Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 30

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 30
30 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ 2. apríl 1995: Athyglisvert er að fylgjast með því hvað umræður um fiskveiðistefn- una eru að verða áberandi í kosningabaráttunni og jafn- framt hvað hver frambjóð- andinn á fætur öðrum er tilbúinn til að taka undir kröfur um breytingar á henni [...] Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, gerði fisk- veiðistefnuna að umtalsefni á fundi á Húsavík fyrir rúmri viku. Þar sagði hann m.a.: „Ef við horfum á kvót- ann eins og afnotarétt, þá virkar hann líkt og lóð, sem bæjarfélag á og lætur í té. Lóðin undir húsinu mínu á Lynghaga í Reykjavík er eign Reykjavíkurborgar en ég get hins vegar selt húsið með lóðarréttindum og veð- sett það, en það er enginn vafi á því engu að síður að Reykjavíkurborg á lóðina og ég borga leigu árlega til borgarinnar fyrir lóðina, sem hún á en ekki ég. Og það er alveg ljóst, að eftir 50 ár getur Reykjavík- urborg tekið þessa lóð af mér en yrði væntanlega að greiða mér einhverjar bæt- ur vegna þeirrar röskunar, sem yrði á mínum högum. Eignarrétturinn á fiskinum í sjónum er alveg klár hjá ríkisvaldinu.““ 2. apríl 1985: „Ýmis rík- isfyrirtæki og ríkisstofnanir gæta hagsýni í rekstri, sem betur fer, og stokka upp rekstur til að tryggja betri fjármagnsnýtingu, eins og nú hefur verið gert hjá RA- RIK. En fleiri mættu fylgja í kjölfarið. Stjórnendur rík- isstofnana, einkum þeirra sem gerðar eru alfarið eða að stórum hluta út á skatt- peninga almennings, þurfa að halda uppi sterku og við- varandi innra rekstr- araðhaldi. Stundum er og nauðsynlegt að fá fagfyr- irtæki, utan ríkisgeirans, til að taka út rekstur, einkum stærri og dýrari stofnana, til að ná fram bættri með- ferð og nýtingu fjármagns; tryggja sömu eða betri þjónustu fyrir minni fjár- muni. Einkum og sér í lagi ætti þetta að vera krafa skattborgaranna.“ 6. apríl 1975: „Þróun mála á alþjóðavettvangi síð- ustu vikur hefur verið mjög ískyggileg. Í Kambódíu hef- ur ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum um fimm ára skeið og notið stuðnings Bandaríkjamanna, riðað til falls. Í Suður-Víetnam hef- ur stríðsgæfan brugðist stjórnvöldum í Saigon ger- samlega og framsókn kommúnista hefur verið ótrúlega hröð. Í Portúgal minnka horfur dag frá degi, að lýðræði verði komið þar á fót á næstu árum, en um leið vaxa líkur til þess, að vinstri sinnað einræði og jafnvel kommúnismi taki við af þeim öfgaöflum til hægri, sem áður höfðu stjórnað Portúgal um hálfrar aldar skeið. Í miðausturlöndum misheppnaðist Kissinger utanríkisráðherra Banda- ríkjanna ný sáttatilraun í deilu Ísraels og Araba og Feisal konungur í Saudí- Arabíu var myrtur, en í kjölfar þess fylgdi að sjálf- sögðu óvissa um, hvað við tæki í þessu volduga olíu- ríki.