Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hjalti Þórðarsonfæddist á Reykj-
um á Skeiðum 18.
mars 1920. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum á
Selfossi laugardag-
inn 12. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðrún Jónsdóttir, f.
í Sandlækjarkoti í
Gnúpverjahreppi
19.2. 1879 og Þórður
Þorsteinsson, f. á
Reykjum á Skeiðum
9.7. 1877, ábúendur á
Reykjum á Skeiðum. Systkini
Hjalta eru: Margrét, f. 1907, látin,
maki Einar Ásgeirsson, látinn;
Jón, f. 1909, látinn, maki Laufey
Stefánsdóttir, látin; Þorsteinn, f.
1910, látinn, maki Unnur Jó-
hannsdóttir, látin; Ingigerður, f.
1912, maki Þorsteinn Bjarnason,
látinn; Sigríður, f. 1913; Bjarni, f.
1914, látinn, maki Sigurlaug Sig-
urjónsdóttir; Laufey, f. 1915, d.
1916; Vilborg, f. 1916, d. 1919;
Laufey Ása, f. 1917, látin; Ey-
steinn, f. 1918, d. 1919; Ingvar,
látinn, maki Sveinfríður Hersilía
Sveinsdóttir; Vilhjálmur, f. 1923,
maki Ingibjörg Guð-
mundsdóttir.
Eiginkona Hjalta
er Ingibjörg Jóns-
dóttir, f. á Hofi á
Eyrarbakka 27.12.
1919. Foreldrar
hennar voru hjónin
Hansína Ásta Jó-
hannsdóttir, f. á Hofi
á Eyrarbakka 1902
og Jón B. Stefáns-
son, verslunarmað-
ur, f. í Merkigarði á
Eyrarbakka 1889.
Hjalti lauk prófi
frá Héraðsskólanum
á Laugarvatni með ágætisein-
kunn og lærði síðan járnsmíðir
bæði hérlendis og í Danmörku.
Hann var lengi verkstjóri á járn-
smíðaverkstæði Kaupfélags Ár-
nesinga og einnig hjá Selfossbæ.
Hjalti var mikill tónlistarmaður,
spilaði bæði á píanó og harmoníku
og tók mikinn þátt í kórastarfi.
Hjalti og Ingibjörg bjuggu alla
sína búskapartíð á Selfossi en þau
héldu upp á 60 ára brúðkaups-
afmæli sitt 17. október sl.
Útför Hjalta fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Frændi minn og fóstri, Hjalti
Þórðarson, er fallinn frá. Hjalti var
kvæntur afasystur minni og nöfnu,
Ingibjörgu Jónsdóttur, í rúm 60 ár.
Þau hjón voru alla tíð ákaflega sam-
rýnd en varð því miður ekki barna
auðið. Móðir mín dvaldi þó hjá þeim
langdvölum sem barn.
Hjalti frændi var að vísu ekki
blóðskyldur mér, en ein af mínum
uppáhaldspersónum samt. Minning-
arnar hrannast upp: Hjalti að vinna
en komandi heim í hádeginu til að
borða góða matinn hennar Imbu.
Hjalti að leggja sig í fimm mínútur í
hádeginu. Að hlaða batteríið eins og
hann sagði. Hjalti var nefnilega
spakur maður, námsmaður í skóla
lífsins, eins og hann sagði. Ótrúlega
vinnusamur en samt sem áður vel
meðvitaður um að allir verða að fá
sína hvíld. Listasmiður, einkum á
járn. Hann var menntaður járn-
smiður og hans stóru og sterku
fingur bjuggu til ótrúlegustu lista-
verk. Skóhorn og kertastjakar, hlið-
ið í Reykjarétt og Strandakirkju.
Músíkant af guðs náð. Spilaði á
harmonikku og píanó alveg eftir
eyranu. Eftirsóttur í veislum og á
böllum.
Hrókur alls fagnaðar. Hjalti með
vindil í bílskúrnum að smíða, Hjalti
að spila við mig Marías, Hjalti að
lauma til mín Tópas þegar Imba
frænka sá ekki til. Minningarnar
vekja hjá mér ljúfsárt bros.
Hjalti var ekki bara góður og
gegn maður, sem helst keypti ekki
bensín annar staðar en hjá Essó.
