Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 48

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 48
48 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Afslöppun er lykilorð dagsins og hrút- urinn vill öllum vel. Myrkar tilfinningar liðinna daga eru horfnar. Maður gerir bara sitt besta, meira er ekki hægt að biðja um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er annar dagurinn sem nautið finnur sig alls ekki knúið til þess að vinna. Engar áhyggjur, himnarnir eru ekki að hrynja. Þú þarft bara að hvíla þig! Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn finnur til óvenjumikils hug- rekkis núna og kemur sjálfum sér hugs- anlega á óvart í hópverkefni. Hann er tilbúinn til þess að gera hluti sem hann hefur ekki gert áður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er svo öruggur með sig í dag að hann virðist hrokafullur. Hroki er að halda að maður geti gert eitthvað vel sem maður getur ekki. Sjálfstraust er annar handleggur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki reyna að þröngva skoðunum þínum upp á aðra. Ljónið er í stuði til þess að stíga upp á ölkassa og predika yfir náunganum. Fólk er jafnmismunandi og það er margt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er sjálfstraustið uppmálað í verkefnum sem tengjast sameiginlegum eignum. Gættu þess samt sem áður að fara varlega með fé annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gættu þess hvernig þú tjáir þig í dag. Kannski finnst fólki að þú þykist vita allt. Það er ekki í eðli þínu, kenndu af- stöðu himintunglanna um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki ofreyna þig í vinnunni í dag og gættu þess að lofa ekki meiru en þú færð ráðið við. Þessa dagana hættir þér til þess að lofa upp í ermina á þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Loforð sem gefin eru smáfólkinu þarf að efna. Sköpunargleði og auðugt ímynd- unarafl eru vissulega af hinu góða, en hið sama gildir um áreiðanleika og stað- festu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vilt frekar forðast yfirmanninn í dag en þurfa að segja sannleikann. Ef þér er þröngvað til þess skaltu forðast ýkjur og lygar. Best væri að stinga bara af. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Systkini og skyldfólk lætur hugsanlega út úr sér eitthvað í dag, sem kemur vatnsberanum í uppnám. Hugsaðu þig vel um áður en þú bregst við. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki steypa þér í kortaskuldir í dag. Dómgreind þín í peningamálum er svo sannarlega ekki upp á sitt besta. Fram- tíðin virðist bjartari en hún er. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú ert oft í hringiðu hlutanna, hvort sem þú ætlar þér það eða ekki. Það kemur þér á óvart, enda ertu látlaus, afslappaður og velviljaður í eðli þínu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 frumkvöðull, 8 skips, 9 látna, 10 þreyta, 11 vagga í gangi, 13 lengj- an, 15 þref, 18 tala, 21 hrós, 22 æðarfugl, 23 kær- leikshót, 24 vanhugsuð at- höfn. Lóðrétt | 2 gera skarð í, 3 tyggja, 4 styrkir, 5 Gyð- ingum, 6 saklaus, 7 sigr- aði, 12 mergð, 14 kyn, 15 grastorfa, 16 fiskar, 17 kátínu, 18 þungbær reynsla, 19 lítils báts, 20 ferskt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 stuld, 4 hollt, 7 öngul, 8 ólykt, 9 dós, 11 görn, 13 átta, 14 æruna, 15 skær, 17 rófa, 20 odd, 22 falds, 23 uggur, 24 marrs, 25 synir. Lórétt | 1 stöng, 2 ungur, 3 duld, 4 hrós, 5 leyst, 6 totta, 10 ólund, 12 nær, 13 áar, 15 sófum, 16 ætlar, 18 ólgan, 19 akr- ar, 20 osts, 21 dugs. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Ísafjarðar og Skólalúðrasveit Tónlistarskólans halda tónleika í Ísafjarðarkirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Lúðrasveitarstarf á Ísafirði þykir hafa blómstrað síðustu misserin undir stjórn eistneska tónlistarkennarans og tromp- etleikarans Madis Mäekalle. Tvær sveitir starfa nú við skólann auk ýmissa minni blásarahópa. „Stóra“ lúðrasveitin er skip- uð 24 hljóðfæraleikurum á ýmsum aldri og eru sumir þeirra þaulreyndir tónlist- armenn. Í Skólalúðrasveitinni eru nokkru færri eða um 18 hljóðfæraleikarar, flestir á grunnskólaaldri, en þeir njóta einnig að- stoðar nokkurra þeirra eldri. Á efnisskrá tónleikanna verða um 18 lög, allt frá 19. aldar rómantík til laga Deep Purple. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Lúðrar í Ísafjarðarkirkju Tónlist Akureyrarkirkja | Kvennakór Akureyrar heldur tónleika kl. 16. Einsöngvari með kórnum verður Sigrún Arna Arngríms- dóttir. Stjórnandi er Þórhildur Örv- arsdóttir og undirleikarar Eyþór Ingi Jónsson á píanó og Snorri Guðvarðarson á gítar. Salurinn | Tíbrá: Svítur Bachs fyrir ein- leiksselló kl. 20. Seinni hluti. Gunnar Kvaran. Einleikssvítur Bachs nr. 2, nr. 6 og nr. 4. Tónlistarskóli Akureyrar | Tónleikar sunnudag kl. 16 undir yfirskriftinni Ferða- lög. Flytjendur: Marta Hrafnsdóttir, alt- söngkona, Daníel Þorsteinsson, píanó- leikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Þorlákskirkja | Kammersveit Reykjavík- ur heldur tónleika kl. 17.00. Á tónleik- unum flytur Kammersveitin strengja- kvintett eftir Schubert í C-dúr op. 163. Þessi strengjakvintett hefur oft verið nefndur Drottning kammerverkanna vegna þess hve fallegur hann er. Myndlist Energia | Málverkasýning aprílmánaðar á Energia í Smáralind. Ólöf Björg er út- skrifuð úr Listaháskóla Íslands ásamt því að hafa stundað nám bæði í Kóreu og á Spáni. Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu- málverk máluð á striga. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gull- þræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumálverk og fleira í Boganum. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Bar- bara Westmann – Adam og Eva og Minn- ismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista, Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrýlmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kunstraum Wohnraum | 3. apríl kl. 11–13 verður Baldvin Ringsted til viðtals á sýn- ingu sinni í Kunstraum Wohnraum, Ása- byggð 2, Akureyri. Á sýningunni gefst gestum kostur á að spegla sig í klippi- hljóðverki þar sem notast er m.a. við textabrot úr ævintýrum og fegurð- arsamkeppnum. Allir velkomnir. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10 – 17. Skemmtileg og fræðandi hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn- @gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til– menning og samfélag í 1200 ár. Ómur –Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar, og Íslendingar í Riccione, ljósmyndir úr fór- um Manfroni-bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Tungumálamiðstöð HÍ | Föstudaginn 13. maí heldur Háskóli Íslands alþjóðleg próf í spænsku. Prófin eru haldin á vegum Menningarmálastofnunar Spánar (Instit- uto Cervantes). Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ: 525 4593, sab- ine@hi.is. Frestur til innritunar rennur út 8. apríl. Fundir AA-samtökin | Uppkomin börn, aðstand- endur og alkóhólistar halda 12 spora fundi öll mánudagskvöld frá kl. 20–21.30 að Tjarnargötu 20, Rvík. Verið velkomin. Aglow | Aglow Reykjavík heldur fund 4. apríl kl. 20 að Skipholti 70b, efri hæð. Ræðukona verður Edda Swan, formaður Evrópustjórnar Aglow International. Birna og Bernhard Wiencke sjá um lof- gjörðina. Boðið upp á veitingar. Þátttöku- gjald er 700 kr. og eru allar konur vel- komnar. Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirska kvenna heldur fund mánudaginn 4. april kl. 20. Gestur fundarinns verður Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Eineltissamtökin | Fundir eru á hverjum þriðjudegi kl. 20, í húsi Geðhjálpar, Tún- götu 7. Garðaholt samkomuhús | Kvenfélag Garðabæjar heldur félagsfund þriðjudag- inn 5. apríl kl. 20 að Garðaholti. ITC Fífa | Í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogs mun ITC-deildin Fífa tileinka Kópavogsbæ fundinn 6. apríl kl. 20.15, í félagsmiðstöðinni Gjábakka, Fannborg 8. Gestur fundar er Hansína Björgvinsdóttir bæjarstjóri. Allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Uppl. gefur Guðrún í síma 698 0144 gudrunsv@simnet.is. Kvenfélagið Heimaey | Fundur í Þrast- arlundi mánudaginn 4. apríl kl. 19. Allar konur er tengjast Vestmannaeyjum vel- komnar á fundinn. Rútuferð frá Mjódd- inni kl. 18.15. Þátttaka tilkynnist í síma 586 2175 (Gyða), 587 8575 (Ágústa), 552 1153 (Sigríður). Kynning Ferðatorgið 2005 | Ferðamálasamtök Íslands opnuðu markaðstorg ferðaþjón- ustunnar í Vetrargarði Smáralindar 1. apríl. Fulltrúar ferðaþjónustunnar kynna hina fjölbreyttu ferðamöguleika og af- þreyingu sem er í boði á Íslandi. Opið er eins og í Smáralindinni alla helgina. Námskeið Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið í al- mennri skyndihjálp miðvikudaginn 6. apr- íl kl. 18–22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Nám- skeiðsgjald er 4.900 kr. Skráning í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is eigi síðar en 4. apríl. Krabbameinsfélagið | Reykbindind- isnámskeið Krabbameinsfélags Reykja- víkur hefst miðvikudaginn 6. apríl. Fjallað verður m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvar- andi afleiðingar tóbaksneyslu, og mat- aræði. Þátttakendur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir í eitt ár. Leiðbeinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 5401900. www.ljosmyndari.is | 3ja daga námskeið (12 klst.) fyrir stafrænar myndavélar. 4., 6. og 7. apríl kl. 18–22 og 11., 13. og 14. apríl kl. 18–22. Verð kr. 14.900. Nám- skeið fyrir stafrænar myndavélar 2.–3.apríl, kl. 13–17 og 16.–17.apríl kl.13–17. Einnig er boðið upp á fjarnám. Skráning og nánari upplýsingar á www.ljosmynd- ari.is eða síma 898–3911. Íþróttir Hellisheimilið | Hraðkvöld Hellis fer fram mánudaginn 4. apríl og kl. 20, í Hellis- heimilinu, Álfabakka 14a, þriðju hæð. Tefldar eru 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Nánar á www.hell- ir.com. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á mánudögum kl. 18 er farið frá Toppstöðinni við Elliðaár og farinn hringur í Elliðaárdalnum. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Hlutavelta | Katla Marín Stef- ánsdóttir og Jónína Rebekka Alfreðs- dóttir héldu tombólu og söfnuðu 6.186 krónum til styrktar Rauða krossi Ís- lands. Morgunblaðið/Árni Torfason Íslandsmótið. Norður ♠ÁK1072 ♥7 N/AV ♦Á ♣ÁK10982 Vestur Austur ♠G543 ♠D96 ♥96 ♥10842 ♦DG1084 ♦K9 ♣D7 ♣G643 Suður ♠8 ♥ÁKDG53 ♦76532 ♣5 Sigfús Örn Árnason, liðsmaður Garða og véla, horfði með nokkru stolti á spilin sín í norður og vakti á sterku laufi – svört slemma lá í loftinu. Makker hans í suður, Friðjón Þór- hallsson, var líka hrifinn af sínum spil- um, þéttum sexlit í hjarta á móti sterku laufi – rauð slemma var greinilega í kortunum. Bræðurnir, Anton og Sigurbjörn Haraldssynir í sveit Skeljungs, sátu með hundana í andstöðunni og fylgdust með þessari undarlegu þróun sagna: Vestur Norður Austur Suður Anton Sigfús Sigurbjörn Friðjón – 1 lauf * Pass 1 tígull * Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 6 lauf Pass 6 hjörtu Pass 6 spaðar Pass 7 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Svarið á einum tígli er afmelding (!) en annað er á eðlilegu nótunum, svo langt sem það nær. Sigfús Örn hefur vafalítið ekki búist við því að makker gæti unnið alslemmu í hjarta eftir upphaflega afmeldingu, en annað kom á daginn. Tíguldrottningin kom út og Friðjón tók strax tromp varn- arinnar, svo ÁK í laufi og trompsvínaði fyrir gosann. Þegar það gekk, voru 13 slagir í húsi: 1770 og 15 IMPar til Garða og véla, því á hinu borðinu spiluðu NS aðeins fjögur hjörtu. Tók Friðjón vitlausan miða úr sagn- boxinu í sinni fyrstu sögn? Ekki vildi hann meina það – þvert á móti fannst honum tími til kominn að spila svolítinn póker við strákana úr Engihjallanum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.