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚRRÆÐALEYSI Í MÁLUM VEIKRA BARNA Sláandi tölur um tíðni líkamsárása ástarfsmenn grunnskóla í Reykjavík, sem birtust á forsíðu Morgunblaðsins á föstudag, hljóta að vekja fólk til umhugs- unar um a.m.k. þrennt. Í fyrsta lagi hvernig tryggja megi betur öryggi bæði starfsfólks og nemenda í skól- um. A.m.k. í almennum grunnskólum get- ur fólk ekki sætt sig við starfsumhverfi, þar sem búast má við árásum og barsmíð- um. Ef ráðizt er á kennarana fara nem- endurnir varla varhluta af ofbeldinu held- ur. Í öðru lagi eru líkamsárásir á starfsfólk væntanlega aðeins toppurinn á ísjakanum, ef svo má segja. Í skóla, þar sem dæmi eru um tugi árása á ári, ríkir varla mikill starfsfriður að öðru leyti. Því miður eru dæmi um að einn veikur einstaklingur geti spillt námi og leik fyrir heilum bekk, jafn- vel heilum skóla. Önnur börn og foreldrar þeirra geta auðvitað ekki sætt sig við slíkt. Þá er komið að þriðja atriðinu, sem Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, gerir að umtalsefni í frétt Morgunblaðsins: „Barn sem gerir svona er í miklum vanda og því miður eru lítil úr- ræði í heilbrigðiskerfinu fyrir börn á grunnskólaaldri sem eiga í geðvanda. Þau eru bara í skólanum. Fullorðið fólk getur lagst inn á geðdeild og fengið þar meðferð en sambærileg innlagnarmeðferð til langs tíma virðist ekki í boði fyrir börn á grunn- skólaaldri.“ Miklu fleiri vísbendingar hafa komið fram að undanförnu um að geðheilbrigð- isþjónusta fyrir börn og unglinga væri engan veginn fullnægjandi. Og ein afleið- ingin er þessi; börn, sem eiga við erfiðan vanda að etja „eru bara í skólanum“ þar sem þeim sjálfum, skólafélögum þeirra og kennurum líður öllum illa. Til einhverra ráða þarf að vera hægt að grípa þegar ástandið fer úr böndunum. LÆKKUN LYFJAVERÐS Ákvörðun lyfjagreiðslunefndar, umað lækka smásöluálagningu lyfja íáföngum þannig að verð þeirra verði svipað og á Evrópska efnahags- svæðinu, er tímabær, svo ekki sé meira sagt. Stefnt skal að því að í lok næsta árs verði smásöluverð lyfja sambærilegt við það sem gerist í Danmörku og Finnlandi. Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslu- nefndar, bendir á það í Morgunblaðinu í gær að fulltrúi lyfjasmásala í nefndinni standi að þessari samþykkt – sem er þó raunar ekki annað en það sem nýleg reglugerð um nefndina segir að henni beri að gera. Þá hafi nú þegar náðst sam- komulag við lyfjaheildsala um að lækka verð í áföngum þannig að meðalheildsölu- verðið verði hliðstætt meðaltali heildsölu- verðs í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Fyrirrennari lyfjagreiðslunefndar, lyfjaverðsnefnd, vann lengi út frá þeirri forsendu að lyf hér á landi ættu að vera 15% dýrari en í hinum norrænu ríkjunum. Sú forsenda var augljóslega löngu úrelt. Lengi vel vísuðu lyfjaheildsalar til þess að hér á landi giltu svo strangar reglur, t.d. um þýðingu leiðbeininga með lyfjum, að þær hefðu í för með sér kostnað sem réttlætti verðmuninn. Nýlega hefur reyndar verið sýnt fram á að í sumum til- fellum þyrfti þýðing og prentun leiðbein- inga með lyfjum að kosta álíka og þýðing og prentun á heilu upplagi af vandaðri, innbundinni bók, ætti sá kostnaðarliður að útskýra verðmuninn milli Íslands og nágrannalandanna. Nú segir Páll Pétursson að eitthvað sé um að kröfur hér til lyfsölu séu stífari en annars staðar og óhætt eigi að vera að slaka á þeim. Vinnuhópur um það verk- efni verði settur á laggirnar. Þá er sú af- sökun fyrir hærra lyfjaverði vonandi úr sögunni. Kjarni málsins er sá, að hér á landi rík- ir