Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 6
Starfsemin byrjar af krafti á nýja hótelinu NÝTT hótel, Hótel Reykjavík Centrum, var opnað á föstudag við hátíðlega athöfn. Hótelið er við Að- alstræti 16, en elsti hluti hússins var byggður árið 1764. Nýbygg- ingar hússins eru gerðar eftir sögu- frægum reykvískum húsum, Fjala- kettinum og Uppsölum. Á hótelinu eru 90 herbergi með öllum nútímaþægindum svo sem gervihnattarsjónvarpi, þráðlausu neti, öryggishólfi og te- og kaffi- setti. Á hótelinu eru tveir ráð- stefnusalir sem rúma allt að 40 manns. Sigurður Ómar Sigurðsson, hót- elstjóri Hótel Reykjavík Centrum, segir hótelið þegar hafa fengið margar fyrirspurnir um gistingar og fjöldi aðila hafi lýst yfir áhuga á bókunum. „Horfurnar eru mjög góðar og það lítur út fyrir að við byrjum af miklum krafti,“ segir Sigurður Ómar, en gestir opnunar- innar voru upp til hópa afar hrifnir af hönnun og útliti hússins. „Fólk sem er búið að skoða hérna hjá okkur er mjög ánægt. Þetta hótel býður upp á allt sem fjögurra stjörnu hótel gerir.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir ánægjulegt að sjá að Aðalstrætið, sem enginn hafði trú á fyrir tíu til tólf árum, hafi nú gengið í endurnýjun lífdaga. „Fyrir sex árum gengu borgaryf- irvöld á hvern fjárfestinn á fætur öðrum og enginn hafði trú á þessu. Þá voru allir með hugann við Kringlu og Smára,“ segir Steinunn. „Þetta hefur gerbreyst, það er mik- il uppbygging á þessu svæði og ver- ið að endurgera elsta hús Reykja- víkur hér við hliðina, en það verður punkturinn yfir i-ið. Þetta ber því vitni að þetta langa uppbygging- arstarf síðasta áratugar sé að skila sér.“ Morgunblaðið/Golli Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórólfur Árnason og kona hans, Margrét Baldursdóttir, óskuðu Sigurði Ómari Sigurðssyni hótelstjóra til hamingju. 6 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Til leigu er mjög gott um 450 m2 skrifstofuhúsnæði við Stangarhyl. Aðkoma er mjög góð og næg bílastæði. Um er að ræða alla efri hæð hússins og hluta 1. hæðar. Nánari lýsing: Góð móttaka, tvö opin vinnurými, annað fyrir 8-10 starfsstöðvar en hitt fyrir ca 5, tæknirými með geymsluaðstöðu, 5 rúmgóðar skrifstofur og 2 mjög stórar skrifstofur, auk salerna og ræstikompu. Á jarðhæð er kaffistofa og starfsmannaaðstaða. Mikið og fallegt útsýni er af hæðinni til norðurs. Eignin er laus 1. maí. Nánari upplýsingar veitir Arnheiður í síma 591 9000 eða arnheidur@terranova.is Skrifstofuhúsnæði til leigu V elta SÍF minnkar um ná- lægt 30 milljarða króna við söluna á Iceland Seafood International og verður að öllum lík- indum tæpir 50 milljarðar á ári. Starfsemin verður mun einsleitari en áður þar sem allri frumvinnslu og sölu lítt unninna afurða verður hætt. Starfsemin verður nú aðeins í fjórum löndum í stað 11 áður, það liggur fyr- ir að félagið hyggur á frekari land- vinninga. SÍF-samsteypan á sér langa sögu, enda sameinuð úr mörgum fyr- irtækjum. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda var stofnað 1932 til að flytja út saltfisk. SÍF var eitt um þá hitu í um fimm áratugi. Því var breytt í hlutafélag 1993, en útrásin hófst 1990 með kaupum SÍF á franska fyrirtækinu Nord Morue, sem var sérhæft í vinnslu og sölu á saltfiski. 