Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 29
viðgerð. Eitt sinn kom til okkar mað- ur með góm af þeirri gerð og bað um að gert væri við hann. Allar tennurn- ar í efri gómnum voru dottnar úr nema tveir jaxlar. Þessi maður átti líka plastgóm sem hann notaði spari, gamla gúmmímassagóminn notaði hann til að tyggja. Við smíðuðum nýj- an góm og hann var alsæll þegar hann fór að tyggja með honum. Síðari árin heyrði til viðburða þegar ungt fólk þurfti að fá falska góma en áður var töngin mun meira notuð en bor- inn. Stundum týndi fólk tanngörðum sínum. Kona ein sat við drykkju um helgi og týndi bæði efri og neðri gómi. Hún hafði samband við okkur ör- væntingarfull á mánudeginum. Sama dag var hringt í okkur og sagt efri gómur hefði fundist í húsi austur í bæ. Nokkru seinna hringdi lögreglan í okkur og spurði hvort við könnuð- umst eitthvað við góm sem þeir hefðu fundið vestur í bæ. Og merkilegt nokk var þar kominn neðri gómur konunnar. Hún gladdist mjög við endurheimt góma sinna. Ekki hef ég hugmynd um hvað ég smíðaði upp í marga en það var mikill fjöldi, ég hætti ekki alveg tannsmíð- inni fyrr en fyrir tíu árum og enn í dag er ég að hitta fólk sem brosir til mín með tönnum sem ég smíðaði fyrir það á sínum tíma. Prjónaði og fór í gönguferðir þegar tími gafst til fyrir tannsmíðinni Þegar ég var ekki að smíða tennur prjónaði ég. Ef mig vantaði kjól þá bara settist ég niður og prjónaði hann. Ég prjónaði auðvitað allar peysur á manninn minn og synina og allt mögulegt annað. Ég saumaði líka upp úr gömlu eins og þá tíðkaðist. Okkur Gunnari búnaðist vel, ég fór ábyggilega vel með enda alin upp við slíkt. Ekki það að við veittum okkur ekki ýmislegt, við fórum oft til út- landa, einkum seinni árin. En ég reyndi lengstum að leggja fyrir það sem ég gat og það veitti mér örygg- iskennd sem ég bý að enn í dag. Mér fannst ágætt að hætta að vinna, þá gat ég gert það sem mig langaði til. Ég hef löngum verið mikill göngugarpur, á morgnana gekk ég út í Skerjafjörð og svo fór ég gjarnan í sund og líka leikfimi. En seinni árin hef ég lítið getað gengið vegna fót- armeina. Ég er þó dugleg að fara út á meðal fólks og sonur minn kemur til mín á hverju kvöldi og við borðum saman. Allir mínir eru mér mjög góð- ir. Annars held ég alltaf að ég hljóti að fara að sofna út af, ég er orðin það gömul, og finnst það bara góð tilhugs- un. Ég trúi á annað líf og hlakka til þess að hitta fólkið mitt hinum megin, ekki síst pabba minn sem ég aldrei sá, það verður mjög fróðlegt. Á Brúsastöðum. F.h. Páll Ísólfsson, kona hans, Kristín Norðmann, systur henn- ar, Ásta og Katrín, og vinkona þeirra. María Tryggvadóttir, Jórunn Viðar og Drífa Viðar í hvíta kjólnum. María og Gunnar nýgift 1946 á heimili foreldra hans, þar sem athöfnin fór fram. gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 29 Föstudaginn 8. apríl 2005 í ráðstefnusal Gullhamra í Reykjavík kl. 09:00 – 15:30 MEÐAL FYRIRLESTRA ERU: Stofnsetningaréttur Dr. Poiares Maduro, lögmaður Evrópudómstólsins EES-samningurinn og útrás Bakkavör Group hf. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavör Group hf EES-samningurinn og eftirlit með fjármálastarfsemi Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins Fjármagnsflæði fjárfestinga Titus Van Stiphout, yfirlögfræðingur EFTA skrifstofunnar Hlutverk EB– og EFTA dómstólsins í að tryggja frjálst flæði fjármagns Dr. Carl Baudenbacher, forseti EFTA dómstólsins Skráðu þig strax Vinsamlega skráið þátttöku á vefslóðinni www.bifrost.is/radstefna eða með tölvupósti radstefna@bifrost.is Verð með hádegisverði og öðrum veitingum er kr. 12.900,- Ráðstefna um áhrif EES-samningsins á útrás íslenskra fyrirtækja innan Evrópu Nánari upplýsingar áwww.bifrost.is EVRÓPUNEFND Á VEGUM FORSÆTISRÁÐUNEYTIS GROUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.