Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 11 verkinu án skýringa. Gyðingar vilja ekki að ég nái að klára klukkuna.“ Fischer fékk einkaleyfi í Bandaríkjunum á umræddri skákklukku laust fyrir 1990 en hún er m.a. frábrugðum öðrum að því leyti, segir hann, að auk heildartímans fá menn ákveðinn tíma fyrir hvern leik. Og það er fleira nýtt í Fischer-klukkunni sem hann fer ekki út í að sinni. Svo upplýsir hann að það hafi líka verið tóm- stundagaman sitt í mörg ár að rýna í skákir Rússa í gegnum árin en hann fullyrðir að þeir hafi lengi svindlað á þessum vettvangi; að hver einasti leikur í hverri einustu skák þar sem Sovétmenn áttust við innbyrðis hefði verið fyr- ir fram ákveðinn. „Fólk telur að þetta sé aðeins hugarburður minn, en það hefur rangt fyrir sér. Tæknin er orðin svo mikil í dag að ég furða mig á því hvers vegna enginn spyr Kasparov almenni- lega út í það hvernig þeir Karpov svindluðu í einvígjum þeirra; það ætti að tengja Kasparov við lygamæli og láta hann svara. En það er ekki gert vegna þess að allir vita að svindlið myndi sannast. Af hverju fæ ég ekki að segja mína skoðun á þessu í lygamæli? En gyðing- arnar myndu þá örugglega bara halda því fram að ég tryði þessu svo staðfastlega að það væri ekkert að marka!“ Hann heldur áfram að tala illa um gyðinga. Sakar þá um að hafa stolið öllum eigum hans úr vörugeymslu í Kaliforníu fyrir nokkrum ár- um, og þar hafi nafngreindur lögfræðingur – sem vann fyrir Fischer – verið höfuðpaurinn. Bækur, verðlaunapeningar, töfl, föt, persónu- leg bréf og myndir; allt sem hann hafi eignast á þremur til fjórum áratugum hafi horfið. „Þeir halda því fram að ég sé sekur um glæp, en ég veit ekki betur en það sé ólöglegt samkvæmt stjórnarskránni að taka eigur ann- arra ófrjálsri hendi.“ Fréttir hafa birst um að bandarísk stjórn- völd vilji m.a. ná í Fischer vegna þess að hann skuldi skatt af því sem hann fékk greitt fyrir einvígið í Júgóslavíu 1992. Hann ber það til baka; segist aldrei hafa fengið formlegt erindi frá bandarískum skattayfirvöldum vegna þessa. Hann segist og ekki hafa vitað betur en öll gjöld sem honum bæri að greiða í Banda- ríkjunum hefðu verið greidd af lögfræðingnum sem áður var getið. Honum hefðu verið sendir peningar til þess en einn góðan veðurdag hefði sá hinn sami reyndar tilkynnt Fischer að hann skuldaði fúlgur fjár. En það fengi ekki staðist. Helförin lygi Höfundarréttur af bókum sem Fischer skrifaði á sínum tíma hefur einnig verið af- hentur öðrum segir hann, og þvertekur fyrir að hann skuldi nokkrum í Bandaríkjunum fé; gögn sem hann birti á Netinu sanni að hann hafi sent áðurnefndum lögfræðingi peninga til þess að greiða það sem honum bar þar í landi.“ Þegar blaðamaður spyr hvort allt sem Fischer haldi fram að gert hafi verið á hlut hans geti verið sannleikanum samkvæmt; hvort hann sé ekki hreinlega haldinn ofsókn- arkennd eða sjúklegri tortryggni, neitar hann því. „Fólk getur haldið því fram en ég tel svo ekki vera. Hatur gyðinga í minn garð er ein- faldlega svona gríðarlegt.“ En hvers vegna í ósköpunum ætti þeim að vera svona illa við þig; skákmanninn Bobby Fischer? „Í fyrsta lagi, vegna þess að ég sigraði gyð- inginn [Arthur] Bisguire í 13 skákum í röð á sínum tíma, sem er einstakt meðal stórmeist- ara, nema kannski þegar úrslitin eru ákveðin fyrir fram … Ég tapaði einu sinni fyrir Tal fjórum sinnum í röð og það var ægilegt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig Bisguire hefur lið- ið.