Hann var mann- og dýravinur í
raun. Ég veit að hann hefði helst
viljað vera bóndi. Hann elskaði
garðyrku og garður þeirra hjóna á
Engjaveginum vann til ýmissa verð-
launa. Hjalti hélt kindur langt fram
eftir aldri. Sérlegur áhugamaður
um liti íslensku sauðkindarinnar;
flekkóttar, hálsóttar, botnóttar eða
hvað það nú allt heitir. Litirnir voru
hans áhugamál. Að ekki sé nú talað
um ungviðið, hvort sem þar voru á
ferð börn, lömb, folöld eða fuglsung-
ar.
Fuglavinurinn Hjalti, maríuerlan
þín á eftir að sakna vinar í stað í
vor. Barnavinurinn Hjalti, alltaf átti
ég hjá þér eina kind, alltaf var hún
eins á litinn og alltaf hét hún Gibba.
Ótrúlega öldruð rolla – eftir á að
hyggja sennilega endurnýjuð öðru
hvoru.
Elskulegi Hjalti frændi minn,
með þessum fátæklegu orðum kveð
ég þig. Margt hef ég ekki minnst, á
eins og óteljandi veiðiferðirnar okk-
ar í Veiðivötn. Eða allar bænirnar
sem þú kenndi mér. Elsku nafna,
mundu að nú er hann Hjalti alheill á
himnum, í fylgd með gengnum ást-
vinum.
Ingibjörg Ingvadóttir.
Nú þegar Hjalti er fallinn frá þá
rifjast upp góðar minningar frá
æsku okkar systkina.
Imba frænka systir pabba var í
okkar huga Imba og Hjalti og segir
það kannski mest um samband
þeirra hjóna og hvernig við upp-
lifðum það í okkar uppvexti.
Imba og Hjalti voru alltaf partur
af stórfjölskyldu okkar á Selfossi og
reyndar svo mikill partur að við
systkinin gengum þar út og inn nán-
ast eins og á okkar eigin heimili.
Þau bjuggu á Tryggvagötu 16 en við
á 22 svo steinsnar var þar á milli.
Hjalti var hvers manns hugljúfi
og sérstaklega barngóður, aldrei
leiddist okkur í návist hans og voru
margar stundirnar við skemmtilega
hluti og öðruvísi athafnir en við átt-
um að venjast. Hjalti spilaði á píanó
og nikku og tók gjarnan syrpur fyr-
ir okkur krakkana. Tölum nú ekki
um stóra grammófóninn sem hann
átti og var stofumubla. Plöturnar
voru 78 snúninga og þvílík upplifun
að fá að þeyta plötur og hlusta á
tónlistina en slíkir grammófónar
voru ekki á hverju strái.
Hjalti hélt lengi kindur á blett-
inum hjá sér og eyddum við þar
ómældum stundum við heyskap og í
að horfa á lömbin. Var Hjalti
óþreytandi við að sinna okkur.
Við fengum tveir bræðranna
tækifæri til að starfa með Hjalta á
þeim árum sem hann vann hjá Sel-
fossbæ og aftur sannaðist að þar fór
góður maður, vandur að virðingu
sinni og góður félagi.
Hjalti var hagleikssmiður, sér-
staklega á járn enda lærður í þeirri
iðju og eru þau ófá skóhornin sem
við systkinin höfum dreift til að
tryggja okkur nothæft skóhorn þar
sem við komum.
Á seinni árum upplifðum við
Hjalta sem heimsmann sem á undan
sinni samtíð ferðaðist með Imbu um
allan heim og sýndi okkur að lífið er
ekki bara streð heldur líka til þess
að njóta þess að lifa.
Við systkinin vottum Imbu
frænku okkar dýpstu samúð og
megi góður guð gefa henni styrk til
að takast á við þann missi sem hún
hefur orðið fyrir og styrkja hana í
að endurheimta mátt og heilsu.
Blessuð sé minning Hjalta.
Jón B., Gísli, Sigmundur,
Hansína Ásta, Anna Björg
og Dóra Sjöfn Stefánsbörn
og fjölskyldur.
Hann Hjalti hennar Imbu er dá-
inn. Hjalti og Imba móðursystir
voru einn af máttarstólpunum í
æsku minni. Móðurfjölskylda mín
var afar náin og bjó þétt saman á
Selfossi. Á meðan ég var lítil stelpa
var þetta allt eins og ein stór fjöl-
skylda og gaman að vera til.
Það er svo margs að minnast úr
æskunni en nú virðist svo ósköp
langt síðan að Hjalti tók mig með
sér í fjárhúsið sitt að gefa rollunum,
eða þegar þau Imba fluttu jólatréð
sitt fram á mitt stofugólf, svo að við
krakkarnir gætum dansað í kring-
um það á meðan Hjalti spilaði og
söng jólalögin við píanóið.
