Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 17 út í heim www.icelandair.is/serferdir Fjölbreytt dagskrá Njótið lífsins í Florida ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 27 83 2 03 /2 00 5 Í ferðunum verður margvíslegt í boði til skemmtunar og hressingar, morgunhreyfing, gönguferðir, skoðunar- ferðir, danskennsla í haustferðum, félagsvist, bingó og kvöldskemmtanir og ferðafélögum gefst kostur á að fara saman út að borða. Sólskinsríkið Florida er paradís eldri borgara Hafið samband við hópadeild s. 50 50 406 eða groups@icelandair.is Ferðir fyrir eldri borgara til St. Petersburg Beach í Florida í vor og haust – Íslenskur fararstjóri 8. - 18. maí - Fararstjóri: Þráinn Þorleifsson. 30. sept. - 11. okt. - Fararstjóri: Gunnar Þorláksson. 8. - 19. nóv. - Fararstjóri: Gunnar Þorláksson. Verð frá 89.900 kr.* á mann í tvíbýli á Alden Beach Resort Alden Beach Resort * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 10 nætur (9 nætur 8. maí) á Alden Beach Resort á St. Petersburg Beach og 1 nótt á Florida Mall-hótelinu á leiðinni heim, íslensk fararstjórn og þjónustugjald. Gunnar Þorláksson Þráinn Þorleifsson VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Icelandair tekur við MasterCard ferðaávísun í allt flug, þ.m.t. netflug lands en að mati sumra er áhersl- an á útlönd enn mikil. Spurningin er hins vegar sú hvort hagsmuna- aðilar, eins og lyfjafyrirtækin, eigi að koma að henni. „Ekki opið, ekki augljóst, ekki gagnsætt“ voru orð sem látin voru falla um samskipti lyfjafyrirtækja og lækna á fundi um símenntun sem læknaráð stóð fyrir í febrúar. Gagnrýnt hefur verið að sam- skipti lækna og lyfjafyrirtækja séu ekki alfarið uppi á borðum, t.d. að ekki séu til nákvæmar tölur á þeim stofnunum sem læknar starfa, um ferðir þeirra á ráðstefnur og þing í útlöndum í boði lyfjafyrirtækja. Þá hafa engar rannsóknir verið gerð- ar á því hér á landi hvers konar risnu læknar njóti í tengslum við þá fræðslu sem lyfjafyrirtæki greiða fyrir. Þykir mörgum sjálf- sagt að lyfjafyrirtæki komi ekki nálægt endurmenntun lækna á nokkurn hátt en aðrir benda á að lyfjakynningar séu í mörgum til- vikum æskilegar og geti leitt til umbóta í meðferð sjúklinga. Guðbjörg Alfreðsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyfjasviðs hjá fyrir- tækinu Vistor, bendir á að hjá framleiðanda frumlyfs liggi öll þekking um lyfið, því sé alls ekk- ert óeðlilegt við það að framleið- endur séu þeir sem geti veitt best- ar upplýsingar um það. „Lyf leiða í langflestum tilfellum gott af sér og eru meðferðarúrræði sem stundum getur verið það eina fyrir sjúk- linga. Það skiptir mestu máli,“ segir Guðbjörg. „Því miður er um- ræðan um lyf og lyfjafyrirtæki allt of oft neikvæð en ætti þvert á móti að vera jákvæð. Það eru líka fram- leiðendur sjálfir sem ákveða að taka lyf af markaði ef þurfa þykir og axla þeir einnig þannig ábyrgð- ina sem framleiðendur.“ Í grein landlæknis í Lækna- blaðinu nú í mars segir m.a. að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja bjóði upp á „verulega hagsmuna- árekstra, svo mikla að þau þola illa dagsins ljós, og það sem kannski skiptir mestu máli, sjúklingar okk- ar gætu ekki sætt sig við þá“. Bendir hann á að fjöldi erlendra rannsókna sýni að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja hefðu mælanleg áhrif á lyfjanotkun lækna. Segir hann engar skráðar upplýsingar til um þessi áhrif hér á landi, „en ólíklegt er að greindarvísitala og siðferðisstyrkur okkar íslenskra lækna sé