Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 14

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 14
14 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ allt vaðandi í fallegum gosbrunnum í kringum bygginguna, sem er stór- glæsileg. Moskan er hins vegar ólík öðrum moskum að því leyti að það eru ekki bara orð Kóransins sem prýða veggi hennar heldur er víðast hvar að finna viskuorð forsetans. Turkmenbashi hefur skrifað tvær bækur og nokkrar ljóðabækur. Fyrri bókin heitir Rukhnama sem þýðir „Bók sálarinnar“. Einhverjir mús- limskir klerkar mótmæltu þessu guðlasti en var fleygt í fangelsi. For- setinn lítur bersýnilega svo á að hann sé guðdómlegur og hann minnir ým- ist á Saddam Hussein eða Sólkon- unginn í Frakklandi. Fangelsin í Túrkmenistan eru yfirfull af sak- lausu fólki sem hefur einungis gerst sekt um að tala miður um forsetann. En bókin góða er kennd í öllum skól- um og nemendum er gert að taka próf upp úr bók forsetans. Jafnvel læknum og búðarkonum er gert að fara í próf úr bókinni og almenningur þarf að fara á Rukhnama-námskeið. Ef menn falla missa þeir vinnuna. Það er stór höggmynd af bókinni í miðbænum og þangað fara öll nýgift hjón og láta taka mynd af sér fyrir framan bókina. Á háskólabygging- unni í miðborginni eru einnig högg- myndir af bókum forsetans. Eftir heimsókn í moskuna keyrum við lengra út fyrir bæinn og þar tek- ur við önnur sjón. Inni í borg er nefnilega erfitt að ímynda sér að þetta sé eitt af fátækustu ríkjum heims þótt bílaflotinn samanstandi reyndar enn mestmegnis af Lödum og Volgum. Það mætti halda að þarna byggju eintómir auðkýfingar og aðalatvinnugreinin væri banka- þjónusta. Inn á milli hefur Turkmen- bashi reyndar ekki tekist að mylja niður allar kommúnistablokkirnar en hann hefur oft látið bera fólk út úr húsnæði sínu án nokkurs fyrirvara til að ryðja fyrir skýjakljúfum eða nýju ráðuneyti. Enginn getur kært eða mótmælt, því Turkmenbashi ræður og enginn annar. Deilt og drottnað Síðan 1985, þegar Turkmenbashi var gerður að æðsta manni Komm- únistaflokksins í Túrkmenistan, hef- ur hann rekið vel yfir fimmtíu for- sætisráðherra úr stóli. Það er altalað að forsetinn kippi mönnum reglulega úr öllum lykilstöðum svo enginn verði of voldugur. Þetta á við um öll ráðherraembættin. Ráðherrarnir maka því allir krókinn á meðan tæki- færi gefst því þeir fá aldrei að vinna meir, í það minnsta ekki hjá hinu op- inbera. Það vinna ótrúlega margir hjá hinu opinbera, sem sést á fjölda bíla með opinberar númeraplötur. Atvinnuleysi er himinhátt en töl- urnar er hvergi að finna. Það veit enginn um ástand efnahagsins í Túrkmenistan því tölurnar eru rík- isleyndarmál. Opinberar tölur frá forsetaembættinu um hagvöxt segja að hann hafi verið yfir tuttugu pró- sent á síðasta ári, sem er bersýnilega lygi. Eitt er vitað og það er að ríkið er stórskuldugt en vera má að Turk- menbashi hafi keypt sér tíma því hann tryggði nýlega sölu á gasi til Rússlands næstu tuttugu árin. Hann eyðir svo þessum peningum í gos- brunna og glerbyggingar og fær til liðs við sig gjörspillt franskt verk- takafyrirtæki og það er hvergi til sparað. … til minningar um sjálfan sig Við ljúkum skoðunarferðinni við útsýnisturn í miðborginni sem Turk- menbashi lét byggja fyrir fimm árum til minningar um sjálfan sig. Mér er bannað að taka myndir úr turninum af því ég er útlendingur. Uppi á turn- inum er önnur gullstytta af forset- anum sem snýst svo að forsetinn snúi alltaf á móti sólu. „Eða snýr sólin alltaf á móti Turkmenbashi?“ spyr félagi minn. Við útsýnisturninn stendur höggmynd af stóru nauti sem hristir jörðina á hornum sér og á jarðarkringlunni situr kona sem heldur á barni sem er úr skíragulli. Móðir Turkmenbashis dó í hörðum jarðskjálfta árið 1948 þegar forset- inn var einungis átta ára og faðir hans lést í seinni heimsstyrjöld. Turkmenbashi ólst því upp á komm- únísku munaðarleysingjahæli og það er bersýnilegt að forsetinn hefur aldrei komist yfir þennan missi. Hann keppist við að gera sjálfan sig ódauðlegan en ólíkt mörgum einræð- isherrum vinnur hann myrkranna á milli og hefur lítinn tíma til að njóta auðæfanna. Konan hans býr ásamt börnunum í Vín í Austurríki og kem- ur sjaldan heim. Á meðan er forset- inn með nefið ofan í hvers manns koppi og skiptir sér af gjörsamlega öllum sköpuðum hlutum. Fyrir nokkrum