Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 19 án allra skuldbindinga,“ segir Harpa. Samkvæmt upplýsingum Þyriar E. Þorsteinsdóttur, markaðsstjóra hjá IcePharma, starfar fyrirtækið eftir samningi LÍ og FÍS og reglum LSH hvað varðar lyfja- kynningar fyrir heilbrigðisstarfs- fólk og gjafir til þeirra sem séu minniháttar. Hún segir að venjan sé sú að bjóða þeim læknum í ferð- ir sem starfa á því sjúkdómssviði sem lyfjafyrirtæki starfi á. Slíkt boð fari í gegnum yfirlækni við- komandi deildar. „Læknar í sér- greinum þar sem mikið er um nýj- ungar á viðkomandi sviðum fara að jafnaði oftar en aðrir, sem betur fer fyrir sjúklinga.“ Spurð um hvort erfiðara yrði að markaðssetja lyf ef ferðir lækna í boði lyfjafyrirtækja heyrðu sög- unni til segir Þyri: „Við lítum svo á að umrætt kynningarstarf og ferð- ir séu eðlilegur hluti af samstarfi lækna og lyfjafyrirtækja, til fræðslu og endurmenntunar þeirra. Mikilvægt er að nýjar upp- lýsingar um sjúkdóma, meðferðir og lyf komist sem fyrst til skila, til hagsbóta fyrir sjúklinga og sam- félag.“ Bendir hún á að íslenskir læknar séu fljótir að tileinka sér nýjungar í lyfjameðferðum. „Hindranir sem leiða til þess að nýjustu upplýsingar komist hægar til skila en ella myndu leiða til verri meðferðarúrræða. Umrædd- ar ferðir eru hluti af markaðs- setningu lyfja, aðrar leiðir eru einnig mikið notaðar en eru hæg- virkari.“ Samkvæmt upplýsingum Þyriar er ekki hægt að sjá hvernig koma ætti því við að skattleggja lyfjafyrirtækin til að setja fé í sameiginlegan sjóð til endur- menntunar lækna. Ráða læknar hvað þeir aðhafast í sínum frítíma? Í umræðunni hefur því m.a. ver- ið haldið fram að læknar sem og aðrir, ráði hvað þeir aðhafist í sín- um frítíma. Skoðun margra er sú að atvinnuveitandi eigi ekkert með frítíma starfsmanna sinna að gera. „Það eru mjög eðlileg viðbrögð en þetta er umhugsunarvert engu að síður,“ segir Sigurbjörn, formaður LÍ. Segir hann lagaumhverfið, bæði starfsmannalögin og almenn hegningarlög, taka á frítímum op- inberra starfsmanna og hvað þeir aðhafast á þeim tíma. „Þar er að finna ákvæði sem þarf að hugleiða með tilliti til almenningsálitsins,“ segir Sigurbjörn. „Opinber starfs- maður hefur ekki leyfi til að gera hvað sem er í frítíma sínum ef það misbýður almenningi. Það þurfa læknar að hafa í huga. Ekki það að samskiptin við lyfjafyrirtækin séu ekki siðleg að öllu innihaldi en ef þau eru að sínu leyti í heild mis- bjóðandi þá þarf að taka tillit til þess. Læknar þurfa að taka þeirri umræðu eins og hún sé leyfileg og sjálfsögð en ekki óleyfileg.“ Í almennum hegningarlögum kemur m.a. fram að ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfs síns, skuli hann sæta fangelsi eða sektum. Í starfs- mannalögum segir m.a. að starfs- maður skuli forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða ut- an þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við. Sigurbjörn telur að út frá þessum ákvæðum m.a. séu möguleikar til túlkunar á því hvernig læknum leyfist að fara með frítíma sinn. Mikilvægt er að mati Sigur- björns að traust lækna skerðist ekki að áliti almennings. Taka verði því tillit til almannaálitsins, þótt það kunni að vera einhverjum læknum þvert á móti skapi. sunna@mbl.is FÉLAG íslenskra heimilislækna (FÍH) reið á vaðið árið 1987 og setti leið- beinandi reglur um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Í gildi eru einnig leiðbeiningar stjórnar Læknafélags Ís- lands (LÍ) um samskipti lækna við framleiðendur og söluaðila lyfja og lyfjafyrirtækja frá 1993 og samningur LÍ og Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) um