Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 10

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 10
10 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Robert James Fischer, alltaf kall-aður Bobby, er lítið fyrir að borðasúkkulaði. Segir tennurnar ekkisérlega sterkar; ekki er annað aðsjá en það vanti í það minnsta tvær í neðri góm vinstra megin, og hann vill ber- sýnilega fara varlega í þessum efnum. Páskaeggið á stofuborðinu hjá honum á svít- unni á Hótel Loftleiðum virtist nefnilega ósnert á fimmtudaginn, nokkrum dögum eftir páska; egg sem hann fékk að gjöf frá hótelinu, og þess vegna var spurningin látin flakka áður en við kvöddum hann. Ætli hann hafi kannski gaman af máls- háttum? Eggið var ekki lengur í plastinu og blaða- maður rak augun í það á leiðinni út að búið var að fjarlæga lokið úr gatinu aftan á egginu, sem var heilt að öðru leyti. En það var orðið of seint að spyrja. Líklega dónalegt að snúa við og forvitnast um það hvaða málshátt hann fékk. Hefði reyndar verið býsna flott byrjun á viðtali að upplýsa að Fischer hefði t.d. fengið Vont er vinalaust land eða Oft er misjafn sauð- ur í mörgu fé úr páskaegginu sínu. Jæja, spyrjum hann bara næst. Kannski hefur hann alls engan áhuga á málsháttum. Fischer segist enn ekki hafa ákveðið hvar hann ætli að setjast að. Það geti alveg eins orðið hér á landi, eins og einhvers staðar ann- ars staðar, og ef svo færi þá ekkert endilega í Reykjavík. Hann er þekktur fyrir allt annað en liggja á skoðunum sínum, hann hefur lengi látið vaða á súðum um illsku gyðinga og meint „alheims- samsæri“ þeirra og gagnrýnir jafnan banda- rísk stjórnvöld harðlega þegar færi gefst. Engin undantekning er á því í þessu samtali við blaðamenn Morgunblaðins. Þið hafið glatað einhverju … Hann er glaður, brosir annað veifið en brún- in þyngist á stundum. Honum liggur hátt róm- ur, er yfirleitt fljótur til svars og ákveðinn. Og eftir þessa stund með honum fær maður á til- finninguna að Fischer geti ekki einbeitt sér al- mennilega nema að einu í einu. Þegar einn vina hans, sem kom í heimsókn þegar liðið var á samtalið við Morgunblaðsmenn, stóð upp og fór að tala í farsíma, meira að segja lágt, ann- ars staðar í stofunni missti meistarinn einbeit- inguna. Sagði símamanninn verða að fara í næsta herbergi; – Ég get ekki talað við þá á meðan hann er að tala í símann hér inni. Var alls ekki reiður. Þetta var allt í góðu, en hann vildi geta einbeitt sér að því sem máli skipti. Örugglega nauðsynleg kúnst skák- kappa að halda athyglinni á þeim mönnum sem hann á við hverju sinni, hvort sem það eru kóngar, drottningar, biskupar eða blaðamenn. Hann nefnir dæmi sjálfur í upphafi samtals- ins sem bendir til þessa. Hefur orð á því að Reykjavík dagsins í dag sé mjög ólík því „vina- lega þorpi“ sem honum hafi fundist borgin 1972, þegar einvígið við Spasský fór fram. „Annars hef ég verið að átta mig á því, eftir samtöl við Sæma, að ég man ákaflega lítið eftir Reykjavík eða því umhverfi sem ég var í þá. Skákin var það eina sem komst að. Ég var svo einbeittur.“ Sæmi er auðvitað Sæmundur Pálsson lög- regluþjónn; Sæmi rokk, gæslumaður Fischers meðan á Einvígi aldarinnar stóð 1972 og vinur hans síðan. Þegar hann er spurður síðar í samtalinu hvers vegna þeir Sæmi hafi náð svona vel sam- an útskýrir Fischer það þannig að Sæmi sé svo ólögguleg lögga. „Lögregluþjónar eiga það til að líta niður á fólk og vilja sýna vald sitt. Að minnsta kosti í Bandaríkjunum, og ég við- urkenni að það er ekki alltaf að ástæðulausu. En Sæmi er allt öðruvísi.