Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 10
Í
nýútkominni ævisögu sinni segir
Jane Fonda að þegar hún íhugaði að
gera stutt æviágrip á myndbandi í til-
efni sextugsafmælis síns hafi dóttir
hennar, Vanessa, stungið upp á því að
hún yrði sér einfaldlega úti um kam-
elljón og léti það skríða yfir skjáinn.
Í bókinni, sem ber titilinn My Life
So Far, birtist sannarlega mynd af margslung-
inni persónu, sem hefur náð að grípa og per-
sónugera tíðarandann, ekki bara einu sinni
heldur ítrekað. Á sjöunda áratugnum skartaði
hún „stóru“ hári og varð eitt helsta kyntákn
sinnar kynslóðar í hlutverki Barbarellu í sam-
nefndri kvikmynd. Þegar nær dregur 1970
vaknar hún til samfélagslegrar meðvitundar og
verður að táknmynd fyrir baráttuna gegn Víet-
nam-stríðinu, svo mjög að andstæðingar demó-
kratans Johns Kerrys drógu upp gamlar ljós-
myndir af honum á friðarsinnafundum með
Fonda í því skyni að spilla fyrir baráttu hans við
síðustu forsetakosningar. Í kringum 1980 kom
Fonda síðan fram á sjónarsviðið sem holdgerv-
ingur líkamsræktar og sjálfseflingar kvenna.
Með geysivinsælum líkamsræktarmynd-
böndum sínum má jafnvel segja að hún hafi átt
þátt í að renna stoðum undir útbreiðslu mynd-
bandstækja, sem þá voru ný af nálinni.
Hamingjusnauð æska
Ævisagan hefur fengið góðar viðtökur og
Fonda þykir skrifa af einlægni og hreinskilni. Í
fyrsta hluta bókarinnar segir hún frá hamingju-
snauðri æsku, sem dóttir eins dáðasta leikara
sinnar tíðar, Henry Fonda, og vansællar móður
sem framdi sjálfsmorð. Hún lýsir föður sínum
sem tilfinningalega lokuðum manni, sem sýndi
fjölskyldunni lítinn áhuga. Móðirin, Frances,
brotnaði niður þegar Henry sagði skilið við
hana. Hún var lögð inn á geðsjúkrahús og svipti
sig þar lífi með því að skera sig á háls árið 1950.
Jane var þá á þrettánda ári. Henni var sagt að
móðir hennar hefði látist af völdum hjartaáfalls,
en komst nokkru síðar að sannleikanum við
lestur slúðurblaðs. Um þetta leyti fór Fonda að
upplifa óánægju með eigin líkama og tók að
glíma við átröskunarvandamál. Hún segir að
skortur á ástúð og hlýju í æsku hafi valdið henni
langvinnum erfiðleikum við að tengjast öðrum
tilfinningaböndum. Þess hafi séð stað í öllum
samböndum hennar síðar á ævinni.
Fonda hætti námi við Vassar-háskóla og hélt
undir tvítugt til Parísar að læra myndlist, sneri
síðan aftur til Bandaríkjanna og byrjaði að
sækja tíma í leiklist hjá Lee Strasberg. Hún lék
í fyrstu kvikmyndinni 22 ára gömul árið 1959,
Tall Story, sem var aðlögun á vinsælu Broad-
way-leikriti. Átröskunin háði Fonda og hún seg-
ir frá því að á þessum tíma hafi hún hámað í sig
mat og síðan kastað upp allt að átta sinnum á
dag.
Í klóm kvennabósa
Fonda fór árið 1963 til Parísar til að leika í
kvikmynd og þar komst hún í kynni við leik-
stjórann og kvennabósann Roger Vadim, sem
hafði áður verið í tygjum við Brigitte Bardot og
Catherine Deneuve. Vadim var fyrsta stóra ást-
in í lífi Fonda og hún lýsir því hvernig hann náði
tökum á henni og fékk hana meðal annars til að
taka þátt í hópkynlífi, þótt innst inni hafi henni
mislíkað það. „Ég var orðin svo vön því að bæla
niður mínar sönnu tilfinningar og búa til hólf í
huganum að á endanum hafði ég sannfært sjálfa
mig um að ég nyti þess,“ segir hún. Vadim hafði
megnustu andúð á „borgaralegum“ gildum eins
og einkvæni og sparnaði, og sóaði stórum hluta
af móðurarfi Fonda í spilavítum. Hún segir
hann að vissu leyti hafa verið ábyrgðarlausan,
tillitslausan og fullan af karlrembu, en jafn-
framt heillandi, listrænan og ljúfan.