sama efni frá árinu 2000. Framkvæmdastjórn Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH) hefur sett læknum spítalans reglur um sam- skipti við lyfjafyrirtæki. Fleiri heil- brigðisstofnanir hafa sett sér slíkar reglur og er það markmið heilbrigð- isráðuneytisins að allar stofnanir sem undir ráðuneytið heyra geri það. Einnig er tekið á samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja í lyfjalögum og í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um lyfjaauglýsingar. Í öllum þessum reglum er boðið upp á samskipti lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks en ákveðnar lín- ur lagðar. Í leiðbeiningum FÍH kemur m.a. fram að læknar skuli ekki þiggja fjár- hagsstuðning frá lyfjafyrirtækjum til skemmtunar eða nauðsynjalausrar risnu þó að lyfjafyrirtæki geti stutt hvers konar fundi og ráðstefnur fyrir lækna séu markmið þeirra endur- menntun eða vísindalegt viðfangs- efni, eins og það er orðað. Einnig eru settar leiðbeinandi reglur um heim- sóknir fulltrúa lyfjafyrirtækja til lækna. Þar kemur m.a. fram að ekki sé ætlast til þess að sölumaður styðji málflutning sinn með gjöfum. Einnig að sölumanni sé ekki heimilt að heim- sækja læknastofur nema að fengnu leyfi yfirlæknis. Skuli þá rætt við alla lækna staðarins í einu. Í samningi LÍ og FÍS sem nú er í endurskoðun, segir m.a. í 4. gr.: „Læknir(ar) getur þegið styrki frá lyfjafyrirtækjum til að sækja fræðslu- fundi erlendis sem þjóna eðlilegum markmiðum viðhalds- og endur- menntunar lækna um lyf og notkun lyfja. Eðlilegt er að útlagður kostn- aður læknis sé greiddur vegna ferða og gistingar. Sá kostnaður skal al- mennt vera hóflegur. Ekki er við hæfi að bjóða eða þiggja ferðir, sem hafa að höfuðmarkmiði að koma fram- leiðslu lyfjafyrirtækjanna á framfæri. Ekki er við hæfi að greiddur sé kostn- aður maka eða annarra ferðafélaga lækna í slíkum ferðum.“ Þá segir að lyfjakynnar megi ekki bjóða læknum fé eða gjafir gegn við- tali og læknar mega ekki fara fram á slíkt. Hliðstæðar reglur voru innleiddar á LSH í ágúst á síðasta ári fyrir lækna, og síðar aðra starfsmenn, um sam- skipti við sölumenn lyfja- og lækn- ingavörufyrirtækja. Í reglunum kemur Reglur sem ná til samskipta lyfjafyrirtækja og lækna m.a. fram að boð til starfsmanna um ferðir og/eða ráðstefnur utan LSH á vegum fyrirtækja eða umboðsaðila til að kynna tæki, lyf, rekstrarvöru eða þjónustu skal senda skriflega til næsta yfirmanns viðkomandi starfs- manns, sem tekur ákvörðun um þátt- töku. Slíkar kynningar utan LSH fela ekki í sér skuldbindingar af hendi sjúkrahússins um neins konar frekari viðskipti og í tengslum við utanlands- ferðir er starfsmanni óheimilt að gera ráðstafanir sem skuldbinda spítalann. Yfirmaður þess starfsmanns, sem nýtur boðsins, skal senda tilkynningu til innkaupa- og vörustjórnunarsviðs, þar sem haldin er skrá yfir kynningar utan LSH og þátttakendur í þeim. Þá segir að hóflegir styrkir frá birgjum til kostunar á ráðstefnum, utanlands- ferðum o.fl. séu heimilir að fengnu samþykki framkvæmdastjóra. Í reglum sem Sjúkrahúsið á Akra- nesi hefur sett sér kemur m.a. fram að óheimilt er að bjóða starfs- mönnum sjúkrahússins gjafir eða ívilnanir í tengslum við kynningar í því augnamiði að hvetja starfsmennina til að beita sér fyrir innkaupum viðkom- andi vöru. Starfsmönnum er óheimilt að þiggja slík boð. Morgunblaðið/Golli Nauðsynlegt er að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja séu gagnsæ og að tengsl risnu og fræðslu séu rofin, segir í ályktun fundar læknaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.