fákeppni og æ meiri samþjöppun, bæði í innflutningi lyfja og smásölu. Við slíkar aðstæður er strangt eftirlit opinberra að- ila nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Það eru miklir hagsmunir þeirra, sem þurfa að kaupa lyf, og skattgreiðenda almennt, að kostnaður vegna þeirra sé ekki meiri en gerist almennt í nágrannalöndunum. H eilsu Jóhannesar Páls páfa II. hefur hrakað jafnt og þétt undanfarnar vikur og nú er svo komið að honum er vart hugað líf. Undan- farna daga hefur fólk um allan heim beðið fyrir páf- anum, allt frá Jerúsalem til Jóhannesarborgar og Ríó til Reykjavíkur. Á Pét- urstorginu í Róm söfnuðust saman um 30 þúsund manns fyrir neðan íbúð hans þar sem ljós loguðu í gluggum í gærkvöldi, föstudagskvöld. Þaðan voru beinar útsendingar fram á nótt á sjónvarpsfrétta- stöðvum á borð við CNN og Sky og inn á milli var skotið fréttum og viðtölum, sem tengdust páfan- um. Páfinn var lagður á sjúkrahús 1. febrúar og hefur tvisvar verið lagður inn eftir það. Dauðastríð páfans hefur ekki farið fram í beinni útsendingu, en ekkert hefur verið gert til að fela þjáningar hans og hrakandi heilsufar. Um páskana fékk allur almenningur að sjá að hann mátti vart mæla þegar hann hugðist veita blessun sína. Alltaf hefur hins vegar verið lögð áhersla á að hann væri með fullri vitund og er ein ástæða þess ef til vill að þeirri spurningu er ósvarað hvað gerist í Páfagarði falli páfinn í dá og ekkert um það að finna hvað gera skuli í því tilfelli í rómversk-katólskum sið – ekki hver skuli fara með vald páfa, hvernig valdið flytj- ist til eða hver eigi að ákveða læknismeðferð páfa, liggi hann í dái. Í yfirlýsingum frá Páfagarði hefur komið fram að líkami hans sé smám saman að gefa sig, en embættismenn katólsku kirkjunnar neit- uðu snarlega að nokkuð væri hæft í frétt ítalskrar fréttastofu á föstudag um að heilasívaki hans starf- aði ekki lengur og tóku sérstaklega fram að hann væri ekki tengdur við heilasívaka. Ljóst var hins vegar að í Páfagarði er páfanum ekki hugað líf. Javier Lozano Barragan, kardináli og heilbrigð- isráðherra Páfagarðs, sagði að páfi væri „að dauða kominn“. „Í kvöld eða nótt, opnar Kristur dyrnar fyrir páfa,“ sagði Angelo Comastri, prestur í Páfa- garði og aðstoðarmaður páfa, við mannfjöldann, sem baðst fyrir á Péturstorginu í gærkvöldi. Söguleg páfatíð Páfatíð Jóhannesar Páls II. hefur verið söguleg. Mjög skiptar skoðanir eru um hann, en almenningur hefur fagn- að honum sem poppstjörnu og hann virðist höfða til ungs fólks. Hann hefur verið mjög staðfastur í afstöðu sinni gegn styrjöldum og fátækt og margir halda því fram að hann hafi átt stóran þátt í því að rífa niður járntjaldið. En hann hefur verið gagn- rýndur harðlega fyrir gamaldags viðhorf um sam- skipti kynjanna og hlutverk kvenna í kirkjunni og fékk meðal annars viðurnefnið „Ajatollah Woj- tyla“ í þýska vikuritinu Der Spiegel árið 1980, þótt ef til vill megi færa rök að því að meiri sátt hafi náðst um hann eftir því sem árin hafa liðið. Í það minnsta fer tímaritið mun mildari höndum um hann í langri grein í nýjasta tölublaði þess, en það gerði fyrir 25 árum. Karol Józef Wojtyla fæddist í þorpinu Wado- wice skammt frá Krakow í Póllandi 18. maí