vikum kom hann fram í sjónvarpi í vikulegu ávarpi en þá hafði hann flogið innanlands með Turkmenistan Airlines. Forsetinn var ekkert sérstaklega ánægður með veitingarnar og kvartaði undan því að það hefði vel mátt bæta við 150 millilítra djúsfernu á matarbakkann. Viku seinna mátti finna í öllum þot- um Túrkmenistans djúsfernu á mat- arbakkanum, 150 millilítra. Forset- inn ávarpaði nýlega háskólanemendur í Ashgabat og las nokkur erindi úr bókinni góðu. Hann hætti skyndilega í miðri ræðu þegar honum varð starsýnt á unga bros- andi stúlku en sú var með tvær gull- tennur. Turkmenbashi hóf þá klukkustundartal um tannhirðu og benti svo á tannlækninn sinn sem sat álengdar, ef menn hefðu áhuga á að panta tíma. Það eru fjórar túrkmenskar sjón- varpsstöðvar í landinu, allar í eigu ríkisins, en þeir sem vettlingi geta valdið eru með gervihnattardisk. Túrkmensku stöðvarnar eru drep- leiðinlegar og dagskráin sam- anstendur af ljóðalestri (úr bókum forsetans), ávarpi forsetans, áróð- ursmyndum og gömlu sovésku efni. Ég var reyndar mjög hissa að sjá að forsetinn skyldi leyfa almenningi að hafa erlendar sjónvarpsstöðvar en forsetinn veit líklegast að ef hann hirðir sjónvarpið af fólkinu þá á hann loks á hættu að hrinda af stað upp- reisn. Til að halda almenningi í skefj- um ákvað forsetinn auk þess að framvegis yrði gaskynding, vatn og rafmagn frítt. Mörg hótel en engir ferðamenn Það eru ótrúlega mörg hótel í Ashgabat, sem vekur eftirtekt í ljósi þess að engir ferðamenn fá að koma inn í landið. Stærsta og flottasta hót- elið er Forsetahótelið, risastór gler- bygging í útjaðrinum. Hótelin eru galtóm en full af starfsfólki sem eru reyndar ríkisstarfsmenn. Frá hót- elunum liggur flott hraðbrautin sem minnir á hraðbrautirnar í Þýska- landi en það er enginn á hraðbraut- inni fyrir utan eina Lödu og einn jeppa sem er frá ameríska sendi- ráðinu. Ég spjalla við nokkra Túrkmena á barnum eitt kvöldið en þeir fást ekki til að segja neitt illt um forsetann. Öll hótel, allir vinnustaðir og op- inberar byggingar eru hleraðar svo það passa sig allir vel á að segja ekk- ert sem gæti komið þeim í klandur. Einn fæst þó til að segja að hlutirnir hafi verið betri á tímum Sovétríkj- anna því þá gátu menn ferðast frjáls- ir um Sovétríkin en nú fær enginn að fara neitt. Það er klárt mál að unga fólkið dreymir um að komast í burtu. Á barnum er band að spila sem flyt- ur öll nýjustu popplögin úr vestrinu og ungu múslímarnir þamba vodka og hreyfa sig í takt við tónlistina. Við gleymum eitt augnablik hvar við er- um stödd. Þetta er sæmileg skemmtiferð yf- ir eina páskahelgi en í minningunni eru myndir af gömlum konum sóp- andi göturnar í öllum veðrum, hrum- ar af elli og kengbognar af erf- iðisvinnu. Þær fá í staðinn að flytja til höfuðborgarinnar með fjölskyld- una því það er ekki leyfilegt að flytja sig á milli borga. Það yrði líklega of mikill fólksflótti til höfuðborgarinnar að öðrum kosti því það er ekkert að finna úti á landi. Landbúnaður stendur höllum fæti sökum þurrka og það má ekki gleyma því að landið er að mestu leyti eyðimörk. Turk- menbashi er að reyna að fela ör- birgðina og eymdina með því að byggja glerhýsi og gosbrunna en Túrkmenistan er eftir sem áður eitt fátækasta ríki í heimi. Leiðtoginn er algjörlega firrtur, sólundar öllu fé og fer með Túrkmenistan eins og eigin skemmtigarð. Fólkið er hrætt og kúgað en það eina sem maður getur vonað er að einhvern daginn vaxi þjóðinni fiskur um hrygg og hún standi uppi í hárinu á forsetanum. Sagan af Túrkmenistan og sagan af föður Túrkmenistans er sorgarsaga sem erfitt verður að gleyma. Ljósmynd/Helen Ólafsdóttir Yfir nýja miðbænum, sem forsetinn er að reisa, gnæfa háhýsi klædd gleri. Nóg er af breiðgötum og hraðbrautum í Túrkmenistan, en þær eru oft auðar og bíla- kosturinn fá- tæklegur. Túrkmenar fá að koma í skoðunarferðir til höfuðborgarinnar til að sjá öll herlegheitin, en það þarf leyfi til að flytja þangað. ’Forsetinn hefur ástæðu til að brosaþví árið 1999 var ákveðið á þingi að hann skyldi vera forseti ævilangt. Þeg- ar forsetinn tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist draga sig í hlé var greint frá því að þingmennirnir hefðu allir, hver og einn, grátbeðið hann um að leiða þjóðina áfram.‘ Höfundur er stjórnmálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.