Morgunblaðið - 17.04.2005, Side 6
Bæta þarf úr fjárskorti
LAGADEILD Háskóla Íslands bíður
nú viðbragða menntamálaráðuneytis-
ins við ítarlegri gæðaúttekt sem
framkvæmd var af sérstökum mats-
hópi innlendra og erlendra sérfræð-
inga á síðasta ári og leiddi í ljós að
lagadeildin býður upp á framúrskar-
andi kennslu í grunngreinum lög-
fræðinnar.
Úttektin var framkvæmd á grund-
velli laga um Háskóla og var mats-
hópurinn skipaður Bjarna Benedikts-
syni hdl. og alþingismanni, Svala H.
Björgvinssyni framkvæmdastjóra hjá
KB banka, Thomas Wilhelmsson pró-
fessor og vararektor Háskólans í
Helsinki, Dermot Walsh, prófessor
við Lagaháskólann í Limerick og
Unnari Hermannssyni hjá KPMG
endurskoðun.
Eiríkur Tómasson deildarforseti
lagadeildar HÍ fagnar mjög niður-
stöðum úttektarinnar en segir ljóst að
bæta þurfi úr fjárskorti deildarinnar
til að unnt sé að hrinda í framkvæmd
ýmsum ábendingum matshópsins.
Hann bendir á að
þegar sé deildin
byrjuð að taka
mið af ábending-
um hópsins í end-
urskipulagningu
og stefnumótun
lagadeildar.
„Við erum mjög
ánægð með þess-
ar niðurstöður og
teljum að ábend-
ingar ytri matshópsins séu allar á
mjög jákvæðum nótum,“ segir Eirík-
ur. „Í lokaskýrslu sinni fullyrðir mats-
hópurinn að lagadeildin hafi lagt hart
að sér á liðnum árum við að endur-
skoða markmið sín og starfsemi með
tilstyrk háskólayfirvalda.
Þeir telja að lagadeildin hafi lagt
enn meiri áherslu á að breyta starf-
seminni þegar deildin lenti í sam-
keppni við aðra háskóla sem bjóða
upp á laganám. Þá telur matshópur-
inn að lagadeild HÍ hafi stefnt í rétta
átt þótt ýmislegt sé ógert í þeim efn-
um. Ég tel því að þessi ummæli sýni
að gæði náms við lagadeildina séu
mikil.“
Í tilmælum sínum til menntamála-
ráðuneytisins leggur matshópurinn
m.a. áherslu á jafna samkeppnisstöðu
háskóla hérlendis og vekur athygli á
því að einkaskólar standi betur að vígi
með því að heimilt er að innheimta
skólagjöld af nemendum, öfugt við
HÍ. Leggur matshópurinn það til að
farið verði í saumana á þessum mál-
um. Lagadeildin hefur sem kunnugt
er sent háskólayfirvöldum beiðni um
heimild til að taka upp skólagjöld án
þess að fá undirtektir. „En við teljum
að það sé fyrst og fremst stjórnvalda
og menntamálaráðherra að taka
ákvarðanir í þessum efnum,“ segir
Eiríkur. Matshópurinn leggur einnig
til aukna samvinnu milli lagadeilda
þeirra háskóla sem bjóða upp á laga-
nám og er Eiríkur sammála því sjón-
armiði.