1998 er franska fyrirtækið J.B. Delpierre keypt, en það var mest í fullvinnslu á kældum afurðum. 1999 sameinast SÍF og Íslandssíld, áður Síldarútvegsnefnd. Sama ár sameinast SÍF og Íslenzkar sjáv- arafurðir, sem áttu sér langa sögu undir nöfnunum Útflutningsdeild Sambandsins og Sjávarafurðadeild SÍS. ÍS rak þá nýja fiskréttaverksmiðju í Bandaríkjunum og hafði árið 1997 keypt franska fyrirtækið Gelmer, sem var meðal annars í framleiðslu á frystum afurðum og átti nýja fisk- réttaverksmiðju. Við sameininguna var SÍF með starfsemi í Frakklandi, á Spáni, í Kanada, á Ítalíu, í Noregi, Grikklandi og Brasilíu og átti hlut- deild í fyrirtækjum í Bretlandi og Frakklandi. Starfsemi ÍS var í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bret- landi, á Spáni, í Þýzkalandi og Japan og átti hlut í namibísku fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Raunverulegur samruni fyrirtækj- anna verður árið 2000, árið 2003 er brezka fyrirtækið Lyons Seafood keypt og árið eftir hið franska Lab- eyrie Group, en bæði eru þau sér- hæfð í ferskum og kældum afurðum. Árið 2004 var Iceland Seafood Int- ernational stofnað um hefðbundið sölu- og markaðsstarf og sala á lítt unnum sjávarafurðum skilin frá full- vinnslustarfsemi. Mikið selt Á þessu ári var starfsemi SÍF í Bandaríkjunum seld og sömuleiðis Iceland Seafood International og Tros hf. Í sölunni á Iceland Seafood fylgdu starfstöðvar á Íslandi, í Bret- landi, Frakklandi, Þýzkalandi, á Ítal- íu, Spáni, í Litháen, Póllandi, Grikk- landi og Kanada. SÍF er því nú aðeins með starfsemi í fjórum lönd- um, Íslandi, Frakklandi, Bretlandi og Noregi. Starfsmenn eru lang- flestir í Frakklandi eða 3.360, en fæstir í Noregi, fjórir, en á Íslandi eftir nýjustu breytingar, aðeins sex eða 17 séu starfsmenn Saltkaupa taldir með. Mest í Frakklandi Umsvifin verða nú mest í Frakk- landi í SIF France og Labeyrie Group. Hið fyrrnefnda var stofnað 1999 og eru starfssviðin þrjú. Fryst- isvið í Boulogne S.M., kælisvið á sama stað og í borgunum Wisches og Fécamp, saltfisksvið í Jonzac. Starfs- menn eru 960. Labeyrie Group var stofnað 1946 og bættist við SÍF-samstæðuna í fyrra. Fyrirtækið starfrækir sex verksmiðjur, þrjár í Frakklandi, tvær á Spáni og eina í Skotlandi. 55% framleiðslunnar eru sjávarafurðir, aðallega reyktur lax, 35% franskir réttir, anda- og gæsalifur og 10% hveitipönnukökur og smurréttir. Umfangsmiklir í rækju Starfsemin í Bretlandi er einnig mikil. SÍF keypti Lyons Seafood árið 2003, en fyrirtækið var stofnað 1958. Fyrirtækið rekur tvær fiskrétta- verksmiðjur og eru starfsmenn 260. Lyons vinnur og selur fyrst og fremst rækju í neytendaumbúðir og fyrir svokölluð stóreldhús, mötuneyti og veitingahús, og er árleg fram- leiðslugeta um 15.000 tonn. Miðað við síðasta ár var skiptingin milli rækju- tegunda sú, að 6.000 tonn voru heit- sjávarrækja en 2.500 kaldsjáv- arrækja eins og veiðist hér við land. Lyons kaupir hráefni til vinnslu um allan heim og er með eigin inn- kaupaskrifstofur í Pakistan og á Ind- landi. 