Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 41 MINNINGAR ✝ Katrín Björns-dóttir fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1920. Hún lést á skírdag, 24. mars síðastliðinn. Foreldrar Katrínar voru þau Ólafía Guð- rún Lárusdóttir, f. 11. september 1879 í Selárdal í Arnar- firði, d. 26. ágúst 1954, og Magnús Björn Magnússon, f. 12. ágúst 1876 á Gilsstöðum í Vatns- dal, d. 25. október 1949. Þau Ólafía og Björn skildu um 1930. Systkini Katrínar eru: Arndís, f. 1903, d. 1964; Guðrún, f. 1905, d. 1932; Ólafía Sigríður, f. 1906, d. 1977; Magn- ús, f. 1908, d. 1982; Bergljót, f. 1911, d. 1996; Lára Inga, f. 1912, d. 1984; Ás- laug, f. 1914, d. 1929, og Lárus Benedikt, f. 1923. Maki Katrínar var Ragnar Gísli Kjart- ansson, f. 1930, d. 1988. Þau Katrín og Ragnar skildu. Dótt- ir Katrínar og Ragnars er Ólafía Guðrún, f. 20. maí 1958. Útför Katrínar var gerð frá Dómkirkjunni 1. apríl. Ég vil með fáum orðum minnast móðursystur minnar, Katrínar Björnsdóttur, eða Katí eins og hún var jafnan kölluð af ættingjum sín- um. Katí var næstyngst níu barna ömmu minnar og afa en þau skildu að skiptum þegar Katí var um tíu ára gömul og ólst hún eftir það upp hjá móður sinni í stórum systkina- hópi. Tvær eldri systur hennar dóu langt um aldur fram og af þessum systkinahópi lifir nú einungis Lárus sem var þeirra yngstur. Fyrstu minningar mínar um Katí frænku eru frá þeim tíma þegar hún bjó með ömmu og tveimur systkinum sínum, fyrst á Sólvallagötu 5a og síðan á Marargötu 2. Mér er einkum minnisstætt að þarna var afar gest- kvæmt, mikið talað og sífellt verið að hella upp á kaffikönnuna. Ég held að amma Ólafía hafi á þessum árum notið mikillar og góðrar umönnunar barna sinna sem var áreiðanlega mikið í mun að endur- gjalda henni uppeldið sem áreiðan- lega hefur verið erfitt fyrir einstæða móður með stóran barnahóp á öðr- um og þriðja áratug síðustu aldar. Eftir lát ömmu 1954 bjó Katí lengst af með Sigríði systur sinni og eftir lát Sigríðar með Ólafíu dóttur sinni til dauðadags. Þær mæðgur Katí og Ólafía voru afar samrýndar og áttu góðar stundir saman og studdu hvor aðra með ráðum og dáð í blíðu og stríðu. Katí átti farsæla starfsævi hjá hinu opinbera, fyrst man ég eftir henni sem fulltrúa í félagsmálaráðu- neytinu og síðar lá leiðin í Húsnæð- ismálastofnun og var gott að leita ráða hjá henni á þeim vettvangi. Katí hélt alla tíð traustu og nánu sambandi við foreldra mína og var tíður gestur á heimili okkar. Einnig er ljúft að minnast þess hversu ötul hún var að heimsækja Bergljótu systur sína þegar sú síðarnefnda hafði flutt á öldrunarheimili. Í þeim efnum naut Katí góðs stuðnings Ólafíu dóttur sinnar og verður þeim mæðgum seint þökkuð sú ræktar- semi. Við Áslaug systir mín og fjöl- skyldur okkar þökkum áratuga sam- fylgd við Katí frænku og þá vináttu og hlýhug sem hún sýndi okkur öll- um. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Katrínar Björnsdóttur. Þórður. KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Eiginkona mín og systir, MARGRÉT UNNUR SVEINSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 25. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.00. Sigurður J. Pétursson, Sveinfríður H. Sveinsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur og tengdadóttur, HELGU BJARGAR SVANSDÓTTUR musíkþerapista, Malarási 15. Stofnaður hefur verið minningarsjóður Helgu Bjargar Svansdóttur. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt:  Veita styrki til náms í musíkþerapiu.  Veita styrki til fagaðila vegna verkefna þar sem musikþerapia er notuð, eða kynnt sem meðferðarúrræði. Nafn og reikningsnúmer er eftirfarandi: Db. Helga Björg Svansdóttir, kt. 200868-3589, banki 111-05-274300. Samnemendur Helgu í Kvennaskólanum hafa tekið að sér að veita sjóðnum forstöðu. Nánari uppl. eru á http://www.blog.central.is/musik Árni Stefánsson, Heiðar Már Árnason, Una Svava Árnadóttir Svanur Ingvason, Rán Einarsdóttir, Harpa Rut Svansdóttir, Stefán Tyrfingsson, María Erla Friðsteinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður okkar og tengdasonar, SIGURÐAR Ó. GUÐMUNDSSONAR frá Siglufirði, Breiðvangi 16, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfélaga hjá Kassagerð Reykjavíkur. Þórhalla Guðmundsdóttir, Leifur Hreggviðsson, Ragnar Guðmundsson, Sólborg Guðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Sævar Guðmundsson, Freyja Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Einar Ásgrímur Sigurðsson, Guðmundur Pálsson og fjölskyldur. Eiginmaður minn, SIGURÐUR SIGURÐSSON verslunarmaður, Hverfisgötu 55, Reykjavík, sem lést föstudaginn 25. mars, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Brynja Helga Kristjánsdóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ADOLFSDÓTTIR, Austurbrún 4, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á MS- félagið. Friðrik Eiríksson, Halldóra Sigurjónsdóttir, Sandra og Arnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.