„Samkeppnin er af hinu góða, en á
hinn bóginn er mikilvægt að hafa ein-
hverskonar verkaskiptingu milli há-
skólanna í því fámenna samfélagi sem
við búum í. Hér á landi eru fleiri laga-
deildir starfandi en í Danmörku eða
Noregi svo dæmi séu tekin.“
Fær ekki nægjanlegt
fjármagn
Matshópurinn vekur einnig athygli
á því að lagadeildin fái ekki nauðsyn-
legt fjármagn til að standa undir
starfsemi sinni. Kemur þetta heim og
saman við það sem segir í sjálfsmats-
skýrslu lagadeildar sem var grund-
völlur að starfi ytri matshópsins. Þar
segir að lagadeildin fái minnst fjár-
framlög á hvern virkan nemanda af
öllum deildum HÍ. Í ábendingum sín-
um til háskólayfirvalda er því beint að
yfirstjórn HÍ að aðstoða lagadeildina
við að bregðast með skilvirkum hætti
við breytingum á vettvangi æðri
menntunar á Íslandi. Þá er stjórn HÍ
hvött til að bæta úr alvarlegum skorti
á stjórnsýslulegri þjónustu í lagadeild
auk þess sem stjórnin er hvött til að
styðja við uppbyggingu framhalds-
náms í deildinni og að stjórnin geri
aðgerðaáætlun í því skyni að bæta úr
kerfisbundnum fjárhagsvanda deild-
arinnar. Þá er stjórn HÍ hvött til að
þróa aðferðir fyrir reglubundnar,
jafnvel árlegar úttektir og/eða
skýrslur um framvindu fimm ára þró-
unaráætlunar lagadeildar.
Í ábendingum sínum til lagadeildar
sjálfrar finnur matshópurinn að því
að deildin hafi ekki markaðssett sig
nægilega vel og komið á framfæri
þeirri staðreynd að kennsla í grunn-
greinum lögfræðinnar er framúrskar-
andi að mati hópsins. Þá telur mats-
hópurinn að styrkja þurfi betur
tengsl kennslu og rannsóknarþátt
innan deildarinnar.
Eiríkur segir að unnið hafi verið að
þessum þætti og í ljósi þessara ábend-
inga verði gert enn meira átak á
þessu sviði. Þá telur matshópurinn að
deildin ætti að leggja áherslu á eitt
eða tvö svið sem deildin stendur sér-
staklega framarlega í og er það nú til
athugunar. „Ég tel að auðlinda- og
umhverfisréttur sé mjög sterkt svið
innan deildarinnar sem við ættum að
geta gert að námsvali sem stenst all-
an samanburð á heimsvísu,“ segir
Eiríkur.
Meðal annarra atriða sem mats-
hópurinn fjallar um er bókasafn laga-
deildar sem hópnum fannst heldur lít-
ið, en vefkerfi háskólans vakti aftur á
móti mikla hrifningu.
„Almennt erum við mjög ánægð
með ábendingar matshópsins og er
um þegar byrjuð að hrinda ýmsu í
framkvæmd sem bent er á.“ Dæmi
um þetta má nefna doktorsnám sem
tekið var upp við deildina á síðasta ári
og er einn doktorsnemandi nú í því
námi. Í fyrrnefndri sjálfsmatsskýrslu
er fjallað um árangur laganema að
loknu námi og kemur þar fram að skv.
óformlegum upplýsingum fyrrver-
andi nemenda við deildina hafi þeim
yfirleitt gengið mjög vel að fá atvinnu
við sitt hæfi. Flestir þeirra starfi ann-
aðhvort við hefðbundin lögfræðistörf,
t.d. sem aðstoðarmenn dómara eða
fulltrúar lögmanna, eða við störf þar
sem staðgóðrar þekkingar er krafist.
Þá verði ekki annað ráðið en að nám
við HÍ hafi nýst vel þeim nemendum
sem farið hafa í framhaldsnám við
suma virtustu háskóla veraldar.
Gæðaúttekt á lagadeild HÍ sýnir framúrskarandi árangur í grunngreinum
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Eiríkur
Tómasson
6 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það efast enginn um það sem hitt hefurMary Robinson að hún er heil í bar-áttu sinni gegn óréttlæti í heiminum.Mannréttindamál eru rauði þráðurinn
í ferli hennar, hún setti þau á oddinn í lög-
mannsstörfum sínum á Írlandi, sömuleiðis eftir
að hún varð forseti Írlands, að ekki sé talað um
eftir að hún varð mannréttindafulltrúi Samein-
uðu þjóðanna. Robinson hefur sett málefni
þeirra sem minna mega sín í forgrunn, berst
fyrir því að mannréttindi séu hvarvetna í heiðri
höfð, líka af þeim ríkjum sem okkur standa
næst og eiga það til að telja sig yfir gagnrýni
hafin. Og hún er áhugamanneskja um að sið-
ferðileg gildi verði látin ráða ferðinni í svokall-
aðri hnattvæðingu nútímans.
