Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 897 4236 Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019 864 4820 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Marenia Kristín Hrafnkelsd. 475 6662 8606849 Búðardalur Aron Snær Melsteð 434 1449 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Helgi Týr Tumason 478 8161 864 9207 Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 8620543 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna S. Eiríksdóttir 475 1260 475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Erla Ösp Ísaksdóttir 848 5361 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 848 3397 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 4386858/8549758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjánss. 4366925 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987 Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644 Hveragerði Sveinn og Erna 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 4878172/8931711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Hjörtur Freyr Snæland 486 8874 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 477 1124 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904 Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1119 456 1349 Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 456 1287 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488 892 0488 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Þórunn Snæbjörnsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 854 7488 Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338 Seyðisfjörður GB Bjartsýn ehf, Birna 472 1700 897 0909 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 430 1414 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Anna Elísa Karsldóttir 456 4945 Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655 Vestmannaeyjar Guðrún Kristín Sigurgeirsd. 481 3293 699 3293 Vík í Mýrdal Æsa Gísladóttir 867 2389 Vogar Una Jóna Óafsdóttir 421 6910 663 0167 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Þingeyri Hildur Sólmundsdóttir 456 8439 867 9438 Þorlákshöfn Íris Valgeirsdóttir 483 3214 8486214 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 468 1515 DREIFING MORGUNBLAÐSINS Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Staður Nafn Símanúmer Staður Nafn Símanúmer N Á M S A Ð S T O Ð á lokasprettinum fyrir vorprófin Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd BILLY Corgan, söngvari og að- aldriffjöður grugg/rokksveitarinnar Smashing Pumpkins, hefur tilkynnt að fyrsta ein- herjaplata hans sé fullgerð og tilbúin til útgáfu. Platan hefur fengið heitið TheFuture- Embrace og kemur út 21. júní ef allt fer að ósk- um. Warner Bros. útgáfufyr- irtækið gefur plötuna út, en á henni er margt góðra gesta. Fremstur meðal jafningja er þar Robert Smith, söngvari The Cure, en hann kemur fram sem gestasöngvari í út- gáfu Corgans á gamla Bee Gees- slagaranum „To Love Somebody“. Jimmy Chamberlin, fyrrum tromm- ari Smashing Pumpkins, ljær plöt- unni einnig handverk sitt. Hávær en ekki ágeng Corgan hefur lítið látið að sér kveða síðan hann hætti með hljóm- sveitinni The Zwan, en hún sendi frá sér plötuna Mary Star of the Sea árið 2003. Þar á undan var hann síðast í eldlínunni með Smash- ing Pumpkins, en svanasöngur þeirrar sögufrægu sveitar, MACH- INA/The Machines of God, kom út árið 2000. Corgan sagði nýlega í viðtali við Rolling Stone, um nýju plötuna: „Hún er gítarþrungin og hávær, en ekki ágeng. Myndböndin, tónlistin og tónleikaferðin verða mjög nýstárleg og sérstök. Ég verð ekki sakaður um að vera fastur í fortíðinni.