frábrugðinn því sem gengur og gerist meðal kollega okkar í nálægum löndum“. Samningsbundin réttindi nýtt Í ályktun frá almennum fundi læknaráðs í lok febrúar eru dregn- ir saman ýmsir þeir þættir í þessu sambandi sem gagnrýndir hafa verið. Í ályktuninni eru læknar hvattir til að nýta vel samnings- bundin réttindi sín til símenntunar og talið eðlilegt að þau séu nýtt áður en leitað er annarra leiða til kostunar námsferða. Ákvæði í kjarasamningi lækna um náms- ferðir séu afar mikilvæg en reglur þurfi að rýmka. Segir ennfremur að lyfjafyrirtæki og önnur fyrir- tæki hafi til langs tíma stutt vel við ýmsa fræðslustarfsemi á veg- um læknasamtaka en bent er á að framlagi fyrirtækja til símenntun- ar lækna væri best fyrir komið með fræðslustyrkjum til Fræðslu- stofnunar Læknafélags Íslands, sérgreina lækninga á stofnunum, til sérgreinafélaga eða annarra samtaka lækna. „Nauðsynlegt er að þessi samskipti séu gagnsæ og að tengsl risnu og fræðslu séu rof- in,“ segir í ályktuninni. Landlæknir tekur í grein sinni undir þau sjónarmið sem koma fram í ályktun læknaráðsfundarins þ.e. að framlagi fyrirtækja til sí- menntunar lækna væri best fyrir komið með fræðslustyrkjum til Fræðslustofnunar LÍ og komi þar með í staðinn fyrir að lyfjaiðnaður- inn styðji einstaka lækna til ferða- laga til útlanda. Telur landlæknir að þessum samskiptum væri til mikils framdráttar ef lyfjafyrir- tækin tækju sjálf þá ákvörðun að setja fjármunina í sameiginlegan sjóð til símenntunar lækna. Nokkrir viðmælendur Morgun- blaðsins efast um að fyrirtæki séu tilbúin til þess. Boðsferðir á þeirra vegum séu viðskiptalegs eðlis. Fyrirtæki bjóði lykilmönnum í læknastétt sem hafi með útgjöld á lyfjum í formi lyfjaávísana að gera og séu t.d. í aðstöðu til að hafa áhrif á lyfjalista sjúkrahúsanna. Þeim læknum sem ávísa sjaldan lyfjum sé ekki boðið. Læknar sem hins vegar þurfa sérgreinar sinnar vegna oft að ávísa dýrum lyfjum, séu í uppáhaldi hjá lyfjafyrirtækj- um hvað þetta varðar. Gríðarleg- um fjármunum eða rúmlega 2,6 milljörðum, var varið til lyfjakaupa á LSH á síðasta ári og er því eftir miklu að slægjast fyrir lyfjafyr- irtæki. Þau fyrirtæki sem Morg- unblaðið hafði samband við vildu ekki gefa upp hversu miklu fé væri varið af þeirra hálfu til fræðslu til lækna. Slíkt væri trúnaðarmál. Guðbjörg Alfreðsdóttir hjá Vist- or, sem er fulltrúi margra lyfjafyr- irtækja, segir það á valdsviði hvers og eins lyfjafyrirtækis í hvað peningum er varið og aðrir hafi ekki umráðarétt yfir því. Segir hún þetta vera markaðspeninga lyfjafyrirtækjanna sjálfra og þeirra að ráðstafa þeim. „Það hlýt- ur að vera á höndum framleiðenda vöru að kynna hana,“ segir Guð- björg, „eðlilegast er að framleið- andi annist kynningu á vörunni.“ Lausnin ekki hjá fyrirtækjunum Að mati Sigurbjörns Sveinsson- ar, formanns Læknafélags Íslands, þyrfti málum að vera þannig fyrir komið að því fé sem læknar nýta ekki til símenntunar erlendis, þ.e. sem annars færi til að fullnýta samningsbundin réttindi lækna, sé safnað í sjóð til endurmenntunar lækna til að minnka þrýstinginn á lækna að þiggja boðsferðir frá lyfjafyrirtækjunum. Með því fyr- irkomulagi sem nú sé við lýði megi í raun segja að það sé hagur sjúkrahússins að sem fæstir læknar nýti sér réttindi sín til sí- menntunar erlendis. Því græði sjúkrahúsið í raun á tengslum lækna og lyfjaiðnaðarins að þessu leyti. „Ég held að lausnin sé ekki í gegnum lyfjafyrirtækin,“ segir að endurmenntun lækna?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.