Robinson er nefnd sem ein af eitt hundrað
áhrifamestu manneskjum í heiminum í nýjasta
hefti vikuritsins Time. Hún segir þetta hafa ver-
ið óvæntan heiður, en vill ekki gera of mikið úr
honum. Áhrif sem slík skipti hana ekki máli
nema þau séu til þess að varpa ljósi á hlutskipti
fátækari íbúa heimsins.
Robinson var forseti Írlands 1990–1997 og
sat síðan eitt kjörtímabil sem mannréttinda-
fulltrúi SÞ 1998–2003. Hún staðfestir í samtali
við Morgunblaðið að hún hafi verið reiðubúin til
að sitja annað kjörtímabil í embættinu en
Bandaríkjastjórn beitti sér gegn því og því fór
sem fór. Réð þar líklega mestu hörð gagnrýni
hennar á bandarísk stjórnvöld vegna rétt-
indaleysis fanga í Guantanamo-herstöðinni á
Kúbu eftir hernaðarátökin í Afganistan 2001–
2002. Segist Robinson ekki hafa talið að Banda-
ríkin væru að framfylgja þeim skuldbindingum
sem þau hafa undirgengist með alþjóðasáttmál-
anum um borgaraleg og pólitísk réttindi.
„Margir hafa talið að tvöfalt siðgæði hafi ráð-
ið ferðinni í þessum efnum, að mannréttindum
hafi einungis verið haldið á lofti gagnvart veik-
ari þjóðum og þróunarríkjum. Og ég tel að það
hafi verið mjög mikilvægt að rétta skipið af í
þeim efnum,“ segir hún um þær áherslur sem
hún setti í tíð sinni sem mannréttindafulltrúi.
Robinson fer ekki leynt með gagnrýni sína á
Bandaríkjastjórn, er m.a. þeirrar skoðunar að
innrásin í Írak hafi verið ólögleg. Þær áherslur
sem lagðar hafi verið í hinu svokallaða stríði
gegn hryðjuverkum séu einnig rangar, það
megi ekki fórna mannréttindum í þeirri baráttu,
halda verði uppi þeim stöðlum sem settir hafa
verið á sviði mannréttinda.
Þjáðist af völdum skrifræðisins
Robinson er nú búsett í New York og fylgist
náið með umræðu sem nú fer fram um framtíð
SÞ. „Ég styð heilshugar þá hugmynd að skipa
nýtt og sérstakt mannréttindaráð. Ég tel einnig
að aðrar umbótatillögur séu mikilvægar og að
SÞ þurfi á endurnýjun og endurnæringu að
halda á sínu sextugasta ári. En ég óttast að póli-
tíska hliðin, sem víkur að skipan öryggisráðsins,
verði til þess að illa muni ganga að hrinda í
framkvæmd umbótatillögum sérfræðinga-
nefndar sem Kofi Annan skipaði á sínum tíma.“
Þú tekur semsé undir gagnrýni á SÞ?
„Auðvitað. Ég þjáðist sjálf alveg hrikalega af
völdum skrifræðisins sem ræður ríkjum hjá SÞ
þegar ég var mannréttindafulltrúi og ég vildi
óska að einhverjar þessara umbótatillagna
hefðu komið fram er ég var þar við störf. Ég var
alltaf að berjast fyrir betri undirstöðum til
handa skrifstofu mannréttindafulltrúa og því að
mannréttindanefnd SÞ yrði pólitískt marktæk-
ari; sú nefnd er gagnrýni verð að því leytinu til
að ýmis ríki taka þar sæti sem verst standa sig í
mannréttindamálum, um þessar mundir á Súd-
an þar til að mynda sæti.
