Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 50
Fyrir nokkru var í þessumpistlum getið bókar meðenskumælandi skáldum:
Twentieth-Century Poetry in
English.
Að nokkru leyti hliðstæð er
Who’s Who in Twentieth-Century
World Poetry, gefin út af Rout-
ledge í London og New York. Bók-
in er 356 blaðsíður.Ritstjórar eru
Mark Willhardt og Alan Michael
Parker sem sér um Bandaríkin.
Í formála skrifar breska lárvið-
arskáldið Andrew Motion að hvers
kyns skáldskapur fái inni í bók-
inni, allar tegundir ljóða. Í inn-
gangi ritstjóra vekur það aftur á
móti athygli að þeir segjast ekki
taka með söngvahöfunda eins og
Bob Dylan og Mighty Sparrow en
engu að síður vegna textans þá
Leonard Cohen og Linton Kwesi
Johnson.
Norrænir höfundar eru ekkifyrirferðarmiklir í bókinni.
Íslenskur lesandi finnur að
minnsta kosti fjóra landa sína: Jó-
hann Sigurjónsson, Davíð Stefáns-
son, Tómas Guðmundsson og
Snorra Hjartarson.
Greinarnar um fjórmenningana
eru fremur stuttar. Þær bera ekki
vitni um viðamikla þekkingu en
ekki er beinlínis ástæða til að
kvarta yfir þeim. Maður hrekkur
þó við þegar í ljós kemur að höf-
undurinn getur aðeins Kvæða og
Á Gnitaheiði eftir Snorra Hjartar-
son en sleppir veigamiklum bókum
eins og Laufi og stjörnum og
Hauströkkrinu yfir mér. Það getur
heldur ekki staðist að Ný kvæða-
bók sé síðasta bók Davíðs Stefáns-
sonar sem var gefin út meðan
hann lifði. Það að Stein Steinar
skuli vanta hlýtur að teljast mikil
vanræksla í riti eins og þessu.
Það er vissulega galli hve ís-lenskra höfunda er að fáu
getið í bókmenntasögum og yfir-
litsritum og jaðrar sumt af því við
hneyksli. Nýleg dæmi eru frá
Frakklandi.
Öll íslensku skáldin í viðkom-
andi bók eru látin. Það má aftur á
móti finna tiltölulega ung skáld í
bókinni, einkum frá enska heim-
inum, sum fædd á sjöunda ára-
tugnum.
Í bókinni fást ýmsar upplýsing-
ar, sumar óvænt-
ar. Til dæmis er
sagt frá því að
þegar Pablo
Neruda lést hafi
hann verið með
átta ljóðabækur í
smíðum og að
honum látnum
kom að auki út ný
bók. Neruda var
vissulega með af-
kastamestu skáldum og þrátt fyrir
návist dauðans var hann altekinn
gleði yfir lífinu.
Lesandinn fræðist helst um þá
höfunda sem fá ítarlega úttekt en
meðal þeirra eru sum helstu skáld
aldarinnar.
Ekki er hægt að komast hjáendurtekningum í bók eins
og þessari.
Skáld frá Asíu og Afríku eru
ekki undanskilin og má það heita
kostur hve mörg framandleg nöfn
verða ljóslifandi eftir lestur bókar-
innar.
Bókin gegnir vissulega tölu-
verðu hlutverki þrátt fyrir aug-
ljósa annmarka. Hún hefði mátt
vera helmingi lengri og þá getað
keppt við fyrrnefnda bók um
enskumælandi skáld. Í þeirri bók
er ótrúlega víða komið við og
margar greinar fremur bók-
menntaritgerðir en stuttar um-
sagnir. Kostur greinanna er m.a.
sá að höfundar þeirra eru margir
meðal fremstu skálda samtímans.
Ég nefni sem dæmi Seamus
Heaney sem ritar um Robert Low-
ell, Tom Paulin um Ted Hughes
og Anne Stevenson um Sylviu
Plath.
’Það er vissulega gallihve íslenskra höfunda
er að fáu getið í bók-
menntasögum og yfir-
litsritum og jaðrar sumt
af því við hneyksli. ‘
Jóhann
Sigurjónsson
Davíð
Stefánsson
Tómas
Guðmundsson
Heimsskáldskapur
AF LISTUM
Jóhann Hjálmarsson
johj@mbl.is
50 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Í dag kl 14 – AUKASÝNING
Lokasýningar
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20,
Fö 29/4 kl 20
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Í kvöld kl 20,
Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning
Ath: Miðaverð kr 1.500
SEGÐU MÉR ALLT -
Taumlausir draumórar?
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,
Sögn ehf og LA.
Lau 9/4 kl 20
Síðasta sýninga
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20 - UPPSELT,
Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT,
Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Fi 7/4 kl 20,
Fö 8/4 kl 20,
Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20,
Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20,
Lau 30/4 kl 20
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Lau 9/4 kl 20,
Su 10/4 kl 20,
Fi 14/4 kl 20
Síðustu sýningar
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds
Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS
Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000,
Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20
mbl.issmáauglýsingar
TÍU ráðherrar menningarmála frá Suðaustur-Evrópu
undirrituðu samkomulag í Kaupmannahöfn á fimmtu-
daginn um að auka menningarsamstarf milli ríkja á
svæðinu. Sænski menningarmálaráðherrann, Leif Pagr-
otsky, var ánægður með samkomulagið. Hann sagði að
það að fundurinn skyldi hafa verið haldinn væri í sjálfu
sér sögulegur viðburður. Hann væri einnnig mikilvægur
fyrir norræna samstarfið. Per Unckel, framkvæmda-
stjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, var einnig
ánægður með fundinn og samkomulagið. Hann sagði
menninguna vera græðandi afl og þetta væri dæmi um
norrænt samstarf eins og það væri best.
Menningarmálaráðherrarnir tíu undirrituðu sam-
komulagið í tengslum við fund í Norrænu ráðherra-
nefndinni. Í fréttatilkynningu um fundinn segir að ríkin í
Suðaustur-Evrópu séu undir miklum áhrifum frá sam-
starfinu innan ráðherranefndarinnar. Stofnun nýs sam-
starfsvettvangs væri hátindur menningarsamstarfs sem
unnið hafi verið með ríkjum á Vestur-Balkanskaga und-
anfarin þrjú ár undir nafninu Norðurlönd – Balkan –
Menning – Víxlverkun.
Útverðir Evrópu semja um
samstarf á menningarsviði
Morgunblaðið/Kristinn
Sígaunarnir frá Rúmeníu, Taraf de Haidouks, léku
fyrir okkur á Listahátíð fyrir nokkrum árum og gerðu
um leið víðreist um Reykjavík. Hér bregða þeir á leik
fyrir starfsmenn Sjóvár-Almennra.