Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 20

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 20
20 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ STANGVEIÐI | VEITT MEÐ Það er engan veginn létt verkað taka viðtal við Ólaf Þór-Hauksson, veiðimann ogsýslumann á Akranesi, þar sem hann er staddur á bökkum Varmár og kastar flugunni Skugga markvisst yfir veiðistaðina með blaðamann og ljósmyndara á hlaup- um á eftir sér. Þótt Ólafur Þór hafi fyrr um daginn landað risaregnboga- silungi, 12,5 punda, lýsa ánægjan og veiðiáhuginn af honum og auðvitað vonin blíða sem er drifkraftur sér- hvers veiðimanns. Og haldi einhver að það drepi ánægjuna að gera sömu hlutina aftur og aftur er það mikill misskilningur; þótt Ólafur Þór sé að- eins 41 árs er þetta í 35. skipti í röð sem hann er mættur í vorveiðina í Varmá því þar hóf hann að veiða með föður sínum aðeins sex ára gamall. Drengirnir teknir við veiðinni „Haukur faðir minn og Rósar tann- læknir tóku sig saman um að fara að veiða hér 1. apríl ár hvert. Það var áð- ur en ég varð til en seinna fóru þeir að taka strákana sína með. Þannig standa málin núna að þeir eru meira eða minna hættir að koma en við börnin þeirra erum teknir við, þ.e.a.s. ég og Rósarsystkinin.“ Ólafur Þór segir ekki vera hefð fyr- ir því að fara burt frá ánni til að borða um miðjan dag. Menn rífi einfaldlega eitthvað í sig. „Ég held að við séum frekar sú manngerð sem borðar sam- loku með annarri hendi og veiðir með hinni en þessi með dúkaða borðið. En það er enginn asi, ef menn setjast nið- ur og kjafta í hálftíma er enginn stressaður yfir því. Það er þetta sem gerir þennan veiðiskap svo frábrugð- inn laxveiðinni, fyrir utan að hann er ódýrari. En ég veiði reyndar lax líka og það er gaman en það er ekki þann- ig að ég taki hann fram yfir. Það er hægt að fara í silungsveiði sem er al- veg jafnskemmtileg og laxveiðin.“ Ólafur, sem fyrir löngu er orðinn þaulvanur fluguveiðimaður, segir að þegar hann hafi byrjað að koma í Varmána hafi nær engir Íslendingar veitt þar á flugu. „Það var spúnn, það var maðkur, það var hrogn, það var rækja, síld. Það var allur matseðill- inn. Síðan fara Íslendingar meira að nota fluguna og jafnvel á þessum tím- um sem þeir notuðu hana alls ekki áð- ur, eins og á vorin. Nú er þetta þann- ig að hér er aðeins leyfð fluga. Og hún er að gefa alveg ágætlega, ekki verr en beitan.“ Ólafur kímir þegar spurt er hvort menn hafi ekki einhvern tíma orðið að játa sig sigraða fyrir veðurguðunum. „Það er til mynd af mér í einni veiði- árbókinni þar sem ég er eins og einn hlemmur, með klakaskjöld framan á bringunni, beitan og stöngin allt sam- an frosið. Ég og mágur minn ætl- uðum að fara niður á miðsvæðið þennan dag og gengum þarna í hríð- inni þar til hann steig niður úr ánni. Það var ekki hægt að veiða þar, það krapaði svo rosalega að áin hreinsaði það ekki. Þá fórum við upp á efra svæðið og veiddum þar. En við nán- ast festum okkur á Hellisheiðinni á leiðinni til baka. Það voru eiginlega mestu hremmingarnar. Það hefur líka komið fyrir að við höfum komið hérna að morgni og verið klakarek niður eftir ánni. Þá höfum við orðið að bíða eftir að hún hreinsaði sig. En þótt menn komi að ánni svona snúa þeir ekki við og fara. Þetta er kannski dæmigert fyrir þrákelknina í þessu.“ Ólafur Þór tekur örstutt hlé frá köstunum og þegar hann er spurður hvaða flugu hann setji fyrst undir að morgni 1. apríl í Varmánni opnar hann þéttskipuð fluguboxin. „Núna síðustu árin hef ég sett und- ir svartan nobbler, sem er hnýttur þannig að það er neongrænt aftast í honum og glimmer með í búknum. Ég set hana undir af því hún er þyngd, hún er dökk og það er yfirleitt ekki komin sérstök birta. Hún er að gefa rosalega vel. Svo er náttúrlega orange-nobblerinn ef það kemur smábirta. Ef þetta virkar ekki verður maður að fara að leita, fara í straum- flugurnar, Black Ghost, kuggann, hHeimasætuna, Dentist. Ef það gengur ekki þá prófar maður teal- flugur, Peter Ross o.s.frv. Ég hef séð menn veiða mjög vel á enskar sil- ungaflugur.“ Áll og flatfiskar Í Varmána ganga eiginlega allar tegundir laxfiska og Ólafur hefur fengið þeir allar, bleikju, sjóbleikju, urriða, sjóbirting og lax. „Jú, og ál líka. Ég sá flumbru í morgun sem er flatfiskur. Hún óð á eftir flugunni. Ég spurði bara: hvenær er komið nóg af tegundum?