Það mætti því lagfæra margt. Við þurfum
samt á SÞ að halda, því alþjóðakerfi sem felst í
samtökunum.“
Robinson er spurð um gagnrýni Condoleezzu
Rice í fyrrakvöld á hendur SÞ og segir í því
sambandi að góð tækifæri gefist brátt til þess
að blása nýju lífi í samtökin. „Það verður haldið
upp á sextíu ára afmæli samtakanna í San
Francisco. Ég verð þar. Og svo mun allsherj-
arþingið, sem kemur saman í september, fara
yfir þann árangur sem náðst hefur í átt að þú-
saldarmarkmiðunum sem sett voru fyrir fimm
árum, nú eða þá álykta í þá veru að enginn ár-
angur hafi náðst. Þar gefst alvöru tækifæri til
að takast á við það ójafnrétti milli ríkra og fá-
tækra sem einkennir þennan heim.
Ég nefndi í erindi mínu á föstudag þá sam-
fylkingu á alþjóðavettvangi sem nú er að verða
um að ráðast gegn fátækt í heiminum, en um
þessar mundir eiga meira en 150 milljónir
manna þátt í þeirri baráttu. Ef við gætum beint
augum íbúa jarðar að því að takast á við þessi
djúpstæðari vandamál, óréttlætið sem stuðlar
að óöryggi og spennu í samskiptum ríkja, þá tel
ég að SÞ verði aftur álitnar ómissandi.“
Saknar Írlands
Robinson hefur verið búsett fjarri heimahög-
unum frá 1998. „Ég á hús á Írlandi,“ segir hún,
„þar búa tvö lítil barnabörn og hluti af mér vill
því mjög gjarnan vera þar. En til að vinna það
tengslastarf sem við þurfum að vinna þarf ég að
vera nálægt samstarfsstofnunum okkar.“
Robinson segir þau verkefni sem hún sinnir í
dag krefjandi og áhugaverð. „Ég vonast þó til
þess að eftir u.þ.b. tvö ár verði þetta starf komið
svo vel á veg að ég geti sinnt því frá Írlandi og
því verið nær fjölskyldu minni og vinum. Ég
vonast til að njóta áfram þess krafts og áhuga
sem ég hef, því að það gefur lífinu gildi,“ sagði
Mary Robinson í samtali við Morgunblaðið.
Það þarf að blása
nýju lífi í SÞ
Morgunblaðið/Eyþór
Mary Robinson heimsótti Ísland um helgina.
Mary Robinson er meðal 100 áhrifamestu manneskja í
heiminum skv. vikuritinu Time. Þar ræður mestu barátta
hennar gegn óréttlæti í heiminum, hungri og fátækt.
Davíð Logi Sigurðsson hitti Robinson að máli í gær.
david@mbl.is
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir unnið að því að bæta að-
stöðu starfsfólks og sjúklinga á
taugadeild Land-
spítala. „Menn
eru að skoða þetta
í fullri alvöru
hvaða úrbætur
eru fyrir hendi,“
segir Jón og bætir
að vandamálið sé
vaxandi.
Parkinson-
samtökin hafa lýst
yfir óánægju með
aðbúnað sjúklinga á deildinni og hafa
hvatt ráðherra og stjórnendur spít-
alans til úrbóta. Helsta umkvörtunar-
efnið er skortur á rúmum og mikið
ónæði sem skapist á deildinni.
„Þetta er mjög góð deild og ágæt-
lega búin af tækjakosti og öðru slíku
en álagið á hana hefur verið of mikið,“
segir Jón og bætir því við að menn
innan veggja spítalans séu að leita
lausna til þess að létta álagið. T.d. sé
verið að skoða hvaða húsnæðiskostir
séu fyrir hendi í þeim efnum en hug-
myndir séu uppi um að auka dagþjón-
ustuna sem kalli á stærra húsnæði.
Unnið að
bættri aðstöðu
á taugadeild
Jón Kristjánsson