Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 21 Strax og ég kom heim úr mat-arboðinu rak sjálfsbjargarvið- leitnin mig að ísskápnum þar sem ég fann mér til léttis talsvert af hvítlauk. Í honum er, samkvæmt vísindarannsóknum, efni sem drepur sumar kvefveirur – en því miður veit maður ekki fyrirfram hvort hann drepi viðkomandi veiru eða ekki. Ég ákvað að berjast í þetta skipti mjög kröftuglega og saxaði því niður þrjú stór hvít- lauksrif, tók þau inn með mjólk og tuggði svo steinselju á eftir – hún á að taka hina mjög svo umtöluðu og hvimleiðu lykt – ég er samt ekki viss um að hún geri það, mér hefur stundum sýnst á svip þeirra sem ég hitti eftir svona inntökur að á því geti verið misbrestur. En af því að svona mikið lá við í þetta skipti ákvað ég til öryggis að nota líka ráð einsöngvara frá Suð- urlöndum sem sagði mér eitt sinn að landar hans hefðu fyrir sið að skera í tvennt hvítlauksrif og setja sinn hvorn stubbinn inn í nasahol- urnar, hið virka efni hvítlauksins snardrepur þá þær kvefveirur í nefgöngum og kinnholum sem hvítlaukur á annað borð vinnur á. Ég hafði hingað til heldur kinokað mér við að nota þetta ráð, hvít- laukurinn svíður nefnilega að inn- an nefið og maður getur fengið köfnunartilfinningu – en nú var ekki annað ráð vænna svo ég ákvað að láta slag standa. Með saxaðan hvítlaukinn í maganaum og hálft hvítlauksrif í hvorri nös læddist ég svo inn í svefnherbergi og hallaði vel aftur svo enginn sæi mig. Ég ætlaði að liggja þar inni með hvítlauksrifin í nefholunum í dálítinn tíma. Meðan hvítlauksrifin væru að snardrepa veirurnar ákvað ég að lesa mér til um at- hafnamann sem umsvifamikill var á síðari hluta 19. aldar. En um það leyti sem sá ágæti maður var orð- inn bankastjóri tók því miður að svífa á mig höfgi og ég vissi svo ekki af mér fyrr en ég heyri eig- inmann minn hrópa hárri undr- unarröddu: „Hvað er að sjá þig kona?“ Ég hrökk upp og flýtti ég mér eins og ósjálfrátt að snúa mér und- an til ná hvítlauksbitunum úr nef- inu. Þetta var ekki óskastaðan, - en ég reyndi eftir megni að láta sem ekkert væri. Ég ætla svo sem ekkert að fjölyrða hér um árangur þeirrar viðleitni. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að var ég miklu betri af kvefinu þegar ég vaknaði um morguninn. En varla hafði ég kortlagt batann í hug- anum þegar dóttir mín hringdi í mig og kvartaði um að hún væri að fá nefkvef. „Þú skalt bara fá þér hvítlauk eins og skot, ég var að drepa með honum kvefveiru í gær, - en það voru engin vettlingatök,“ sagði ég og lýsti aðförum mínum gegn kvef- veirunni. „Ég er ekki viss um að ég treysti mér í þetta umhverfisins vegna – en ég veit reyndar að hvít- laukurinn getur virkað. Vinkona mín setti hvítlauksrif á milli allra tánna eitt kvöldið þegar kvef var að herja á hana, fór svo í sokka og fór að sofa,“ sagði dóttir mín. „Morguninn eftir var kvefið al- gjörlega farið – en hún gat varla gengið í viku vegna sprunginna blaðra á milli tánna eftir hvítlauk- inn, og svo sterkur var hann að hún andaði frá sér hvítlaukslykt lengi vel þótt hún hefði bara haft laukinn á milli tánna.“ Þótt svona hrapalega geti tiltek- ist við notkun hvítlauks er hann hin merkasta jurt og góður við ýmsum öðrum kvillum en kvefi – gagnar að sögn stundum við háum blóðþrýstingi og ku jafnvel lækka kólestról - að ógleymdu því að hann heldur frá fólki draugum og illum öndum. Það síðarnefnda get- ur kannski orðið gagnlegt hvað líð- ur í þessu samfélagi – af frásögn- um í fjölmiðlum að dæma virðist harkan í samfélaginu komin á það stig að tímaspursmál sýnist hve- nær menn taki að stunda hina fornu iðju fjölkunnugra forfeðra – að senda uppvakninga á óvini sína – þá væri nú betra en ekki að hafa hvítlaukinn við hendina. Þjóðlífsþankar/Ráð gegn illum öndum? Virkni gegn veirum eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞAÐ ÞYKIR engum gott að fá kvef þegar mikið stendur til, þetta veit vel hin mjög svo önnum kafna íslenska þjóð. Um daginn, einmitt þegar ég sá fram á töluvert annríki, fékk ég skyndilega einhverja undarlega tilfinningu á bak við nefið, og hnerraði ákaflega. Þetta var á hátíðisdegi og ég reyndi að láta sem ekkert væri í matarboði sem ég var í. En ég vissi samstundis hvað þetta gæti þýtt – kvef sem stæði í a.m.k. tíu daga og endaði með kinnholusýkingu og bronkítis – þegar svo væri komið gæti ég kannski vælt út pensilín – en það væri þó aldrei að vita – það er næstum eins og verið sé að slíta hjartað úr læknum ef pensilín er nefnt á nafn. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Haust Skógarh l í› 18 • 105 Reykjav ík S ími 595 1000 Fax 595 1001 • www.heimsferd i r . i s Heimsferða ævintýri Kynntu þér bækling Heimsferða um haustferðir. Bæklingurinn er kominn Heimsferðir kynna nú glæsilegar haustferðir sínar árið 2005. Í boði eru vinsælustu borgir Evrópu og frábærar ferðir með sérflugi til Jamaica og Puerto Rico í Karíbahafinu og Sikileyjar og Sardiníu í Miðjarðarhafinu. Meðal nýrra áfangastaða eru Ljubljana, höfuðborg Slóveníu og perlurnar Sardinía í Miðjarðarhafinu og Puerto Rico í Karíbahafinu auk lúxussiglinga um Miðjarðar- og Atlantshafið, m.a. til Brasilíu. Auk þess bjóðum við áfram okkar vinsælu ferðir til margra af helstu borgum Evrópu, s.s. Prag, Búdapest, Kraká, Barcelona, Vínarborgar og Rómar að ógleymdum einstaklega spennandi ferðum til Jamaica og Sikileyjar. Kynntu þér Haustævintýri Heimsferða og tryggðu þér sæti því í fyrra seldust eftirsóttustu ferðirnar upp strax á fyrstu dögunum. Jamaica 79.990 kr. Puerto Rico 79.990 kr. Kraká 29.990 kr. Ljubljana 39.990 kr. Vín 39.990 kr. Róm 49.990 kr. Sikiley 54.990 kr. Sardinía 89.990 kr. Prag 19.990 kr. Búdapest 29.990 kr. Barcelona 38.990 kr. NÝTT NÝTT NÝTT E N N E M M / S IA / N M 15 72 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.