“ Fischer segist alltaf hafa einbeitt sér að einni skák í einu, eða einu móti, og ekki velt vöngum yfir sigurgöngu gegn einstaka mót- herjum sem þessari. Það hafi ekki verið fyrr en einhver hafði orð á þessu, eftir 13. sigurinn í röð, að hann áttaði sig sjálfur á því hvers kyns var. „Þetta er eitt þeirra högga sem ég hef veitt gyðingum í skákheiminum. Þeir höfðu greini- lega hugsað mikið um þetta, reynt að hjálpa Bisguire og gefa góð ráð en allt kom fyrir ekki.“ Fischer nefnir fleiri gyðinga sem hann hefur leikið grátt við skákborðið, þannig að blaða- maður spyr aftur hvort hann trúi því virkilega að skákin sé svo mikilvæg í augum gyðinga. „Já, hún er það. Gyðingar eru moldríkir, rík- astir allra í veröldinni, og margir eru á þeirri skoðun að þeir hafi hagnast óheiðarlega. Þeim er mikið í mun að skara fram úr á öllum svið- um; tónlist, skák, leiklist, bókmenntum – til þess að sýna fram á að það sé þeim beinlínis eðlislægt. Að þess vegna sé mjög eðlilegt að gangi jafn vel í viðskiptum og öllu öðru.“ Fischer bendir svo á að hann sé ekki sá fyrsti sem tali illa um gyðinga; nefnir bæði Napóleon og Martein Lúther og bætir svo við: „En það er talsverð ráðgáta hvers vegna gyð- ingar eru jafnillir og raun ber vitni.“ Enn er spurt, eins og í kvæðinu; Ertu nú al- veg viss um? „Þú mátt kalla þetta hvað sem þú vilt, en staðreyndirnar tala sínu máli,“ segir Bobby Fischer. Tvennt nefnir hann svo til viðbótar: „Það eitt ætti að hringja aðvörunarbjöllum að gyðingar skuli misþyrma nýfæddum börn- um sínum; að þeir skuli umskera nokkurra daga gömul börn. Umskurður er glæpur. Þeir segja að það sé ekki kvalafullt en það er bara bull. Sömuleiðis það að þessi hluti líkamans sem fjarlægður er sé óþarfur.“ Hitt atriði sem Fischer nefnir er það að gyð- ingar skuli halda því fram að Helför nasista í Síðari heimsstyrjöldinni hafi raunverulega átt sér stað. „Lesið bækur sem voru skrifaðar á stríðs- árunum. Þar er hvergi minnst á Helförina. Gyðingar halda að fólk sé heimskt; það er vita- skuld ekki hægt að fela svona nokkuð hafi það átt sér stað. Ég segi því: þegar gyðingar halda því fram að frásagnir af Helförinni séu upp- spuni þá skal ég fara að trúa því að hún hafi átt sér stað.“ Svo furðar Fischer sig á því að til skuli vera lög sem banna fólki að halda því fram að Hel- förin sé uppspuni. „Hvers vegna þarf að semja lög um að banna það? Ekki þarf lög sem banna að halda því fram að tunglið sé úr grænum osti!“ Annar gestanna spyr þá gestgjafann: Er þá ekkert að marka skólabækurnar? Ekkert að marka það sem altalað er? „Hvað um Galileo? Kenningar hans um jörð og sól hlutu ekki hljómgrunn á sínum tíma en allir vita nú að það sem þá var talin almenn vitneskja var bara rugl.“ Tók áhættu með E5 … Fischer rifjar upp að hann hafi lært skák af systur sinni þegar hann var sex ára. „Ég hafði gaman af ýmsum þrautum þegar ég var krakki. Mér var sagt að skák væri erfiðasti leikur sem til væri og krafðist því að fá að læra hann.“ Hann svarar því neitandi hvort hann hafi haft einhvern til að tefla við framan af. „Ég tefldi mikið við sjálfan mig.“ Var þá mikið um jafntefli, eða vannst þú kannski yfirleitt? „Ég vann oftast, sem er forvitnilegt vegna þess að ég reyndi alltaf að vera sanngjarn!“ segir hann. Reyndi að stýra bæði hvítu og svörtu mönnunum eins vel og hann gat, gegn sjálfum sér. Þegar Fischer er beðinn um að nefna þá skák sína sem hann telur merkilegasta á ferl- inum, þarf hann að hugsa sig nokkuð um. „Hvað áttu við með merkilegasta?“ En þá sú fallegasta, frá hans sjónarhóli? Á endanum nefnir hann skákina við Donald Byrne síðla árs 1956, sem stundum hefur verið kölluð skák aldarinnar. „Hann virtist ekki gera nein alvarleg mistök en tapaði samt hratt!“ Svo segir Fischer að útilokað sé að finna nokkra skák sem ekki sé hægt að bæta, ekki hafi verið hægt að leika betur að ein- hverju leyti en gert var. Hin fullkomna skák er ekki til; „ekki einu sinni þessi gegn Byrne. Ég tók áhættu með E5 leiknum ...