Hús Imbu og Hjalta stóð mér og
frændsystkinum mínum alltaf opið
og þangað var alltaf gott að koma.
Oft sótti ég þangað og var mér alltaf
tekið opnum örmum og ef þannig
stóð á beið mín uppábúinn dívan og
ilmandi kökur með mjólk fyrir
svefninn. Mér þótti gott að vera
einni með Hjalta og Imbu, þar ríkti
friður, samheldni og ró. Hjalta féll
aldrei verk úr hendi, hann var lista-
smiður og það lék allt í höndunum á
honum. Á sumrin blómstruðu blóm-
in og trén, alltaf fallegust í garð-
inum hjá Imbu og Hjalta. Eftir að
ég varð fullorðin var alltaf gott að
koma austur á Selfoss og heim-
sækja þau.
Ég minnist þess sérstaklega nú á
þessari kveðjustundu þegar við Ís-
leifur heimsóttum Imbu og Hjalta
er við vorum á Íslandi fyrir rúmum
tveimur árum. Þetta var um jól og
okkur var tekið opnum örmum eins
og alltaf. Imba lagði mávastellið á
borð í borðstofunni og töfraði fram
kökur úr stömpum í búrinu. Hjalti
sýndi Ísleifi stoltur vinnustofuna
sína í skúrnum. Við áttum góða
stund saman, rifjuðum upp gamla
tíma og spáðum í nýja. Við ræddum
trjárækt og grænmetisrækt. Hjalti
settist niður við píanóið og spilaði,
mér hlýnaði um hjartaræturnar.
Það er þessi hlýja og jákvæða
lífssýn, elsku Hjalti minn, sem ég vil
þakka þér sérstaklega fyrir. Ég trúi
því að þú spilir nú himneska tónlist
með hinum englunum.
Svala Ólafsdóttir.
Hann Hjalti föðurbróðir var mik-
ill uppáhaldsfrændi. Aðeins var árið
á milli hans og pabba, svo nánir
voru bræðurnir að þegar rifjaðar
voru upp æskuminningarnar sögðu
þeir aldrei ég, heldur alltaf við. Þeir
þóttu fjörháir, sagt var að heyrst
hafi til þeirra upp á Sandlækjarholt
þegar mest gekk á. Sögurnar sem
þeir sögðu frá bernsku sinni voru
krassandi og skemmtilegar.
Hjalti flutti ungur á Selfoss og
bjó þar allan sinn búskap. Hann
fylgdist samt alltaf vel með því sem
var að gerast á Reykjum og var
gjarnan mættur í bítið þegar eitt-
hvað stóð til, glaður og kátur og
hvatti fólk til dáða. Hann var sjálf-
sagður í allar réttir og smala-
mennskur, enda átti hann kindur í
mörg ár. Honum var létt um að
hjálpa til, hafði gaman af hvers kyns
verklegum framkvæmdum og höf-
um við sannarlega notið þess systk-
inabörn hans.
Hjalti var sérlega góður járn-
smiður, kertastjakar, skóhorn og
fleiri góðir gripir úr smiðju hans
prýða mörg heimili. Tónlistin var
snar þáttur í lífi Hjalta. Hann fékk
tilsögn í orgelspili sem ungur maður
og naut þess alla ævi, trúlega hefur
varla liðið sá dagur að ekki væri
tekið í píanóið. Þegar hann kom í
sveitina sópaði hann krakkahrúg-
unni að gamla orgelinu hennar
ömmu og þandi hljóðfærið og söng
þá hver sem betur gat.
Hjalti var einstaklega geðgóður
maður, aldrei urðum við vör við að
hann skipti skapi. Hann var skoð-
anafastur en ávallt var grunnt á
glettninni og stutt í stríðnina. Þetta
varð til þess að oft var tekist á um
ýmis málefni og hafði hann gaman
af þegar okkur hitnaði í hamsi. Við
vorum þó aldrei í vafa um hve annt
honum var um okkur.
Hjalti giftist henni Imbu sinni,
fallegri stúlku frá Eyrarbakka. Þau
voru einstaklega glæsileg og sam-
rýmd hjón. Þau ferðuðust saman
um heiminn og eignuðust í þeim
ferðum góða félaga sem þau héldu
tryggð við alla tíð. Marga ferðina
fóru þau inn á hálendið í veiði og var
Hjalti kappsamur við veiðina eins
og annað sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann sagði þó að Imba
væri meiri veiðikló.
