Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 51
MENNING
Sigrún Stella Einarsdóttir lögg. fasteignasali
GSM 824 0610
*Skv. lögum nr. 99/2004.
Úr 1. mgr. 1. gr. Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða
skráningarskyldum skipum fyrir aðra sem hafa til þess löggildingu dómsmálaráðherra.“
Kaup og sala fasteigna
Ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta
Gerðu kröfu um þjónustu löggilts fasteignasala frá upphafi
til enda þinna viðskipta.*
Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali,
veitir þér ráðgjöf og þjónustu við alla þætti fasteignaviðskipta.
Hún fylgir þínum málum eftir frá upphafi til enda.
● Hún skoðar eignina og verðmetur
● Hún aflar allra gagna varðandi eignina
● Hún tekur niður tilboð í eignina
● Hún aðstoðar kaupanda eignarinnar og veitir honum alla þá ráðgjöf sem hann þarf
● Hún sér sjálf um kaupsamning og afsal vegna sölunnar
● Hún er sjálf til aðstoðar ef vanefndir eða gallamál koma upp
Hafðu þín fasteignaviðskipti á einni hendi.
Það er öruggara.
Sími 588 5530
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58
Sími 588 5530 - Fax 588 5540
Netfang: berg@berg.is
Heimasíða: www.berg.is
Opið virka daga frá kl. 9-18
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 29.990
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Flug, gisting, skattar og íslensk
fararstjórn. 11. apríl í 6 nætur.
Netverð.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Costa del Sol
11. apríl
frá kr. 29.990
Verð kr. 39.990
M.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting,
skattar og íslensk fararstjórn.
11. apríl í 6 nætur.
Netverð.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.
Síðustu sætin
Ótrúlegt tilboð til Costa del Sol
þann 11. apríl. Nú getur þú notið
vorsins í 6 nætur á þessum
vinsælasta áfangastað Íslendinga í
sólinni og búið við frábæran
aðbúnað. Þú bókar núna og tryggir
þér flug og gistingu og 4 dögum
fyrir brottför færðu að vita hvar þú
býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú
traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
HVERNIG skyldi fjórum sextán ára piltum úr
Kópavogi farnast þegar þeir stíga á svið í Saln-
um í Kópavogi, þar sem margir af fremstu tón-
listarmönnum þjóðarinnar koma reglulega
fram, og syngja fjórraddað við píanóundirleik?
Bara vel, í það minnsta ef um er að ræða þá
Eystein Hjálmarsson, Ríkharð Þór Brands-
son, Þorkel Helga Sigfússon og Örn Ými Ara-
son. Saman skipa þeir söngkvartettinn Vall-
argerðisbræður, sem heldur sína fyrstu
tónleika í fullri lengd hér á landi næstkomandi
þriðjudagskvöld kl. 20 í Salnum.
Góðir vinir
Nafnið segir kannski sitt um tilurð þessa
sérstaka sönghóps, en það er dregið af götunni
sem Kársnesskóli í Kópavogi stendur við. Því
þar liggja einmitt rætur vináttu og samsöngs
hinna fjögurra pilta; í kór skólans – Kársnes-
kórnum.
„Það voru múturnar,“ segja þeir þegar
blaðamaður spyr þá hvernig til hafi komið að
þeir ákváðu að stofna kvartettinn. „Nei, við
vorum allir í kórnum hjá Tótu þangað til mút-
urnar komu. Ef mútur skyldi kalla – raddirnar
okkar dýpkuðu bara og við sungum okkur í
gegnum það þangað til við gátum ekki lengur
sungið þriðju rödd í Kársneskórnum. Þá
ákváðum við að stofna kvartettinn. Þetta var
fyrir svona tveimur árum.“
Það er líka sú sama Tóta – Þórunn Björns-
dóttir kórstjóri – sem æfir kvartettinn og hef-
ur gert frá upphafi. Þeir segjast ekki hafa get-
að fengið sig til að hætta söngnum, í það
minnsta á meðan herlegar veitingar á borð við
ís og pítsur voru reglulega á boðstólum í
tengslum við æfingar. En þeir segja líka að fé-
lagsskapurinn af hópnum sé ekki síðri en mat-
urinn. „Við erum bestu vinir,“ segja þeir.
Verkin sem þeir Vallargerðisbræður eru að
æfa og ætla að flytja á tónleikunum eru af fjöl-
breytilegum toga; allt frá gömlum íslenskum
ættjarðarlögum upp í fjörug dægurlög í anda
hinnar hefðbundnu barbershop-tónlistar.
