Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 11
ar myndir af sér við loftvarnarbyssu Norður-
Víetnama. Það hafi skiljanlega verið túlkað sem
svik við þær tugþúsundir bandarískra her-
manna sem létu lífið í Víetnam.
Eftir heimkomuna lét bandaríska leyniþjón-
ustan taka saman 20.000 síðna skýrslu um
Fonda og gerð var húsleit hjá henni. Brúður í
hennar mynd voru brenndar og í eitt skipti seg-
ist hún hafa litið út um gluggann og séð mann
með byssu í garðinum. „Hann sneri við og hljóp
í burtu. Það kom fyrir að við værum elt. Við
upplifðum okkur í hættu, já,“ segir hún í viðtali
við The Guardian.
Óskarsleikkona og líkamsræktardrottning
Með Hayden átti Fonda soninn Troy. Af frá-
sögn hennar má ráða að þau hafi að mörgu leyti
átt góð ár saman, en með tímanum fjaraði und-
an hjónabandinu. Hayden mun hafa neytt
áfengis í óhófi og átt erfitt með að fella sig við að
frægð og velgengni eiginkonunnar væri meiri
en hans eigin, einkum eftir að hún hlaut Ósk-
arsverðlaun í annað sinn fyrir kvikmyndina
Coming Home árið 1979. Þakkarræðuna flutti
hún þá reyndar á táknmáli, til að vekja athygli á
hlutskipti heyrnarlausra.
Fonda hóf í lok áttunda áratugarins að
stunda skipulega líkamsrækt. „Það var algjör
bylting. Þegar ég var að komast á fullorðinsár
þótti það ekki sæmandi konum að stunda erfiða
líkamsrækt. Við áttum ekki að svitna eða
hnykla vöðvana.“ Hún leit á líkamsræktina sem
leið fyrir konur til sjálfseflingar og afréð að
setja saman myndband með æfingum sem unnt
væri að gera heima í stofu. Fyrsta myndbandið,
Jane Fonda’s Workout, var gefið út árið 1982 og
seldist í 17 milljónum eintaka. Það er raunar
mest selda myndbandið í heiminum til þessa
dags. Líkamsræktin hjálpaði Fonda að sættast
við eigin líkama og hún náði loks tökum á át-
röskunarvandanum sem hafði háð henni síðan á
unglingsárum.
Hayden mun hins vegar hafa sýnt litla hrifn-
ingu á líkamsræktarævintýrinu, en Fonda benti
honum þá kurteislega á að það væru tekjurnar
af sölu myndbandanna sem fjármögnuðu
stjórnmálastarf hans að mestu.
Fjölmiðlakóngurinn
Tom Hayden tilkynnti Fonda eftir sextán ára
hjónaband árið 1988 að hann væri ástfanginn af
annarri konu. Hún brást við með því að henda
eigum hans út um gluggann á íbúð þeirra í
ruslapokum. „Það hjálpaði aðeins,“ segir hún.
En ekki leið á löngu þar til annar maður kom
inn í líf hennar. Daginn eftir að fréttir birtust af
skilnaði Fonda og Hayden fékk hún hringingu
frá Ted Turner, eiganda CNN fjölmiðlaveld-
isins. Hann kynnti sig og spurði vafningalaust
hvort hún væri á lausu. Fonda segist hafa orðið
steinhissa, en sagt Turner að hún væri ekki
beinlínis farin að huga að stefnumótum, en hann
mætti prófa að hafa samband eftir þrjá mánuði.
Sem hann gerði, nánast upp á dag, og ástir tók-
ust með þessu heldur ólíkindalega pari. Margir
undruðust að Fonda félli fyrir hinum óheflaða
Suðurríkjamanni, sem síst var þekktur fyrir
róttækni í stjórnmálaskoðunum eða femíníska
vitund. En hún segist hafa heillast af líkams-
burðum hans og hreinskilnu, strákslegu við-
móti. „Málæði Turners var óendanlegt. Mín eðl-
islæga feimni olli því að mér leið yfirleitt
óþægilega í návist fólks sem ég þekkti lítið, ég
vissi ekki hvernig ég ætti að fylla upp í þagn-
irnar. En með Ted var þetta ekkert vandamál,
því það voru engar þagnir. Stundum furðaði ég
mig á því að hugur hans tæmdist einfaldlega
ekki.“
Fonda og Turner gengu í hjónaband haustið
1991. Einum mánuði síðar segist hún hafa kom-
ist að því að hann hefði verið henni ótrúr. Hún
flutti út og hugðist sækja um skilnað, en honum
tókst að telja hana af því, lofandi bót og betrun.
Fonda tók við stjórn Turner-sjóðsins og vann á
næstu árum ötullega að ýmsum góðgerð-
armálum, beitti sér ekki síst fyrir því að ung-
lingar ættu aðgang að kynfræðslu og getn-
aðarvörnum. Í sextugsafmælisgjöf gaf Turner
henni góðgerðarsjóð í eigin nafni, sem hafði sem
höfuðstól 10 milljónir dollara. En brestir komu í
hjónabandið, sem fyrr. Turner tók til við fyrri
iðju og þau skildu að skiptum árið 2000. Þegar
Turner flaug með hana í einkaþotu sinni til
heimaborgar þeirra, Atlanta, í síðasta skipti
segir hún að nýja konan í lífi hans hafi beðið í
flugskýlinu eftir að fara um borð. „Sæti mitt [í
flugvélinni] var enn þá heitt.“
Sálarró á sjötugsaldri
Jane Fonda er nú á 68. ári og segist loks á sjö-
tugsaldri hafa fundið sálarró og jafnvægi í lífinu.
Á síðustu árunum með Ted Turner sneri hún
sér að kristinni trú og frelsaðist. Hún kveður
Turner hafa álitið sig vera að missa vitið, en
segir þvert á móti að þarna hafi hún loksins ver-
ið að finna sig. „Lærdómurinn sem við eigum að
draga af lífinu er yfir og allt um kring,“ segir
hún í viðtali við Washington Post. „En það tek-
ur tíma fyrir hann að síast inn.“
adalheidur@mbl.is
1. Lögreglumynd af
Jane Fonda er hún
var tekin höndum fyr-
ir mótmæli í nóv-
ember 1970.
2. Myndin alræmda af
Jane Fonda við loft-
varnarbyssur Norður-
Víetnama árið 1972.
Fyrir heimsóknina til
Hanoi uppskar hún
gagnrýni og hatur
heima fyrir.
3. Jane Fonda í hlut-
verki Barbarellu.
Hlutverkið gerði hana
að helsta kyntákni
sinnar kynslóðar.
4. Fyrsta líkams-
ræktarmyndbandið
seldist í sautján millj-
ónum eintaka og er
mest selda mynd-
band allra tíma.
5. Jane Fonda og Ted
Turner.
4
3
5
Ummæli vikunnar
’Mér var ofarlega í huga að auka sjálfs-traust Íslendinga og sjálfstraust fæst að-
eins með því að eiga sterka rödd og vera
sterk þjóð.‘Vigdís Finnbogadóttir á 75 ára afmæli sínu 15. apríl í
viðtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur í Morgunblaðinu.
’Líf þitt hefur verið litríkt ævintýri ogmikil forréttindi að hafa fengið að taka
þátt í því með þér.‘Ólafur Ragnar Grímsson forseti við setningu ráð-
stefnunnar Samræður um menningarheima, sem hald-
in var í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finn-
bogadóttur, fyrrverandi forseta.
’Það er nefnilega ýmislegt, sem ekki áskilið neitt umburðarlyndi.‘Margrét Danadrottning segir í nýrri bók um hana að
alltof lengi hafi Danir reynt að leiða hjá sér vandamál,
sem tengist íslamstrú, og kennir um bæði umburð-
arlyndi og leti.
’Ég held því reyndar fram að fyr-irkomulagið hér sé þrælahald og fara
mætti með málið fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu; það er þrælahald þegar
ein stétt er gefin annarri stétt til að
ráðskast með og hafa af henni tekjur.‘Kristín Hafsteinsdóttir , formaður Meinatæknafélags
Íslands, segir lög um stéttina gölluð og þeir séu í raun
þrælar lækna
’Ef þessi vírus smitaði þó ekki værinema eina manneskju þá myndi hann
breiðast út mjög fljótt.‘Dr. Klaus Stohr, fulltrúi Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar, eftir að bandarísk meinastofa
sendi óvart út mörg þúsund sýni af stórhættulegri
flensuveiru, sem olli dauða fjögurra til fimm milljóna
manna á árunum 1957 og 1958.
’Hvernig litist ykkur á að við, almenn-ingur á Íslandi, stofnuðum félag, félag
kjölfestufjárfestis, og gerðum í samein-
ingu tilboð í 45% Símans?‘Agnes Bragadóttir , fréttastjóri og umsjónarmaður
viðskiptaumfjöllunar Morgunblaðsins, setti þessa
spurningu fram í Viðhorfsdálki blaðsins. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa. Nokkur þúsund manns hafa
sagst ætla að leggja fram fé til að bjóða í Símann og
Agnes hefur tekið sér frí frá störfum til að leiða átak-
ið.
’Hærri stýrivextir verka hvetjandi á er-lent fjármagn til fjárfestingar í íslensku
krónunni og byggja þar með enn frekar
undir hana. Í þessu ljósi má einnig horfa
á viðskiptahallann og velta því fyrir sér
hvort að útflutningsgreinarnar, sem nú
berjast í bökkum, séu að greiða niður am-
eríska pallbíla.‘Katrín Pétursdóttir , framkvæmdastjóri Lýsis, um
rekstrarskilyrði útflutningsfyrirtækja í Við-
skiptablaði Mbl.
’Ég get ekki hugsað það til enda að égverði kærður, hvað þá sakfelldur fyrir að
sýna þessa mynd.‘Ísleifur Þórhallsson , framkvæmdastjóri Int-
ernational Icelandic Film Festival, um hina umdeildu
kvikmynd 9 Songs eftir Michael Winterbottom.
’Ég hef alltaf verið veikur fyrir muff-ins!‘Ólafur Ragnar Grímsson forseti í heimsókn sinni í
Kexsmiðjunni á Akureyri.
’Það voru ekki síst krakkarnir í Reykja-vík sem hvöttu til þess að Söngkeppnin
færi fram á Akureyri, vegna þess að þá
kæmu örugglega fleiri. Það tekur 10 til 12
tíma að keyra til Reykjavíkur frá Egils-
stöðum og Neskaupstað, hvora leið, en
Akureyri er miðsvæðis fyrir alla.‘Valdís Anna Jónsdóttir um það hvers vegna Söng-
keppni framhaldsskólanna er haldin á Akureyri í ár.
’Áður gerði ég það til að gleðja börnin ábænum, en síðan þau stækkuðu, til að
gleðja hrútana.‘Sauðburður er hafinn hjá Hálfdáni Helgasyni , bónda
á Háhóli í Borgarbyggð. Hálfdán segist í samtali við
blaðið Skessuhorn hafa hleypt til nokkurra kinda með
fyrra fallinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vigdís Finnbogadóttir
Netkaffi og apótek
Einn hópanna sem starfandi eru í Kenýa
safnaði fé fyrir sendingarkostnaði tíu tölva. Það
tók á að safna tilskilinni upphæð en hafðist að
lokum. Meðlimir hyggjast setja upp netkaffi í
borginni Kisumu.
„Við sáum þarna kjörið tækifæri til að afla
fjár til góðra verka. Það er ekki nóg af hafa góð-
ar hugmyndir, það verður líka að hafa fjármagn.
Ef allt gengur að óskum ættum við að geta haft
reglulegar tekjur af netkaffinu – tekjur sem við
getum notað til að fjármagna þau verkefni sem
okkur dreymir um.
Við viljum styðja hópa til að skapa sér eigin
atvinnutækifæri og koma sér þar með upp úr fá-
tæktargryfjunni. Við viljum líka koma upp lyfja-
verslun þar sem þeir sem lítið hafa geta fengið
lyf á niðurgreiddu verði,“ segir Charles Okomo.
Á svæðinu í kringum Kisumu er malaría afar út-
breidd.
„Fólkið í kringum okkur sem deyr af völdum
malaríu lætur ekki lífið vegna þess að það veit
ekki hvað er að því eða hvað það á að gera. Það
deyr vegna þess að það hefur ekki efni á lyfjum.
Þessu getum við breytt og þessu mun sendingin
frá Íslandi vonandi breyta í framtíðinni.“
Nánari upplýsingar um starf húmanista, Vini
Afríku og stuðning við kenýsk börn, má finna á
heimasíðunni www.vinirafriku.is.
Ljósmynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Kvennahópur húmanista í Kenýa selur strámottur, leirpotta og fléttaðar körfur. Ágóðinn fer til mun-
aðarlausra barna og fátækra. Íslendingar styðja nokkur þeirra barna sem hópurinn hefur í sinni
umsjá. Húmanistar í Kenýa munu á næstu dögum taka á móti notuðum tölvum frá Íslandi. sigridurvidis@yahoo.com
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 11