“ Fischer segist sem sagt geta fullyrt að borg- in hafi verið huggulegri í þann tíð; „mér finnst ekki eins fallegt hérna núna. Það er búið að byggja svo mikið og hér eru svo margir bílar. Andrúmsloftið er reyndar enn hreint og gott, en það er ekki eins notalegt hérna. Ekki eins cozy, sagði hann á ensku. „Og þá á ég auðvitað bara við Reykjavíkursvæðið. Ég hef ekki farið víðar. En mér finnst eins og þið hafið glatað einhverju …“ Og það styttist í að Fischer fari virkilega á flug í fyrsta skipti í samtalinu. En ekki í það síðasta. Upphaf endalokanna Á borðinu lá hulstur utan af DVD mynd Ómars Ragnarssonar um hálendi Íslands; In Memoriam? kallast hún á ensku og hefur haft mikil áhrif á Fischer á stuttum tíma. „Ég varð mjög sorgmæddur þegar ég horfði á þessa mynd. Og reiður. Ég get ekki skilið að nokkr- um manni geti fundist framkvæmdirnar [á há- lendinu] af hinu góða. Það ætti að stöðva þær þegar í stað; þær eru auðvitað ekkert annað en stórkostlegt hneyksli.“ Hann segist hafa lesið um það fyrir nokkr- um árum í erlendu blaði að virkjanafram- kvæmdirnar stæðu fyrir dyrum eystra, en ekki trúað því. „Mér fannst það strax hræði- legt. Ég heyri að fólk telur baráttuna tapaða, vegna þess hve vel á veg framkvæmdir eru komnar en það má ekki gefast upp. Mér finnst það brjálæði að gefast upp. Þetta rask á há- lendinu hefur vond áhrif á ferðaþjónustuna. Hvað gerist næst, ef þessi virkjun verður að veruleika?“ Þeim Íslendingum sem eru á móti virkj- unarframkvæmdum á hálendinu fjölgaði sem sagt um einn í vikunni sem leið! Einhvers staðar las Fischer að framkvæmd- irnar á hálendi Íslands væru mesta umhverf- ishneyksli í Evrópu, en „það er reyndar ekki rétt. Eitt kjarnorkuver, hvar sem það er stað- sett, er enn hræðilegra en allt annað. Kjarn- orkuver er fáránlegt fyrirbæri; það versta fyr- ir umhverfið sem hugsast getur“. Við komum nánar að kjarnorkunni síðar. Aðspurður segist Fischer að sjálfsögðu tjá sig um málefni íslenska hálendisins eins og annað, finnist honum ástæða til. „En ekki sér- staklega sem Íslendingur, heldur sem íbúi á jörðinni.“ Ítrekar svo að hann skilji hreinlega ekki hvernig slíkt slys geti átt sér stað hér- lendis. „Þetta mál er upphaf endalokanna fyrir Ís- land,“ segir hann. Ekki bætir úr skák að eigandi fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði skuli vera bandarískt stór- fyrirtæki – segir slík kompaní einungis og ætíð hugsa um að misnota þá sem þeir geta í gróða- skyni. „Þeir eru aðeins hér vegna þess hve orkan er ódýr. Þeim er alveg sama um land og þjóð.“ Nefnir dæmi um bandarískt fyrirtæki sem hafi orðið uppvíst að hneyksli í Indónesíu fyrir fáeinum árum. Milljónum tonna af eiturefnum hafi verið sleppt í sjóinn – „kannski var það slys, kannski viljandi“ – og bandarísk stjórn- völd hafi fengið þá fimm stjórnendur fyrirtæk- isins lausa sem settir voru í fangelsi. Sama fyr- irtæki hafi verið sakað um alls kyns óhæfu í fleiri löndum. „Sams konar hneyksli verður staðreynd hér á landi ef haldið verður áfram með þessar framkvæmdir. Mér er ómögulegt að skilja hvers vegna fólk vill þetta. Svona nokkuð er það síðasta sem þið þarfnist.