Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 46
Mímí og Máni
Kalvin & Hobbes
GEIMKÖNNUÐURINN, SPIFF,
ER Á FLÓTTA UNDAN
RISAVAXINNI GEIMVERU...
HANN SÉR GEIMSKIPIÐ
SITT OG HRAÐAR SÉR Í
ÁTTINA TIL FRELSIS
EN ÞAÐ ER UM SEINAN.
GEIMVERAN HEFUR NÁÐ
HONUM. ÞETTA ER BÚIÐ!
ALLT
BÚIÐ!
ÉG VAR BÚIN AÐ
SEGJA ÞÉR ÞAÐ
ÞRISVAR AÐ FRÍ-
MÍNÚTURNAR
ERU BÚNAR
Litli Svalur
© DUPUIS
HAAAA
HEHEHEHEHE!
LOKSINS!
EINANGRUÐ
STRÖND. ENGINN TIL
ÞESS AÐ TRUFLA
MIG...
NÁTTÚRAN Í ÖLLUM
SÍNU VELDI... EITT
STYKKI PARADÍS BARA
FYRIR MIG
ÉG VERÐ AÐ
DÝFA MÉR ÚT Í.
Á ÉG AÐ ÞORA?
TJA... ADAM OG EVA
VORU EKKI Í...
HÍHÍ!
KOMA
SVO
AAAAAH HVAÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ
FINNA UNAÐSLEGA STRAUMA
VATNSINS LEIKA UM LÍKAMANN
OG...
SVALUR! ÉG SAGÐI AÐ VIÐ ÆTLUÐUM
BARA AÐ SKOÐA. HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA
MEÐ ÞESSA SKUTULBYSSU EN KENNARI...
ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ
VÆRI AÐ KOMA
HÁKARL...
Dagbók
Í dag er sunnudagur 3. apríl, 93. dagur ársins 2005
Tónleikar | Djasskvartett Reykjavíkur lék fyrir skólabörn og almenning í
Ráðhúsinu í Reykjavík í fyrradag. Tónleikarnir voru haldnir undir merkjum
Tónlistar fyrir alla, sem er samstarfsverkefni tónlistarfólks, skóla og sveitar-
félaga um að færa lifandi tónlist inn í skólana. Tónlistarmennirnir léku Siggi
var úti, fyrst „eðlilega“, en svo með öllu því flúri, spuna og rytma sem djass-
inn býður upp á.
Morgunblaðið/Eyþór
Djass fyrir alla
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér
séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Róm. 15, 15, 13.)
Víkverji er enn aðbíða eftir því að
bíómiðar lækki í verði.
Honum skilst að á sín-
um tíma, þegar verðið
hækkaði samtímis í
öllum bíóhúsum, hafi
ein ástæðan verið sú
að gengi dollarans
væri svo hátt. Nú á
það ekki lengur við og
ætti því verðið að
lækka. Dollarinn er
ekki einn gjaldmiðla
um að vera lágur
gagnvart krónunni og
því ætti ekki að skipta
máli í hvaða gjaldmiðli
bíóhúsin eru að kaupa
myndirnar inn.
Sumir hlutir hafa tilhneigingu til
að hækka bara – lækka aldrei. Bíó-
miðar virðast vera einn af þeim hlut-
um. Hvernig í ósköpunum stendur á
því? Oft er sagt þessu máli til stuðn-
ings að bíómiðar á Íslandi séu með
þeim lægstu sem gengur og gerist í
viðmiðunarlöndum en Víkverji vill
nú ekki trúa öðru en að einhvern
tímann hljóti að vera tilefni til að
þeir lækki vegna hagstæðara inn-
kaupsverðs og hækki þá bara aftur
síðar breytist verðið.
Kunningi Víkverja hefur bent á að
hátt bíóverð skýri það að hann sæki
sér allar kvikmyndir sem hann vill
horfa á í gegnum Net-
ið.
x x x
Víkverja finnstreyndar ekki
sambærilegt að horfa
á kvikmynd í bíóhúsi
og heima í stofu.
Hann mun hins vegar
spenntur fylgjast með
því hvernig aðgangur
að kvikmyndum á
Netinu mun snerta
vídeóleigurnar. Sumir
spá því að leigurnar
muni innan skamms
líða undir lok. Þær
muni færast á Netið.
Þaðan geti fólk keypt sér aðgang að
áhorfi mynda. Víkverja þætti það
hin besta þróun. Hugsanlega yrði
hægt að horfa á sýnishorn úr mynd-
unum, fletta sjálfur upp eftir leikara
eða leikstjóra. Einu sinni var bara
hægt að fá mjólk í mjólkurbúðum.
Það er breytt. Núna er hægt að fá
mjólk alls staðar. Líka kvikmyndir.
Víkverji vonar að sátt náist um að
selja aðgang að kvikmyndum á Net-
inu. Að ekki verði bannað að hala
niður myndum, heldur að bannað
verði að gera það nema gegn sann-
gjarnri greiðslu. Hann vonar að
tæknin verði notuð, ekki hafnað.
Hún er jú komin til að vera.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is