Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar SVÍÞJÓÐ er það Norðurlandanna sem mest er heimsótt af ferðamönnum og hefur skotið Dan- mörku ref fyrir rass, að því er fram kemur í Göte- borgs Posten. Gistináttum hefur fækkað í Noregi og Danmörku en fjölgað í Finnlandi og Svíþjóð. Ekki er minnst á Ísland í frétt GP. Hlutur Svíþjóðar í er- lendum gistinóttum á þessum fjórum Norðurlöndum árið 2004 var 31,9% sem er örlítið meiri en hluti Danmerkur, 31,5%. Hlutur Noregs var 22,2% og Finnlands 14,5%. Morgunblaðið/GolliFrá Gautaborg. Flestir ferðamenn til Svíþjóðar FLESTIR foreldrar þurfa að taka börnin með sér þegar keypt er inn til heimilisins og þá kemur sér vel að geta sett barnið í sæti á inn- kaupakerrunni. En þá þarf að hafa hugfast að aldrei má skilja barnið eitt eftir. Fyrir lítið barn að detta úr innkaupakerru niður á steingólf samsvarar því að fullorðinn detti of- an af bílskúr niður á steypta stétt. Sem skýrir hversu alvarlegir áverk- arnir geta orðið við fall úr inn- kaupakerru. Í fyrravor var gerð rannsókn á heima- og frítímaslysum barna á aldrinum 0–4 ára sem komið höfðu á slysadeildina árið 2003. Niðurstöð- urnar sýndu að 5% barnanna, tæp- lega 80 börn, höfðu slasast í versl- unum. Einna alvarlegustu slysin sem verða í verslunum eru fallslys og þá flest vegna falls úr inn- kaupakerrum. Sum þessara slysa eru mjög alvarleg því flest börnin hljóta höfuðáverka. Hvað geta for- eldrar gert til að koma í veg fyrir þessi slys?  Látið barnið alltaf sitja í þar til gerðu sæti.  Athugið að barn sem er þyngra en 15 kíló á ekki að sitja í inn- kaupakerru.  Börn eiga aldrei að sitja ofan í körfunni sjálfri.  Ekki má yfirgefa smábarn eitt augnablik í körfunni.  Veljið alltaf körfu sem er með belti fyrir barnið, ef hún er til.  Hægt er að nota venjulegt beisli, með smá breytingu, til að festa barnið í sætinu.  Þegar kerra er valin er mikilvægt að gæta þess að hjólin virki eðli- lega.  Sé kerrunni ekið út á bílastæðið gætið þess þá að forðast holur í malbikinu. Atriðin sem talin eru hér upp tengj- ast öll slysum á börnum í inn- kaupakerrum og með því að fara eft- ir þessum ábendingum leggja foreldrar og forráðamenn sitt af mörkum til að koma í veg fyrir þessi slys. Hlutverk verslana Í verslunum þarf líka átak til að koma í veg fyrir þessi slys. Til dæm- is mætti skilti vera í verslunum um þessa hættu og einnig mætti fræða starfsfólk um þetta svo það sé í stakk búið til að benda foreldrum á hætturnar. Mjög mikilvægt er að verslanir sjái til þess að belti séu í barnasætunum á innkaupakerr- unum. Svo þarf að vera reglubundið eftirlit með kerrunum, nokkur alvar- leg slys má rekja til þess að kerran var í ólagi, hjólin stóðu á sér eða að grindin var skökk eftir að ekið hafði verið á hana. Nauðsynlegt er að lýsing á bíla- stæðum og aðkoma að versluninni sé í góðu lagi. Hálkuvörn verður að vera en dæmi eru um að foreldrar hafi dottið í hálku fyrir utan verslun og við það hefur innkaupakerran farið á hliðina og barnið kastast úr henni. Sömuleiðis geta skemmdir og holur í malbiki og fláa við inngang verslana orsakað svona slys. Klaka þarf líka að fjarlægja, því erfitt er að keyra kerrur yfir hann sem getur orsakað slys. Leggjumst öll á eitt til að gera innkaupaferðina ánægjulega og hættulausa börnum. Morgunblaðið/Ásdís Einna alvarlegustu slysin sem verða í verslunum eru fallslys og þá flest vegna falls úr innkaupakerrum.