Svo samrýmdir voru þeir pabbi
og Hjalti að þeir dóu í sama rúminu
úr sama sjúkdómi með stuttu milli-
bili. Missir Imbu er mikill og er
aðdáunarvert hvernig hún tekur
breyttum aðstæðum.
Við sjáum á eftir kærum frænda
og söknum þess að eiga ekki lengur
von á þeim hjónum í sunnudags-
heimsókn í sveitina. Við trúum því
að pabbi hafi tekið á móti Hjalta
bróður sínum, þar hafa orðið fagn-
aðarfundir.
Við sendum Imbu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Systkinin frá Reykjahlíð.
Síðastliðinn laugardag lést á Sel-
fossi Hjalti Þórðarson, Engjavegi
43 þar í bæ. Hann vantaði sex daga
upp á að ná 85 ára aldri.
Hjalti fæddist á Reykjum á
Skeiðum og ólst þar upp, ellefti í röð
þrettán systkina. Þrjú þeirra dóu á
unga aldri en þau sem til fullorðins-
aldurs komust urðu annálað dugn-
aðar- og myndarfólk.
Eins og geta má nærri ólst Hjalti
upp við öll algeng sveitastörf og
vandist snemma á hagsýni og vinnu-
semi enda enginn hægðarleikur fyr-
ir foreldra hans að ala upp stóran
barnahóp á kreppuárunum. Sú tíð
er nú að mestu gleymd og kemur
vonandi aldrei aftur.
Hjalti fór til náms í Héraðsskól-
ann að Laugarvatni og reyndist
framúrskarandi námsmaður. Ég
hygg að hugur hans hafi staðið til
þess að verða bóndi en örlögin hög-
uðu því þannig að hann nam járn-
smíði og varð meistari í þeirri grein
og verkstjóri við smiðjur Kaup-
félags Árnesinga um árabil. Eins og
fjölmargir af Reykjaætt var Hjalti
hreinn völundur við allt handverk
og var hrein unun að fylgjast með
honum við vinnu. Mátti með sanni
segja að hann var verkglaður, verk-
hygginn og vinnusamur svo að af
bar. Í heimsóknum til vina og
vandamanna átti hann óumbeðinn
iðulega til að grípa til nánast allra
verka sem hann sá að fyrir lágu,
jafnvel í sparifötunum. Þetta gat
verið gróðursetning, pípulögn, smíði
hvers konar eða bara tiltekt ef ekk-
ert annað var á boðstólum. Og það
munaði sannarlega um handtökin
hans, það fékk ég margoft að reyna.
Á Selfossi kynntist Hjalti eftirlif-
andi eiginkonu sinni Ingibjörgu
Jónsdóttur frá Hofi á Eyrarbakka.
Ekki varð þeim hjónum barna auðið
en í skjóli þeirra ólst upp að veru-
legu leyti bróðurdóttir Ingibjargar,
Hansína Ásta Björgvinsdóttir, sem
þau tóku að vonum miklu ástfóstri
við.
Með sanni má segja að þau hjónin
voru samrýnd í besta lagi enda yf-
irleitt ekki nefnd sitt í hvoru lagi
heldur bæði í einu. Ég steig það
gæfuspor að ganga að eiga Hansínu
Ástu og verða þar með tengdasonur
Imbu og Hjalta. Má með sanni
segja að þau hjón hafa nánast borið
mig og fjölskyldu mína á höndum
sér alla tíð.
Hjalti Þórðarson var glæsilegur
maður, hár vexti, bjartur yfirlitum
og hraustur vel. Á yngri árum var
hann ágætur íþróttamaður og fáir
hygg ég að hafi lagt hann í glímu.
Hann var framúrskarandi músík-
alskur og lék vel á harmoníku, orgel
og píanó. Engin var sú fjölskylduhá-
tíð sem talandi var um að Hjalti
væri ekki til kvaddur að spila og
halda uppi fjöldasöng þegar við átti,
sem var oft. Og hann var eftirsóttur
til að halda uppi fjörinu á alls kyns
mannamótum nánast til hinstu
stundar. Ekki má gleyma söng-
áhuga hans en hann söng árum
saman sem tenór í kórum á Selfossi
og hélt sinni björtu rödd alla tíð.
Einn er sá þáttur í lífi Imbu og
Hjalta sem ekki má verða út undan
en það eru fjölmargar ferðir þeirra í
Veiðivötn. Þær voru farnar í hart-
nær fjörutíu ár og aflabrögð þeirra
hjóna voru annáluð. Örnefnið Hjalt-
eyri á bakka Nýjavatns segir sína
sögu. En það var ekki eingöngu
veiði, heldur ekki síður náttúrufeg-
urðin og félagsskapurinn í ferðun-
um sem heillaði. En nú er síðasta
ferð Hjalta að baki. Drjúgu og
heillavænlegu ævistarfi er lokið.