“ Ólafur segir staðbundinn urriða vera í ánni en það sjáist mjög lítið til hans á vorin. „Svo er bleikja, bæði staðbundin og sjógengin. Það var tek- in sjóbleikja úr Meðallandinu og sett í ána. Hún var ofboðslega skemmtileg þegar maður rakst á hana, mjög spretthörð. Síðustu tvö ár höfum við verið að rekast á bleikju, stórar bleikjur allt frá fimm og upp í tólf pund. Það var töluvert fjallað um þetta í blöðunum í fyrra. Það voru uppi kenningar um að menn hefðu komið með kar hérna og sturtað stór- bleikju í ána. En það stenst ekki því árið áður en þessi mikla veiði var á stóru bleikjunni veiddi ég sex punda bleikju sem var alveg sambærileg við þessar niðri á miðsvæði. Þannig að ég held að samsæriskenningin gangi ekki upp.“ Ólafur Þór segir algengustu stærð- ina á sjóbirtingnum í Varmánni vera 1–4 pund. Síðsumars með fyrstu göngunum komi virkilega skemmti- legur fiskur ef vatn er sæmilegt. Stærsti fiskurinn gangi yfirleitt í ána fyrst eins og hjá sjóbleikjunni. Í end- ann á tímabilinu komi síðan gífurlega mikið af smáum fiski. En 12,5 punda regnbogi, er það stærsti fiskur Ólafs Þórs í Varmá? „Ég hef einu sinni fengið birting sem var sambærilegur, í minningunni að minnsta kosti. Ég veiddi hann á rækju og það var óskapleg glíma því ég var með tvo króka og þurfti alltaf að passa hinn krókinn. Það er reynd- ar þannig með stóran sjóbirting að maður nær honum ekki á bakið, hann er aldrei alveg búinn.“ Tvísýnasta glíman Ólafur Þór segir regnbogann stóra ekki hafa verið sterkasta fiskinn sem hann hafi glímt við í Varmá. „Tvísýnasta glíman sem ég hef tek- ið hérna, hún var þannig að ég vissi allan tímann að ég myndi aldrei hafa hann, aldrei. Það var hörkugaddur og alveg stilla og ég byrja að veiða við Rörið og kasta út í svokallaðri Zonk- er-straumflugu. Ég passaði mig ekki, stóð svo djúpt að ég fór með hjólið að- eins í vatnið þannig að þegar fisk- urinn rauk á fluguna stóð það á sér og það lak úr honum. Ég fór upp á bakka að mylja úr lykkjunum, taka hjólið í sundur og hreinsa innan úr því. Út í á og hendi aftur. Og hann negldi það al- veg á punktinum. Í stað þess að rigsa eitthvað eða stökkva synti fiskurinn að mér og stoppaði um metra frá mér. Ég hugsaði: Það er alveg sama hvað gerist, ég verð að sjá hann. Og tek stöngina og lyfti henni alveg eins og hún þoldi en hann grynnkaði ekki á sér um sentímetra. Svo renndi hann sér niður í einum rikk 50–100 metra, bremsa, hjól, lína, þetta stóð ekkert fyrir honum. Þarna rigsaði hann til í góða stund en svo kom hann aftur til mín. Ég reyndi auðvitað að hnika honum upp en það gerðist ekki neitt. Svo var honum eitthvað farið að leið- ast þetta og tekur strikið aftur niður og ég horfi á eftir honum og hugsa: þetta er ekkert mál ég læt hann bara hafa línuna og vinn hana upp aftur. Hann tætti alla yfirlínuna út í einum rikk, hún bókstaflega sviptist af hjól- inu. Þegar ég er að horfa á yfirlínuna fara þá sé ég að eitt bragðið af undir- línunni liggur yfir yfirlínuna. Það var ekkert sem ég gat gert. Og svo sat allt fast og taumurinn slitnaði eins og tvinni. Ég hef fengið 17 punda birt- ing, væna laxa en það er enginn fisk- ur sem ég hef fundið að hefði svona mikinn kraft og seiglu. Og ég sá hann aldrei.“ „Það var allur matseðillinn“ Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur Þór Hauksson kastar Skugga í Stöðvarhylinn, en þar fékk hann fyrstu tilsögnina í fluguveiði fyrir mörgum árum. Ólafur Þór Hauks- son hefur verið sýslumaður á Akranesi sl. sjö ár. Að loknu lögfræði- námi var hann fulltrúi sýslu- mannsins í Hafn- arfirði og síðan sýslumaður á Hólmavík í tvö ár. Hann er 41 árs, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Ólafur Þór hefur stundað stangveið- ar frá barnæsku og hefur veitt í Varmá á opnunardaginn 1. apríl í 35 ár. Síð- ustu árin hefur hann kosið að veiða eingöngu á flugu. „Nú er svo komið að ég hnýti sjálfur allar þær flugur sem ég nota,“ segir hann. „Ég hnýti á veturna og stytti með því biðina eftir veiði- tímabilinu.“ Hnýtir allar sínar flugur sjálfur Ólafur Þór Hauksson Ólafur Þór með regnbogasilunginn stóra, sem vó 6,2 kíló. Eftir Arnór Gísla Ólafsson og Einar Fal Ingólfsson veidar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.