árið 1920 og því hefur verið haldið fram að margt í fari hans og hugsun megi rekja til uppruna hans. Faðir hans var foringi í hernum og móðir hans heima- vinnandi. Wojtyla missti móður sína þegar hann var átta ára, minnstu munaði að hann yrði fyrir skoti þegar hann var 15 ára, þegar hann var 12 ára lést eini bróðir hans, Edmund og hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann kom að föður sínum látnum. „Þegar ég var tvítugur hafði ég misst alla, sem ég elskaði,“ skrifaði hann. Wojtyla var íþróttamaður í æsku, stóð í marki í fótbolta og var áhugaleikari, en alltaf var trúin og bænin honum efst í huga, að sögn þeirra, sem þekktu hann þá. Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út og Þjóð- verjar lögðu undir sig Pólland gekk hann ekki í andspyrnuna eins og margir félaga hans, en hann safnaði félögum í leynilegan bænahóp. Þegar hann var 38 ára varð hann vígslubiskup, sá yngsti í Pól- landi, og fimm árum síðar yngsti erkibiskupinn. Hann varð kardináli árið 1967 og ellefu árum síðar varð hann páfi, sá fyrsti í rúmar fjórar aldir, sem ekki var ítalskur, og tók sér nafnið Jóhannes Páll II. eftir forvera sínum, sem sat aðeins í 33 daga. Wojtyla var þá aðeins 58 ára og unglamb í elliræð- inu í Páfagarði. Óvænt áhersla á alþjóðapólitík Hann var ekki lengi að láta að sér kveða. Strax 1979, árið eftir að hann kemst til valda, fer hann til Póllands. Þar talaði hann um reisn ein- staklingsins og réttindi og frelsunarmátt sannleik- ans. „Stjórnir Austur-Evrópu eru hneyksli þess- arar aldrar,“ sagði hann í predikun og sovéska fréttastofan Tass stimplaði hann undirróðurs- mann. Höfundurinn Malachi Martin, sem mikið hefur skrifað um trúmál, segir í bókinni „The Keys of This Blood“, sem fjallar um „baráttu Jóhann- esar Páls II. við Rússa og Vesturlönd“, að þegar hann varð páfi 1978 hafi margir átt von á því að hans fyrsta verk yrði að reyna að blása nýju lífi í katólsku í Evrópu. Krossferðin til að endurkristna Evrópu hafi hins vegar aldrei hafist: „Þess í stað beindi hann páfadómi sínum í allt aðra átt. Í fyrstu var hún misskilin, síðan var reynt að finna ein- hverjar skýringar, en það er ekki fyrr en núna [bókin er skrifuð 1990] að fólk er farið að gera sér grein fyrir því að þessi páfi er alþjóðastjórnmála- maður, allan tímann hefur hann hrærst í vídd al- þjóðastjórnmála og haft alþjóðleg markmið í huga.“ Der Spiegel heldur því fram að ef til vill hafi hinn nýbakaði páfi ekki gert sér alveg grein fyrir því að hann var að leika sér að eldinum þegar hann fór til Póllands, en Martin færir rök að því að hann hafi áttað sig betur á því hvað var í vændum en flestir aðrir. Hann vitnar í ræðu, sem Wojtyla flutti í New York árið 1976, þá lítt þekktur biskup frá Krakow. „Við stöndum nú frammi fyrir mestu sögulegu glímu, sem mannkynið hefur háð,“ sagði hann, „… prófsteinn á tvö þúsund ára menningu og kristna siðmenningu með öllum þeim afleið- ingum, sem hún getur haft á mannlega reisn, rétt einstaklingsins og rétt þjóða.