“ Talið berst að peningum og Fischer er spurður hvort hann sé ríkur maður. Svar: „Nei, ég er ekki ríkur. Ég á að vísu 3 milljónir dollara í Sviss [sem er andvirði um 180 milljóna miðað við gengið nú]. Fékk 3,5 milljónir fyrir einvígið í Júgóslavíu 92 – en hafa verður í huga það sem mamma sagði þá við mig; að ég yrði að deila í þá upphæð með 20, vegna þess að ég hefði ekki unnið mér inn neina peninga í svo mörg ár.“ Svo ber hann milljónirnar 3 saman við eitthvað annað: Með- alíbúð á Manhattan [í New York] kostar 1 milljón dollara; menn fá stundum 5 milljónir dollara fyrir eina rokktónleika. Nei, ég held að ég teljist ekki ríkur.“ Vildi tefla í Reykjavík Sú saga er lífseig að Fischer hafi upphaflega ekki viljað mæta Spasský í Reykjavík í einvíg- inu um heimsmeistaratitilinn 1972. Það segir hann fjarri sannleikanum, en opinberlega hafi reyndar svo virst á sínum tíma. „Þetta var brella hjá [Leyniþjónustu Banda- ríkjanna] CIA. [Ed] Edmundson [forseti Skáksambands Bandaríkjanna] var þar á mála og vildi búa til vandræði á fundinum í Amst- erdam þar sem átti að semja um keppnisstað. Einhvern veginn komst hann að því að Spasský myndi velja Reykjavík og ég var ánægður með það. Sagðist myndu velja eins og þá væri málið leyst. En hann hélt nú ekki; við mættum ekki vera sammála fyrst í stað. Ekk- ert vandamál yrði að semja um Reykjavík, en fyrst yrði ég að velja Sarajevo í Júgóslavíu – og síðan myndum við fá einhverjar aðrar kröf- ur okkar uppfylltar í staðinn fyrir að sam- þykkja Reykjavík.“ Hann verður hugsi um stund, og segir svo: „Ég er ekki einu sinni viss um að þeir hafi vilj- að að ég ynni einvígið,“ og á við landa sína. „Þeim var svo illa við mig.“ Slembiskákin Fischer svarar því, aðspurður, að hann hafi ekki hinn minnsta áhuga á „gömlu skákinni“ lengur. Slembiskák, sem svo er kölluð og kennd við hann sjálfan, er það eina sem heillar hann við íþróttina. „Skák er leiðinleg; ég hef áhuga á skák sem íþrótt og skemmtun, ekki sem vísindum eins og leikurinn er orðinn. Þeg- ar ég tefli vil ég að bæði ég sjálfur og áhorf- endur skemmti sér.“ Skák er gengin sér til húðar sem keppn- isíþrótt, segir hann. „Það er ágætt fyrir fólk að kaupa sér skáktölvu til þess að þjálfa hugann. Og sem áhugamál er skák ágæt, en sem keppnisíþrótt er skákin algjörlega ónýt.“ Slembiskákin er ekki mjög frábrugðin, að sögn Fischers, og ekki mikið erfiðari en sú hefðbundna. Aðalatriðið sé að komast út úr því fari að góðir skákmenn kunni hverja einustu byrjun utanbókar. Svona eins og í kveðjuskyni er Fischer spurður í síðasta sinn hvort hann sé jafnsann- færður um að gyðingar séu eins slæmir og hann vill vera láta. „Spurðu Palestínumenn hvort gyðingar séu til vandræða,“ var svarið. Svo er staðið upp, Fischer og vinkona hans, Miyoko Watai, sem hlýddi á samtalið, kvödd með handabandi og haldið á braut. Hugsunin um málsháttinn hverfur samt ekki. Ekki verða allir á eitt sáttir væri kannski táknrænn fyrir hann. Eða væri Sjaldan er ein báran stök ef til vill betri? vildi taka við mér Morgunblaðið/RAX skapti@mbl.is, magnuss@mbl.is TENGLAR ........................................................... http://home.att.ne.jp/moon/fischer ’Þegar hann er spurður síðar ísamtalinu hvers vegna þeir Sæmi hafi náð svona vel saman útskýrir Fischer það þannig að Sæmi sé svo ólögguleg lögga. „Lögregluþjónar eiga það til að líta niður á fólk og vilja sýna vald sitt. Að minnsta kosti í Bandaríkjunum, og ég við- urkenni að það er ekki alltaf að ástæðulausu. En Sæmi er allt öðruvísi.“‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.