“ Slítið tengslin Fischer fullyrðir að hann hafi verið hand- tekinn í Japan að fyrirskipan bandarískra stjórnvalda; Japanar séu logandi hræddir við þau og þróunin verði sú sama hér á landi nema öll tengsl við Bandaríkin verði slitin. „Þið ætt- uð að reka herinn burt, loka bandaríska sendi- ráðinu og banna viðskipti við öll bandarísk fyr- irtæki.“ Fischer leggur áherslu á að sér sé fúlasta alvara. „Þeir sem höfðu ekki áttað sig á eðli Bandaríkjamanna hljóta að vera vissir eft- ir innrásina í Írak. Þeir réðust einungis þar inn vegna olíunnar og er nákvæmlega sama hvort hundruð manna hafi drepist eða þús- undir muni liggja í valnum þegar yfir lýkur. Það eina sem hefur áhrif á bandarískan al- menning er ef þeirra eigin hermenn slasast eða láta lífið. Milljónir Íraka myndu ekki einu sinni skipta máli. Bandarískur almenningur er ekki slæmt fólk, heilaþvotturinn er bara svo yfirgengileg- ur.“ Fischer er kominn í ham og beinlínis óstöðv- andi: „Ég skynjaði snemma að eitthvað var bogið við bandarískt þjóðfélag en hafði ekki þroska til að tjá mig um það. Kalda stríðið var í algleymingi; ég var andsnúinn Sovétríkj- unum, var á móti kommúnismanum, en það var ekki einvörðungu vegna áróðurs í Banda- ríkjunum heldur upplifði ég hvernig logið var upp á mig. Mörgu var vissulega ábótavant í Bandaríkjunum en Sovétríkin voru mun verri staður.“ Bandarískir skákmenn hlógu dátt, segir Fischer, að þeim fullyrðingum Yefim Gellers, hins kunna sovéska stórmeistara, í bók fyrir margt löngu að í Sovétríkjunum væri skákin leikur hins almenna borgara en þeir sem legðu stund á hana í Bandaríkjunum væru aðeins hinir spilltu og ríku. „Það vissu allir að sov- éskir skákmeistarar höfðu það miklu betra en við, þeir bandarísku.“ Og fyrst Rússarnir lugu þessu segist Fisc- her hafa sannfærst um að þeir væru með óhreint mjöl í fleiri pokahornum. „Þeir réðust inn í Ungverjaland, þeir unnu að gerð vetn- issprengju – en Sovétmenn voru þó ekki jafn- slæmir og Bandaríkjamenn vildu vera láta.“ Stjórnvöld vestanhafs útskýrðu lengi vel fjölda bandarískra hermanna í Evrópu með því hve mikil hætta væri á innrás Sovétmanna þangað, segir Fischer og Sovétmenn báru því við á móti, að þeir þyrftu þann fjölda her- manna sem raun bar vitni í austurhlutanum vegna hættu á innrás Nato-ríkjanna þangað yfir. „Hvað gerðist svo þegar Varsjár- bandalagið var leyst upp? NATO hefur stækk- að og er orðið öflugra en nokkru sinni. Ég nefni þetta í því skyni að árétta að Bandaríkin eru af hinu illa; svo hefur reyndar lengi verið, en það kom ekki berlega í ljós fyrr en eftir hrun Sovétríkjanna.“ Þegar Fischer er spurður hvort það geti tal- ist óeðlilegt, í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september 2001, að stjórnvöld þar í landi leggi aukna áherslu á hernaðarmálefni, svarar hann strax: „Bandaríkjamenn geta sjálfum sér kennt um árásirnar 11. september.“ Vegna framferðis þeirra víða um heim. Hann kveðst hneykslaður á því að Banda- ríkjamenn nefni svæðið þar sem tvíburaturn- arnir stóðu Ground Zero en það hugtak hefur í gegnum tíðina verið notað yfir miðunarpunkt á yfirborði jarðar undir eða yfir miðju kjarn- orkusprengingar. „Með þessu er gefið í skyn að árásin á tvíburaturnana sé jafnvel grimmi- legri en þegar þeir sjálfir vörpuðu kjarnorku- sprengju á Hiroshima!“ Fischer hlær vegna þess hversu heimskulegur honum finnst sá samanburður. „Margfalt fleiri létu lífið í Hiroshima.