Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arnar ÖnfjörðBjörgvinsson fæddist á Akureyri 11. apríl 1943. Hann lést á líknardeild LSH 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björgvin Friðrik Björgvinsson, klæð- skeri frá Flateyri, f. 3.6. 1920, d. 9.7. 1978, og Arnfríður Jóns- dóttir frá Dalvík, f. 15.8. 1921, d. 3.11. 1998. Arnar var 12 ára þegar hann flutt- ist ásamt foreldrum og systkinum til Reykjavíkur. Systkini Arnars eru þrjú: Jón Elvar, Guðbjörg og Ágúst. Arnar eignaðist fimm börn. Þau eru: Björgvin, f. 3.11. 1963; Krist- björg, f. 18.6. 1965; og Sigrún, f. 4.8. 1966. Arnar kvæntist 11. september 1966 Ásu Jóhannsdóttur frá Skagaströnd. Þau skildu. Synir þeirra eru Arnar Jóhann, f. 4.1. 1967, og Jón, f. 5.9. 1970. Arnar eign- aðist fjórtán barna- börn. Arnar vann ýmis störf, m.a. hjá Slátur- félagi Suðurlands í Austurveri til margra ára, á sjó hjá Landhelgisgæslunni og á fraktskipum, var bílstjóri hjá H. Ben. – Nóa-Síríusi. Hann var sjúklingur síðustu árin. Útför Arnars var gerð frá Dóm- kirkjunni 31. mars síðastliðinn. Elsku pabbi minn, hetjan mín, það er svo erfitt að setjast niður og skrifa til þín, því ég er svo ósáttur við að þú sért farinn frá okkur, það var svo mikið líf eftir í þér. Það var líka svo margt sem við áttum eftir að ræða um, ég átti svo margt eftir að spyrja þig um, ég var einfaldlega engan veg- inn tilbúinn að sleppa þér frá mér. En þú gafst mér svo ótrúlega mikið þenn- an stutta tíma sem þú barðist hetju- lega gegn þessum hræðilega ógnvaldi sem tók þig frá okkur að lokum. Það var aldrei að heyra á þér að þú ætlaðir að láta undan, þú vissir alveg hvað þú þurftir að gera til að buga hann, eins og við töluðum um nokkrum sinnum, og það var einfaldlega að vera þú sjálfur … jákvæður, opinn, glaður og bjartsýnn og alls ekki að leggjast í þunglyndi og sjálfsmeðaumkun. Þú lengdir svo sannarlega tímann þinn og gafst manninum með ljáinn langt nef lengi vel, þú komst okkur öllum á óvart, fjölskyldunni, læknunum og hjúkrunarfólkinu. Það var svo gott að koma til þín, það var svo góður andi allt í kringum þig að maður gleymdi alveg stað og stund. Um leið og ég labbaði inn til þín, þá var ekkert ann- að í heiminum til nema það sem var innan þeirra veggja, það var eins og að vera Palli einn í heiminum, en með þeirri undantekningu að það var ann- ar Palli á staðnum, nefnilega þú, og alltaf tókstu á móti mér með breiðu brosi og byrjaðir alltaf á að segja: „Já, fáðu þér nú kaffið góða og taktu einn bolla fyrir mig í leiðinni, 2 skeiðar sykur og smá mjólk.“ Þessu var svo skolað niður með nokkrum (mörgum) Dajm-molum, að sjálfsögðu, og svo töluðum við um allt milli himins og jarðar. Ég komst meðal annars að því af hverju þú héldir með Ferrari en ekki MacLaren, eins og við bræðurn- ir, og það átti rætur að rekja til þess tíma sem þú vannst hjá H. Ben og ákveðins olíumerkis sem tengdist því fyrirtæki. Þessar síðustu vikur sem ég náði að upplifa með þér hafa verið einhverjar mínu bestu stundir, stundir sem ég hef sárt saknað allt mitt líf, en ég veit að ég á eftir að búa lengi að þeim … þessum yndislegu stundum sem þú gafst mér og miðlaðir til mín visku bæði meðvitað sem og ómeðvitað. Ég sé lífið í dag í allt öðru ljósi en ég gerði, ég sé núna hver forgangsröðin á að vera og hversu mikilvæg fjöl- skyldan er og það er þér að þakka, elsku pabbi minn. Ég veit ég kem ekki til með að þurfa að hafa áhyggjur af þér þegar þú kemst á loka-áfanga- staðinn, því þar bíða Björgvin afi og Arna amma. Elsku Gugga frænka, hin hetjan mín, þú varst stoð hans og stytta alla tíð, frændur mínir góðu Nonni og Gústi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og sömuleiðis systkinum mínu kæru, Kiddý, Sigrúnu, Arnari og Jóni og öllum barnabörnunum hans pabba,14 að tölu. Mig langar að lokum að þakka öllu starfsfólki líknardeildarinnar fyrir þess frábæra og óeigingjarna starf og hversu yndisleg þið voruð við pabba, hann talaði margoft um það. Ég kveð þig þá, elsku pabbi minn, í hinsta sinn, en ég vil að þú vitir að ég elska þig og sakna þín svo mikið. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og ég veit að þú átt eftir að fylgja mér í hverju skrefi í framtíð- inni. Blessuð sé minning þín, yndislegi pabbi minn, Þinn sonur Björgvin. Nú hefur pabbi yfirgefið þennan heim eftir ósigur í baráttunni við krabbamein. Ég minnist hans sem ró- legs og dagfarsprúðs manns sem var gott að heimsækja og tala við. Við bræðurnir áttum heima á Skagaströnd og fórum stundum til pabba í heimsókn til Reykjavíkur. Það var svo gaman því hann gaf sér tíma að koma í tindátaleik og leika við okkur. Hann vann um tíma hjá Nóa- Síríusi og það var nú stuð þegar hann sendi okkur kassa af góðgæti norður. Svo minnist ég einnig þess að aðal- spenningurinn var að opna jólapakka frá pabba því hann gaf svo spennandi gjafir. Ég á enn tölvuspil sem hann gaf mér og í fermingargjöf fékk ég segulband og í því var spóla sem hann hafði talað inn á. Pabbi átti ekki auðvelda ævi en hann hafði alltaf tíma til að spjalla við mig og hann var alltaf með á hreinu hvenær fólkið hans átti afmæli hvort sem það voru börn, tengdabörn eða barnabörn. Pabbi átti kisu sem hann kallaði Pjakk, stórskrýtinn kött, en Pjakkur faldi sig alltaf í smástund bakvið gluggatjöldin áður en hann leyfði manni að klappa sér. Til marks um það hvað hann vildi ekki valda öðrum ama þá vildi hann ekki láta okkur fjölskylduna vita hversu veikur hann væri fyrst um sinn því honum fannst við hafa gengið í gegnum nóg, og svo var hann alltaf bara hress á spítalanum. Hann lá síð- ustu vikurnar á líknardeild Kópavogs þar sem frábært hjúkrunarfólk hugs- aði um hann. Hann var alltaf með bros á vör þegar við heimsóttum hann þangað og bar ekki á því að hann væri þjakaður af krabbameini. 19. mars sl. átti hann yndislegan dag, hann fékk mikið af heimsóknum, börn, systkini og móðursystur hans náðu að koma. Hann spjallaði um formúluna við strákana sína og var bara kátur. Morguninn eftir lést hann. Megir þú hvíla í friði, elsku pabbi. Jón Arnarsson og fjölskylda. Elsku afi, þú fórst alltof snemma frá okkur. Það hefði verið gaman að heimsækja ykkur Pjakk áfram. Nú ert þú orðinn engill sem gætir okkar allra, afabarnanna þinna. Við komum til þín stuttu áður en þú fórst og kvöddum þig. En við héldum að við mundum koma til þín aftur. Nú líður þér vonandi betur. Við biðjum góðan Guð að gæta þín. Kær kveðja frá okk- ur öllum hérna heima. Bless, elsku afi. Alexander Ingi og Arna Sigríður. Elsku Arnar bróðir. Mikið er sárt og erfitt að þú skulir vera farinn frá okkur. Krabbameinið hafði betur þó að þú byðir því byrginn og ætlaðir ekki að gefast upp fyrir þeim sjúk- dómi. Þú sagðist vera á líknardeild- inni til að safna kröftum til þess að berjast við þennan óvin aftur og ná kröftum á ný. Þó svo á fundum með læknunum væri búið að segja okkur að þú færir ekki heim varstu alltaf á leiðinni heim á þitt fallega nýja heim- ili og til Pjakks. Þú ert nú kominn heim í faðm for- eldra okkar. Þú varst einfari og ekki mikið fyrir mannamót eða fjölskyldu- veislur en það breyttist hjá þér síð- ustu árin þín eftir erfiðan öldugang í þínu lífi. Þú varst kominn á lygnan sjó, sáttur og ánægður. Síðustu árin eyddir þú ávallt að- fangadagskvöldi hjá mér og strákun- um mínum. Síðustu jól voru sérstak- lega minnisstæð. Þér lá ekkert á heim, það var fjölmennt hér og barna- börnin með. Þér