Vadim leikstýrði Fonda í ævintýramyndinni
Barbarella, sem nú hefur öðlast hálfgerðan
„költstatus“ í kvikmyndasögunni. Þar barðist
hún lítt klædd við óþokka á fjarlægri plánetu og
varð fyrir vikið umtöluð sem einhver mesta kyn-
bomba sinnar kynslóðar. Það var hins vegar
ímynd sem hún kærði sig ekki mikið lengur um
að uppfylla.
Fonda kveðst líta á árið 1968 sem þáttaskil í
lífi sínu, en þá varð hún þunguð af dóttur sinni
og Vadims, Vanessu. Í París komst hún í kynni
við andstæðinga stríðsins í Víetnam og varð
smám saman sannfærðari um að hernaður
Bandaríkjamanna væri óréttmætur og grimmi-
legur. Á sama tíma raknaði upp úr hjónaband-
inu. Hún fluttist til Kaliforníu og lék í kvik-
myndinni They Shoot Horses, Don’t They?, sem
var hennar dramatískasta hlutverk til þessa.
Fonda kastaði ímynd kyntáknsins og klippti
ljósu, liðuðu lokkana. Árið 1971 fór hún með
hlutverk vændiskonu í kvikmyndinni Klute og
hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Hún segist á þess-
um árum hafa vaknað til samfélagslegrar vit-
undar og fundið þörf fyrir að taka virkan þátt
sem samfélagsþegn. Hún hellti sér út í barátt-
una gegn Víetnam-stríðinu og kynntist í gegn-
um hana öðrum eiginmanni sínum, róttækl-
ingnum Tom Hayden.
Sem gagnrýnandi stríðsrekstursins í Víet-
nam öðlaðist Fonda virðingu og aðdáun rót-
tæklinga og friðarsinna en jafnframt djúpstæða
andúð og jafnvel hatur af hálfu repúblikana og
annarra stuðningsmanna stríðsins. Ferð hennar
til Hanoi árið 1972, í höfuðvígi andstæðinganna,
vakti gríðarlega reiði og gagnrýnendur hennar
uppnefndu hana Hanoi Jane. Rætt var um það
af fullri alvöru að sækja hana til saka fyrir land-
ráð. Í ævisögunni viðurkennir Fonda að ferðin
hafi að sumu leyti verið vanhugsuð, en kveðst þó
ekki iðrast þess að hafa komið fram í útvarpinu í
Hanoi og reynt að leiða bandarískum hermönn-
um fyrir sjónir að þeir væru að fremja grimmd-
arverk gegn víetnömsku þjóðinni. „Rík-
isstjórnin laug að okkur og menn voru að tapa
lífi sökum þess. Mér fannst að ég þyrfti að gera
allt sem mér væri unnt til að afhjúpa blekking-
arnar og hjálpa til við að binda endi á stríðið,“
sagði hún í viðtali á CBS í tilefni af útkomu bók-
arinnar. Hún segir það hins vegar hafa verið
óafsakanlegan dómgreindarbrest, og raunar
stærstu mistök lífs síns, að hafa látið taka fræg-
Jane Fonda
í ýmsum
myndum
Reuters
Ævisögu Jane Fonda hefur verið vel tekið af
gagnrýnendum.
Leikkonan Jane Fonda á sér margar hliðar sem hún varpar ljósi á í
nýútkominni ævisögu. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir fjallar um
kyntáknið sem birtist í Barbarellu, femínistann og róttæklinginn sem
barðist gegn Víetnam-stríðinu og líkamsræktardrottninguna sem seldi
milljónir æfingamyndbanda um allan heim.