“ Og honum finnst það ekki sæma Banda- ríkjamönnum að væna þá sem rændu flugvél- unum og flugu þeim á tvíburaturnana um hug- leysi, eins og staglast hafi verið á. „Þeir fórnuðu lífi sínu – er það hugleysi? Hvað má þá segja um þá Bandaríkjamenn sem vörpuðu sprengjum á Júgóslavíu? Þeir voru um borð í flugvélum hátt á lofti og því aldrei í hættu!“ Hann nefnir líka handtöku Saddams Huss- ein, Íraksforseta, sem Bandaríkjamenn góm- uðu eftir að hann faldi sig í holu í jörðinni og veitti enga mótspyrnu. „Sumir sögðu hann gungu vegna þess að hann gaf sig ekki fram; gafst ekki upp. Málið er að þeir vildu einfald- lega lítilsvirða manninn. Hefði hann fallið fyrir eigin hendi eða farist í bardaga hefði því verið haldið fram að hann væri bleyða að þora ekki að mæta örlögum sínum í réttarhaldi. Hræsni Bandaríkjamanna ríður ekki við einteyming!“ Varðhaldið í Japan Fischer var handtekinn 13. júlí í fyrra á Narita-flugvelli í Japan, eins og margoft hefur komið fram, þegar hann hugðist halda til Man- illa á Filippseyjum. Hann var í haldi í níu mán- uði, allt þar til hann fékk að fara „heim“ til Ís- lands; fyrsta mánuðinn í varðhaldi á Narita-flugvelli en síðan í fangelsi í borginni Ushiku, norður af Tókýó, og hann lætur ekki vel af þeirri vist. Komið hafi verið illa fram við sig; reyndar ekki verr en aðra, og hann hafi meira að segja verið í „lúxushluta“ hússins, haft sinn eigin klefa og yfirleitt komist í síma á þeim tímum sem það var leyft. Annars staðar í húsinu voru tveir símar fyrir 40 manns. Hann hafði ekkert sérstakt fyrir stafni þennan langa tíma. „Nei, ekki neitt sérstakt. Ég horfði svolítið á bíómyndir á ensku í sjón- varpinu, og las blöðin. Og talaði mikið í síma.“ hringdi meðal annars í Spasský, sinn gamla keppinaut frá því í Reykjavík 1972. Þeir eru ágætis vinir „en Spasský er samt þrjótur; hann veit vel af svindlinu en segir ekki frá því. Hann veit vel að viðureignir Kasparovs og Karpovs voru fyrir fram ákveðnar, leik fyrir leik. Rússar hafa lengi langt sig í framkróka um að svindla skipulega við skákborðið.“ Svo safnaði Fischer úrklippum úr dagblöð- unum á meðan hann sat inni. Segir talsvert hafa verið fjallað um mál sitt í Japan en um miðjan desember, eftir að Ísland bauð honum landvist hér, og fram í febrúar, hafi hann nær enga umfjöllun séð neins staðar. „Fjölmiðlum hefur verið bannað að fjalla um málið á þess- um tíma.“ Það sem Fischer fannst verst við vistina var að fangelsið er í næsta nágrenni kjarn- orkuversins í Tokaimura, þaðan sem geisla- virk efni leka út og hafa gert í fimm ár, eins sagði í bréfi sem Fischer sendi Þórði Ægi Ósk- arssyni, sendiherra Íslands í Japan, í október. „30. september 1999 varð afar stórt kjarn- orkuslys þar og tveir starfsmenn versins lét- ust og a.m.k. 660 íbúar bæjarins urðu fyrir geislun,“ segir Fischer í bréfinu. Þetta ítrekar hann nú og segist raunar viss um að mun fleiri hafi veikst. Hann óskaði eftir því að verða fluttur í fang- elsi annars staðar en þeirri beiðni var í engu sinnt. „Ég gæti hafa orðið fyrir geislun, ég gæti fengið krabbamein. Þegar ég komst að því að fangelsið væri í grennd við þetta kjarn- orkuver fór ég strax fram á að vera færður en á það var ekki hlustað.