“ Tónlist | Fyrsta sólóplata Billy Corgan Ekki fastur í fortíðinni Billy Corgan BIRD hafði búist við því að und- irritaður myndi hringja í hann klukkan ellefu að morgni, en vegna misskilnings (að öllum lík- indum örðugleika við útreikning á tímamismun) hringdi síminn hjá honum klukkan tíu. Misskilning- urinn kom fljótt í ljós og blaða- maður bauðst til að hringja klukkustund síðar. Sem hann og gerði. Bird hljóm- aði svolítið þreytulega, enda á miðju tónleikaferðalagi til kynn- ingar á nýju plötunni. Hann er ekki eins og popptónlistarfólk er flest; lærði kornungur á fiðlu og er klassískt menntaður tónlist- armaður, enda heyrast þess greinileg merki í tónlistinni. Bird er rúmlega þrítugur að aldri og hefur sent frá sér fimm plötur. Fyrstu tvær plöturnar, Thrills og Oh! the Grandeur, voru fjölbreyttar að stíl og á þeim reyndi hann sig við hinar ýmsu tónlistarstefnur. Þar naut hann að- stoðar hljómsveitarinnar The Bowl of Fire, en á The Swimming Hour, sem kom út árið 2001, sneri hann sér hins vegar óvænt að popp- tónlist og sagði skilið við sveitina. Næsta plata, Weather Systems sem kom út 2003, hlaut mikla at- hygli og sýndi fram á hæfileika og sérstöðu Birds sem lagasmiðs. Lögin voru tilfinningarík, lág- stemmd og óvenjuleg að uppbygg- ingu; ólík flestu sem undirritaður hafði heyrt, einskonar hjónaband indítónlistar og klassískrar. Í ár kom svo The Mysterious Production of Eggs, sem hlotið hefur afar góða dóma gagnrýn- enda og fær m.a. 83 af 100 mögu- legum hjá metacritic.com. Sem fyrr segir var Bird að spila á tón- leikum í tilefni af útgáfu plötunnar kvöldið áður en blaðamaður hringdi. Ég biðst innilega velvirðingar á að hafa vakið þig áðan. „Það var allt í lagi. Ég hefði átt að vera kominn á fætur.“ Þetta var leiður misskilningur. „Nei, þetta var ekkert mál.“ Þú hefur haft mikið að gera að undanförnu, ekki satt? „Já, ég er á tónleikaferð núna, þótt ég sé staddur í íbúð minni í Chicago þessa stundina.“ Þú hefur væntanlega veitt mörg viðtöl í tengslum við nýju plötuna. „Já, platan kom út á svipuðum tíma í Bandaríkjunum og Evrópu, þannig að þetta er örlítið meiri skammtur en venjulega.“ Hefurðu gaman af því að veita viðtöl? Er gaman að segja það sama aftur og aftur? „Nei, ég hef ekki gaman af því að endurtaka mig. Þetta fer auð- vitað eftir spurningunum sem ég fæ, en plagar mig ekkert of mik- ið.“ Þetta fylgir því að vera tónlist- armaður. „Já, ætli það ekki.“ Segðu mér aðeins frá nýju plöt- unni. Hún hlýtur að hafa útheimt mikla vinnu. „Já, alveg ótrúlega mikla vinnu. Vinnslan tók næstum því þrjú ár. Mig minnir að fyrstu demóin hafi verið tilbúin um haustið 2001 og ég gerði þrjár tilraunir til að taka plötuna upp. Ég fleygði tveimur fullgerðum plötum, þangað til ég sætti mig við þriðju útgáfuna. Hún er næst því sem ég stefndi að. Fyrstu útgáfuna tók ég upp í hljóðverinu sem ég kom mér upp í gamalli hlöðu heima hjá mér. Þær upptökur voru í raun nokkuð góð- ar, en pössuðu bara einhvern veg- inn ekki. Ég fékk til liðs við mig marga tónlistarmenn frá Chicago- borg, hingað í róna og kyrrðina í sveitinni. Það held ég að hafi ekki verið góð hugmynd. Þetta voru snilldar tónlistarmenn, en þeir spiluðu lögin mín ekki eins og ég vildi hafa þau. Þeir blönduðu sam- an áhrifum frá hinum og þessum uppáhaldstónlistarmönnum sínum, sem var þvert á það sem ég vildi. Þegar ég flutti svo hingað upp í sveit, stuttu seinna, fór ég að gera tilraunir og færa lögin nær því sem einkennir tónlistarsköpun mína. Ég gerði til dæmis tilraunir með lykkjur og mínar eigin bassa- línur og komst að þeirri niðurstöðu að ég kæmist nær „því furðulega“ en hin hefðbundna rokksveit.“ Er ekki skemmtilegast þegar maður nær að koma sjálfum sér á óvart í tónlistarsköpun? „Jú, það er nákvæmlega málið og það reyni ég að gera á tón- leikum. Landamærin milli tón- leikaspilamennsku og lagasmíða eru orðin mjög óljós hjá mér. Þetta er orðið að einu ferli og mér hentar ekki sá háttur sumra tón- listarmanna að senda frá sér plötu, fylgja henni eftir og hverfa svo í einhverja mánuði til að gera þá næstu.“ Þannig að þú spilar mikið af nýju efni á tónleikum. „Já, eða breyti gömlu lögunum mínum. Ég held að áhorfendur skynji að maður taki áhættu á sviðinu, en fljóti ekki bara áfram í einhverju meðvitundarleysi og rút- ínu.“ Hefur einhvern tímann komið fyrir að allt hafi farið í handaskol- Tónlist | Andrew Bird var að senda frá sér nýja plötu Beint úr hausnum á mér til áhorfendanna „Algjörlega dáleiðandi og segulmögnuð plata … sameinar það besta frá Jeff Buckley, Devendra Banhart og Rufus Wainwright … nær hámarki aftur og aftur,“ eru setningar í dómum um nýjustu plötu Andrews Birds, The Mysterious Production of Eggs. Ívar Páll Jónsson vakti hann morguninn eftir tónleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.