Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 43 AUÐLESIÐ EFNI AUÐUN Georg Ólafsson tilkynnti síðdegis á föstudag að hann ætlaði ekki að þiggja starf fréttastjóra hjá Útvarpinu. Auðun kom í fyrsta skipti í vinnuna á föstudaginn. Fréttamenn sem vinna hjá Útvarpinu og Sjónvarpinu voru ekki ánægðir með að hann hefði fengið starf- ið og töldu hann ekki hæfan. Auðun fékk kald- ar móttökur þegar hann kom í vinnuna og í viðtali við Útvarpið varð hann tvísaga. Rétt fyr- ir klukkan sex um kvöldið sendi hann frá sér yfirlýsingu. „Með tilliti til aðstæðna á fréttastofu Rík- isútvarpsins sé ég mér ekki fært að þiggja starf fréttastjóra og mun ég því ekki skrifa undir ráðningarsamning,“ sagði Auðun Georg í yfirlýsingunni. Miklar deilur hafa staðið síðustu vikur um hvern hefði átt að ráða í starf fréttastjóra. Formaður Félags fréttamanna afhenti á föstudaginn forseta Alþingis ákall frá frétta- mönnum á Ríkisútvarpinu. Þar stendur að Auðun Georg hafi sagt fréttamönnum að hann ætli að gera vel við fréttamenn sem starfi með honum. Þar stendur líka að hann hafi sagt frétta- mönnum að hann hafi haft samband við menn sem gætu starfað sem fréttamenn ef margir fréttamenn hætta störfum. Þetta sögðu fréttamennirnir að hefði verið bein hótun Auðuns Georgs. Hann hefði ætlað að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem hann vildi ekki hafa. Í stuttum umræðum um málið á Alþingi sagði Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður að Auðun Georg hafi sagt ósatt í hádegisfréttum Útvarpsins. Þar sagði hann fyrst að hann hafi ekki átt fund með formanni útvarpsráðs á fimmtudag. Seinna viðurkenndi hann að hann hafi hitt formanninn. Þáði ekki starf fréttastjóra Morgunblaðið/Árni Torfason Auðun Georg Ólafsson þurfti að svara spurn- ingum þegar hann kom til starfa á föstudag. MIKILL jarð-skjálfti varð í Asíu á mánudag. Skjálftinn varð í Indó-nesíu, nálægt eyju sem heitir Súm-atra. Ekki er vitað hvað margir fórust. En óttast er að um 2.000 manns hafi týnt lífi. Jarð-skjálftinn var mjög öfl- ugur. Hann varð um kvöld. Fólkið sem þarna býr varð mjög hrætt. Margir héldu að flóð-bylgja myndi skella á strönd-inni. Það gerðist í des- ember í fyrra. Þá varð til gríð- ar-leg flóð-bylgja eftir mikinn jarð-skjálfta. Flóð-bylgjan skall á byggð við strönd-ina í mörgum löndum. Talið er að þá hafi þrjú hundruð þúsund manns farist. Talið er að um tvö þúsund manns hafi farist á mánu- dag. Mest varð mann-tjónið á eyju sem heitir Nias. Hún er rétt við strönd Súm-ötru sem er líka eyja og til-heyrir Indó- nesíu. Miklar skemmdir urðu þarna. Vegir skemmdust. Það gerðu líka brýr og flug-vellir. Veður var líka vont þarna í síðustu viku. Þess vegna gekk illa að hjálpa fólkinu sem þarna býr. Fólkið vantar mat. Margir hafa ekkert skjól. Húsin sem þeir bjuggu í hrundu í jarð-skjálftanum. Reuters Konur gráta í jarðar-för ættingja þeirra sem fórst á Nias-eyju. Margir farast í Indónesíu Á SÍÐUSTU tveimur árum hafa nemendur gert 85 lík- amsárásir á kennara í grunn- skólum í Reykjavík. Árásirnar hafa átt sér stað í 20 skól- um, en það eru 37 grunn- skólar í Reykjavík. Í einum af skólunum voru gerðar 20 líkamsárásir á kennara á þessum