“ Á heimasíðunni, sem gefin er upp aftan við viðtalið, er gríðarlega miklar upplýsingar að finna um málefni Fischers, m.a. lýsir hann því í smáatriðum þegar hann var handtekinn í Japan. Því var haldið fram að vegabréf hans væri ógilt, en Fischer kannast ekki við það. Hann endurnýjaði vegabréfið í Bern í Sviss 1997, það átti að gilda í þrjú ár frá þeim tíma að hann var handtekinn og hann segist hafa verið beittur harðræði þegar hann var hand- tekinn án útskýringa. Bandaríkjamenn segjast hins vegar hafa ógilt vegabréf hans nokkru áð- ur, en handtökuskipun var á sínum tíma gefin út á hendur honum eftir einvígið við Spasský 1992, þar sem það þótti brjóta í bága við við- skiptabann Bandaríkjanna á Júgóslavíu. Fischer þakkar fyrst og fremst tveimur manneskjum að hann er frjáls maður; Miyoko Watai, hinni japönsku vinkonu sinni, fyrir að hann var ekki rekinn frá Japan og Sæmundi Pálssyni að hann losnaði úr fangelsinu austur þar. Og það kom honum skemmtilega á óvart að yfirvöld á Íslandi skyldu bjóða honum að koma. „Ég varð undrandi þegar hlutirnir fóru að gerast á Íslandi, eftir að mér hafði mistekist að komast sem pólitískur flóttamaður inn í önnur lönd.“ Hann reyndi að komast til Sviss, en segir viðbrögð þarlendra yfirvalda hafa verið ógeðfelld. „Fyrst fékk ég bréf þar sem mér var neitað um hæli sem pólitískur flótta- maður, en jafnframt var tekið fram að ég gæti áfrýjað þeim úrskurði innan 30 daga. Ég skrif- aði þá aftur en svarið við því var EKKI LEYFT, stimplað með stórum stöfum. Og með fylgdi reikningur upp á 600 franka [rúmlega 30 þúsund krónur] vegna þess hve mikil vinna hefði verið lögð í að afla upplýsinga um mig!“ Fischer upplýsir að tilraun hafi verið gerð til þess að koma honum inn í nokkur lönd til viðbótar, en jafnvel lönd mjög andsnúin Bandaríkjunum hafi hafnað beiðni hans. Eitt landanna var Venesúela, en hann vill ekki nefna fleiri nú. „Ég hugleiddi reyndar strax eftir að ég var handtekinn og búið var að eyði- leggja vegabréfið mitt að ef til vill yrði mögu- legt að komast til Íslands. En [John] Bosnitch [formaður stuðningsmannahóps Fischers í Japan] var því mótfallinn; landið væri í Nato og hér væri bandarískur her og ég féllst á hans sjónarmið.“ Þegar neitun barst síðan frá hverju landinu á fætur öðru segist Fischer aftur hafa hugleitt möguleikann á því að komast hingað. „Ég mundi að Rússar voru með risastórt sendiráð hérna 1972, mig rámaði í að kommúnistar hefðu mikil áhrif hér og Íslendingar væru í sjálfu sér ekki sérlega hrifnir af Bandaríkj- unum þrátt fyrir allt. Ég hringdi því í Sæma og viðraði hugmyndina við hann.“ Þá fóru hjól- in loks að snúast og Fischer kom til nýs heima í nýliðinni viku, sem alkunna er. Og nú býr hann á Hótel Loftleiðum; í sömu svítunni og hann dvaldi í meðan á einvíginu stóð 1972. Klukkan Fischer hefur verið lítt eða ekki áberandi þann rúma áratug sem liðinn er síðan hann mætti Spasský aftur en þegar hann er spurður hvað hann hafi fengist við síðustu ár segir hann: „Ég hef unnið að [skák]klukkunni minni, fyrst í Júgóslavíu, svo í Ungverjalandi og nú síðast í Japan með fyrirtækinu Seiko. Ég var búinn að borga þeim 350 þúsund dollara fyrir og það var stutt eftir þegar fyrirtækið hætti Ekkert annað land Hann varð heimsmeistari í Laugardalshöll 1972; bandarísk þjóðhetja eftir sigur á sovésku „skákvélinni“ í miðju kalda stríðinu og Ísland var eitt það fyrsta sem kom Bobby Fischer í hug þegar hann var handtekinn í Japan í fyrra. Skapti Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson fóru á fund Íslendings- ins Fischers, sem sagði þeim að það hefði þó ekki verið fyrr en eftir að mörg lönd höfðu neitað honum um pólitískt hæli að hann hugleiddi í al- vöru að reyna að komast til Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.