2
1
10 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Að fá tölvurnar er frábært og breytirmiklu fyrir okkur. Við hefðum aldr-ei haft efni á nýjum tölvum,“ segirKenýabúinn Charles Okomo ogbrosir breitt. „Við erum ákaflega
þakklát fyrir stuðninginn frá Íslandi. Hann
skiptir miklu máli.“
Auk þess sem Þjóðarbókhlaðan, Fræðslumið-
stöðin og BT tölvur lögðu fram tölvur og tölvu-
skjái, gáfu Samskip flutninga frá Reykjavík til
Rotterdam. Í gáminn fóru einnig notuð föt, sem
og nýir skór sem viðtakendur í Kenýa hyggjast
selja. Ágóðinn verður notaður til hjálparstarfs.
Húmanistar á Íslandi
Samtökin Vinir Afríku standa á bak við send-
inguna. Vinir Afríku tengjast heimamönnum í
Kenýa í gegnum Húmanistahreyfinguna. Með-
limir hreyfingarinnar, sem vinna með íslenskum
húmanistum, eru hátt á annað þúsund talsins.
Húmanistar starfa í litlum hópum sem tengj-
ast innbyrðis eftir ákveðnu neti. Hóparnir í Ken-
ýa hafa síðustu daga unnið hörðum höndum við
að safna fé fyrir flutningskostnaðinum frá Rot-
terdam. Þótt kostnaðurinn sé ekki mikill á ís-
lenskan mælikvarða er hann töluverður í landi
þar sem algeng mánaðarlaun eru 3.000 íslenskar
krónur. Margir meðlimir hreyfingarinnar hafa
enn lægri laun en sem þessu nemur.
Almenningi kennt á tölvur
Tölvukaup eru utan seilingar almennings í
Kenýa og fáir kunna að nota þær. Í heimi þar
sem tölvur gegna sífellt stærra hlutverki verða
þeir sem lítið hafa milli handanna auðveldlega út
undan. Þessu hyggjast kenýsku húmanistarnir
breyta.
„Margir hafa enga reynslu af tölvum. Nú höf-
um við tækifæri til að kenna fólki á þær. Það
getur komið til okkar, fengið að prófa sig áfram
og læra hvað af öðru,“ segir lykilmaður í starf-
inu, Ken Amittou.
Hann bendir á að auk þess sem tölvurnar auki
tölvukunnáttu almennings, muni þær breyta
miklu varðandi hópastarf húmanistanna. Að-
gangur að tölvu skipti miklu máli fyrir alla
skipulagsvinnu og samskipti hópa og landa á
milli.
Íslendingar styðja börn í Kenýa
Í dag eru á fjórða tug kenýskra barna studd
mánaðarlega í gegnum Vini Afríku. Stuðnings-
aðilar á Íslandi fá reglulegar fréttir af börnun-
um. Tölvurnar munu auðvelda alla slíka vinnu.
Útbreiðsla alnæmis í Kenýa hefur leitt til þess
að mörg börn eru í dag foreldralaus. Flestir sem
láta lífið af völdum alnæmis eru á bilinu 20–40
ára. Húmanistarnir í landinu hafa tekið fjölmörg
barnanna upp á sína arma. Fyrir þann sem sjálf-
ur hefur lítið milli handanna getur hins vegar
verið hægara sagt en gert að sjá um heilu barna-
hópana. Það var upp úr þessu sem sú hugmynd
kviknaði að hvetja Íslendinga til að styðja mán-
aðarlega við tiltekin börn undir verndarvæng
Kenýabúanna.
Enn eru mörg börn sem þyrftu aðstoð.
Heimamenn biðja blaðamann að færa Íslend-
ingum bestu kveðjur, með von um að einhver
sjái sér fært að hjálpa þeim við að hjálpa börn-
unum.
Notaðar tölvur til Kenýa
Notaðar tölvur frá Íslandi munu í framtíðinni öðlast nýtt
hlutverk í Kenýa. 63 tölvur frá Þjóðarbókhlöðunni og Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur eru nú á leið með skipi frá Evrópu til
Afríku. Í sendingunni eru auk þess notaðir tölvuskjáir frá BT
tölvum. Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við heimamenn í Kenýa
sem hlakka til að taka á móti sendingunni.