fannst svo gaman í öllu pakkaflóðinu, Jóhann Arnar, ömmustrákur minn og góður vinur þinn, las á pakkana og hann var svo stoltur með að hafa valið húfuna sem hann gaf þér í jólagjöf. Hann gaf þér hana svo þér yrði ekki kalt á höfðinu því vegna lyfjagjafar var ekkert hár á höfðinu á þér en það fór þér mjög vel og þú varst mjög ánægður með það útlit. Í jólagjöf fékk ég alltaf fallegar englastyttur frá þér en þessi jól fékk ég einn alveg sérstakan. Þú hafðir pantað sérvalinn páfagauk sem að sjálfsögðu fékk strax nafnið Engill. Þú hringdir yfirleitt um hádegi og svo aftur fyrir svefn. Þá sagðir þú allt- af: „Hvað segið þið, englarnir mínir?“ Eftir að þú veiktist fórum við tvisv- ar til þrisvar í viku í útréttingar eða bara bíltúr á bílnum mínum. Það er tómlegt að keyra núna án þín. Þegar ég var að heimsækja þig á líknar- deildina varstu farinn að heilsa áður en ég kom inn: „Hæ, stóri engillinn minn, ég sá grænu hettuna keyra framhjá glugganum.“ Á þínum yngri árum keyrðir þú á rauðum gljábónuðum bíl sem var kallaður á rúntinum þá „Rauða hætt- an“. Þú varst strákunum mínum góður vinur, þegar þeir voru litlir og þú skil- inn við hana Ásu þína og hún flutt norður með strákana, fórst þú til sjós á varðskip og þegar þú komst í land fóruð þið pabbi með þá í bíltúr sem endaði yfirleitt niðri í Nauthólsvík. Þar tókst þú myndir af þeim príl- andi í gömlum herflugvélum. Þér fæddist 14. barnabarnið síðast- liðið haust sem heitir Arna Sigríður Arnarsdóttir og hún lá oft í fanginu á þér á líknardeildinni og kroppaði í skeggið á þér og hjalaði. Þú varst stoltur og montinn og ekki síst með nafnið. Þínar síðustu vikur varstu umvaf- inn heimsóknum frá börnum þínum og barnabörnum og ekki síst ,,nunn- unum“ þínum eins og þú kallaðir þær Köllu og Habbý, móðursystur okkar. Þakka þér, Arnar minn, fyrir allt og ekki síst símtalið laugardagskvöld- ið áður enn þú kvaddir. Guð blessi minningu þína, kæri bróðir. Englakveðja. Guðbjörg systir og fjölskylda. ARNAR ÖNFJÖRÐ BJÖRGVINSSON Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ERNA SIGURÐARDÓTTIR, Sjávargrund 6a, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 30. mars. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á krabbameinsdeild 11E Landspítala við Hringbraut eða CP félagið, www.cp.is. Jón Ívarsson, Ívar Þór Jónsson, Þóra Sigríður Karlsdóttir, Eva Rut Jónsdóttir, Ómar Örn Jónsson, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og ömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR GUÐMUNDUR MEYVANTSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 22. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Hreggviður S. Sverrisson, Sigríður Sverrisdóttir, Vilhelm Sverrisson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, LÓA STEFÁNSDÓTTIR frá Akureyri, til heimilis í Vancouver, BC, Kanada, lést mánudaginn 21. mars. Útförin hefur farið fram. Agnes Aðalgeirsdóttir, Hersteinn Brynjúlfsson, Elín Sigurdsson, David Traynor, Ian Sigurdsson, Katherine Sigurdsson og barnabörn, Jón A. Stefánsson, Ásgrímur Stefánsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Guðrún Þ. Stefánsdóttir, Magðalena Stefánsdóttir, Jensey Stefánsdóttir, Elín Stefánsdóttir og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS B. JÓNSSON fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti aðfaranótt föstudagsins 1. apríl. Guðrún Ö. Stephensen, Jón Torfi Jónasson, Bryndís Ísaksdóttir, Ögmundur Jónasson, Valgerður Andrésdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Guðmundur Gíslason, Björn Jónasson, Elísabet Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, JÓNA WAAGE, er látin. Sigríður og Lydía. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.