað um það, að hann liti á pabba
sem nokkurs konar fóstra sinn, enda
samdi þeim alltaf sérstaklega vel.
Þeir höfðu brennandi áhuga á lands-
málum og byggðamálum og beittu
sér báðir á því sviði og þá sérstaklega
í Bolungavík, enda ærin verkefni, þar
sem í hönd fór ótrúlegt uppbygging-
arskeið byggðarlagsins.
Oft voru þeir mættir korter fyrir
sjö, Hannes, pabbi og Örn, til að ræða
málin, fiskirí, útgerðarmálin og allt
það sem lífið snýst um í sjávarplássi.
Svo byrjaði vinnutíminn hálfátta.
Örn skrifaði alltaf dagbók og þar með
við hvað hann var að vinna hvern dag,
þannig að í dagbókum hans má lesa
um stóran hluta af atvinnusögu Bol-
ungavíkur í marga áratugi.
Í kaffi- og matarhléum var hann
alltaf glaður. Í mörg ár kom hann
með Rúnari í morgunkaffi á skrifstof-
una til Bjargar og Siggu. Þar var
Neskaffi og matarkex og mikið
spjallað um lífið og tilveruna, kom-
andi sumarfrí og ferðalög. Þegar
kaffistofan var komin yfir bílaverk-
stæðið, þá var alltaf spilaður rakki og
ekkert gefið eftir. Hann gaf mönnum
ekki frið til að borða nestið sitt, dreif
spilamennskuna áfram. Þegar árshá-
tíðir og annar mannfagnaður, s.s.
menningarferðir, voru á vegum
smiðjunnar var Örn alltaf glaður og
kátur og þá ekki síður hún Björg
hans.
Sem vinnufélagi reyndist hann
ÖRN
JÓHANNSSON