tíma. Í tveimur sérskólum voru lík- amsárásir daglegar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Fræðslumiðstöð Reykja- víkur gerði. Ekki er flokkað hversu alvarlegar árásirnar eru í könnuninni. Fræðslustjórinn í Reykja- vík, Gerður G. Óskarsdóttir, segir að þetta komi henni ekki á óvart. Í skólunum séu börn sem séu veik á geði og í sumum skólunum séu mjög veikir krakkar. Hún segir líka að í sumum skólum geri sami einstaklingurinn margar árás- ir. Dæmi um daglegar árásir á kennara STERKUR og agaður varn- arleikur, góð barátta og samhent liðsheild skiluðu íslenska landsliðinu í knattspyrnu karla marka- lausu jafntefli gegn Ítölum í vináttuleik í Padova á Ítalíu á miðvikudag. Úrslit sem verða að teljast góð eftir allt sem á undan er gengið í herbúðum ís- lenska liðsins og sér- staklega ánægjulegt að Íslendingum tókst að halda marki sínu hreinu eftir erfiðleika að und- anförnu, en það tapaði 4:0 fyrir Króötum í undan- keppi HM í Zagreb um síð- ustu helgi. Ítalir voru ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og aðeins þrír leikmenn þess léku við Skota í und- ankeppni HM nokkrum dögum áður. Gengi íslenska lands- liðsins hefur ekki verið sem skyldi síðustu miss- eri. Eftir sigur á Fær- eyingum, 2:1, í Þórshöfn í undankeppni EM í ágúst- mánuði 2003 hefur það leikið fjórtán leiki og að- eins uppskorið einn sigur. Sá sigur vannst gegn Ítöl- um í ágúst í fyrra. Marka- lausa jafnteflið á miðviku- dag var það fimmta í leikjunum fjórtán en tap- leikirnir eru átta. Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Ungverjum á Laugardals- velli í byrjun júní. Marka- laust jafntefli í Padova RAGNHILDUR Gísladóttir, söngkona Stuðmanna, er farin í frí frá hljómsveit- inni. Hún ætlar að nota fríið til að búa til eigin tónlist. Hún mun spila á Listahátið í maí, og flytur þá tónlist eftir sig. Hún vinnur tónlistina með jap- önskum manni sem heit- ir Stomu Yamash’ta og líka með skáldinu Sjón. Á meðan Ragnhildur, eða Ragga eins og hún er kölluð, er í fríi kemur önn- ur söngkona í staðinn. Ekki er enn búið að velja hana. Ragga fer í frí frá Stuð- mönnum Morgunblaðið/ Kristinn. Ragnhildur Gísladóttir er farinn í frí frá Stuðmönnum. Heilsu Jóhannesar Páls páfa II. hefur hrakað mikið und- anfarna daga og virðist hann eiga stutt eftir. Í yfirlýsingu frá Páfagarði á föstudag sagði að hann hefði átt í vandræðum með andardrátt og blóðþrýstingur hans hefði fallið. Hann hefði þó getað lagst á bæn með þeim, sem annast hann í íbúð hans. Beðið var fyrir páfa um all- an heim og á Péturstorginu í Róm söfnuðust 30 þúsund manns saman. Karol Wojtyla fæddist í bænum Wadowice, skammt frá Krakow í Póllandi. Hann hefur verið páfi í 26 ár og þegar hann hlaut embættið hafði ekki verið skipaður páfi, sem ekki var ítalskur, í rúm 400 ár. Undanfarna daga hef- ur hann beðið aðstoðarmenn sína um að lesa fyrir sig kafla úr ritningunni og bænir, sem snúast um krossfestingu Krists. Sagt er að hann bíði endalokanna rólegur. Jó- hannes Páll páfi er 84 ára. Reuters Altarisdrengir við messu í Wadowice, fæðingarbæ Jóhannesar Páls páfa II. á föstudag. Páfi við dauðans dyr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.