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð 80 börn höfðu slasast í verslunum Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri Árvekni-barnaslysavarna, Lýð- heilsustöð. L íklega var það nátt- úrufegurðin og frið- sældin sem gerði út- slagið,“ segir Ingibjörg Þórhallsdóttir þegar hún reynir að útskýra hvað það er sem kom yfir hana og eiginmanninn, Rúnar Karlsson, þegar þau ákváðu að venda sínu kvæði í kross, breyta um lífsstíl og starfsvettvang og flytjast til Spánar, komin á miðjan aldur eins og hún orðar það. „Við vorum löngu búin að átta okkur á því að lífs- gæði felast í svo mörgu öðru en að eiga veraldlega hluti. Synir okkar eru orðnir full- orðnir og fátt sem bindur okkur þannig á Íslandi. Við höfum dvalið töluvert í fríum á Spáni og þar sem við erum mikið fyrir útivist og hreyfingu ákváðum við í fyrravetur að fara í skipulagða gönguferð hjá þessu ferðaþjón- ustufyrirtæki, Els Frares, í þorpinu Quatretondeta í Alicante-héraði. Þorpið er í um klukkustundar akst- ursfjarlægð frá Alicante-flugvell- inum. Við vorum alveg heilluð af þessu svæði og þegar við komumst að því að eigendurnir voru að leita að meðeigendum þá slógum við til, seld- um fyrirtæki sem ég átti, sögðum upp í vinnunni, seldum húsið og bíl- ana og fluttum út með hundinn. Við sáum að það var ekki seinna vænna að gera róttækar breytingar á lífi okkar og þarna var tækifærið kom- ið.“ Sinna áhugamálinu í vinnunni Ingibjörg segir að þó að þau hjónin finni auðvitað fjárhagslegan mun á því að fara úr hálaunastörfum á Ís- landi í ferðaþjónustuna á Spáni þá kemur svo margt annað í staðinn, veðursældin, fegurðin og friðsældin og nýr lífsstíll, að fá að vera svona mikið úti og sinna áhugamálinu í vinnunni eru náttúrlega óborganleg forréttindi. Ingibjörg bendir á að í fjalllendinu á þessum slóð- um séu hundruð frábærra gönguleiða, feg- urðin í landslag- inu sé ólýsanleg og þetta litla hótel sem þau gistu á og eiga nú helminginn í hefur ótrúlegan sjarma þar sem það kúrir í þessu litla 170 manna fjallaþorpi. Hótelið, sem getur nú hýst 24 gesti, hyggjast þau stækka á árinu og einnig veitingahúsið sem þau reka samhliða hót- elinu. Veitinga- staðurinn hefur reyndar getið sér gott orð og fengið góða dóma en mat- reiðslan þar miðast við að nýta ferskt hrá- efni úr næsta nágrenni eftir því sem kostur er, en ferðaþjónustan til- heyrir samtökunum „Responsible travel“. Landið umhverfis hótelið er gjöfult, þar eru ólífutré, möndlutré, fíkjutré og ýmis ávaxtatré og berja- runnar svo ekki sé nú talað um kryddjurtirnar sem vaxa villt. Bjóða Íslendinga velkomna En ætla þau að bjóða Íslendingum að taka þátt í skipulögðum göngu- ferðum á þessu svæði? „Já, það er meiningin. Fram að þessu hafa Bretar verið stærsti við- skiptahópurinn og flestir koma aftur og aftur en okkur þætti mjög vænt um að fá Íslendinga til okkar. Við getum skipulagt gönguferðir við allra hæfi, sælkeraferðir, afslöpp- unar- og heilsuferðir og erum að skoða hjólaferðir og hestaferðir. Við sérsníðum svo ferðir fyrir átta manna hópa og fleiri.“ Ingibjörg er meðal annars hjúkr- unarfræðingur og hefur lengi starf-  LÍFSSTÍLL | Söðluðu um, sögðu upp vinnu á Íslandi, seldu húsið og Friðsældin og náttúrufegurðin gerði útslagið Þau eru rúmlega fimmtug, sögðu upp í vinnunni, seldu húsið og bílana og keyptu helmingshlut í litlu hóteli og ferðaþjónustufyrirtæki í 170 manna fjalla- þorpi á Spáni. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heill- aðist af áræðninni og eldmóðinum. Rúnar Karlsson og Ingibjörg Þórhallsdóttir. DAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.