“ Martin talar um þrjá valdapóla í alþjóðapólitík kalda stríðsins. Hann bætir hinum herlausa Páfagarði við and- stæðingana í vestri og austri, sem horfðust í augu gráir fyrir járnum, og segir að með heimsókninni til Póllands hafi hinn slavneski páfi leikið fyrsta leikinn í heimspólitísku endatafli síðasta árþús- unds. Framgöngu hans í alþjóðastjórnmálum og áherslu á friðsamlegar lausnir má auðveldlega skýra með því að hann kynnist bæði stjórnarfari nasista í Póllandi hernámsáranna og stjórnarfari kommúnista í Póllandi eftirstríðsáranna. Þegar hann settist á páfastól var hann tilbúinn. Hann lýsti yfir stuðningi við Samstöðu og styrkti með peningum. Í Der Spiegel kemur fram að þegar Leoníd Bresnjev íhugaði að fara með herinn inn í Pólland í lok ársins 1981 skrifaði hann Sovétleið- toganum bréf, sem ekki var birt fyrr en löngu síð- ar, og sagði: „Þá væruð þið eins og nasistarnir 1939.“ Vissulega má deila um valdastöðu Páfagarðs, en Martin er ekki eini sagnfræðingurinn, sem lagt hefur áherslu á þátt Jóhannesar Páls páfa í að styðja Samstöðu í baráttunni, sem leiddi til falls kommúnistastjórna í Austur-Evrópu, og víst er að það er enginn vafi í huga Lech Walesa, fyrrverandi leiðtoga Samstöðu og forseta Póllands eftir að kommúnistar hrökkluðust frá. „Ef ég ætti í dag að vega og meta þátt allra aðila,“ sagði Walesa í við- tali við fréttastofuna AFP á föstudag, „myndi ég segja að helmingurinn væri Jóhannesi Páli II. að þakka, 30% pólsku þjóðinni og Samstöðu. Marg- aret Thatcher, Ronald Reagan, Helmut Kohl, Bor- ís Jeltsín og Míkhaíl Gorbatsjev sáu um restina.“ Í maí árið 1981 var Jóhannesi Páli sýnt bana- tilræði á Péturstorginu og hann skotinn þremur skotum. Tilræðismaðurinn var Tyrki, Mehmet Ali Agca, og var félagi í hægri öfgasamtökunum Gráu úlfunum, en margt benti til þess að honum hafi verið fengið verkefnið austan járntjalds þótt það kæmist aldrei á hreint. Framburður hans var mis- vísandi, ýmist stóð KGB á bak við tilræðið, búlg- arska leyniþjónustan eða hann var einn að verki. Páfinn náði sér aftur eftir tilræðið, en afleið- ingar þess á heilsu hans áttu eftir að koma í ljós síðar. Tveimur árum síðar heimsótti hann Agca í fangelsi með þau orð á vörum að ástin sigri hatrið. Þegar Agca fékk náðun árið 2000 og var sleppt úr fangelsi var það fyrir beiðni fórnarlambsins. Við tilræðið jukust jafnvel vinsældir páfans og mót- tökur hans voru líkari því að rokkstjarna væri á ferð en trúarleiðtogi. Maraþonmaður guðs Þegar Jóhannes Páll II. varð páfi voru kat- ólikkar í heiminum um 750 milljónir, nú er tal- ið að rúmlega einn milljarður manna um heim all- an játi katólska trú. Jóhannes Páll hefur verið mjög víðförull og Der Spiegel kallar hann „mara- þonmann guðs“. Blaðinu reiknast til að hann hafi lagt að baki 1,2 milljónir kílómetra í 104 ferðum, sem jafngildi því að fara 29 sinnum umhverfis jörð- ina eða þrisvar fram og til baka til tunglsins. Talið er að um 250 milljónir manna hafi séð páfann í eig- in persónu og þar á meðal eru fjórar milljónir, sem voru viðstaddar messu í Manila á Filippseyjum ár- ið 1995. Hann hefur komið fljúgandi á þyrlu á úti- messu, komið fram með Bob Dylan, faðmað að sér fátæk börn og kropið í skítnum fyrir fram heimili móður Teresu í Kalkútta. Á ferðum sínum gerir hann sér far um að heimsækja fátækrahverfi, hvort sem það er í rómönsku Ameríku eða heima

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.