50% framleiðslunnar fara í smásölu í Bretlandi, 35% í stórveit- ingahúsin og 15% eru flutt utan. Áhugaverðara fyrirtæki? Með þessum gífurlegu breytingum á rekstri SÍF er fyrirtækið fyrst og fremst í framleiðslu og sölu á afurð- um sem eru tilbúnar til neyzlu. Reksturinn er einsleitari og tekju- möguleikar meiri. Þrátt fyrir veru- legan samdrátt í veltu er ekki gert ráð fyrir að það hafi teljandi áhrif á afkomu félagsins. Áhugi hlutabréfa- markaðsins á SÍF hefur verið lítill, en þessar breytingar kunna að hafa jákvæð áhrif. Fyrir söluna á Iceland Seafood var reksturinn mjög flókinn og erfitt að gera sér grein fyrir hvaða þættir hefðu mest áhrif á afkomu þess. Jafnframt var hlutfall hagn- aðar af veltu lágt vegna þess hve litlu sala með lítt unnar afurðir skilar. Nú má gera ráð fyrir að hlutfall hagn- aðar af veltu aukist. Með sölu Iceland Seafood í Bandaríkjunum og Iceland Seafood International hefur rekstr- arstaða félagsins einnig batnað mikið frá því í fyrra. Það er fleira matur en fiskur Það er margt fleira sem kemur til, en þessar aðgerðir eru í fullu sam- ræmi við stefnumörkun félagsins, fyrirtækið hefur markað sér skýran vettvang í sölu matvæla í Evrópu. Formaður stjórnar SÍF, Ólafur Ólafsson, sagði á aðalfundi félagsins fyrir skömmu að markmiðin væru að selja frá sér starfsemi sem tengdist frumvinnslu og sölu lítt unninna sjáv- arafurða og jafnframt að fjárfesta enn frekar í rekstri er fellur að kjarnastarfsemi félagsins. Nú er bara að sjá hvað verður næst. Tæki- færin í matvælageiranum eru eflaust víða og þau þurfa ekkert frekar að tengjast sjávarfangi. Það er ýmislegt fleira en fiskur sem gæti fallið vel að núverandi starfsemi SÍF. Fréttaskýring | Starfsemi SÍF hefur verið einfölduð mikið með sölu tveggja stórra þátta starfseminnar. Starfsemin í fjórum löndum í stað ellefu áður. 30 milljarða minni velta                     !"##     $%        & &$% ' & &$%% ## (  %  &$%% ##    &$%% ## )*+ ,-'( & &      . /0# & !& !" & +%'   & 1 (     Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LANDLÆKNIR hefur gefið út ráðleggingar til ferða- manna vegna fuglainflúensu í Asíu. Landlæknir telur ekki ástæðu til að mæla gegn því að fólk ferðist til neinna svæða þar sem fuglainflúensa geisar í fiðurfé í Asíu. Þó er mælst til þess að ferðamenn sem fara til svæðanna forðist fuglamarkaði, búgarða og snertingu við lifandi hænsn- fugla og aðra fugla. Einungis ætti að neyta kjöts og eggja sem eru vel soðin eða steikt. Einnig er mælt með því að ferðamenn þvoi sér reglulega um hendur og hugi að hreinlæti. Ráðleggingar til ferða- manna vegna fuglainflúensu í Asíu Farsóttinni í fiðurfé í Asíu veldur inflúensuveira af A- stofni (H5N1). Faraldurinn kom upp í Suður-Kóreu í des- ember 2003 og breiddist síðan út til Víetnam, Japans og Taí- lands, en hans hefur orðið vart í fleiri löndum í Suðaust- ur-Asíu, m.a. í Kína og Indónesíu og nú síðast í Norð- ur-Kóreu. Flestir sem hafa sýkst eru frá Víetnam Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin tilkynnti 31. mars sl. að 74 menn hefðu sýkst og 49 þeirra látist í Suðaustur-Asíu síðan 28. janúar 2004. Flestir sem hafa sýkst eru frá Víet- nam en aðrir sem hafa veikst eru frá Taílandi og Kambódíu. Talið er að allir hinna sýktu hafi haft tengsl við smitað fið- urfé og ekki er vitað til þess að smit hafi borist milli manna með virkum hætti. Ráðleggingar til ferðamanna sem fara til Asíu Forðist snertingu við lifandi fiðurfé

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.