Glæstar veiðilendur handan við sól
og mána bíða hans. Það verður ekki
amalegt að hitta hann þar í fyllingu
tímans.
Ingvi Þorkelsson.
Hann Hjalti frændi er dáinn.
Hann var mikið hreystimenni, allra
manna duglegastur og við systkinin
hreinlega héldum að hann yrði 100
ára. Lífið er óútreiknanlegt og á
einu augabragði í haust veiktist
Hjalti mikið og eftir það var hann
hvorki heill né hálfur maður. Hjalti
var kvæntur henni Imbu frænku og
urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi
að njóta frændrækni þeirra í ríkum
mæli en þeim hjónum varð ekki
barna auðið.
Það eru svo margar skemmtileg-
ar og góðar minningar sem við eig-
um tengdar Imbu og Hjalta og þess
ber að geta að það er varla hægt að
tala um annað þeirra í einu því þau
voru hreinlega alltaf saman, svo
samrýnd voru þau hjón. Á jólum
voru þau Imba og Hjalti heima í
Kópavoginum hjá mömmu og pabba
á meðan heilsan leyfði. Um páska
fórum við svo austur á Selfoss og
fengum að sjálfsögðu besta lamba-
kjöt í heimi, ættað frá Reykjum á
Skeiðum, matreitt af Imbu frænku
með öllu tilheyrandi. Þess ber einn-
ig að geta að Ingibjörg systir dvaldi
hjá þeim Imbu og Hjalta á hverju
sumri við gott atlæti.
Til gamans skal geta þess að eitt
sinn trúði Hjalti góðri frænku sinni
fyrir því að það væri eiginlega
þrennt sem hann tryði á í heim-
inum, nefnilega íslenska lambakjöt-
ið, kaupfélagið og Framsóknar-
flokkurinn. Já, hann Hjalti var
framsóknarmaður fram í fingur-
góma og alltaf tók hann bensín hjá
Essó og aldrei steig hann fæti inn í
Bónus. KÁ, Kaupfélag Árnesinga,
var hans búð á meðan það var og
hét. Hjalti var mikill veiðimaður og
það voru ófáar ferðirnar sem þau
Imba fóru í upp í Veiðivötn ásamt
mömmu, pabba og okkur systkinun-
um. Þar var mikið veitt enda miklir
aflakóngar með í för og má þar helst
nefna í því sambandi Hjalta, pabba,
Björgvin og Ingibjörgu systur.
Þetta eru og voru allt saman hörku-
góðir veiðimenn og það er erfitt að
ímynda sér Veiðivatnaferð án
Hjalta.
Elsku Imba frænka. Við biðjum
góðan guð að styrkja þig og okkur
öll í sorginni og taka vel á móti
Hjalta, lífsförunauti þínum og stoð-
inni og styttunni í þínu lífi. Við
sendum systkinum Hjalta og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Sem betur fer eigum við huggun í
óteljandi góðum minningum um
hann Hjalta, minningar sem munu
hlýja okkur um ókomin ár.
Anna Sólveig Ingvadóttir
og Björgvin Ingvason.
Það var fyrir nokkrum árum að
við fjölskyldan fluttum okkur um
set á Selfossi og fluttum á Engja-
veginn. Við þekktum til nágranna
okkar á 43, þeirra Hjalta og Imbu,
og vissum að þar fengjum við góða
granna. Það átti heldur betur eftir
að koma í ljós. Við vorum varla búin
að koma okkur fyrir þegar Hjalti og
Imba komu yfir til okkar og buðu
okkur velkomin.
Hjalti hafði gaman af að fylgjast
með framkvæmdum okkar
hjónanna við nýja heimilið. Hann
sagði að gaman væri að sjá fólk
vinna við að byggja upp og bæta í
kringum sig. Sjálfur var hann mikill
hagleiksmaður á járn og ófáir smíð-
isgripirnir sem urðu til í bílskúrnum
hjá honum, allt frá skóhornum til
fallegra kertastjaka og ljósakróna.
Sól var ekki fyrr farin að hækka á
lofti en Hjalti var kominn út í garð,
HJALTI
ÞÓRÐARSON
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ingvi Þór, Þorkell og
Jón Jökull Þráinssynir.
HINSTA KVEÐJA