„Okkur finnst það skemmtilegra. Það er frjáls-
legra,“ segja þeir. Þórunn skýtur því inn að
þegar breska tónskáldið og kórstjórinn Bob
Chilcott var staddur hér á landi á dögunum
hafi þeim áskotnast góður gripur – nótnabók
fyrir þessa raddskipan, sem þau séu að æfa sig
í gegnum um þessar mundir.
Barbershop eða Blink 182
Strákarnir sjálfir segja að þótt þeir hafi
gaman af tónlist af því tagi sem þeir eru að
flytja hlusti þeir mest á samskonar tónlist og
aðrir jafnaldrar þeirra – rokkið. „Maður hlust-
ar af og til á svoleiðis tónlist sjálfur, en við er-
um auðvitað meira bara að hlusta á rokk. Við
heyrum svo mikið af barbershopi á æfingum
að það er alveg nóg,“ segja þeir og nefna Blink
182, Red Hot Chili Peppers, Rammstein, Gen-
esis, Britney Spears og ýmsa djassista sem
dæmi um tónlistarmenn sem eru á fóninum hjá
þeim. Mjög fjölbreyttur tónlistarsmekkur sum
sé.
Það er nóg við að vera hjá flestum sextán
ára krökkum og Eysteinn, Ríkharður Þór,
Þorkell Helgi og Örn Ýmir eru þar engin und-
antekning. Tónlistin skipar greinilega stóran
sess í lífi þeirra, því fyrir utan kvartettdæmið
eru nokkrir í hljómsveitum, einn lærir á
kontrabassa og annar á selló og þrír þeirra
syngja með Kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Þá stunda þeir einnig íþróttir, þar á meðal
sund og íshokkí. „Það getur því verið dálítið
snúið að hittast á æfingum,“ bætir Þórunn við.
X-gerðisbræður
En nafnið Vallargerðisbræður skírskotar
ekki bara til götunnar í Kópavogi, sérstaklega
þegar um karlasöngkvartett er að ræða. Nafn-
ið Álftagerðisbræður kemur ósjálfrátt upp í
hugann og kannski ekki að ástæðulausu, því sá
víðfrægi íslenski söngkvartett er einmitt ein
helsta fyrirmyndin að Vallargerðisbræðr-
unum, þótt ríflegur aldursmunur sé þar á. Hin-
ir eldri gáfu hinum yngri einmitt sitt fyrsta
tækifæri ef svo má segja, því Vallargerð-
isbræður komu í fyrsta sinn fram á opinberum
tónleikum sem leyninúmer hjá Álftagerð-
isbræðrum á tónleikum þeirra í Salnum fyrir
rúmu ári. „Þeir eru aðalkallarnir, svona hér á
landi,“ segja strákarnir.
Á þriðjudaginn verður síðan hin eiginlega
frumraun: Heilir tónleikar. Þeir bræður segj-
ast hvergi bangnir þrátt fyrir að augljóslega sé
ábyrgðin mikil á hverjum og einum söngvara í
hópnum. „Það er helst ef einhver fær kvef,
sem gerist frekar oft hjá okkur, sem eitthvað
fer úrskeiðis,“ segja þeir. Og er einhver kvef-
aður núna? „Já, já, svona smá,“ segja þeir. „En
við verðum fínir á þriðjudaginn.“
En hvað skyldi svo taka við að tónleikunum
loknum? Meiri tónleikar? Plötur? Músíktil-
raunir? „Aukatónleikar,“ svara þeir og hlæja.
„Neinei, við höldum bara áfram að æfa og
sjáum svo til. En síðan verður auðvitað pott-
þétt einhver frá Smekkleysu eða Tólf tónum
þarna á tónleikunum sem fellur fyrir þessu,
eða hvað?“
Og eftir að hafa hlýtt á þá Vallargerð-
isbræður syngja fyrir mig við undirleik Þór-
unnar að loknu samtalinu er ég viss um að allir
falla fyrir þeim.
Fjórir sextán ára piltar skipa saman söngkvartettinn Vallargerðisbræður, kenndan við Vallargerði í Kópavogi þar sem
þeir slitu barnsskónum, og halda tónleika í Salnum á þriðjudagskvöld. Inga María Leifsdóttir ræddi við þá og Þórunni
Björnsdóttur, þjálfara þeirra, um barbershop og aðra tónlist.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Raddirnar dýpkuðu og úr varð kvartett
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason